Vísir - 22.02.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 22.02.1971, Blaðsíða 16
I LUXEMB0R6ARAR SKILJA SÉRSTÖDUISLINDIN6A — segir Jóhann Hafstein forsætisráðherra eftir heimsóknina — viss samstaða á Norður- l'óndum um viðræðurnar við Efnahags- bandalag Evrópu „Það var sameiginlegt á- er kunnur áhrifamaður í lit okkar Emils Jónsson- ar, að Werner, forsætis- ráðherra Luxemborgar, væri íslendingum mjög velviljaður,“ sagði Jó- hann Hafstein forsætis- ráðherra í viðtali við Vísi í morgun. „Werner evrópsku samstarfi, og okkur fannst, að hann mundi ekki láta sitt eftir Iiggja að stuðla að því, að sérstaða íslands yrði viðurkennd, ef kæmi til einhverra viðskipta- tengsla okkar við Efna- hagsbandalag Evrópu.“ viðræður viö torisætiss- ráðherra Norðurlanda á þingi Norðurlandaráðs er það skoðun mín, að Noregur og Danmörk muni tæplega ákveða endanlega aðild sína að Bfnahagsbandalag- inu, fyrr en ’komið er í tjós, -hvaða stööu hin Norðurlöndin geta fengið með tengsilum við bandalagið. Þessi samstaða er okkur mikill styrkur", sagði Jóhann Hafstein. Á miðvikudaginn fór torsætis- ráðherra af þingj Norðunlanda- ráðs í opinlbera heimsókn til Luxembongar. Með honum vonu kona hans, Ragnheiður Hafstein, Emil Jónsson utanríkisróðherra, Guðmundttr Benedi’ktsson ráðu- neytisstjóri og frú, og Henrik Bjömsson sendiherra og frú. Forsætisráðherra kom í gær tSl ba'ka úr heimsókninni. Hann átiti viðræður við helzbu ráðamenn Luxemborgar og heimsótti stór herbogann sem sæmdi hann æðstu orðu Luxemborgar, en Jóhann Hafstein gaf stórhertog- anum Guðbrandsbibiíu. „Okkur fannst það skemmti- legt timanna tákn, þegar við heimsóttum borgarstjórann i höfuðlborginni, að í ljós skyldi koma, aö það var liðlega þritug kona, sem reyndar þykir vera afar duglegur borgarstjóri. Það vakti eirmig athygli okkar, hve mikiis trausts og virðingar Loft- leiðir njóta í Luxemborg. Og móttökumar, sem við fengum, vom bæði góðar og höfðingleg- ar,“ sagði forsætisráðherra að ittkum. —JK ÍÉgt' ■ 178 spretthlaup- arar og 3 skokkarar Veglarendtfr gémuðu þjófimi Nokkur innbrot voru framin i Reykjavík um heigina, en i þeim tilvikum voru þjófamir að leita að peningum. 1 gærkvöldi var brotizt inn í Hagkaup í Skeif- unni 15 og stolið þaðan um kr. 5000 f peningum. — Aðfaranótt sunnudagsins var brotizt inn I Ægisútgáfuna f Þingholtsstræti 23, en þjófamir þar höfðu lftið upp úr krafsinu. Vegfarendur, sem áttu leið um Laugaveg í gærkvöldi, veittu eftir- tékt manni, sem þeir sáu Maupa fró verzluninni Faco að Laugavegi 89. Brugðu þeir rösklega við og hófu eftirför. Og blupu þeir mann- inn uppi. — Kom 1 ljós, að hann hafði ætlað að brjótast inn í verzl- unina ásamt félaga sinum, og stóð hann á verði. Komið var að þeim, þéigar félagi hans hafði brotið glugga og tóku þeir þá til fótanna. Hinn maðurinn slapp á brott. Nemendur i Sjómannaskólanum komu að þrem drengjum á aldrin- um 14 og 13 ára, sem brotizt höfðu inn f nemendasjoppuna á laugar- dagskvöld. Náðu þeir drengjunum og afhentu lögreglunni. — Hafa bæði Sjómannaskólinn og Kennera- skólinn orðið fyrir ásókn þjófa í vetur, þar sem brotizt hefur ver- ið inn £ gosdrykkjasöhir nemend- anna. — GP Brauzt inn í bakarí til ad birgjo sig upp Loks er þá boMudagurinn runninn upp, en ekki hafði þjóf udnin, sem brauzt inn í gær í bakaríið I Miðbæ við Háaileitis braut, þodánmæði til að bíða þeirrar stundar. — Hann tök út sínar bóllur f gærkvöldi. Braut hann upp hurð f bakaríinu og ! birgði sig upp af rjóma- og súkku’laöibodlum og saélgæti. 