Vísir - 04.01.1971, Page 16

Vísir - 04.01.1971, Page 16
Mánudagur 4. janúar 1971. Nenvfifi ekki od bíða lögreglunnor Harður árekstur varð. austur í Rangárvaliasýslu á nýársmorgun, skammt frá Strandasíki, J>egar jeppabifreið rakst þar á fólksbíL Miklar skemmdir urðu á bílunum og rifnaði næstum því alveg úr önnur hliðin á fólksbílmun, en eng an sakaðL Ökumennirnir þurftu að báða dá- góða stund eftir lögreglunni, sem kalla þurfti til alla leið frá Sel- fossi, en ökumaðurinn á jeppanum beið ekki lengi boðanna, heldur stakk af frá staönum. Þegar lög- reglan kom á staðinn, bar hinn ökumaðurinn, að honum hefði sýnzt hinn brotthlaupni vera und ir áhrifum áfengis. Hafði hann þó náð að leggja á minnið skrásetn- ingamúmer jeppans. —GP Verðið þið búnir, úður en „Aramóta- |áaupið/f byrjar! Sjaldan hafa rafmagnsviðgerð- armenn átt svo mikilli athygli , að fagna, eins og þeir, sem þurftu að gera við rafmagns- kassann á gatnamótum Dala- I lands og Eyrarlands á gamlárs- j kvöld. Það hafði verið ekið . á kassann síðdegiis á gamlárs- dag og við það hvarf rafmagn I af nokkrum íbúðaflokkum í I Dalalandi og Eyrarlandi. Kvöldverðurinn varð því síð- búinn á allmörgum heimilum ^ þarna þetta gamlánskvöld, nema l þar sem rnenn böfðu kalt hangi- kjöt að hlaupa upp á. Þaö var þó ekki kvöldverður- inn, sem var efstur í huga ibú- 1 anna, er dreif aö viðgerðarmönn I unum, þegar klukkuna haJlaði I undir tiu um fkvöldið. Heldur ... ... „verðið þið búnir að kippa 1 þessu í lag, áður en „Áramóta- I skaupið“ byrjar í sjónvarpinu?" J var spumingin, sem dimdi yfir viðgerðarmennina úr öllum áttum. En þetta voru skilnings- ( 1 rikir menn, sem skildu vel al- * , vöru ástandsins og höfðu hraðar hendur á verkinu. Það stóð líka 1 á endum, að rafmagnið komst | á rétt fyrir tíu. — GP ,UNCA FOLKID OAONRÝNI MED JÁKVÆDUM HUGA " Forsaetisráðherra og forseti Islands viku báðir að „uppgjöri æskunnar" i áramótaræðum sinum • „Það er einkenni á þeirri tíð, sem vér lifum, að ungt fólk vill ganga fram fyr- ir skjöldu og hafa forustu um könnun og mat á ýmsum fyr- irbærum þjóðfélagsins, taka þáð hispurslaust til athugun- ar, ræða og reifa og gagn- rýna, meðal annars sitt af hverju, sem hingað til hefur verið talið gott og gilt, jafn- vel í velferðarríki. Ungt fólk vili meta að nýju raunveru- legt gildi hlutanna, óblindað af vanabundinni hugsun, hafa á sér vara, þangað til rann- sókn hefur farið fram... Og þaö fer vel á því að æsk an, sem áður en hún veit mun finna heill og forráð þessa lands hvfla á heröum sér, láti mikið til sín taka. Þetta þjóðfélag er arfur, og henni er frjálst að spyrja hve mikill hann sé og hve góður hann sé ... Þannig mælti forseti Islands, dr. Kristján Eldjám, í nýárs- ávarpi sínu, er hann ræddi þjóð félagsrýni aimennt og eink- um gagnrýni æskufólks. Forseti íslands sagði, að sá sem eitt- hvað vildi vega og meta, hann gái sem gaumgæfilegast að stiku sinni og vog. Heilbrigt verömætaskyn væri forsenda þess, að þjóðfélagsrýni yrði ekki einhliða neikvæð. Ekki mætti vanmeta, að vér lifum í mennskara þjóðfélagi en flest ir aðrir, þrátt fyrir ýmsan ófull komleik. „Þegar nú ungir menn halda áfram umræöum sínum um málefni lands og þjððar í nútið og framtíð, þá ðska ég J>eim þess ööru fremur, að þeir geri það með jákvæðum huga“, mælti forseti íslands. Forsætisráðherra, Jóhann Haf stein, ræddi einnig hlutverk æsk unnar í áramótaávarpi sínu. — Hann baö menn hugleiða, aö það unga fólk, sem nú er 25— 30 ára sé allt fætt á tímum og að lokum síðustu heimsstyrjald ar. „Er það furða, þótt fólkið beri þess merki, svo ólík sem kjör þess hafa verið?