Vísir - 27.01.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 27.01.1971, Blaðsíða 8
8 V 1 S I R . Miðvikudagur 27. janúar 1971. Otgefandi: Reykjaprenr bf. Framkvæmdast jóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsspt) Préttasi'jöri: Jón Birgir Féturssoto Ritstjórnarfulltrúi. Valdimai H. Jóhannesson Auglýsingar: Brðttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178 Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 S mánuði innanlands i lausasölu kr. 12.00 eíntakið Prentsmiðja Vlsis — Edda hf. »»iMimn——— Aðgerðum flýtt tilhlutan Jóhanns Hafstein forsætisráöherra er verið að koma á fót samstarfi í landgrunnsmálunum milli margra ráðuneyta og stofnana. Tilgangurinn með þessu er bæði að samræma tillögur og aðgerðir stjórnvalda í landgrunnsmálunum og að flýta aðgerð- um eins og mögulegt er. Aðilar að samstarfinu eru flest ráðuneyti stjórnarráðsins og stofnanir eins og Hafrannsóknastofnunin, Fiskifélagið, Rannsóknaráð, Landhelgisgæzlan og Sjómælingar. Fiskveiðilögsagan er að sjálfsögðu veigamesti þátt- ur þessa samstarfs. En jafnframt verður fjallað um fleiri atriði, svo sem um mengun hafsins umhverfis ísland og um verðmæti þau, sem kunna að liggja í landgrunninu sjálfu. Markmiðið með þessu starfi er að búa svo um hnútana, að tryggður verði og jafn- framt viðurkenndur réttur íslands til alls landgrunns- ins og hafsins yfir því. Ríkisstjórnin hefur miklar áhyggjur af vaxandi sókn erlendra fiskiskipa á íslandsmið. Grunur hefur leikið á, að einhver þessara skipa noti ólögleg veiðar- færi, sem spilli fiskistofnunum. Landhelgisgæzlan hefur fengið heimild til að fara um borð í erlend fiski- skip utan tólf mílna lögsögunnar og skoða veiðar- færi þeirra. Margir óttast, að þetta nægi ekki. Þeir telja, að hin aukna ásókn muni spilla fiskistofnunum, þótt notuð séu lögleg veiðarfæri. Þess vegna hefur ríkisstjómin lagt á það áherzlu, að Hafrannsóknastofnunin flýti rannsóknum og útreikningum á viðgangi fiskistofn- anna. Þegar haldgóð, vísindaleg þekking er til reiðu, er hægt að fara að friða þau svæði utan tólf mílnanna, sem talin eru í hættu. Þessi undirbúningur friðunar er það starf, sem er einna mest aðkallandi í landgrunnsmálinu. En jafn- framt er verið að sækja fram á mörgum öðrum svið- um málsins. Verið er að undirbúa mun ítarlegri mæl- ingar og rannsóknir á landgmnninu en áður hafa ver- ið gerðar og síðar verður skipulögð leit að verðmæt- um efnum í landgrunninu. Fulltrúar íslands á alþjóðavettvangi sitja ekki auð- um höndum. ísland tekur nú þátt í norrænu samstarfi um undirbúning að banni við því, að hafið sé mengað á þann hátt, að úrgangi frá iðjuverum sé varpað út- byrðis úr skipum á rúmsjó. Þá taka fulltrúár Íslands virkan þátt í undirbúningi alþjóðaráðstefnu þeirrar, sem Sameinuðu þjóðirnar munu efna til í því skyni að ræða réttarreglur á hafinu, þar á meðal landhelgis- mál. Samstarfið milli ráðuneyta og stofnana í land- gmnnsmálinu og hin aukna vinna, sem fylgir þessu samstarfi, er dæmi um þá staðreynd, sem Jóhann Haf- stein hefur lýst yfir, að þetta mál í heild er eitt allra mikilvægasta mál ríkisstjómarinnar um þessar mund- ir. Um leið er þetta mál þjóðarinnar allrar, því að Jandsmenn em einhuga á því, að flýta beri sem mest aðgerðum í málinu. // í \ Osigur hans i kosningum i öldungadeildinni er „nýtt Chappaquiddickslys" og styrkir keppinauta hans i demókrataflokknum Hefur „síðasti Kennedy- inn“ Edward, orðið fyrir „öðru Chappaquiddick- slysi“? Þótt ósigur hans við kosningu aðstoðar- leiðtoga demókrata í öldungadeildinni sé ef til vill ekki sambærileg ur við bílslysið á Chappaquiddick í fyrra, geta afleiðingarnar orð- ið svipaðar fyrir Ed- ward Kennedy. — Það, sem gerðist fyrir viku, er ,að hinn frægi Kenne- dy tapaði kosningum fyrir manni, sem heita má óþekktur meðal a,l- boö Byrds alvariega og talið sér vísan sigurinn. Þetta mun rýra álit atvinnumanna f stjómmál- um á Kennedy. Þeir munu telja hann skorta varfærni. Þetta get- ur reynzt Kennedy dýrt, ef hann sækist eftir framboði við for- setakjör í framtíðinni. Margir munu efast um hæfileika hans til að meta rétt aðstæður í slík- um kosningum. Edvard Kennedy hefur statt og stööugt neitað þvf, að hann