Vísir - 11.12.1970, Síða 6

Vísir - 11.12.1970, Síða 6
6 VÍSIR . Föstudagur 11. desember 1970. ^ sæigætissuguuirin rennur til aldraðra Mynddn sem fylgir þessari klausu var tekin eftir kvöld- langa vinnu Kiwanis-félaganna í Hafnarfirði. Þeir pakka árlega úrvali af sædgæti í paka, Eld- borgarfélagamir, og leggja síðan út klyfjaöir af varningnum og knýja dyra hjá borgurum Hafnarfjarðar. Allur ágóði af söl unni er aflhentur Styrktarfélagi aldraðra í Hafnarfirði. Viilja Kiwanismenn með þessu láta í ljós hug sinn og virðingu fyrir aldraða fólkinu í bænum og vonast þeir til að fá góðar mótíökur baejarbúa sem fyrr. Stjóm Eldborgar er skipuð þeim Bjama Magnússyni, sem er forseti klúbbsins, Þór Gunn arssyni varaforseta, Sveini Guð bjartssyni, Guðbirni Ólafssyni, ■Hervaldi Eirikssvni, Sigúrbergi Sveinssyni og Guðmundi Óla Ólafssyni. H Skagfirzka söngsveitin Norðlendingar þykja mestir söngmenn okkar íslendinga — og eitt er víst, Stefán fslandi er Skagfirðingur I húð og hár og hefur hans fagra söngrödd ef- laust fyrst notið sín, þegar hann gætti búpeningsins heima hjá sér í Seyluhreppi. Nú hafa hdns vegar sveitungar hans, Skag- firðingar, myndað söngsveit hér í Reykjavík, Skagfirzka söng- sveitin heitdr hún, blandaður kór fólks úr ýmsum starfsstéttum og m.a. eru þar húsmæðraskóila kennarar. Með þá kunnáttu inn an kórsins ákváöu Skagfirðing amir að ráðast f kökubasar mik- inn, sem haldinn verður á morg un, laugardag, f félagsbedmili Haddgrímskirkju kl. 17. Er þetta gert í fjáröflunarsikyni fyrir fé- lagsstarfið. Nú, Skagfirðingar teljast lfka skáld góð og láta flljóta með þessa vísu: Þann 12. des er tækifæri með tertusneið á diskinn þinn. I Hallgrímskirkju ég held að væri heillaráð að líta inn. $$ 4889 og 36173 Dregið hefur verið f‘ skyndi- happdrætti Sjálfstæðisflokksins hjá borgárfógéta. Volvo de' luxe- bifreiðin kom upp á miða númer 4889 og SAAB-bi'freiðin kom upp á númer 36173. Þeir, sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa þessd númer á miðum sín- um geta sótt farkostina eftir heimsókn á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins að Laufásvegi 46. m Dvrin gefa góð skinn Rekstur minikabúsins að Lykkju gengur með ágætum. Þar hafa verið f vetur um 4400 dýr, sem hinn norski bústjóri segir að hafi þrifizt mjög vel og muni gefa góð skinn, segir í fréttatidkynningu frá Loðdýr hf. Loðdýr hf. hefur nú selt og aflhent 300 þessara dýra minka búd sem nýlega hóf rekstur. Tvö önnur minkabú hafa nú gerzt samstarfsaðilar að rekstri fóðurstöðvarinnar með Loðdýr hf., og samstarif er á mdldi •••••••••••»••••••••••• tveggja þessara búa um sfcinna- verkun, sem hófst sdöastliöinn föstudag, og' lýkur um miöjan mánuðinn. Skinnin verða mest seld á erlendum markaði. en nokkur hluti þeirra verður sútaður og seldur hér innanlands. Fyrirhugað er aö stækka búið og fjöilga læðum úr 900 í 1500 og er fyrirhugaö að byggingar- framkvæmdum vegna þess á- fanga ljúki næsta sumar. m Loftleiðir minnast flugmannanna Stjórnendum Lofltleiða hf. er þaö mikið hryggðarefni að þurfa á bak að sjá fjórum ágætis mönnum úr flugliði félagsins, sem fórust f flugslysi við Dacca í Pakistan. Það eru þeir: Ómar Tómasson, flugstjóri Birgir öm Jónsson, flugmaður Stefán Ólafsson, flugvélstjóri Jean Paul Tompers, hleðsdustjóri Allir höfðu þessir flugliðar starfað um árabil hjá félagiriu, þótt þeir að þessu sinni flygju á vegum annars félags og hefðu ráðizt til þess um stundarsakir. Þessara manna verður aetíð ítarlega af öðrum og starfsiferiill þeirra rakinn. 1 þakklátri. minn- ingu vdlja stjómendur Loftleiða hf. votta aðstandendum allra þessara manna innilega hluttekn ingu. I... . Kristján Guðlaugsson. Kynnizt Klæðizt Gefið GLOBE GLOBi GL0BE Skyrtan sem uppfyllir allar kröfur hinna vandlátu. — Ótrúlega lágt verð. □ Að selja táragas í leikfangabúð „Nýlega gerðist það í skóla hét í nágrenni Reykjavíkur að börn voru komin með táragas, kláða- duft, ólyktarkúlur og fleira Ei-tt barnanna veit ég að þurfti að liggjh í rúminu eftir táragas- sprengju, sem sprengd var i skólastofu. Nú veit lögreglan hvaða verzlunarmaður var svo smekklegur að setja þetta á markaðinn. Er ástæða til áð leyfa