Vísir - 04.02.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 04.02.1971, Blaðsíða 4
V í S IR . Fimmtudagur 4. febrúar 1971. Er Umferðarráð óþörí stofnun? — segir Félag islenzkra bifreiðaeigenda Umferöarráð var sett á stofn með reglugerð, útgefinni af dómemála- ráðherra 24. jan. 1969. Var ráðið sett á stofn f beinu framhaldi af starfsemi framkvæmdanefndar hægri umferðar, sem lét formlega af störfum sama dag. Lög um ráðið voru samþykkt af Alþingi í maf 1970. Verkefni ráðsins hafa verið fjöl'breytt. Meðal annars: 1. Athugun á umferðarfræðslu í skólum. 2. Styrkur til Rikisútgáfu náms- bóka vegna útgáfu kennslubókar um umferðarmál fyrir 7—9 ára skólaböm. 3. Útgáfa á fræðslufoæklingi handa 7 ára bömum „Leiðin í skólann". 4. Jólagetraun fyrir 7—12 ára böm, sem send var til 30 þúsund bama, ennfremur spumingakeppni meðal 4 þúsund barna frá 119 skól um. 5. Umferðarfræðsla fyrir börn und ir skólaskyldualdri „Ungir vegfar endur“. 1 þessum skóla eru inn- rituð 13 þúsund böm í 20 sveitar félögum. 6. Umferðarfræðsla í Ríkisútvarpi. 7. Ljósaathugun bifreiða 8. Reiðhjólaskoðun 9. . Upplýsingamiðstöð í sam- vinnu við lögregluna um verzlun armannahelgarnar 1969—1970. 10. Útgáfustarfsemi á Ökumannin um. 11. Fræðsla um gildi öryggisbelta. 12. Áróður um notkun endurskins merkja. 13. Athugun á hættulegum vegræs um. 14. Slysarannsóknir ásamt mörg- um öðrum verkefnum, Samkvæmt fjárhagsáætlun ráðs- ins fyrir árið 1971 W áætluð fjár þörf 6,8 milljónir kröna. Á Alþingi var ákveðið að veita ráðinu 900 þúsund krónur. Með þessu er látið það álit í ljós, að Umferðarráð sé gagnslítið og öll starfsemi þess lögð niður að mestu. Hér hafa greinilega átt sér stað mikil mistök og er það lágmarks- krafa að af þeim hundruðmn milli- óna kr. sem ríkisvaldið tekur af umferðinni í tolla, sé haldið upni lágmarksumferðarfræðslu fyrir al- menning er þegar hefur sýnt að skilar margföldum hagnaði fyrir þjóðina f heild. Ótrúlegt er að Alþingi rneti ör- yggi vegfarenda svo lfttls að 6,8 milljónir króna sé of mikil fiárfest ing til að koma í veg fyrir slys. Fjárveiting Alþingis til Umferð arráðs árið 1971 var 900 þúsund krónur, eins og áður er getið. — Árið 1969 var áætlað, að kostnað ur vegna slysa væri 330 milljónir króna eða rúmar 27 miMiónir króna í hverjum mánuði eða daglega 900 þúsund krónur. FÍB skorar á Aiþingi að veita Umferðarráðj nægilegt rekstursfé úr ríkissjóði og með því legsia sitt' af mörkum til að tryggja lif og limi borgaranna. HÚSBYGGJENÐUR! Hjá Óðinstorgi getið þér fengið á einum stað — með greiðsluskilmálum: Eldhúsinnréttingar, fataskápa og húsgögn. Eldavélar, eldhússamstæður, eldhús- vifíur, ísskápa og vaska Viðarþiljur, úti- og innihurðir og sólbekki Gerum teikningar og fast verðtiiboð Komum heim og tökum mál allt að kostnaðarlausu Kvöldsími 14897. ÓIISTOIHF. Skólavörðustíg 16 . Sími 14275 Laus staða Utanríkisráðuneytið óskar eftir stúlku til vél- ritunar, bókhalds og afgreiðslustarfa. Æski- legt er, að umsækjandi hafi verzlunarskóla- próf eða sambærilegt próf erlendis frá. Góð tungumálakUnnátta og leikni í vélritun nauð- synleg. Laun samkvæmt launakerfi ríkis- starfsmanna. Skriflegar umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðu nevtinu fyrir 7. þ.m. Utanríkisráðuneytið. TRICITY Eldavélar. Brezk gæðavara í sérflokki 2 ára ábyrg'ð TRICITY Eldhúsviftur með fitu- síu og kolfilter VERZLUN/N i (raftækjadeild) Skólavörðustlg 16 Sími 14275 Jkuglýsið í Vísi Alkóhólið mundi nær fylla sundlaugina íslendingar virðast vera aö ná sér á strik í drykju áfengis, — það er farið aö sfga á ógæfu- hliðina í þeim málum, vildu lík lega flestir reyndar segja. Á síðasta ári innbyrti hver Islend ingur til jafnaöar 2,5 lítra, 100% áfengis, en það jafngildir 500 þúsund lítrum af 100% áfengi, en venjulegir brenndir drykk- ir eru yfirleitt aðeins 40%. Til . að gefa hugmynd um magn þess shþf* djrukkið var, má geta þess ^&.