Vísir - 12.11.1970, Side 13
VlSIR . Fimmtudagur 12. nóvember 1970.
I 1
J£veftímabilið er gengið í garð.
Erfitt er að segja um fjölda
kveftilfella hverju sinni vegna
þess, að fólk leitar oft ekki til
læknis þótt þfað kvefist. Þó eru
alltaf skráð mismunandi mörg
tilfelli kvefs. Kvef er hvimleið-
ur sjúkdómut, sem fólk tekur
á mismunandi vegu. Margir láta
sig það litlu skipta þó þeir kvef
ist og ganga í vinnu eftir sem
áður. En það má deila um hvort
það sé rétt, ef tekið er tillit
til þess að kvef er smitnæmur
sjúkdótnur. Það er talið ráðlegra
að þeir, sem hafa kvef og hita
með liggi í rúminu þar til það
versta er yfirstaðið. Endranær
er ekki talin þörf á slíkri ráð-
stöfun og geti fólk haft fóta-
vist innan dyra.
Danskur læknir gaf blaði i
Danmörku nýlega 20 ráð, sem
foreldrar geta notfært sér, ef
böm þeirra kvefast.
1. Á tímabilinu 1. september
til mai .ættu bömin að fá 4
dropa af AD-vítamínum dag-
lega. Það hjálpar til þess að
koma í veg fyrir kvef. Þama
má benda íslenzkum foreldrum
á lýsi.
2. Það er mikilvægt að klæða
bömin aldrei í of mikið af föt-
um. Látið börnin ekki í meiri
föt en ykkur sjáifum fyndist
þægilegt.
3. Ef bömin hafa kvefazt og
fengið hita með eiga þau að
vera í minni fötum en venju-
lega.
4. í röku veðri og rigningu
eiga bömin að vera vel klædd
Það er ekki nauðsynlegt að vera rúmliggjandi, þegar maður er kvefaður nema hiti fylgi með.
Kveftímabilið gengið í garð
— nokkrar ráðleggingar, þegar börnin kvefast
ti-l fótannh i gúmmístigvélum.
5. Munið eftir að láta bömin
fara úr gúmmistígvélunum inni.
Látið einnig börnin hafa með
sér inniskó í skólann og leik-
skólann.
6. Það er mikilvægt, að böm-
in fái nægilegan svefn. Annars
eru bömin þreytt, líður illa og
er Walt og eru móttækilegri
fvrir m.a. smitnnarsiúkdóma.
7. Ef börnin hafa kvefazt illa,
eiga þau ekki að fara út og
leika sér, heldur vera helzt inni.
Ef bömin em ekki kvefuð er
það hins vegiar mikilvægt, að
þau fari út, einnig þegar rignir
eöa þegar hvasst er. Slæmt veð-
ur hefur ekki slæm áhrif á heil-
brigð börn, heldur þvert á möti.
8. Herbergin, sem bömin sofa
i eiga alltaf að vera loftuð út_
áður en börnin farla að sofa.
Það er einnig ráðlegt að láta
gluggann vera ofurlítið opinn á
nætumar, þannig að ferskt loft
komist inn.
9. Kvef smitar mest fyrstu
dagana, látið þess vegna kvef-
lað barn vera heima við en ekki
fara í skóla eða í leikskóia fyrr
en það er komið yfir versta
kvefið. -
10. Ef leiksystkin bamanna
em kvefuð hleypið beim þá
Fjölskyldan ogtieimilid
ekki inn. Þið eigið það þá að-
eins á hættu, að böm ykkar
smitist.
11. Smáböm eigb ekki að
hafa kodda í rúminu. Ef þau
hafa hann, þegar þau em kvef-
uð eiga þau það á hættu að
kafna i hósta og svæflinum.
Ef bömin þurfa endilega að
hafa hærra undir höfðinu en
öðmm hlutum líkamans reisið
þá höfðalagið með því að setja
undir það kubbla eða bækur,
þó ekki svo mikiö að hætta
sé á að bamið detti niöur til
fóta í rúminu.
12. Gangið ekki of mikið eftir
þvf að bömin snýti sér. Það
nægir að þurrka þeim um nef-
ið.
13. Kennrö bömunum að
halda fyrir munninn, þeglar þau
hnerra eða hósta en ekki með
hendinni. Það á að hnerra í
olnbogabótina.
14. Ef þið eruð sjálf meö
kvef látið þá vera að gæla. viS
börnin. Ef þið eigið smáfoðm,
sem þarfnbst umönnimar, setjið
þá bindi fyrir munn og nef og
gætið þess vel að þvo ykkur am
hendumar.
15. Ef þið liggið í rúminu
með hita, haldið þá bömunum
frá ykkur og látið þau undir
engum kringumstæðum koma
upp í rúmið til ykkar.
16. Gefið bömunum ekki inn
magnyl, alfoyl og önnur lyf er
innihalda efniö salicyl. Böm
geta dáið vegnh eitrunar, ef þau
fá meöul, sem miðað er við að
fullorðnir taki inn.
17. Ef bamið hefur verið kv-ef
að lengur en vikutíma fáið þá
lækni vegna þess að þá er ekki
um venjulegt kvef aö ræða. T.
d. getur verið um bronkitis að
ræða.
18. Kallið á lækninn, ef Warn
ið er ekki hitalaust eftir 3—í
daga
19. Ef bam hefur verið kvef-
að og fær hósta eftir það, kenn-
ið því þá að standa upp og
hósta rækilega eð'a eins lengi og
þvi er þörf á. Þegar bam hreyf-
ir sig hóstar það betur.
20. Aðeins þau böm, sem em
mjög veik eiga að vera í rúm-
inu. Þegar um venjulegt kvef
án hita er að ræða líður baminu
bezt með því aö vera á fótum
innan dyra. Dúðið ekki foöm
með hita.
Ekki á sama
grundvelli og
rauðsokka-
hreyfingin
T fréttinni um HeimiTisvemd,
hagsmunafélag, sem nokkr-
'ar konur i Keflavík komu á
stofn, og birtist á síðunni í gær
kom það fram, að þessi félags-
skapur væri byggður á sama
grundvelli og rauösokkahreyf-
ingin. Þetta er rangt með farið,
vegna mistaka féll út oröið
ekki. Félagið er ekki byggt á
sama grundvelli og rauðsokkar
hreyfingin, samkvæmt þvi, sem
Kristín Gestsdóttir einn af stofn
endum Heimilisvemdar tók skil
merkilega fram. Rauösokka-
hreyfiogin á því enn eför (að
nema land i Keflavfk.
Blaðberi — Tjarnargata
Okkur vantar bam til að bera út blaðið í
Tjamargötuna.
VISIR
r
f
sunnal cmALLORKA
_ epARADÍS
& c5í JÖRÐ
travell
" - Jé. Æt
■: Jk- :
m
Land hins eilifa sumars.
Paradis þeim, sem leita hvíldar og
skerhmtunar.
Mikil náttúrufegurð, ótakmörkuð sól
og hvítar baðstrendur.
Stutt að fara til stórborga Spánar,
italíu og Frakklands.
Eigin skrifstofa Sunnu í Palma,
með íslenzku starfsfólki.
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA
BANKASTRÆTI 7, SlWlAR: 16400 12070
sunna