mönnum sem þessum að verzla áfram með bamaleik- föng? Ég hefði haldið að sér- hver maður í þjóðfélaginu hefði einhverju hlutverki að gegnh til að byggja upp og hlúa að þjóð- félaginu, einnig þeir sem selja bamaleikföng. Hvernig getur þá mönnum, sem hafa opinbert Ieyfi til slíkrar sölu dottið ann- að eins og þetth í hug? Heyrt hef ég að verzlunarmaður þessi hafi eftir heimsókn lögreglunn- ar selt kláðaduftið og eitthvað fleira í þá áttina, — undir borðið, eins og það mun kallað. Ekki veit ég hvað hið opinberh gerir (eða gerir ekki) í málinu, en eitt er alveg víst. Ég kem ek&i til með aö tilheyra við- m skiptamannahópi þessarar verzl unar I framtíðinni". Móðir. □ Seinvirk neyðarvakt lækna á nóttinni HJK símar: „Mér var á dögunum nhuð- ugur einn kostur að hringja 1 neyðarþjónustu læknanna, þeg- ar eitt bama minna veiktist skyndilega. f þennan síma hring ir fólk víst yfirleitt ekki að g'amni sínu, endá kom á dag- inn að full þörf var fyrir lækn- inn. En það sem mér gramdist var það hversu kuldalega var tekið á móti mér í símanum af konunni sem svaraði. Mér liggur við að segjh aö hreytt hafi verið í mig skætingi. Fólk, sem svarar í síma í stofnun sem þessari hlýtur að skilja að þeir sem snúa sér til neyðarþjónustu eru oft mjög uggandi og óróieg- ir vegna skyndilegra veikindh á heimilinu. Það verður því aö svara fólki nærfæmislega og reyna að róa það, en ekki hið gagnstæða. Nú, læknirinn kom ■reyndar ekki fyrr en 2 tímum eftir khlliö, — seinvirk neyðar- þjónusta það, fannst mér“. Sá, sem þennan þátt annast, getur tekíð undir með bréfrit- ara, að það er gremiulegt að mæta tómum kaldrana og nap- urð undir slikum kringumstæö- um, þegar uggvænleg veikindi steðja að. Og óafsakanlegt er að hreyta i fólk skætingi, þótt að það kunni — ef til vill í sumum tilvikum — að vera i hugaræsingi vegna aðstæðna. Þegar maður hefur hættulega veikan sjúkling, kannsld ung- bam, á höndum sér, er það ekki beinlínis róandi, þegar hringt er í neyðarsíma eftir lækni, að þurfa fyrst að sæta yfirheyrsl- um um, hvort búið sé að reyna að ná i heimilislækninn. Og hvort það sé nú alveg vist og satt, ef símhringjandi segir svo vera. Og fá þá loks að þeim formála öllum liðnum einhver loðin vilyrði um, að næturlækn- ir muni fá skilaboðin, þegar hann komi næst, en að hann eigi þó að visu eftir að koma við fyrst hjá 10 eða 20 öörum, sem safnazt hafi á biölistann um nóttina. Það er ekki beinlinis tii þess fallið að fylla menn öryggis- kennd — frekar öfugt. Og sím- svarar verða undir slíkum kring umstæðum að reyna að stilla ögn skap sitt og sýna þolin- mæði, ef símhringjendur láta i ijós furðu sfna eða kannski hneykslun. Það eru ekki óeðli- leg viðbrögð, að fólki ægi siík bið. Það er frekar hitt sem þykir óeðiiiegt, að það þurfi slika bið tiL □ Birgðatalningu líka fyrir hækkanir Engilbert simaði: „Mikið þótti mér til um tU- litssemi yfirvalda við kaup- menn, þegar þau létu fram- kvæma birgðatalningu bjá kaup mönnum, svo að þeir biðu ekki sklaða af verðlækkuninni. Það má segja, að slíkt sé sjálfsagt réttlætismál, en þaö er þó sama. Það þurfti að gera það. Ekki er nóg að tala um réttlæti, held ur verður að sýna þhð i verki. En um leið kom mér f hug, að aldrei varð maður þess var, að S'Mk bráðabirgðatalning sé gerð fyrir vöruHÆKKANIRN- AR. Slíkt hefði þó verið ekki síður sjálfsagt réttlætismál i mínum augum. Reynslan hefur kennt okkur að ghmlar vðru- birgðir kaupmanna endast þeim alveg ótrúlega illa i kringum slíkar veröhækkanir. Það getur haft f för með sér skaða fyrir kaupmenn, ef birgð- ir liggjri ekkí alveg á hreinu. í misgáningi gætu þeir selt gamlar birgðir á nýju verði, gleymt að reikna sér gróðann til t,ekna og lent svo í skatta- lögreglunni fyrir bragöið. Nei, slík vanræksla ber vott um álfka mikið tillitsleysi og hitt var tillitssemi“. HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15 VERÐLÆKKUN Meöan birgöir endast seljum við þessa vönd- uðu símastóla á hag- kvæmasta verði. Með einu sæti kr. 4950. Meö tveimur sætum kr 7950. HUSGAGNAVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR Laugavegi 70 . S. 16468

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.