Vísir - 04.02.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 04.02.1971, Blaðsíða 16
— Þjóðhát'iðarnefndin 1974 knýr dyra hjá listamönnum þjóðarinnar Eggert með foHáta úr, sem Svíar sendu honrnn í þakk- lætisskyni, en gamla úrið fór illa af seltu. heiðruðu Eggert — sendu hormm gullúr fyrir bjarg- unarafrekrð „Þetta er finheita úr, sem þeir sendu mér, Svíamir, — það eru reyndar nokkrir mánuðir síðan ég fékk það“, sagði Eggert G. Þorsteinsson, ráðherra Vísi í morgun, „ég hef nú gengið með þetta hvunndags, þótt það sé á þvi festi úr kró'kódflas'kinni. — Nei, ég held ég færi nú aldrei með það í sund“. Sagði Eggert, að hann hefði ekkert frétt af drengnum og gamla manninum, sem hann bjargaði frá drubknun úti i Visby í Gotlandi, 27. égúst s.l„ „ég hef ekkert frétt af þeim, nema þama rétt á eftir“. Sænska rfkásstjómm fól Ing- ólfi Jónssyni, landhúnaðarráð- herra, að færa Eggert úrið, er Ingólfur var í Sivfþjóð í haust. — GG • Þjóðhátíðarnefnd — 1974 er nú að hleypa skriði á undirbúning að hátíð þeirri, erj á íslandi verður haldin vegna ■ 1100 ára afmælis byggðar í landinu. I gær birtist i dagblöðum auglýs- ing um samkeppni, sem Þjóðhátíð- amefnd stendur fyrir. Skáld keppa um að yrkja hátíðarljóð og tón- ekáld um samningu hljómsveitar- verks, sem dómnefnd, skipuð af þjóðhátíðamefnd dæmir. Fyrir bezta hábíðarijóðið mun þjóðhátiiðarnefnd borga 150.000, en fyrir bezta hljómsveitarverkið 'borgar hún 200.000 kr. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar, en nefndin áskiilur sér umráðarétt yfir verð- Iaunuðu efni gegn greiðslu. Einnig efnir Þjóðhátíðarnefnd 1974 tií samkeppni um merki fyrir þjóðhábíð. Er mein+ngin að nota þetta merki í auglýsingum, í barm- merki o.s.frv. Einnig fá teiknarar að spreyta sig á að gera þrjár tei'kningar (myndskreytingar) og verða þær síðan framleiddar sem minjagripir eða veggskreytingar. Verðlaun fyrir bezta verkið verða 75.000 kr. og fyrir teikninguna 50.000 kr. Indriði G. Þorsteinisson, rithöf- undur og ritstjóri er trúnaðarmaður nefndarinnar, og ritari, en aðsetur 'hefur hún í skri’fstofu Alþingis. GG Hvað verður um Hafnarbúðir? Fyrir verkamenn, sjómenn eða erlenda ferðamenn • HáfhaflffiSEr bafa nú verið lokaðar wn skeið. Hafa vlð- ræður um það, hvemig megi nota staðinn, verið milli ýmissa aðHa um skeið. Meöal þeirra tfl- lagna, sem munu koma fram eru, að Hafnarbúðir verði not- aðar sem sjómannastofa, önnur, að erlendum ferðamönnum verði veitt gistiaðstaða þar og að skipafélögin veiti hafnar- verkamönnum aðstöðu. Steinunn Finnbogadóttir mun flytja tillögu í Borgarstjórn í dag um, að Hafnarbúðir verðj notaðar sem sjómannas'tofa. Fyrir skömmu barst Ferðamálanefnd Reykjavíkur bréf frá Eerðaskrifstofu Úlfars Jacobsen þar sem segir, að ferða- skrifstofan sé búin að fylla upp í kvóta sinn um gistirými fyrir er- lenda ferðamenn á I-Iótel Garði næsta sumar og þess farið á leit, að Ferðamálanefnd komi þeirri tilí- lögu á framfæri við borgarráð að ferðaskrifstofan fáj afnot af gisti- rými Hafnarbúða næsta sumar fyr- ir erlenda ferðamenn á sfnum veg- um. Undanfarið hafa farið fram viðraíöur milli hafnarstjóra og Dagsbriinar um það hvemig Hafn- arbúðir getj