Vísir - 14.12.1970, Blaðsíða 1
/
Mánudagurinn 14. desember 1970
BLAÐ II
ÞREIFAD AFTUR UM 60 ÁR
0 Þennan dag fyrir sextíu árum byrjuðu sölu-
strákar að hrópa á götum Reykjavíkur: Vísir!
Vísir! — Þetta var í þann mund að fyrstu bílarnir
komu til landsins. íbúar bæjarins voru aðeins rúm-
lega 11 þúsund. Síðan hafa þessi köll strákanna
fylgt skarkala borgarinnar og raunar gróið í eitt
með honum.
0 Nærri má geta að á ýmsu hefur gengið við
útgáfuna á þessum langa ferli blaðsins. Sú
saga hefur nú verið skráð og er væntanleg í bók,
sem út mun koma í febrúar, þegar Vísir á sextíu
ára afmæli sem dagblað.
^xel Thorsteinson hefur safnaö
saman brotum úr sögu blaös-
ins í þessa bók. Hann ætti að
vera öllum hnútum kunnugur,
því enginn hefur starfaö jafn-
lengi við Vísi. Hann hóf störf
viö blaðið árið 1924 sem auka-
maður og hefur verið handgeng-
inn Visi síðan og starfað við
blaðið lengst af, aðeins gert þar
stutt hlé á. Axel þekkir því
öðrum betur sögu blaðsins frá
fornu fari, því hún er jafnframt
starfssaga hans sjálfs. Hann
hefur undanfkrið ár unnið að
— Skyldi vera óháð
auglýsinga- og frétta-
blað — Fyrsti blaða-
maðurinn fór á hjóli
austur í Grafning að afla
frétta — Vikuútgáfa
með öllum fréttum Vís-
is fyrir landsbyggðina
— Þá var farið í viðtöl
við fólk, sem kom frá
útlöndum
gerö bókarinnar, svo sem glöggt
má sjá, þegar heim til hans er
komið að Flókagötu 15. Þar eru
innan dyra fyrirferðarmiklir
hlaðar af gömlum Vísi, inú-
bundnum. Blaðið hlýtur auðvitað
sjálft að vera bezta heimildin
um sögu þess. — En Axel
skyggnist hins vegar bak við
tjöldin og er raunar lengst af að
tjaldabaki sjálfur. Þess vegna
fengum við hann til þess að rifja
upp sögu blhðsins í stuttu
spjalli og segja lítillega frá vænt
anlegri bók.
Á gamlar slóðir
— Rit þaö sem frá minni
hendi kemur er bundið við tím-
ann fram að seinni heimsstyrj-
öld, segir Axel. — Gamli tím-
inn heillaði mig. Tímabilið, þeg-
ar Vísir var að vbxa úr grasi
og árin þar á undan eru eins
og lokuð bók fyrir nútímanum.
Og mér finnst óheppilegt að
þannig skapist óbrúanlegt bil
milii unga fólksins og gamia
tímans.
Fyrir mig er þetta eins og að
hverPa á gamlar slóðir. Ég er
alinn upp í andrúmslofti þessa
tíma. Allar götur ætti ég að
þekkja hann, hvernig hér var
umhorfs og hverjar hræringar
hér voru í lofti. Ég lauk við bók,
sem spannar tímabilið fram til
seinnh stríðsins, en þar verður
svo bætt viö stuttu yfirliti til
þess að tengja það nútímanum.
Fyrsta tilraunin til stofnunar
dagblaðs á íslandi var gerð
1896, en mistókst. Að þessum
tilraunum, stóðu þjóðkunnir
menn og ritfærir í bezta lagi,
skáld og áhugamenn um fram-
flarir. En skilyrðin voru þá enn
ekki fyrir hendi, enda íbúar fá-
ir í Reykjavík þá, aðeins 5000
árið 1896. En Reykjavík var í
örum vexti. Og það var mikið
framfaraskeið í sögu þjóðarinn-
ar. Jafnframt óx þörfin fyrir
dagblbð, sem léti almenningi i
té þá þjónustu, sem því er
skyít aö veita og gæfi borgurun-
um rýmri kost en vikublöðiri,
landsmálablöðin svokölluðu,
gátu.
Það er þó ekki fyrr en í des-
ember 1910, sem stórhuga maö-
ur, fjölhæfur gáfumaður og ham
hleypa við öll störf, Einar Gunn
arsson cand. phil. „tekur stökk-
ið“ eftir langa umhugsun „og
þreifar fyrir sér hvort tiltök
séu að stofna hér dagblað'1. Og
14. desember 1910 kemur svo
fyrsta tölublaðið út og þar sem
þar er um tilraun að ræða, ber
það nafnið:
Vísir til dagblaðs
í Reykjavík
Það heiti bar hlaðið fram að
jólum. Blaðið liggur þar næst
niðri til 14. febrúar 1911 og kem
ur eftir það út sem dagblaðið
Vísir. Þann dag á næsta ári á
Vísir sextugsafmæli sem dhg-
blað en í dag eru 60 ár liðin
frá stofndegi þess.
