Vísir - 27.01.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 27.01.1971, Blaðsíða 6
V I S I R . Miðvikudagur 27. ianuar 1971. 6 Ef til vill búa firðir okkar og flóar yfir miklum möguleikum til fiskiræktar. Rányrkja leiðir alltaf til eyðingar Getum við gerzt forystuþjóð á sviði fiskiræktar? t'yrir allfflörgum áratugum * koni einn af aflasælustu for mönnum í Vestmannaeyjum, at faugull maður og framisýnn, fram með þá tillögu að formenn væru skyldaöir t'il að hafa sérstök ílát um borð í bátum sínum, þegar farygningartími þorsksins færi í faönd, þar sem blanda mætti saman hrognum og svili úr þeim fiski, sem veiddist og steypa sið an fyrir borð að hæfilegum tíma liðmum. Ég er ekki svo fróður um sllka hluti, að ég geti dæmt um favort sú titlaga faefði veriö vænieg tál árangurs, en víst er um það, aö benni var etcki sinnt. Hiún er þó merkHeg eigi að síður því að hún sannar, að hinn gætni og framsýni formaður gerði sér það Ijóst að verið var að rán- yrkja þorskstofninn á miðun- um með netaveiði um farygning artímann og hvert stefndi með þeirri rányrkju, ef ekkert væri að gert af mannsins hálfu í því skyni að koma í veg fyrir afleið ingarnar. Hann var að visu ekki einn Eyjaformanna um það, þó að fæstir geröu sér þessa faættu þá eins ljósa og síðar varð. En tillagan er að sínu leyti merki- leg og vel þess virði, að faún geymdst í prentuðum heimildum. Að því er ég bezt veit, er það í fyrsta skipti hér á landi aö sú hugsun kemur fram aö unnt muni að stuðla að ræktun sjávar fiska, og vinna þannig gegn rán yrkju. Nú hafa tilraunir með ræktun ýmissa sjávarfisikateg- unda verið gerðar á ýmsum stöð um erlendis um árabil, til dæm- is úti fyrir Kyrrafaafsströndum Bandaríkjanna. Ná þær tilraunir einkum til þeirra tegunda, sem hafast við ,á grynningum, þar sem auðvelt er að bæta uppeld- isskilyrðin með áburði og æti. Ég veit um aðeins einn Islending sem tekið faefur sér fram um að kynnást þessum tilraunum, þegar hatm var á skemmtiferða- lagi vestur þar, gamlan togara- jaxil að vestan og alinn upp við fislcveiöar frá því hann man eftir sér. Hann hafði aö vísu nauman tíma til athugunar, en átti vart til orö til að lýsa hrifningu sinnd, þegar hann ræddi við mig. — „Þetta er framtíðin", sagði hann. „Þetta er framtíðin...“ Og vafadaust á hann eftir að reynast sannspár þar. Þótt rán- yrkjan sé enn í fudlum gangi á öllum þeim fiskimiðum, sem enn ,eru ekki eydd af fiski, er hún (fortiðarfyrirbæri í eðli sínu, öld ungis eins og öll rányrkja á öör- um sviðum. Ræktunin ein er framtíðin, eigi um nokkra fram tíð að verða að ræða. Hvað fisk veiðamar snertir, þá hafa allar helztu fiskveiðiþjóðir komið sér upp svo stórvirkum rányrkju- tækjum og ráða yfir svo full- kominni rányrkjutækni að und antekningarlaust allir fiskistofn ar í hafi eru dauðadæmdir, ef til vild innan fárra áratuga. í þvi sambandi ber að gæta þess að fækkunin lýtur sams konar lög- máli og fjölgunin, en einungis i öflugu hlutfalli. Þegar fækkunin er fyrir alvöru komin af stað, verður hún margfalt hraðari þeg ar á liíður, og því ekki auðvelt aö ákveða hvenær er um seinan að grípa til einfaverra hugsanlegra gagnráðstafana. Kannski er það þegar um seinan hvað suma fiski stofna snertir. Þegar svo meng un haifsins og fiskimdðanna leggst á eitt með hinni full- komnu rányrkjutækni, getur naumast — og raunar alls ekki — farið nema á einn veg. Eflaust munu margdr álíta að hér sé stórlega ýkt, jafnvel þótt einhver sannleiksgmndvöllur kunni að liggja að baki þessum hrakspám. Fiskveiðiþjóðirnar hlytu annars að haifa þegar grip. ið til gagnráðstafana. Það er nú svo með það. Þegar öryggisráð- stafanir varöandi framtdðina og gróðasjónarmið líðandi stundar stangast á, verða það oft gróða sjónarmiöin, sem verða ofan á. Það ættum við að vita eftir und irtektunum, sem útvíkkun fisk- veiðilögsögu okkar fékk af hálfu sumra nágranna þjóðanna. Þess er að vænta að kröfur okkar um fuil umráð yfir landgrunninu mæti meiri skilningi, þegar þar aö kemur. En að litlu gagni kem ur það okkur, þótt við fáum fuli yfirráð, veröi þá öll miö evdd af fiski og þá ef til vill miklum mun fremur af völdum annarra en okkar sjálfra, því að þess verður naumast langt að