1 —GP Niðurbæld eftirvænting skein út úr augum þeirra, er þau biðu eftir að að þeim kæmi, að taka á sprett. Keppt er í níu aldurs- flokkum drengja og telpna og bikar veittur sigurvegara hvers aldursflokks. Nú er um að gera að reka tunguna nógu langt út úr sér og brosa nógu breitt um leið til þess að ná sem allra mestu forskoti í hlaupinu. „Þa e nebbilega so ofsa floítur bigar í vellaun ev Elzta félag Kópavogs 25 ára i dag: Blysför og varðeldur hjá skátum 1 dag or skátefélagdð Kópar i Kópavogi 25 ára. Fólágiið ©r elzta félagið í bænum, þrátt fyrir ekki hærrí aildur. Tæplega 400 manns 'tarfa nú í félaginu, en sveitir eru 12. Félagsforingi Kópa er Friðrik Haraldsson. Kópar munu halda upp á afmælið í dag með ,,pomp og pragt“. Sérstök dagskrá um helgina fyrir skátana sjáilfa, en » dag verðuT dagskrá fyrir skáta og almenning. Biysför verður farin um bæinn og endar hún með stórum varðeldi í klettun um við Kópavogskirkju. Lagt verð ur af stað frá Vighólaskóla upp úr kl. 7.30 og gengið veröur um Digna resveg, Skjólbraut, Kópavogs- hraut, Urðaribraut og Borgarholts braut. Kjópar hvetja alia Kópa- /ogsbúa tiil að fjölmemna f gönigu hessa. Að lokum má geta þess að í tilefni aftneelisins gaf félagið út hlað, sem var dreift um allan Kópavog í gær. —ÁS Það var uppi fótur og fit í Árbænum í veðurblíðunni i gær. Þá fór þar fram eitthvert fjöl- mennasta víðavangshlaup, sem haldið hefur verið í borginni til þessa. 178 spretthlauparar af yngri kynslóðinni og þrír skokk arar af þeirri eldri tóku þar þátt f Árbæjarhlaupinu sem svo er nefnt. Eru það um 800 metrar, sem hlaupnir eru. Lagt upp frá Lðnsbraut og hlaupinn hringur í kringum nokkrar stærstu blokkirnar í nágrenninu. Það er yngsta iþróttefélag borgarinnar, sem stcndur fyrir Árbæjarhlaupimi. Fylkir heitir það félag og hefur það á stefnu skrá sinni, að gera Árbæinga að mestu iþróttaunnendum og af- reksmönnum Reykjavíkur. Er fyrmefnt víðavangshlaup hinna níu aldursflokka fyrsta hreyf- ingin í þá áttina, en síðar standa vonir til að allir hinir aldursflokkamir verði orðnir virkir Fylkismenn og konur. —ÞJM Önnur Trimm-ganga fyrirhuguð fljótlega 'Í.Þaö voru öhemju margir sem tóku þátt í göngunni", sagði Her- mann Sigurðsson i skíðaskáianum í Hveradölum, f samtali sem blaðið átti við hann í morgun. Trimm- gangan átti að hefjast kl. 2 i gær en strax í gærmorgun var fjöldi fólks byrjaður að ganga þennan röska kílómetra. án þess að láta skrá sig. „Þar af leiðandi,“ sagði Hermann. „var erfitt að nefna einhverja tölu um fjöjdann sem var þarna.“ Hann sagðist þó gizka á nokkur hundruð manns, Hermann sagði að þeir heföu alls ekkj buizt við svona mörgu fólki, og sagði hann það stafa af því hve lltíll snjór hefur verið í kringum skál-. ann. og erfitt hafj verið að athafna sig á skiðum. Hermann sagði að fólkið í göngunni hefði verið á öllum aldri. Nú er komið sæmi- legt skíðafæri þar efra, og hægt er að renna sér i öllum brekkum kringum skálann. Engin slys urðu á fólkj að sögn Hermanns. ’A3 lokum sagði hann að önnur Trimmi ganga væri fyrirhuguð fljótlega. —ÁS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.