Vísir - 08.12.1970, Page 6

Vísir - 08.12.1970, Page 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 8. desember 1970. Síldarútvegsnefndar fari fram á skrifstofunni í Reykjavík, en leggja beri niður skrifstofuna á Siglufirði. Samþykkt var á fund inum m. a. aö beina þeim til- mælum til Síldarútvegsnefndar að hún athugi og vinni að sölu síldar í neytendaumbúðum, enda þótt sú framleiðsla heyri ekki undir nefndina. Þá var skorað \ á stjórn féiagsins og SÚN að unniö verði aö því að viðkomandi stjómvöld greiði flutningsstyrk á síld, sem veidd er í meira en 250 sjómílna fjar- lægð frá landimi og flutt til hafna hér á landi. Formaður félagsins er Jón Ámason, en aðrir í stjóm eru þeir Sveinn Guðmundsson, Seyðisfirði, Guð- mundur Björnsson, Stöðvarfiröi, Eyþór Hallsson, Siglufirði og Ölafur Gunnarsson, Norðfiröi. 9 Mexikanar halda íslenzk jól „Viö kvíöum því síöur en svo að halda íslenzk jól. Þettla er miklu jólalegra en heima í Mexíkó“, sagði hin 19 ára Ang- elia, en hún heldur jól á Hótel Loftleiöum að þessu sinni ásamt foreldmm sínum og 12 ára systur, Valentínu. „Við erum oröin vön köldum vetrum í Madrid og finnst hð þannig eigi þetta að vera á jólunum". Sagöi hún aö fjölskyldan mundi boröa sinn jólamat, gefa jólagjafir og fara i kirkju á miðnætti á hð- fangadagskvöld. Fjölskyldan skemmtir hótelgestum um þess- ar mundir meö hinum yljandi mexíkönsku og suöur-amerísku söngvum, en Valentína litla horf ir bara á, eða er sofnuð, þeghr þau hin þrjú skemmta á síð- kvöldum. Kenna þau sig viö Aztekana fomu og kallast Los Aztecas. Benitó, fjölskyldufaðirinn, sagði að þ(au hefðu skemmt í fyrrasumar á hótelinu, og fynd- ist sér að íslendingar skemmtu sér svipað og aörir. Heima í Mexíkó hugsuðu karlamir ekki um neitt annaö en kvenfólk og þjóðardrykkinn ægisterka, Tequilh. Fjölskyldan er nýkomin frá Þýzkalandi, en framundan er ferðalag um Evrópulönd og hin svarta Afrika, þar skemmta þau íbúum og ferðamönnum á Fíla- beinsströndinni. — JBP © Einu tengslin við mold og ræktun í hættu? „Fjöldi heimila f sveitum og kaupstöðum hafe ræktaö kar- töflur til eigin þarfa og spárað með því útgjöld sín og um leið gjaldeyri, þar sem kartöflurækt landsmanna hefur ekki nægt neyzluþörf þjóðarinnar. Er ekki fyrirsjáanlegt hnnað, en að öll slfk ræktun leggist niður og um leið önnur matjurtaræktui) til heimilisþarfa, því hún verður tæpiega stunduö ein sér“, segir stjóm Garðyrkjufélags Islands og varar við þeirri hættu sem hún telur samfara niðurgreiðsl um á kartöflum. „Einu tengsl mhrgra kaupstaðarbúa viö mold og ræktun em smáir matjurta- garðar. Leggist þeir af, er um leiö kippt burtu merkum þætti f framleiðslu- og lífsháttum þjóöarinnar", segir í frétt frá félaginu. % Afgreiðslutími búða í jólamánuðinum Fólk hugshr til hreyfings þessa dagana í jólainnkaupum, og til að mæta stórauknum straumi í verzlanimar, hafa kaupmenn opið lengur eins og venjulegt er í jólamánuðinum. Á feugardag- inn kemur verður opið til kl. 16, laugardaginn 19. des. verður opið til kl. 22, en á Þorláks- messu verður opið *að venju til miðnættis. Á aðfangadag og gamlársdag eru búðir opnar til kl. 12 á hádegi. © Síldarútvegsnefnd hverfi úr gamla síldarbænum Félag síld’arsaltenda á Noröur- og Austurlandi hefur