bíða. að tæknin geri fiskimönnum ann- arra þjóöa kleift aö sjá svo um að fiskigöngurnar komist ekki nema að litlu leytd leiöar sinnar inn fyrir takmörk veiðilögsög- unnar. Og það verður áreiðan- lega gert þegar og aö svo miklu leyti sem tæknin leyfir. Edna svarið viö þeirri vá er fiskirækt I stórum stfl. Ekki er ólíklegt aö við höfum mun betri aðstöðu til slíkrar ræktunar fyr ir flóa okkar og firði, og þvi fyrr sem hafizf verður handa um undirbúningsrannsóknir hvað það snertir, því betra. Fæðuþörf mannkynsins eykst meö degi hverjum, rányrkjan í hafi er hert að sama skapi og tækninni á þvf sviði fleygir fram. Vitað er að þegar er mjög farið að ganga á ýmsa fiskistofna, hins vegar verður ekki vitað hve þess verður langt eða skammt aö bíða að adlar ráðstafanir þeim til bjargar verði um seinan. En við vitum að ræktun f einhverri mynd er eina öryggið gagnvart rányrkjunni, eins og gamli tog arajaxlinn að vestan sagði, það er framtíðin. Þegar framtfðin er annars veg ar er aldrei of snemmt að hefjast handa. Við verðum að kynna okk ur tafarlaust þær tiiraunir, sem aðrar þjóðir vinna að á þessu sviði, hefja rannsóknir á okkar eigin möguleikum, svo unnt verði aö byggja okkar eigin tdl- raunir á vísindaiegum grund- velli. Og þvd skyldum við ekki geta gerzt forystuþjóð á sviði fiskiræ-ktar með tíð og tfma ... Lárviðar- lauf eða hass Jói litli skrifar: „Það ætti að mfnu viti að verðlauna þennan gutta, sem seldi iárviðarlaufið fvrir hass. Það var alveg kostulegt uppá- tæki. Mönnum lærist |>á að gleypa ekki jafnfljótt við gylii- boðum svartamarkaðsbraskara næst þegar slfka ber að garði hjá þeim. Mikið ósköp getur nú fölk verið miklir einfeidningar, að láta draga sig svona á tálar. Og það er alveg sama, hvað þaö refcur sig oft á. Það lærir samt ekki af revnsiunni. Og ekki njóta þeir samúðar minnar, þessir, sem eru á snöp- um eftir hassi og sitja svo þann ig eftir með sárt ennið. Þeir voru hennnir að sitja ekki eftir með enn sárara enni, því aö þessir fáráðlingar vita auðvitað ekkert um hverju er prangað inn á þá. Þetta ætti að sýna þeim, sem halda fram meinleysi hass- og marfjúanareykinga, hve auð- velt er að lauma aMs konar óþverra inn á þessi ginningar- fífl. Hver veit, hvort þetta er hass, ópíumblandað . hass eða bara ópíuni, sem þessir einfeldn ingar láta troða í pfpur sfnar? Ætli það verði ekki fleiri. sem framvegis hugsa sis tvisvar um. áður en þeir hlaupa eftir þvf hassi sem beún er boðið? Það mætti segja mér það. Og fyrst við ræðum hass á annað borð, bá vil ég bera fram eina uppástungu Það á að láta umráðendur danshúsa bera á- byrgð á því. ef revkt er hass i þeirra salarkvnnum. Þeim á ekki að líðast að umbera slíkt Það gerist heldur ekki án beirra vitundar, þvf hassrevkingar fara ekki dult. Þefurinn finnst lang- ar leiðir.“ □ Hvað á að bjóða íbúunum? íbúi við Reyn'hvamm f Kópa- vogi sfmaði biaðinu: „Heimilið á að vera nokkurs konar griðastaður hvers og eins. Þar á að vera hægt að slaka á eftir átök dagsins og hvfla fyrir nýjan vinnudag. En hvemig er slíkt hægt, þegar hamarshöggin hljóðna ekki fyrr en komið er fram á nótt, eins og gerist f bíl- skúrsverkstæði héma rétt hjá mér. Maðurinn þama á vfst 3 vörubfla og fólksbfl. Þetta tekur mikið rúm og maðurinn er eigin lega búinn að breyta fbúða- hverfi f hálfgert iðnaðarhverfi, bar sem unnið er á vöktum aö heita má. Erlendis er víða bann að að gevma stóra vörubfla f íbúðahverfum. — vegna slysa- hættunnar, sem af geymslu þeirra stafar. Að ekki sé talað um viðgerðir slíkra bíla f hverf unum, — það varðar víst sekt- um að reyna að iðka slfkt. Það væri ánægjulegt, ef nýi bæjarstjórinn reyndi að upp ræta ýmislegt þessu líkt í Kópa- vogi“. HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15 Opinber stofnun óskar að ráða VÉLRIT UNARST ÚLKU Auk leikni í vélritun er krafizt nokkurrar kunnáttu í tungumálum (ensku og dönsku). Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. laugardag 30. þ. m., merkt „Vélritun". ________________________________ Birkikrossviður vatnslímdur og venjulegur. Margar stærðir og þykktir. Ótrúlega lágt verð. HANNES ÞORSTEIPJSSON & Co. h/f Slmi 85055

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.