sæktist eftir að vera frambjóð- andi demókrataflokksins í for- setakosningunum. Eftir slvsið á Chappaquiddick Iýsti hann því yfir, að hann ætlaði sér alls ekki að verða frambjóðandi í forsetakosningunum árið 1972, þegar næst verður kosið. Samt sem áður hafa flestir, sem tíl þekkja í bandarískum stjóm- málum, talið Kennedy í hópi þeirra sem helzt komi til greina. \ mennings í Bandaríkj- Muskie sterkari eftir unum. ^ Kennedy „flengdur“ j Kosning Roberts C. Bvrds, : öldungadeildarþingmanns frá í{ Vestur-Virginíu, var þaulhugsuð f! flenging, sem starfsþræður \C Kennedys gáfu honum. Almenn j ingur hlýtur aö telja þessa ráön Ú ingu vantraust þingmanna demó / krata á starfi Kennedys, sem \l haföi áður gegnt því embætti, if sem kosið var um. Fölk mun \j væntanlega enn fremur telja ■i þetta vantraust á framkomu , ] Kennedys í persónulegu lífi, — ( þótt þingmenn muni hafa haft I' i í huga fjarveru Kennedys af j fundum og „fljótfæmi" í ýmsu. í Almenningur gæti talið þessi úr- 1 slit bera vitni gagnrýni þing- I manna á framkomu Kennedys eftir slysið á Chappaquiddick. „Vertu alltaf fyrstur“ Kennedy hefur einnig hlotið sár af því einií, að hann tap- aði. Það rýrir frægð hans sem seinasti merkisberi hinna ósigr- andi Kennedya. Kennedy segir: „Þið getið talið saman sigrana » og ósigrana, og ég held, að sigr- / amir séu miklu fleiri“. Engu j síður er það áfall fyrir Kennedy I að tapa. John Kennedv, bróöir i hans, sagði að Kennedyarnir j lifðu samkvæmt boðorðinu: „Þú / átt alltaf að verða fyrstur. Það j er jafnvel ósigur að verða í öðru / sæti“. 1 Þetta var það, sem Joseph I gamli innrætti sonum sínum. j Þetta kjörorð varð Kennedyun- ( um styrkur og hvatti þá til að 1 vinna stærstu sigra. Starfsbræður Kennedys tel'3 1 að hann hafi ekki uggað að sér. \ Kennedy hafi ekki tekið tram- Skin og skúrir hafa skipzt á í ferti Edwards Kennedys síð- ustu árin. Slysið í fyrra var hon- um þungt áfaill, en hann virtist hafa jafnað sig og endurheimt fyrra fylgi sitt að mestu. Kenne dy vann yfirburðasigur í kjör- dæmi sínu, Massachusettsfylki, við kosningarnar í haust. Hann var strax eftir það talinn álíka sterkur og þeir leiðtogar demó- krata, sem hæst ber. Robert Byrd þingmaður, sem felldi Kennedy, hefur oft stutt Nixon í deilumálum. Ósigur Kennedys nú stvrkir aöra leiðtoga demókrata, sem sækjast eftir framboði við for- setakosningar. Edmund Muskie er þar fremstur i flokki, og hon um hefur mjög vaxið ásmegin undanfarna mánuöi. Enn eru þó nærri tvö ár. unz kosiö verður. ... eirniig Humphrey og McGovern Ósiaur Kennedys getur styrkt Hubert Humphrev fyrrum vara- rorseta. Svo kann að tara sern Ted verður enn aö klífa bratt ann. afleiðing ósigursins, að Hubert Humphrey veröi að nýju óum deildur leiðtogi frjálslynda arms demókrataflokksins Humphrey var kjörinn öldunga- deildarþingmaður f haust með miklum yfirburðum, en þvf sæti hafði hann sagt lausu, þeg- ar hann varð varaforseti f for- setatfð Johnsons. Tap Kennedys getur einnig styrkt McGovem, sem er yzt til vinstri af frjálslyndum demó- krötum. McGovem stefnir að þvf að Veröa í kjöri fyrir demó- krata við næstu forsetakosning- ar. Til þessa hefur það hamlað honum, að menn hafa sagt, að hann væri ekki annað en „sendi sveinn fyrir Kennedy“. Óvænt gleðitíðindi fyrir Nixon Ósigur Ted Kennedys er einn- ig vatn á myliu Nixons og rfkis- stjómarinnar. Tapið var óvænt gleðitíðindi fyrir repúblikana. Þeir minna á, að Byrd öldunga- deildarþiogmaður hefur oft stutt Nixon í erfiöum málum. Illlllllllll mmm Umsjón. Haukur Helgason: Byrd studdi Nixon ósjaldan f utanríkismálum og útnefningu embættismanna þegar flestir aðrir demókratar snerust gegn Nixon Byrd er auk þess þing- maður fyrir Vestur-Virginíu. sem er sunnarlega I Bandaríki- unum. Eins og fleiri sunnan- menn er Byrd nokkuð til hægri við demökrata Norðurríkjanna Edward Kennedv hefur orð’ð fyrir talsveröu áfalli. Það eru litlar sárabætur. þótt hann hafi fengið sæti í mikilvægri þing- nefnd. Þvi verður Edward Kennedy enn einu sinni að klífa brítugan hamarinn eigi hann með réttu aö vera von þeirra mörgu sem alla jafnan treysta Kennedvum öðrum fresmur fvrir ianasstjóm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.