^H^laug vestúrbæjár rúmar 780 þúsund lítra, — af vatni. AMt áfengismagnið, sem ísiend ingar neyttu, mundi því ekki rúmast í lauginni öðruvísi en alkóhólið væri greint frá. Reyk- víkingar seldu alls fyrir 645 mil'lj. 742 þúsund á síðasta ári, Akureyringar seldu fyrir 76 miljónir og Keflavíkurútibú ÁTVR fyrir 47 milljónir áróna. Áfengisneyzlan 1969 var 2,17 lítrar á mann og hefur því aukizt verulega. Helmingi fleiri amerískir ferðamenn en frá Norðurlöndum AHs komu til landsins á sfð asta ári 79.807 manns samkv. skýrslum útlend i ngaefti rl its i ns. Útlendingar voru 52908 en Is- lendingar 26899 talsins. Útiend ingar komu frá alls 92 þjóðiönd um, langflestir þeirra voru frá 'Bandarfkjunum, rúm 22 þúsund talsins, fæstir frá Ceylon, Bóli- víu, Barbados, Dóminíkanska lýðve'ldinu, Formósu, Guyana, Kenýa, Líberfu, Niceragua, Pak- . istan, Camerún og Bahama, — einn frá hverju ríkjanna. Frá Noröurlöndunum fjórum komu aMs um 11 þúsund manns sam- tals, — eða helmingur þess far þegafjölda, sem kom vestan frá Bandaríkjunum. Þjóðvefjar voru •í 2. sæti nieð rúmiega 5 þúsund gesti ,en Bretar voru með tæp- lega 5 þúsund, Danir 4500 gesti. Gimnar Eyjólfsson orðinn stiórnarmaður fhmfálags Það er ekki á hverjum degi að dáðir ieikarar fara út í umsvif á viðskiptasviðinu Gunnar Eyj- ólfsson. leikari hefur nýlega gert betta samkvæmt nýút- komu Lögbirtingablaði. Hann er í stjórn nýs flugfélags. Vík- ingsflugs hf., eða Air Viking, eins og féfagið heitir, en það hélt. unpi flugi m.a. til Mallorca fyrir Sunnu á sl. sumri. Félagið er stofnað af þeim Gunnari, Skúla Axelssvni, flugmanni, Þor steini Júlíussyni, hrl., Snorra Loftssyni flugmanni og Axel Petersen, bókhaldara. Formaður stjórnarinnar er Þorsteinn Júlf- usson. Hiutaféð er 3 milj. kr. í sambandi við Gunnar má geta þess, að áður en hann hélt heim til íslands utan úr heimi, starf aði hann sem flugbryti hjá Pan American í millilandaflugi, svo flugreksturinn er honum vel kunnur. Kosningaskap Greinilegt er að nú líður að Iðjukosningum. Hefur blaðinu borizt fyrirspum frá tveim fé- lagsmönnum, sem stilla upp gegn stjórn þeirri, sem nú situr og er látið að því liggja að leigutekjur af orlofsheimili Iðju aö Svignaskarði hafi ekki kom ið til skila. Runölfur Pétursson, formaður Iðju hefur aftur á móti hrakið þessi ummæli í til skrifi til blaðanna. Saksóknari ríkisins visaði fyrir nokkru frá sér rannsókn á bókhaldi Iðju sl. tvö ár, en honum hafði ver- ið fglið að rannsaka það. — Fann hann enga ástæöu til neinna grunsemda .Þ0R6RÍMSS0i\l&C0 1 ^ ARMA FLAST SALA - AFGREIÐSLA SUÐURLANDSBRAUT6 l'Zo m KALT? Skipti hita, útvega sérmæla. Laga gamla hitakerfið. Ef það er hætt að gefa hita eða reikn. hár, lagfæri ég og stilli hita og eyðslu. Öll greiðsla á vinnu fer eftir samkomulagi (gretðslu- skiteálar). Hilmar J. H. Lúthersson, pípulagningameistari. Súni 17041.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.