Vísir - 30.01.1971, Page 9

Vísir - 30.01.1971, Page 9
f 1SIR . Laugardagur 30. janúar 1971 9 í herbergi frímerkjasafnara að Amtmannsstíg eiga sér stað rabbfundir og þar hittast frímerkjasafnarar til þess að skipta á frí* merkjum. Féiag frímerkjasafnara er auk þess með regluiega fundi einu sinni í mánuði. — Þarna eru saman komnlr kunnir frimerkja- menn Sigurður Gestsson, Hermann Pálsson, Ámi Jónasson og Sigurður Ágústsson (lengst t v.) að fletta upp í verðlistum og bera saman bækur sínar. TÍSBSFn: — Safnið þér frímerkj- um? Bjami Valdimansson, verzl- unarskólanemi: — Já, það geri ég og hef gert lengi. Ég kynnt- ist frímerkjas&fnun hjá félög- um mfnum og komst þá aö þvf, hve þetta getur verið skemmti- legt tómstundagaman. Fáir myndu safna frímerkjum, ef þau hækkuðu ekki í verði FRÍMERKI hafa stundum verið kölluð litlu verð- bréfin. Áreiðanlega er mikið til í því. Auðvitað myndu menn ekki vera svona spenntir fyrir frí- merkjasöfnun, ef verðmæti merkjanna ykist ekki. Áhugi á íslenzkum merkjum hefur aukizt mjög erlendis að undanförnu, ekki sízt fyrir ýmsar sýn- ingar ytra. Eins virðist mér áhugi á frímerkjasöfn- un hafa aukizt hér á landi upp á síðkastið. ■yið ætlum okkur að fitja upp á nýjung einhvern tíma með vorinu kannski. Það er raunar algengt erlendis, — sem sé að stofna til frímerkjasikipta á ákveðnum dögum. — Þetta er víða erlendis gert undir beru lofti. — Við höfðum hugsað okkur að koma þessu í kring á Hressingarskálanum, til dæmis á sunnudagsmorgnum. Þar gætu foreldrar komið með krakkana sína og þar gætu farið fram Tjaö fer ekki mikið fyrir frí- merkinu. Það leggur ekki undir sig stóra sali Og félag frímerkjasafnara lætur sér nægja herbergi uppi á lofti í húsinu númer fjögur við Amtmannsstíg. — Þetta er vistlegasta stofa og þar ræður ríkjum Sigurður Ágústsson, kunnur maður í hópi frimerkjasafnara og verðlaun- aður fyrir safn sitt. — Við höfum opið hérna á miðvikudögum klukkan 20 til 22 fyrir almenning, sagði Sig- urður. Hér eru verölistar og frimerkjarit, sem menn geta gluggaö í og sitthvað því um líkt. Á laugardögum höfum við svo opið fyrir félagsmenn milli 15 og 18. — Eru margir „aktivir" frí- merkjasafnarar í Reykjavík? — Þetta er frekar þröngur þar á meðal séu flestir meiri- háttar frímerkjasafnarar hér. Auk þess eru nokkrir útlend- ingar í félaginu. Hins vegar nær félagið hvergi nærri tii allra þeirra, sem safna frímerkjum. Það segir sig sjálft. Við getum bara hugsað okkui á hverju frímerkjaverzlanirnar lifa. Flestir eða allir strákar gerast frimerkjásafnarar ein- hvem tíma. Frímerkjaklúbbar era starfandi I skólum og þar fram eftir götunum. — Hafið þið kjmnt ykkar starfsemi í skólum? — Við höfum farið, þegar við höfum verið beðnir um það en ekki hefur nú verið mikið gert að þvf. Þetta er nú bara hugmynd enn- þá að vísu, en við höfum áhuga á að reyna þetta. Sunnudags- morgnarnir eru yfirleitt rólegui tími á veitingastöðunum og ætti að vera auövelt þess vegna aö koma þessu í kring. Pitt af því, sem aukið hefur ^ áhuga á íslenzkum frímerkj- um