látið í ljós það álit sitt að öll starfsemi % Ljósmæður ýta á eftir nýju deildinni Tilmæli bárust frá aðalfundi Ljósmæðrafélags íslands til rík- isstjómarinnar um að flýtt verði eftir megni viðbyggingu Fæðingar- og kvensjúkdómh- deildarinnar nýju, þar eð félög og einstaklingar hafi lagt fram stórfé í þessum tilgangi. Stjórn félagsins var öll endurkjörin á fundinum. Hana skipa þær Helga M. Níelsdóttir, fornfeður, Sigrlður Claessen, varaform., Guðrún Halldórsdóttir, ritari og Anna Eiríksdóttir, gjaldkeri. © Veðurstofan fékk viðurkenningu Veðufstofa flotans á Keflavíkur- flugvelli, sem starfar í náinni samvinnu viö Veöurstofu ís- lands á flugvellinum, hefur feng ið viðurkenningu fyrir störf sín og sannspár, haffræðilegar at- huganir og annað í þágu vamar liðsins og flota Atlantshhfs- bandalagsins. Það er E. R. Zum- valt, flotaforingi, yfirmaður flota Bandaríkjanna, sem undir- rithði viðurkenningarskjalið, en J.K. Beling, yfirmaður varnar- liösins á Keflavíkurflugvelli af- henti veðurstofunni skjalið. © Skortur á organleikurum Sönglífi víða um land háir mjög ískyggilega skorturinn á organ- leikurum. Kemur þetta fram í fréttum af kirkjuþingi 1970. Er starf þettia erfitt, einkum í af- skekktum byggðarlögum, illa launað eöa alls ekkert launað. © Eiuar Baldvinsson sýnir „Ég sýni 33 máiverk núna í Bogasalnum“, sagði Einar B'ald- vinsson, iistmálari Vfsi I gær, „Þetta eru allt olíumálverk, myndir frá ýmsum stöðum. Landslagsmyndir og sjávar- myndir. Sýningin verður opin 5.—13. desember og opið dag- lega frá 14-—-22". Einar Baldvinsson hefur 5 sinnum áður haldið einklasýn- ingu hér á landi, en einnig hef- ur hann tekið þátt í fjölda sam- sýninga. □ Nú safna þeir undir- skrifíum fyrir hunda haldinu! Varla er um annað meira talað eða skrifað þessa dagana en hundahaldið og okkur hafa bor izt nokkur bréf um helgina um þetta hjartans mál hundavina og andstæðinga. Öll bréfin eru frá andstæðingum hundahalds og hér fara á eftir tvö þeirra: „Nú eru þeir famir aö safna uppáskriftum, hundavinirnir, og það sýnir okkur, að mikill sókn arhugur er kominn í þá. Við hin ir, sem mótfaMnir erum hunda haldi, munum sennilega ekki hafa svo mikið við. En maður má ekki bæði vera hðgerðalaus og þegjandi, meðan skoðanaandstæðingar manns róa öllum árum til framgangs sínu máli, og mig langar að minnast á eitt, sem ég hef eng an heyrt hafa orð á í öMu þessu hundaþrasi. Hvemig hundgá og sá hávaði sem fvlgir hundahaldi getur , valdiö niikium óþægindum þeim, sem eru sjúkir og þurfa Tóiegt og kyrrt umhverfi. Ég er . k’'*' hétíáuIífeiM' óg hef tvisvar þurft að fara á sjúkrahúis tíl hjarta áðgerðar. Þó þarf ég ekki að liggja á sjúkrahúsi, heldur má ég dvelja heima hjá mér, með þvl að líklegt þykir, að í kring um heimili mitt, sem er í ein- býlishúsahverfi, ríki nægileg ró og kyrrð, til þess að óhætt muni að leyfa mér að vera hjá mínum nánustu. En reyndin er nú önnur, þar sem mönnum í einbýlishúsum meö einkagörðum finnst eins og þeir séu kóngar í ríkjum sifnum, sem leyfist meira en öðrum. Og hundar eru hér nálega í hverju húsi. Enda linnir aldrei allan í liðlangan daginn helv... gelt- inu í þeim, svo að hér er eig inilega aldrei hljótt, nerna þá á blánóttinni, og þá varla það. Það er varla