“ spurði forsætisráðherra. Hann kvaðst telja að unga fólkið nú mótist eins og fyrr af hugsjónum, sem helgast framtíðinni. Því sé ekki sagt til lasts, þótt minnt sé á, að engin þjóð megi gleyma sjálfri sér og eigin sögu. Kyn- slóöir koma og fara. En farsæl- ast muni, aö þær vefjist hver annarri sem hlekkir í þeirri keðju íslendinga um áratugi og aldir, sem gefiö hafa þjóðinni menningu og manngildi með ein stæðum hætti. — HH fengu á gamiársdag 50.000 kr. hver úr rithöf- Gunnar M. Magnúss, Jón Helgason, Jóhann Hjálmarsson og Sigfús Daðason undasjóði Ríkisútvarpsins. Vænlegra að vera rithöfuiidur en kennari — segir Gunnar M. Magnúss, er styrk fékk úr rithöfundasjóði útvarpsins óskin“ — jú, ég hef nokkuð stundað leikritagerð og skrifað talsvert fyrir útvarp, en hef reyndar fengizt við flestar teg- undir ritmennsku allt frá því ég var 11 eða 12 ára. Ég byrjaði þá með því að skrifa blað, sem aðeins 2 eða 3 Iásu“. — Ert þú rithöfundur að aöal- starfi? „Já, ég heif fengizt við ritstörf sem aðalstarf siðan 1947, og verð „Ég hef nú fengið verðlaun áð- ur,“ sagði Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, Vísi á gamlársdag, er honum og þremur öðrum höf- undum voru veittir styrkir úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, „ég fékk 1946 1. verðlaun í leik- ritasamkeppni útvarpsins, það var fyrir leikritið „f upphafi var að segja að ég hef ekki haft það ver með því móti, en ef ég hefði fengizt áfram við kennslu“. Jón Helgason, ritstjóri var einn fjórmenninganna er styrk fengu og skáluðu við útvarpsstjóra, forseta íslands o. fl. á gamlársdag. Sagði Jón okkur að styrkurinn næmi 50.000 kr. á mann nuna og að hann kæmi sér sérlega vel „ég fæ 3ja mánaða frí frá störfum á næsta sumri — núna verður kannski hægt að nota fé þetta til skynsamlegra hiluta, t.d. til að verða fjölskyld- unni úti um viðurværi — annars er ekkert hægt að á'kveða um hvað gert verður við féð, þetta ber nú upp á stórhátíðar og ekkert skipu- lag komið á þetta ennþá“. Auk Gunnars og Jóns fengu ljóðskáldin Sigfús Daðason og Jó- hann Hjálmarsson styrk úr rithöf- undasjóðnum, en það er f fyrsta sinn sem sú undantekning er gerð að veita fleirum en 3 styrk. Tekjur rithöfundasjóðs eru ýmsar, en verulegur hluti er fé er inn kemur vegna greiðslna fyrir flutning á efni sem enginn höfundarróttur er að. Formaöur sjóðstjórnar er Stein- grímur J. Þorsteinsson og afhenti hann skáldunum styrkina á gami- ársdag. — GG Ekki ánægðir með 115 þúsund fyrir frímerkið v Mikil verðhækkun á gömlum islenzkum frimerkjum á uppboði i London Áætlað söluverö íslenzkra frímerkja, sem voru á upp- boði Stanley Gibbons í Lon- don fyrir jól, hækkaði yfir- leitt um helming. Sum upp- joðsnúmerin voru seld á allt að þreföldu verði á uppboði þessu. Þarna var um að ræða uppfooð á frímerkjum frá Norðurlöndum, Rússlandi og fieiri löndum. IVIörg góð frí- inerki voru þar ó boðstólum frá íslandi og hinum Norður- iöndunum. Dýrasta íslenzka uppboðs- númerið var 40 aura merki, póstfrímerki, sem aldrei kom út. en voru í vörzlu póststjórnar, Arkarhluta með þessum merkj- um var stolið úr fórum póst- stjórnar fvrir tíu árum og varð af bví og Pleiru frægt mál, sem menn muna. Nokkur þessara merkia hafa náðst inn aftur, en fáein eru í urnferð meðal frí- merkjasafnara ytra. Áætlað verð k á þessu merki á uppboðinu var } 750 pund, Hæsta tilboð varð t hins vegar 550 pund. eða aðeins | um 115 þúsund krónur og var ( merkið ekki látið fyrir þá upp- hæð. Sem dæmi um verðlagið i merkjunum að öðru ieyti má ti’ dæmis benda á 20 aura merki — í gildi — frá 1902 sem skráf var á 200 pund í uppboðsskrá var slegið á 430 pund, eða rúml 4J0 þús kr. Uppboð þetta bendir tfl þess að verðlag á gömlu íslenzku merkjunum sé að stórhækka á alþjóðamarkaði. — JH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.