erlendis eru sýningar, sem haldnar hafa verið á íslenzkum merkjum víða í Evrópu. Nú síð- ast var ein slík haldin í Svíþjóð, Gautaborg. Þar komu fram mjög mörg görnúl fsienzk merki og annað fágæti í frímerkjasöfn- un. Jónas Hallgrfmsson, fulltrúi Aðalræðismaður íslands í Gautaborg, Björn Stenstrup, setur sýninguna á íslenzkum frímerkjum og ýmsuai íslenzkum vörutegundum í Gautaborg nú fyrripartinn í janúar. — Á þessari sýningu voru margir merkilegir safngripir. var þama staddur ásamt tveim- ur öðrum íslendingum f boði sýningaraðilanna. — Þessi sýning stóð yfir dag- ana 9. og 10. janúar, sagði Jón- as. Þarna var sýnt heldur meira af íslenzkum merkjum og öðr- um safngripum, en maður hef- ur áður séð á sýningum eriend- is. Á þessari sýningu fór raunar — Litið inn f herbergi frí- merkjasafnara viö Amt- mannsstfg. — Félag frimerkjasafnara ætlar að stofna til opinna frímerkjaskipta. — Stóraukinn áhugi á ís- lenzkum frímerkjum er- lendis. — Hundrað frímerkjasafnar- ar koma hlngaö f hóp frá Svfþjóð f sumar. fram kynning á íslenzkri fram- leiðslu, svo sem íslenzkri ullar- vöru og því um líku. Starfsemi Loftleiða var kynnt og fleira var á dagskrá um ísland í þeim dúr, en frfmerkjasýningin var sem sagt það sem mest var lagt upp úr. Það var íslandsklúbbur- inn í Gautaborg sem fyrir þessu stóð, en klúibbur motiv- safnara í Suður-Svíþjóð sá um frimerkjasýninguna. Tjarna mátti sjá marga mjög fágæta hluti, gamla stimpla og umslög. Það færist mjög I vöxt að safnarar sækist eftir gömlum fslenzkum umsilögum og bréfspjöldum, frá þeim tíma, þegar póstflutningamir fóru fram með póstskipunum ein- göngu. Sumt af þessu er auð- vitað hreinustu „raritet". — Nú auk þess voru þama gömul skildingamerki og önnur verö- mæt merki, sem nú sjást naum- ast nema á sýningum. Þama í Gautaborg virðist vera einstæður áhugi á íslandi. í fyrra kom hingaö til lands hópur 40 frímerkiasafnara það- an og ég frétti að f sumar ætl- aði hundrað manna hópur frí- merkjasafnara að fara sams konar ferð. —JH Jóhann Jónsson, aðalbókari: — Já, raunar. Þá aðeins inn- lendum og svo auðvitað fyrsta- dagsumslögum. Byrjaði á þessu sem smástrákur og hef aldrei séð eftir þeim tíma sen» ég hef varið í þetta hobbý. Það getur raunar verið dýrt hobbý, ef vel á að vera, en er þó ekki nauð- synlegt. Vilhjálmur Ámason, hrl.: — Nei, það geri ég ekki og hef aldrei gert. Gef bara þau frí- merki sem safna&t af mínum pósti. Hafdis Þorgeirsdóttir, verk- smiðjústarfsstúlka: — Nei, fyrir frímerkjasöfnun hefur aldrei vaknað hjá mér áhugi. Þorleifur Þórðarson, for- stjóri Ferðaskrifst. rfkisins: — Nei, því hef ég aldrei byrjað á. Hefði ég gert það gæti safn mitt nú verið orðið glfurlega stórt. Til mín á Ferðaskrifstof- una streyma nefnilega stöðugt bréf víðsvegar að. Fyrir ein jól bárust skrifstofunni t.d. um 80 þúsund bréf, stíluð til íslenzka jóiasveinsins frá „börnum víða um heim. Ég hefði líklega getað haft fullt starf ( langan tíma, að flokka frímerkin af þeim bréfum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.