hægt að 'lýsa því, hvað það eru mikil óþægindi sjúkum manni." Einn í Smáíbúðahverfinu. □ Affflöp að fylgja ekki hundabanninu eftir? Kona hringdi og sagði um hunda haldið: „Þeir ætla ekki að gera það endasleppt, þessir hundavinir, því að nú eru þeir famir að h'Iaupa á milli húsa og safna undirskriftum til styrktar sín- um málstað! — Það er ótrú'legt, hvað hún ætlar aö þenjast út þessi hundabláðra, sem aildrei hefði átt að líta dagsms liós. Mér finnst það líka vera lög- regilunni að kenna, hve langt þetta hefur náð að komast. Ef lögreglan hefði gen“ið rækilega til verks. og séð ti'l þess, eins og henni var skvlt, að hunda- h'mníð vr°ri háHig. þá hefði aldrei risið upp af þessu neitt þras. Eru þettá ekki lika bhra embættisafglöp og vanræksla í starfi hjá lögreglustjóra, að hafa ekki fylgt því betur eftir, að hundabannið væri virt?“ □ Baraagjafirnar hafa hækkað Amma skrifar: „Hann er byrjaður jólasöng- urinn hjá kaupmönnunum, og I auglýsingum sjónvarps, útvarps og dagblaðanna eru allir brýnd ir til að kaupa jólagjafirnar hjá hiniun og þessum. — Hjá okkur fáið þið tilvalda jólagjöf handa baminu ... handa manninum ... handa kon unni... Þetta er söngurinn, og andinn er sá, aö það sé svo fallegt að gleðja aðra með gjöf- um, einkanlega blessuð börnin. En þessi kærleiksríki jóla- andi nær nú ekki lengra hjá kaupmönnunum, heldur en til augiýsinganna og skréytinganna I verzlununum. Að minnsta kosti ekki hjá bóksölunum, það er ég búin að komast að raun um. Ég læt nú hina vera. Ég held, að ódýrasta bama- bókin, sem ég hef komizt yfir núna I jólainnkaupunum, sé 50 kr. dýrari en I fyrra — alveg sama bókin þó. Þær hafa allar hækkað I verði. — Ég á mörg bamaböm og frændböm, sem ég ætlaði mér að gleðja og þá m.a. með bókagjöfum. En ég sé - nú, að ég gæti fengiö miklu fleiri og ekkert fábrotnari gjafir, ef ég keypti annað en bækur. Ef þeir breyttu allir I anda þessa jólaboðskapar slns, þá fyndist mér þeir hefðu mátt stilla söluverði barnabókanna rneira í .hóf — bókanna, sem menn ætla bömunum. Látum það þá vera, þótt þeir hefðu jafnað það upp á hinum, sem ætlaðar eru fullorðmun. — En það er kannski ekki nógu hag- kvæmt fyrir þá. Hagsýni þeirra bannar þeim kannski að selja ódýrt þá vöru, sem mest selst af.“ □ Illa fengin jólagjöf „Ég vona bara að konan æth ekki aö gefa manninum slnur þessa bók í jólagjöf", sagó verzlunarstjóri einn í bókaveiv un I Reykjavík, þegar hanr ræddi við okkur I gærdag. „Viö sáum hvhr kona ein stakk bóf niður í töskuna sína. Þetta var eldri kona og ég hreinlega fékk mig ekki til þess að gera neitt I málinu, — vi'ldi hlífa henni við „sjokkinu". — En kon una þekki ég hvenær sem ég sé hana og viö allar í búðinni. Sann arlega er það sjúklegt að gera nokkuð eins og þetta, — en er nokkur þannig innrættur, að hann hafi geð I sér að gefa þjóf stolna bók I jölagjöf?" spurði verzlunarstjórinn. Hræddir erum við um, að þetta hafi verið misskilið góð- verk — að láta stuldinn óátal inn. Fyrst hún siapp frá þessu er líklegt, að hún reyni sama leikinn aftur, og svo meir og meir, þar til hún verður of stór tæk, og þá fer verulega illa fyrir henni. — Það er vanagang urinn. HRINGIÐ í SÍMA1-16-6G KL13-15

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.