Vísir - 08.12.1970, Blaðsíða 3
VISIR . Þriðjudagur 8. desember 1970,
3
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Vastri menn vinna á
® Vinsírisinnaði alþýðu-
flokkurinn undir forystu
Bhutto, leiðtogi vinstrisinna.
Zulfikar Ali Buttos, fyrr-
um utanríkisráðherra.
hafði í morgun fengið 34%
atkvæða, sem talin höfðu
verið í kosningunum í
Pakistan. Hafði flokkurinn
fengið 31 af þeim 84 þing-
sætum, sem endanlega
hafði verið skorið úr um.
Önnur þingsæti skiptast á
marga flokka.
í Austur-Pakistan hafði fiokkur
sheiksins Mujibur Rahmans unnið
58 þingsæti, og hafði flokkurinn
auk þess forystu í öMum öðrum
kjördæmum nema einu.
Búast menn við því, aö Mujibur
Rahman verði næsti forsætisráð-
herra Pakistan.
Þetta voru fvrstu kosningar, eft-
ir að almennur kosningaréttur
'haifði verið í lög leiddur í Pakistan.
Konur kusu nú í fyrsta sinn.
Náttúruhamfarirnar í Austur-
Pakistan höfðu sín áhrif í kosn-
ingabaráttunni, einkum í Austur-
Pakistan, en þar búa um 55 af
hundraði kjósenda. Mujibur Rah-
man, sem virðist munu fara með
sigur af hólmi í Austur-Pakistan,
hafur gagnrýnt stjórnvö'ld hart fyr-
ir dáðleysi í skipuilagningu hjáfp-
ars'tarfsins.
1570 frambjóðendur börðust um
299 þingsæti.
Flokkamir eru 24 talsins, og era
um 80 af hundraöi kjósenda ólæs-
ir og kjósa meftn því eftir merkjum
á atkvæðaseðlum.
Virðist flest benda ti'l 'þess, að
hið nýkjöma þing verði Khan for-
seta þungt í sfcauti. Khan ákvað að
hafa lýðræðislegar kosningar í land
inu, en þar hefur ríkt einveldi um
langt skeið. Fyrirrennari núverandi
forseta hafði á sínum tíma leyst
upp þingið. Hann sakaði stjóm-
málamenn og flokksforingja um
spillingu. Nú munu flokksforingj-
arnir aftur taka við stjóm Pakist-
ans.
Yahya Khan forseti Pakistan varð
að þola harða gagnrýni frá Mujibur
Rahman, sem virðist munu sigra
í flestum kjördæmum í Austur-
Pakistan. Forsetanum var. kennt
um seinagang stjórnvalda við hjálp
arstarfið eftir flóðin.
Umsjón: Haukur Helgason.
Átján
fórust í
flugslysi
S Átján fórust í gær, þegar rúm-
ensk farþegaflugvél hrapaði við
Constanza í Rúmeníu.
Flugvélin var af gerðinhi BAC
111 og var á leið frá Tel Aviv í
ísrael til Bucuresti í Rúmeníu. —
Hrapaði vélin, er hún flaug til lend-
ingar á alþjóðlega flugvellinum við
Constanza um kl. fjögur í gær.
Ekki hafði verið unnt að lenda
í Bucuresti vegna illviðris, og hafði
þess vegna verið flogiö til Cón-
stanza.
Farið var með slasaða fólkið í
sjúkrahús, þegar efltir slysið, og
nefnd hóf rannsókn slyssins undir
stjóm Mihai Marinescu varafor-
sætisráðherra.
Palme tapaði
Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar leggur hart að sér í borðtennisnum, sem myndin sýnir.
Þetta kom þó að engum notum, enda var andstæðingurinn enginn annar en Kjell Johansson,
meistari Svía í borðtennis. Paime tapaði með 21:4 og 21:8. — Leikurinn fór fram í hléi á Norður-
landameistaramóti í borðtennis í Haímsted, Svíþjóð.
70 handteknir í Aþenu
Að minnsta kosti 70
manns hafa verið hand-
teknir í Aþenu, þeirra á
meðal tveir fyrrverandi
þingmenn. Er fólkinu gefið
að sök að hafa staðið á bak
við skemmdarverk, sprgng
ingar og mótmælaaðgerðir
gegn ríkisstjórn herfor-
ingja.
Stjórnvöld munu að lokinni um-
fangsmikilli rannsókn ákveða hvort
fólkið skuli koma fyrir herrétt eöa
sent til afskekktra. þorpa, þar
sem stjórnvöld segja að það gæti
lítið illt af sér gert.
Meðal handtekinna era tveir af
forystumönnum í flokki Giorgios
Papandreous. Einnig var nú tekinn
hcindum hinn kunni lögfræðingur
Evanghekos Janopoulos, sem hefur
verið verjandi í réttarhöldum yfir
mörgum andstæðingum herforingja
stjórnarinnar. •
Öryggislögreglan telur, aö hinir
handteknu hafi haft samband við
pólitíska fanga og aðstoðað þá við
að senda bréf og yfirlýsingar úr
fangelsi og undirbúa flótta.
Vegna fréttar....
Vegna fréítar í Vísi 2. des. sl. er bar yfirskrift
ina: LYKILL AÐ NEYÐARÚTGANGI
FANNST EKKI Á HÚTELINU viljum vér
benda á að þjófabjölluþjónustan VARI hef-
ur smíðað sérstaklega út búna kassa þar sem
geyma má lykla, sem þurfa að vera til taks
í neyðartilfellum. Slíkir kassai eru í notkun
til að mynda á Hrafnisfu. Kassarnir eru þann
ig útbúnir að fólk getur ekki tekið lyklanr
nema aðvönmarbjaHa klingi eða aðvörunar-
ljós kvikni.
Veitum fúslega allar nánarí imr*iýsingar.
Þjófubjölluþfóipiistaii ¥ARI
Garðastræti 2. — Sími 26430. — Opið 9—12.