Vísir - 11.12.1970, Side 3
VÍSIR . Föstudagur 11. desember 1970.
3
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Harðarí stefna í Víetnam
Nixon kveðst munu hefja loftárásir á Norður-
Viefnam, ef kommúnistar herði striðið i Suður-
Vietnam eða skjóti á könnunarflugvélar
Richard Nixon Bandaríkja-
forseti varaði Hanoistjórn-
ina í nótt við þvi að auka
stríðið í Suður-Víetnam,
þegar bandarískum her-
mönnum fækkar þar. Sagð
ist Nixon þá mundu hef ja
aftur loftárásir á herstöðv-
ar og aðflutningsleiðir í
Norður-Víetnam.
Nixon hélt blaðamannatfund I
Washington. Hann sagði einnig, að
Bandaríkjamenn mundu „svara fyr-
ir sig, ef skotið yrði á vopniausar
bandarískar könnunanflugvélar yf-
ir Norður-Víetnam". „Verði skotið
á filugvélar okkar, þá mun ég ekki
aðeins fyrirskipa þeim að svara
skothríðinni. Ég mun þá einnig fyr-
irskipa loftárásir á eldflaugastöðv-
amar og herstöðvar umhvenfis
þær,“ sagði forsetinn.
Forsetinn mælti með tímabundnu
vopnahléi um jölin og nýárshátíöa-
höld Víetnama. Hann haifnaði hug-
myndum um, að Bandaríkin skyldu
lýsa yifir einhiiða vopnahléi, sem
stæði lengur.
Nixon var að því spurður, hvort
bandarískir hermenn yrðu sendir
ti'l að hjálpa Kambódíustjóm, ef
kommújjistar mundu hertaka höf-
uðborg Kambódíu, Phnom Penh.
Svaraði forsetinn, að það mundi
ekki koma til greina, hvernig sem
Tólf farast
í járnbrautar-
slysi
Að minnsta kosti tólf munu hafa
farizt og þrjátiu slasazt alvarlega,
þegar tvær farþegalestir rákust á
í útjaðri Lissabon í morgun.
Lögregila og slöikkviilið tóku til
óspifitra mállanna aö ná hinum
slösuðu úr brakinu. Sjúkrahús báðu
fól'k að gefa blóð. Óttazt er, að
fleiri hafi farizrt.
aðstæður væru í Kambódiu, að
senda bandarískan her þangað.
Hann sagði, að Bandaríkjamenn I
hefðu alls ekki misst affla von um
friðarsamninga í Parísarviðræðun-
um.
Hann harmaði, að sovézkur sjó-
maður, hefði nýl. verið framseldur
Rússum, eftir að hann hafði kom-
izt um borð í bandarískan bát og
beðið um vemd. Nixon sagðist ekki
hafa vitað af máli þessu fyrr en síð-
ar, en hann kvaðst vi'lja fullvissa
menn um, að shkur atburður mundi
ekki endurtaka sig.
Nixon kvað það stefnu Bandaríkj
anna í Mið-Austurlöndum, að
vppnahlé yrði framlengt og aðilar
semdu um deilumáT sín. Það væri
verkefni deiluaðilanna sjálfra að
sernja um það, hvort ísrael skyldi
skila aftur herteknu svæðunum.
Umsjón: Haukur Helgason.
Solsjenitsyn.
Nixon.
20 milljóna
dagsektir
— járnbrautarverk-
fallinu lokið
■ Járnbrautarverkfallinu í Banda-
ríkjunum var aflýst í nótt, eft-
ir að dómstóll hafði sektað verk-
fallsmenn, ef þeir sneru ekki strax
aftur til vinnu. Verkfallið var ólög-
legt, eftir að þingið samþykkti lög
þar sem verkamenn voru skyldaðir
til að fresta verkfalli fram til 1.
marz.
m Dagsektir þær, sem verkfalls-
menn hefðu orðiö að greiða,
hefðu þeir haldið áfram verkfalli,
nema um tuttugu milljónum ís-
lenzkra króna.
