Vísir - 04.01.1971, Side 5
Wt &Í R . Mánudagur 4. janúar 1971.
Sjúkrabílamir óku rakleiðis inn á leikvöllinn, þar sem menn lágu slasaðir og látnir í hrönnum. Myndir sýnir að þoka grúfði yfir.
66 fórust þegar áhorfenda-
stæði hrundi á Ihrox Park
— hörmulegasta slys i brezkri knattspyrnu-
sögu i Glasgow á laugardaginn
MARK, sem skorað var á lokasekúndunum í viðureign jötnanna
í skozkri knattspyrnu, Giasgowliðanna Rangers og Celtic^ í Ibrox
Park á laugardaginn, varð orsök hörmulegasta slyss, sem um get-
ur í brezkri knattspymusögu, og hafa þó mörg alvarleg siys orðið
á brezkum knattspyrnuvöllum. 66 áhorfendur fórust og tugir slös-
uðust alvarlega, þegar áhorfendastæði á austurhluta valiarins
hrundu og tugir manns steyptust af stæðunum — margra metra
fall — sumir áhorfendur, sem stóðu í stiga undir stæðunum og
aðrir niður á gaddfreðna jörðina. Skelfing greip um sig og margir
slösuðust, þegar þeir tróðust undir í örvæntingarfullum tilraun-
um að komast frá hinum föllnu og fallandi pöllum —
Áttatíu þúsund áhorfendur vom á vellinum. Ölium sjúkrabifreið-
um Glasgow-borgar var beint til Ibrox-Ieikvangsins strax eftir
slysið og allt hjúkrunarlið borgarinnar var hvatt út. — Margir
klukkutímar liðu þó áður en ljóst var, hve slysið var alvarlegt.
Björgunarstarfið reyndist mjög erfitt. Flest líkanna voru hroða-
lega Ihnlest og 12 klukkustundum eftir slysið hafði aðeins tekizt
að bera kennsl á 17 af þeim, sem fórust. Meðal þeirra var kanad-
ískur ferðamaður í Glasgow og 17 ára sonur hans.
Lýsingu á leiknurn var útvarpað
beint í ÐBC og einnig í skozku
heimastööinni. Leikurinn var jafn
og spenningur áhorfenda mikill
eins og ávallt þegar þessi tvö lið
eigast við í Glasgow. Ekkert mark
hafði verið skorað, þegar rúm mín
úta var til leiksloka, en þá náði
Celtic snöggri sóknarlotu. Bobby
Lennox spyrnti á mark og knött-
urinn lenti í þverslá Rangersmarks
ins og hrökk þaðan fyrir Jimmy
Johnstone, útherja Celtic, sem
sendi knöttinn í mark. Fagnaðarlæt
in á áhorfendasvæðunum, þar sem
Celtic-aðdáendurnir héldu sig voru
mikil, en þúsundir af fylgjendum
Rangers fóru þegar að yfirgefa á-
horfendasvæöin. Nokkrar sekúndur
voru til leiksloka og sigur Celtic
virtist öruggur og ekkert er verra
fvrir Rangers en að tapa fyrir
Celtic. En leikurinn byrjaði að
nýju og fagnaðaróp Celticmanna
voru vart þögnuð, þegar Coiin
Stein jafnaði fyrir Rangers meö síð
ustu spymunni f leiknum. Aftur
fagnaðariæti og. nú á öðrum stöð-
um á vellinum, og þær þúsundir,
sem yfirgefið höfðu áhorfenda-
svæðin sekúndum áður, þustu inn
aftur til að fagna markinu. Troðn-
ingur varð mikill og það var meira
en gamlir, fúnir viöir á austurstæð
inu þoldu. Mikill brestur heyrðist,
þegar þverbitar undir nokkrum
pöllum á stæðunum brotnuðu með
þeim hörmulegu afleiðingum, sem
áður er getiö.
Þulurint i útvarpinu hélt í fyrstu
að slegið ^efði í brýnu milli að-
dáendahópa liðanna — eins og
svo oft á sér stað — en honum
varð fljótt Ijóst eins og öðrum
fréttamönnum í blaðamannastúk-
unni, að alvarlegri atburðir höfðu
gerzt. Otsendingum' var hætt enda
ómögulegt að henda nokkrar reiöur
á það, sem var að gerast á hinum
risastóra leikvangi, auk þess sem
þoka, sem læðzt hafði yfir loka-
mínútur leiksins, byrgði útsýnið.