komið hafnarverka- mönnum til góða. Hefur m.a. verið rætt um það, að skipafélögin legðu hafnarverkamönnum til fæði á staðnum, sem þeir kostuðu að ein hverju leyti. Sjómannafélagið mun hafa áhuga á, að Hafnarbúðir verði að einhverju leyti gististaður á- hafna af bátum utan af landi, sem koma til Reykjavíkur og einnig erlendra skipsihafna, þegar þörf krefur. Eiginlegar tillögur frá Sjó- mannafélaginu, Dagsbrún og hafn- arstjðra ligja samt ekki enn fyrir, en viðræður hafa farið milli þeirra og borgarinriar um þetta mál. SB Þannig hafa stólamir nýju í Laugardalshöllinni verið leikn- ir — tugþúsundir króna hafa farið í súginn. NÝJU STÓLARNIR í LAUGARDALSHÖLL EYÐILAGÐIR AF SKEMMDAR- VÖRGUM „Mér eru það mikil vonbrigði, hvernig gestir Laugardalshallar- innar hafa gengiö hér um,“ sagði Höskultlur Goði Karlsson, framkvæmdastjóri ha'IIarinnar, „viö vettnm hér upp v-þýzka stóla, gerða úr nælon-efni, þræl- sterku. Þeir eru notaðir í íþrótta húsum og samkomustöðum um a'h Evrópu. Hér hafa þeir hins ar verið eyðilagðir þegar í stað. Það eru 45 stólar, sem við þurfum nú að endumýja, og hver stöll kostar liðlega 1000 krónur. Það er hreint voðalegt, hvernig unglingar ganga um hús ið. Við stöndum menn að því að spranga um á bökum stól- anna og þar sem þeir þykja þægilegir, rugga menn sér á þeim fram og aftur tímunum saman. SKka meöferð þolir eng- inn hlutur." —GG „Arkitektar vilja afla stétt sinni einokunaraðstöðu" — segja byggingatæknifræðingar „Það er furðuleg stað- hæfing hjá arkitektum, að hinn almenni borgari byggi fyrir almannafé," segja byggingatækni- fræðingamir Guðmund- ur Hjálmarsson og Sig- urður P. Kristjánsson í athugasemd við frétt frá arkitektum, sem birtrst í blaðinu í fyrradag. Þeir segja ennfremur: „Okkur er ekki annað kunnugt, en að húsbyggjendur þurfi að endur- greiða þau lán, er þeir fá úr hinu almenna veðlánakerfi með vöxtum, vaxtavöxtum og vísi- tölu. Hitt er annaö máfl, að sam- keppnir, sem haldnar eru á veg- um hins opinbera, eru greiddar af almannafé og f þeim 'hafa engir aðrir mátt taka þátt en arkitektar, samanber samkeppni nm hjónagarða og stækkun á Flensborgarskólanum í IT^fnar- firði. Arkitektar haf sjálfír sagt í bréfi til bygginganefndar þann 25. janúar 1959, „ ... að það verði' aö skoðast sem mikHl á- byrgðarhluti, ef yfirvöld mis- fara með löggildingarvald, og láta undan sérhagsmunakröf- um einstakra manna eða starfs- hópa. I Ijósi þessara staðreynda er furðulegt, að arkitektar vi’lji afla stétt sinni einokunaraðstöðu á sviði hönnunar. Það er rétt, sem arkitektar segja, að húsbyggjandinn er þátttakandi f umhverfismótun fyrir kynslóðir komandi tíma, en mö.nnunum verður að vera það ljóst, að meö ströngum skipulagsskilmálum eru þaö fá- ir skiplagssérfræöingar, sem sjá um umhvenfismótun, en þar hafa arkitektar verið einráðir. Alls staðar á Norðurlöndun- um er það viðurkennd staöreynd að ekki þarf arkitekt til þess að hanna mannvirki”. Sögðu byggingatæknifræðing- arnir, að meirihluti bygginga- tæknifræðinga vær; á þessari skoöun. — SB 150 þúsund boðin fyrir Ijóð og 200 þús. fyrir hljómsveitarverk Fimmtudagur 4. febrúar 1971.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.