Vísir - 11.12.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 11.12.1970, Blaðsíða 13
• r 7 VÍSIR « FöstucLagur 11. desember 1970. 13 Barnaíífeyrir hækkaður og greiddur til 18 ára aldurs Tillögur aðalfundar Bandalags kvenna ■p'jöldamargar tillögur voru samþykktar á síðasta aðalfundi Bandalags kvenna aö venju. Margar þess ara tillagna koma við heimilin á einhvem hátt og fjölskyldu- líf. Þær fjalla um áfengisv'arnir, tryggingar, safnaðarstarfsemi, verðlagsmál, uppeldismál og heil'brigðismál. Aðalfundurinn beinir tilmæl- um til Sjúkrasamlags Reykjavík ur, að það dreifi upplýsingum sínum mevfel félagsmanna. Einn ig er óskað eftir því að Trygg ingastofnun ríkisins láti greiða fjölskyldubætur, örorku- og eili styrki á fleiri stöðum en nú er og helzt sem viðast. Heppilegt sé að frá bankana til að annast þessa þjónustu. >á er skorað á Heilbrigðis- eftirlitið að fylgfast betur með matvælaeftirliti, öryggi og holl ustu á vinnustöðum og hættu á áhrifum eiturefna. Þá skorar fundurinn á alþingi og ríkis- stjóm að banna tóbaksauglýs- ingar og hefja áróður gegn reyk ingum. >að er mælzt tii þess, að úti vist'artíma barna verði breytt, þannig að börn yngri en 8 ára megi ekki vera ein úti eftir kl. 19 og börn frá 8—12 ára ekki lengur en til kl. 20 og ungling ar á aldrinum 12 — 16 ára ekki nema til M. 22. £>að er skorað á foreldra að þeir leyfi bömum sinum ekki útivist eftir þann tíma, sem lög reglus'amþykktin kveði á um og að þeir og aðrir kenni ungling um góða umgengni t.d. um strætisvagnaskýli og aðra al- menningsstaði. Og að fjölmiölar birti daglega áminningu til for- ! ddra um lögleg'an útivistartíma ama. Það er skorað á borgarstjórn ð koma upp sorpiiátum við öll öluop og sjoppur borgarinnar >g herða mjög á hreinlætiseftir iti í kringum slfka staöi, og sett verði upp áminningarspjöld um þrifnlað í öll strætisvagna- skýli. Ty& skora konur á forráða menn sjónvarps að vanda eftir því sem tök em á málfar talls og texta í útsendingum sjón varpsins. Þá er því beint til borgarstjórnar að hún gangist fyrir því að sem fyrst verði stofnuð skól'aheimili fyrir ungi- ingsstelpur, sem eigi við hegð unarvandræði að búa. Því er fagnað að tilraun með almenna skólagöngu 6 ára barna er hafin og er þess vænzt, að tilraunin verði undanfari þess að skólaskylda færist nið ur um eitt ár. Konur em ánægðar með það að vísir að skólasjónvbrpi skuli vera kominn hériendis og vona að það mælist vel fyrir og verði aukið strax og tök séu á. Þá er skorað á alla þá, er standa að verMegum fram- kvæmdum í borginni að búa svo um hnútana frá upphafi, að slys geti ekki hlotizt af, jafnframt er skorað á lögregluyfirvöld borgbrinnar, að þau heröi enn á eftirliti með þessum stöðum og á fbúa borgarsvæðisins, að þeir hafi vakandi auga á öllum hættusvæðum, hver í sinu ná- grenni, og aðvari hlutaðeigandi aðila, ef þeim finnst úrbótb þörf. Konur viija láta lækka aö verulegu leyti toila af brýnum nauðsynjum heimilannb s.s. bús áhöldum og borðbúnaði, raf- magnstækjum, hreiniætistækj- um, hreinlætisvörum o. fl. en samkvæmt gildandi tollskrá eru þessi tæki öll i 80—100% toll- flokki. Er skorað á alþingi og ríkisstjóm að lækka tollana, — einnig að gera viðhlíthndi ráð- stafanir nú þegar til þess að gildandi eftirlit með verðlagi verði virkara í framkvæmd en nú er. Kvenfélagasambandið fær á- skorun um að beita sér fyrir neytendafræðslu með erinda- flutningi í ríkisútvarpinu og á námskeiðum. I sambandi við safnaðarmál- in beinir Bandalagiö þeirri ósk til skófastjóra og kennara í Reykjavík að hefja starfsdag skólanna með helgistund, að sMpuleggja bekkjarheimsóknir til guðsþjónustu undir leiðsögn kennara í samráði við sóknar- presta. Einnig þeirri áskorun til foreldda að sækja kirkju reglulega með bömum sínum, þó sérstaklega meöan á ferm- ingarundirbúningi stendur. Sú hugmynd að einstakir söfnuðir stofni dvalar- og hjúkrunar- heimili fyrir aldraö fólk er studd. í tryggingamáium vill Banda- fagið, að barnalífeyrir veröi hækkaður þannig að hann nái fullum helmingi af eölilegum framfærslukostnaði barna. Að bamalífeyrir verði greiddur, ef bam hefur misst móður sína, eða ef hún er öryrki á sarrfa hátt og lífeyrir er nú