3000 1 MÓTMÆLA-
„Fjarvera mín ekkij
af fúsum vilja" i
— segir Solsjenitsyn i skeyti til 2
sænsku akademiunnar 2
Sovézki rithöfundurinn Alcx-
ander Solsjenitsyn sendi sænsku
akademíunni skeyti í gærkvöldi,
þar sem hann segir, að fjarvera
sín frá afhendingu Nóbelsverð-
launa hafi verið af ófrjálsum
vilja. Bendir hann á, hversu vel
hafi átt við að hátíðin skyldi
vera á mannréttindadeginum.
Skeytið var lesið upp í síð-
degisverðarboði, sem haldið var
Nóbelsverðlaunahöfum í ráð-
húsi Stokkhó'lms í gærkvöldi.
SoTsjenitsyn, sem verður 52
ára í dag, fékk í haust bók-
menntaverðlaun Nóbels. Hann
tók ekki boði sænsku akademi-
unnar að koma og veita verð-
Iaununum viðtöku af ótta við,
að hann fengi þá ekfci að fcoma 2
aftur inn í Sovétrffcin. J
Rithöfundurinn sagði, að hann •
gæti efcki lo'kaö augunum fyrir 2
því, að Nóbelshátfðin hafi veríð •
á hinum alþjóðlega mannrétJt- 2
indadegi: „Verðlaunahafamir J
munu finna, að þetta leggur •
á'byrgð á herðar þeirra. Allir 2
þeir, sem saman eru komnir í •
ráðhúsinu, skyidu veita athygli •
hinu táknræna við þetta,“ segir *
SoTsjenitsyn. •
Fréttaritari norsku fréttastofh- •
unarinnar NTB í Mosfcu skýrði 2
frá því í gaerkvöldi, að Sol- •
sjenitsyn hefði fyrr f gær verið 2
valinn nefndarmaður f nýstofn- 2
aðri sovézfcri mannréttinda- •
GÖNGU IBARCELONA
Aðsúgur að brezka þingmanninum
Duncan Sandys i Paris
Um 3000 manna fóru í gær-
kvöldi í kröfugöngu um
götur í Barcelona á Spáni
til að mótmæla réttarhöld-
unum yfir Böskunum 16 í
Burgos. Rúður voru brotn-
ar í nærliggjandi húsum.
Slagsmál urðu við lögregl-
una, og veltu mótmæla-
menn eimii lögreglubifreið
um koll. Lögreglan leyfði
þó aðalhópi kröfugöngu-
manna að halda áfram
göngunni í nærri klukku-
stund, þar til gangan ieyst-
ist upp af sjálfu sér.
Þátttakendur i mótmælaaðgerð-
unum vom fiestir ungir verkamenn
og stúdentar Hrópað var: „Franco
er launmorðingi", „frelsi“, „engin
dauðarefsing" og fleira af því tagi.
Lögreglan handtók 30 kröfugöngu-
menn.
í Madrid höfuðborg Spánar rak
lögreglan um 300 manns út úr
kirkju, en þar hafði fölfc búiö um
sig til að mótmæTa réttarhöldun-
um.
Mótmælaaðgerðir urðu líka í
Frakklandi. í París gerði mikiTl
mannfjöldi aðsúg að brezka þing-
manninum Duncan Sandys. Hann
er í heimsókn í París. Sandys er
í íhaldsflokknum. Hann er helzti
talsmaður þeirra Breta, sem vi'Tja
aftur taka upp dauðarefsingu f
Bretlandi.
Sandys kom akandi í bifreið
brezka send'herrans, er kröfugöngu
var að ljúfca. Hópur ungmenna
stöðvaði bílinn. Brutu 'þeir rúöu og
reyndu að draga Sandys út. Eitt
ungmennið tók staf Sandys og rak
hann í siðu þingmansins. Þingmað-
urinn sagði á eftir, aö hann hefði
orðiö að þola barsmíð, en hann
væri þó ekki meiddur.
Duncan Sandys — grátt leikinn
af kröfugöngumönnum.
Bótagreiðslur
ALMANNATRYGGINGANNA í REYKJAVÍK
Laugardaginn 12. desember verður afgreiðsl-
an opin til kl. 5 síðdegis og verða þá greiddar
allar tegundir bóta.
Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi 24.
þ. m. og hefjast ekki fyrr en á venjulegum
greiðslutíma bóta í janúar.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
— Laugavegi 114 —
7/7 sölu ódýrar hurðir
með körmum. — WC, handlaug, baðker og gólfteppi.
Sími 37232 eftir kl. 5.