En riokkrum mínútum síöar var þó
útvarpað aftur beint frá vellinum
'og skýrt frá því að alvarlegt slys
hefði orðið og þrír áhorfendur
væru þá þegar látnir, en fréttamað
urinn ðttaðist að mun fleiri hefðu
slasazt til ólífis. Og kiukkutíma
síðar var tala látinna komin f sjö,
en hækkaði ört, þegar fré-ttir fóru
að berast frá hinum ýmsu sjúkra-
húsum í Glasgow, sem hinir slös-
uðu voru fluttir til. Glasgow-borg
var í sárum og örvænting mikil,
því þúsundir söknuðu sinna nán-
ustu í þeirri ringulreið, sem skapað
ist á vefiinum og í næsta nágrenni
hans.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
alvarlegt slys verður á Ibrox Park,
leikveili Rangers i Glasgow. Áriö
1902 var háður þar iandsleikur
milli Skotlands og Englands. Tíu
mínútum eftir að leikurinn hófst
hrundi áhorfendasvæði og 25
manns fórust og yfir 500 slösuðust.
Áhorfendur annars staðar á vellin
um, og þeir, sem að hjörgunarstarf
inu unnu, gerðu sér ekki grein fvr
ir hve alvarlegt slysið var, því eft-
ir nokkurra mínútna töf hélt Ieik-
urinn áfram eins og ekkert hefði í
skorizt og iauk með jafntefli. —
Áhorfendur þá voru miklu fleiri en
riú, því völlurinn var til þess að
gera nýlegur og yfir 100 þúsund
áhcrfendum hleypt inn á völlinn.
Mesti áhorfendafjöldi, sem þar hef
ur verið, var 118.567 á leik Rang-
ers og Celtic 1989, en eftir styrj-
.öldina var áhorfendafjöldi takmark
aður við 80 þúsund, en sú slysaráð
stöfun hefur ekki komið að því
gagni, sem ætlast var til. Vegna
slyssins á laugardag skipaði
skozka knattspyrnusambandið þeg-
ar sérstaka nefnd, sem rannsaka á
alla velli á Skotlandi oa á að lát.a
<>era ráðstafanir. sem eiga i fram-
tíðinni að koma i veg fvrir slíka
hrvllinvcatburði. =em nú hafa át,‘
sér stað
Glasgow-liöin Rangers og Celtic
hafa um ár’atugi borið ægishjálm
yfir önnur skozk knattspyrnulið og’
oft hefur komið til alvarlegra á-
taka eftir leiki þeirra innbyrðis.
Það var föst venja í áratugi, að lið-
in mættust á leikvelli Rangers á
fyrsta degi hvers nýs árs — og
dagana -á undan var um lítið annað
rætt i Glasgow en væntanlegan
leik „erkifjendanna". Og á þessum
frídegi var völlurinn ávafit þéttskip
aður áhorfendum og oft mikil á-
tök á vellinum og í borginni eftir
leikina. Margir hafa látiö lífið í
þeim átökum — eitt sinn myrti
ungur piltur bróöur sinn vegna
deilna um leikinn — og það er
ekki aðeins að deilt sé ui«s atburði
á knattspymuvellinum, þar bland
ast oft trúarbrögð inn i. Fylgjend
ur Celtic eru kaþólikkar, Rangers
mótmælendur. Fyrir tveimur árum
voru átökin óvenjuhörð og um 50
manns slösuðust í átökunum og
mun fleiri voru settir 1 fangelsi.
Þá var ákveöið að leikurinn skyldi
háður á virkum degi, en þó fyrstu
dagana í janúar. 1 fyrra fór ailt
fram í friði og spekt, og hið sama
virtist ætla að verða uppi á ten-
ingnum nú, þegar örlögin gripu
skyndilega inn f.
Ihrox-leikvangurinn er þriðji
stærsti knattspymuvöllur á Bret-
landseyjum, aðeins Hampden-Park
f Glasgow og Wembley í Lundún-
um rúm fleirj áhorfendur, og völl-
urinn er mjög miðsvæðis f Glasg-
ow. Aðeins nokkurra mínútna akst
ur er tii hans frá St. Enock-torg-
inu f Glasgow, þar sem Flugfélag
íslands hefur skrifstofur sínar. —
Margir íslendingar hafa lagt leið
sína á þennan fræga völl og árið
1945 steig Albert Guðmundsson
þar sfn fyrstu spor sem knatt-
spymumaður á erlendri grund, —
vakti feykilega athygli og va'rð
skozkur meistari með Rangers. —
Tæpum tveimur áratugum síðar
keypti Rangers Þörólf Beck frá St.
Mirren — en örskammt er á milli
valla þessara féiaga — fyrir 20
þúsund pund og um tíma var Þór-
ólfur fastur maður í aðalliði Rang-
ers. Tbrox hefur þvi oft haft sér-
stakt aðdráttarafl fyrir Islendinga,
sem farið hafa um Glasgow, og
þeir eru orðnir margir, sem lagt
hafa leið sína á völlinn og staðið
á þeim stað, sem -nú hefur orðið
vettvangur hörmulegasta slyss í
sögu brezkrar knattspymu. hsfm.
Það hefur oft veriö róstursamt á leikjum Glasgow-liðanna Rang-
ers og Celtic á nýársdag. Myndin var tekin á Ibrox fyrir tveimur
árum, Þegar til alvarlegra óeirða kom eftir Ieik þar, og tugir
manns slösúðust