Vísir - 27.01.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 27.01.1971, Blaðsíða 2
Drekkur eins og kósakki Hún fékk blöðin upp á móti sér hún Birgitta þegar hún kom til Mexíkó að leika I kvikmynd. Blaðamenn biðu hennar á flug- vellinum, en hún neitaði að segja orð við þá. Þeir hefndu sín líka grimmilega. Skrifuðu ekki staf um þá frægu leikkonu, Bardot, fyrr en seint og um síðir, rétt áður en hún fór úr landi aftur, og þá ekkert annað en svívirðing- ar: „Kynþokki hennar er naumast eins mikill og Raquel Welch“, Bardot: „drusluieg“. skrifaði einn, og í einu dagblað- anna var sagt, að meðan á Mexíkó-dvöl leikkonunnar hafi staðið hafj hún „drukkið eins og kósakki", og litið „druslulega út“. En verstu útreiðina fékk hún þó, þegar hún bauð blaðamönnum til Veracruz, þar sem hún var að vinna að kvikmyndinni „Rum- runners", „og þá fáu, sem suður eftir fóru, lét hún fara algjöra fýluför, því hún mætti ekki sjálf til fundarins, sem hún haföi boð- að. Þá var meðfylgjandi mynd af kynbombunni 36 ára birt í mörg- um mexfkönskum blööum. aoDD Nicholas Bernard Curtis ... heitir hann drengurinn og mun það hafa tekiö foreldra hans langan tíma að detta niður á þetta nafn. Foreldramir eru svo auðvitaö þau Tony Curtis leikari og unga konan Kans hún Leslie, sem hann kvæntist í fyrra. □ □□D Tollurum bannað að gægjast í klám Þaö hefur vakið nokkra athygli, að hæstiréttur í Washington hefur úrskurðað að tollvörðum verði hér eftir bannað að skoða böggla, sem sendir em til USA frá útlöndum og innihalda klám- bækur eða klámblöð. Hingað til hefur tollvörðum verið gert að fylgjast með slíkum lnnflutningi en nú mega menn sem sagt skoöa allt það klám sem þeir vilja. Úrskurður hæstaréttar mun hafa verið samhljóða og byggöur á þvl, að ritskoðun sendibréfa sem annars ritaðs efnis skuli ekki fyrirfinnast í USA. Máiaferli vegna málverks af barni Ástir „Stundum og þá alveg óvænt og óundirbúiö, snemma að morgni ímynda ég mér konu engri ann- arri líka, áfenga, ilmandi og bjóö- andi og...“ Morgundraumar margs karlmannsins innihalda sjálfsagt oftlega eitthvað í líkingu við Elizabeth Taylor. En aðeins örfáir munu geta haldið draum- inum áfram, einis og Richard Burton sagði er hann sá nýjustu Ijósmyndina af konu sinni: „í morgunsárið ligg ég í rúminu og ég rétti út höndina og finn þar draumkonuna sprellifandi. Hún er þá til og þegar ég tek á henni þá finn ég að ekkert í heimin- um er eins rækilega á lífi og mín Elizabeth. Hún er heit. Hún svar- ar snertingu minni. Hún umlar og hún grætur. Hún er villt, tryllt. Hún er hættuteg. En stund- um — alveg eins og á þessari mynd hérna, kemur hún hlaup- andi til mín fögur eins og flóð- bylgja sem skellur á hrjúfri strönd. Og ég ligg þar eins og klettur..." — Og svo haldið sé nú áfram áð Ségja soldiö frá góðum hjón- lim, þá hitti sú græneygða Mel- HbbuMg[eoiai, gríska leikkonan sem „geröi það aldrei á sunnu- dögum“, bláöamann einn I Banda- rfkjunum, þar sem hún var að sjá frumsýnda nýjustu mynd sfna, „Promise at Dawn“, en f þeirri mynd leikur Melfna rússneska móður skáldsagnahöfundarins Romain Gary. Og blaðamanninum fannst tilvaliö að spyrja Melfnu um hitt og þetta. m. a. hjóna- band hennar og leikstjórans Jules Dassin, en þaö hjónaband hefur haldið I 5 ár: „Ég elska Dassin leikstjóra. Ég elska Dassin rit- Taylor hlaupandi f morgunsárið höfund. Ég elska hann fyrir hans bláu augu. Júlli og ég rífumst næstum alltaf. Rifrildi — það er þaö bezta viö ástina“. Stöbug framför hjá Irum Irar drukku meiri bjór, þömb- uöu meira viskf og reyktu meira tóbk árið 1970 en nokkru sinni fyrr — eða svo sýna óvefengjan- legar tölur þaðan. Þeir drukku 143 milljónir „pinta“ af bjór, 1,5 milljón gallon af viskf og 1,4 milljónir lengja af tóbaki reyktu þeir. Tölur fyrir árið 1970 sýna einnig að útflutn- ingur á irsku viskí hefur vaxið mjög — einkum til Bandaríkj- anna, en þangaö seldu þeir í fyrra 87.000 kassa. 1969 seldu þeir þangaö 67.500 kassa. Áhyggjulaust líf í fangelsum Þau voru víst mjög stolt Sophia Loren og Carlo maður hennar, Ponti, þegar komið var til þeirra og þeim boðiö, að málarinn Oskar Kokoschka málaði mynd af syni þeirra, honum Carletto, sem er ekki nema 2ja ára. En heldur fannst þeim syrta í álinn og glansinn fjúka út í veð- ur og vind, þegar I ljós kom, að það átti ekki að stilla myndinni upp í Marlborough-safninu I Lon don, eins og líka var talað um, heldur var loforðið um fína mál- arann og húsplássið hjá Marl- borough aðeins aðferð til að plata auglýsingarmynd út úr þeim hjón um, sem síðan átti að nota barna fóðri einhverju til framdráttar. Hefur Ponti, sem er peningaspekú lant og lætur aldrei plata sig, höfðað mál á hendur firmanu „Alete“. Lögfræðingur hansbygg ir svo mál sitt á þvf, að greini- legt sé af öllum gögnum, að Ponti hafi Iátið mála son sinn vegna þess að hann hafi haldiðj að stilla ætti myndinni upp I al-c mennilegu listasafni í London, og« aldrei hafi háttvirtur Ponti Lor- * en maður heyrt um auglýsinga-* herferö. J Alete-barnafóöursfyrirtækiö c keypti myndina af Oskar Kok-J oschka fyrir Al/2 milljón kr.« Carlo Ponti vill kaupa málverkið.J Bruno nokkur Salomon, 22 ára Itali fél'Ist á það fyrir nokkru. að yfirgefa fangelsi það, sem hann hefur gist í bænum Monza síöan í nóvember I haust. Salo- mon gaf sig fram viö lögregluna I nóvember og sagöist hafa stolið fáeinum verðmætum hlutum úr bíl. Salomon var settur inn, en fljótlega kom í ljós að Salomon hafði engu stolið, hins vegar neit- aði hann að fara úr fangelsinu þar eð hann væri atvinnulaus og gæti enga Djörg sér veitt. 1 fangelsi væri hins vegar gott að vera a. m. k. að því leyti að þar er húsaskjól og matur fæst þar ókeypis. Síðan gaf sig fram veKinga- maður einn Monza og bauð hann Salomon að ráðast til sín sem þjónn. Lögreglan hálfpart- inn neyddi hann til að taka þvf boði og er Salomon nú farinn úr fangelsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.