Stofnandi Vísis, Einar Gunn-
arsson, hafði margra ára
reynslu aö baki sem ritstjóri og
útgefandi. Hann flanbr ekki að
neinu, „fer stillt af stað“. Þaö
eru hyggindi hans að gera til-
raunina, þegar beztu auglýs-
ingavikur ársins eru framundhn.
Undirtektimar urðu framar öll-
um vonum. Samt þurfti stór-
hug til þess að halda áfram.
Þann stórhug átti Einar Gunn-
arsson.
Hann stofnaði Vísi sem óháð
blað, auglýsinga- og fréttablað,
gerði það að vettvangi, þar sem
mönnum gafst kostur á aö láta
skoðanir sínar í ljósi, hverjar
sem þær voru og hvar í flokki
sem menn stóðu.
Einar Gunnarsson var Land-
vamarmaður, samherji Bjarna
frá Vogi og Benedikts Sveins-
sonar. Hann vhr einn þeirra, er
AXEL THORSTEINSSON — hér blaðar hann f innbundnum
Vísi frá fyrstu dögum blaðsins. Forsíðumyndin er teikning
af minnsta loftfari heims, sem -ænskur verkfræðingur hafði
Iátið smíða í Þýzkalandi.
0 STIKLAÐ Á STÓRU MEÐ AXEL
THORSTEÍKSSYNI í 60 ÁRA SÖGU
VÍSIS
fyrst reistu Landvamarflokkinn
með Einari Benediktssyni 1902.
Gerðist hann ábyrgðarmaöur
blaösins Landvemdar og rit-
stjóri þess með Einari og Bene-
dikt Sveinssyni. Hann átti jafn-
an hriuka í horni þar sem þess-
ir menn voru, eftir aö hann
stofnaði Vísi.
Þetta setti svip á Vísi í hug-
um fólks, en Einar fylgdi alla
sína ritstjómartíð trúleg^ þeirri
stefnu, að Vísir skyldi ivera ó-
háö blað. Svo vel treysjti hann
grunninn, að dughö hefur f sex-
tíu ár, þrátt fyrir veöur öffl
válynd.
Ef litið er á fyrstu blöö Visis
má sjá að mikil áherzla hefur
verið lögð á að afla innlendra
frétta. Þar má sjá upplýsingar
um sólaruppkomu og sólsetur,
tungl f hádegisstað, flóð og
fjöru, um afmæli, veðráttuna,
póstferðir og aðrar hagnýtar
upplýsingar. Vísir vann sér þeg-
ar í byrjun álit sem auglýsinga-
blað og á þeim bar talsvert í
blaðinu.
Ritstjórinn tók einnig þann
sið að birta í stuttu máli glefs-
ur um efni landsmálablaðanna,
þannig að lesendur gætu fylgzt
meö stjómmáíaumræöum þeirra
tíma.
Vísir kostaði í fyrstunni þrjá
aura. Þar af fengu strákamir,
sem seldu hann 1 eyri, sem
þótti gott. Þá nægði aö selja
tíu blöð til þess að eiga fyrir
bíóferð. Þlar réöi dugnaðurinn
einn úrslitum. Sumir drengj-
anna unnu sér inn álitlegar fjár
hæðir. Þetta voru synir ríkra
jafnt sem fátækra og ýmsir
þeirra urðu síðar meir ráöa-
merm þjóðarinnar.
Gengið um bæinn
að afla frétta
Vísir var prentaður í prent-
smiöju Östlunds við Kolasund,
en afgreiðsfen var á ýmsum
stöðum í bænum fyrstu árin.
Einar var algjör einyrbi fyrsta
hálfa annað árið og sá einn um
að skrifa og gefa út blaðið. 1.
júní 1912 stækkar hann blaðið
og þá er Guðmundur skáld Guð-
mundsson ráðinn að bfeðinu.
Hann skrifar síðan mikið f það
og yrkir ljóð. Hanri hafði eins
og Einar talsveröa reynslu af
blaöamennsku.
Um þessar mundir er einnig
ráðinn að blaðinu fyrsti eigin-
legi fréttamaöurinn, Magnús
Gíslason, skáld og ljósmyndari.
Þessi fyrsti blaðamaður við
íslenzkt dagblað aflaði frétta
með þeim hætti að ganga um
bæinn og spyrja menn tíöinda,
gangh niður að höfn og hyggja
að skipakomum og svo fram-
vegis.
Og auövitað þurfti einnig að
afla frétta af landsbyggöinni.
Magnús var skömmu eftir að
hann kom hð blaðinu fenginn
til aö fara auStur í sveitir og
spjalla viö bændur og afla
frétta. — Hann axlaði mal sinn
og snaraðist á b'ak reiöhjóli.
Síðan hjólaði hann austur i
Grafning og víðar um sveitir í
nágrenninu. Kom svo heim hlað
inn af fréttum og viðtölum við
menn. Þannig var fyrsti frétta-
leiöangur fslenzks dagjblaðs á
lsfendi. 9—y