greiddur með bami látins föður eða ör- yrkja. BáVnaíifeyrir ‘‘og fjöl- skvidubætur verði gfceiíjdar til 18 ára aldurs. Hjón fái elli- og örorkubætur sem trveir einstakl- ingar. Ellilífeyrir haldist við sjúkrahúsavist, ’aiit að 6 mán- uði. Bótagreiðslur trygginga verði vísitölutryggöar. Húsmæð- ur fái jafnháa sjúkrapeninga og aðrir þjóðfélagsþegnar og sé miðað við almennt kaup verkb- kvenna. Tannviögerðir verði teknar inn í hinar almennu sjúkratryggingar. Bætur eftir látinn eiginmann verði greiddar í 6 mánuði í stað 3 áður en 12 mánuði Wafi ekkjan barn á fram færi í stað 9 áður. 1 stað 1000 kr. á mánuði í þrjá mánuði komi 3500 á mánuði f 3 mánuöi. Slysadagpeningar séu þeir sömu og dagpeningamir úr atvinnu- leysistryggingasjóði. Bandalagið heitir á öll fé- lög innan sinnfe. vébanda að kynna sér áfengis- og eiturlyfja- málin með það fyrir augum að vekia þjóðina til umhugsunar um þann mikla vanda, sem hér sé á ferðinni. Áríðþndi sé að öllum tiltækum ráðum verði beitt til þess að koma í veg fyrir innflutning og neyzlu fíkni- og eiturlyfja. Þá er skorað á Al: þingi og ríkisstjóm að sam- þykkja ályktun sem nú liggi fyrir Alþingi þar sem, farið er fram á það að frfamlag til gæzlu vistarsjóðs verði tvöfaldað á næsta ári, svo að unnt verði að hefja undirbúning að stofnun lokaðs hælis fyrir drykkju- sjúklingfa. dan Forstöðukona Félagdmálastofnun Reykjavíkurborgar aug- lýsir laust starf forstöðukonu við vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt stofnun- inni fyrir 1. janúar 1971. Frekari upplýsingar um starfið veitir Teitur Finnbogason, Tjamargötu 11, viðtalstími milli kl. 11 og 12. Auglýsing um takmörkun á umferð í Reykjavík 11.—23. desember 1970. Ákveðið hefur verið að gera eftirfarandi ráð- stafanir vegna umferðar á tímabilinu 11.— 23. desember n.k.: I. Einstefnuakstun Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs að Hverfisgötu. II. 1) 2) 3) 4) III. Vinstri beygja bönnuð: Af Laugavegi suður Barónsstíg. Af Klapparstíg vestur Skúlagötu. Af Vitastíg vestur Skúlagötu. Af Laugavegi norður Nóatún nema S.V.R. Bifreiðastöðubann á virkum dögum kl. 10—19: Á Skólavörðustíg norðan megin götunnar, frá Týs- götu að Njarðargötu. IV. Bifreiðastöður takmarkaðar við hálfa klukkustund á almennum verzlunartíma: 1) Á eyjunum á Snorrabraut frá Grettisgötu að Flóka- götu. 2) Á Frakkastíg austan megin götunnar, milii Grett- isgötu og Njálsgötu. 3) Á Klapparstíg vestan megin götunnar frá Lindar- götu að Hverfisgötu og frá Grettisgötu að Njáls- götu. 4) Á Týsgötu, austan megin götunnar frá Skólavörðu- stíg að Þórsgötu. j Frekari takmarkanir en hér eru ákveðnar verða sett- ar um bifreiðastöður á Njálsgötu, Laugavegi, Banka- stræti og Austurstræti. ef þörf krefur. V. Ökukennsla í miðborginni er bönnuð milli Snorra- brautar og Garðastrætis á framangreindu tímabili. VI. Umferð bifreiða annarra en strætisvagna Reykja- víkur er bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafn- arstræti laugardaginn 19. desember frá kl. 20,00 tjl kl. 23,00 og miðvikudaginn 23. desember frá kl. 20,00 til kl. 24,00. Sams konar umferðartakmörkun verður á Laugavegi frá Rauöarárstíg og í Bankastræti á sama tírna, ef ástæða þykir til. VII. Athygli skal vakin á takmörkun á umferð vöru- bifreiða, sem eru yfir 1 smálest að burðarmagni og fólksbifreiða 10 farþega og þar yfir, annarra en stræt- isvagna, um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Aðalstræti. Sú takmörkun gildir frá kl. 13,00 þar til almennum verzlunartíma lýkur alla virka daga nema laugardaginn 19. og miövikudaginn 23. desember, en þá gildir bannið frá kl. 10,00. Ennfremur er ferming og afferming bönnuð á sömu götum á sama tíma. Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forðist óþarfa akstur um Laugaveg, Bankastræti og Austur- stræti og að þeir leggi bifreiðum sfnum vel og gæti vandlega að trufla ekki eða tefja umferð. Þeim tilmælum er beint til gangandi vegfarenda, að þeir gæti varúðar í umferðinni, fylgi settum reglum og stuðli með því að öruggri og skipulegri umferð. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 10. desember 1970. Sígurjón Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.