Vísir - 25.02.1971, Blaðsíða 3
VISIR . Fimmtudagur 25. feöruar Í971.
3
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLOND I MORGUN ÚTLÖND É MORGUN ÚTLÖND
Sænskir póstmenn í verkfnll?
Verkbannið á yfirmenn i het'num er olia á eldinn
Ákvörðun sænsku stjóm-
arinnar um að að setja
3000 af 5300 foringjum í
hernum í verkbann virðist
munu verða olía á eldinn í
vinnudeilunum. Samtök op
inberra starfsmanna sögð-
ust í gærkvöldi vera að at-
huga, hvort fleiri félagar
samtakanna ættu ekki að
fara í verkfall og þá yrðu
póstmenn næstir til.
Sem stendur eru það fyrst og
fremst kennarar og jámbrautar-
starfsmenn, sem ekki vinna. Hálf
milljón skólanemenda fær ekki
kennslu vegna vinnudeilunnar.
Henforinginn Stig Synnergren
gagnrýndi verkbannið á íiðsforingja
í gær, og í morgun birtist viðtal
við hann í Svenska Dagbiadet
Synnergren segir, að það sé alvar-
legt áfall fyrir saenskar landvamir,
að verkbann hefur veriö sett á
Þyrlurnar komast ekki
Norður-Víetnamar gerðu í
nótt eldflaugaárás á her-
stöðina í Quang Tri, þar
sem Bandaríkjamenn hafa
bækistöð tii styrktar Suð-
ur-Víetnömu:n í Laos. Þeir
HETJA EÐA SVIKARI? — Dennis Fujii, bandarískur hermaður,
hefur bakað herstjóminni vanda. Frábær frammistaða hans í
bardögum i Laos, þar sem hann tók að sér stjóm aðkreppts liðs
Suður-Víetnama, getur aflað honum helztu heiðursmerkja. Hins
vegar braut hann bann herstjómarinnar með því að berjast á jörðu
niðri í Laos, þegar flugvél hans hafði verið skotin niður þar. —
Bandaríkjamenn gera loftárásir á kommúnista í .Laos, en þeim
er ekki ætlað að berjast á jörðu.
hafa hindrað bandarískar
þyrlur í að aðstoða Suður-
Víetnama, sem hafa verið
umkringdir í tvo sólar-
hringa á „hæð 31“ í Laos.
S-Víetnamar segjast hafa fefflt
átján Norðanmenn við 'þjóðveg níu,
sem er leið sú, er Suður-Vfetnamar
fóru f innrásinni.
Þá féUu 47 Norður-Víetnamar í
bardögum á ströndinni f Quang
Ngai héraði í S-Víetnam, 500 kfló-
metrum norðaustur frá Saigon. Sex
féllu af Suður-Víetnömum.
Nixon Bandarfkjaforseti mun f
dag síðdegis gera f útvarpi grein
fyrir stefnu sinni í utanríkismál-
um næstu ár. Ræða forsetans er
65 þö'súhd' örð 'og fjallar ýtartega
um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart
kommúnistaríkjunum, þar á meðal
tilraunir til að draga úr spennu og
bæta samkomulagið við Sovétríkin
og Kína. Ennfremur mun Nixon
fjaffla um stefnuna í utanrfkisverzl-
un, Suður-Ameríku og Evrópu.
3000 yfirmenn, því að senda verði
heim 30 þúsund hermenn af þeim
45000, sem eru í herþjónustu f
landinu.
marz. Með því mun fjöldi þeirra,
Verkbannið gengur í gildi 4.
marz. Með því mun fjöldj þeirra,
sem eru frá vinnu vegna deilunnar,
fara upp í 50 þúsund, og eru þetta
þar með mestu vinnudeilur í Sví-
þjóð, síðan málmverkamenn voru í
verkfalli árið 1945.
Starfsmenn krefjast miffli 20 og
23ja prósenta kauphækkunar, en
ríkið hefur boðið 7% hækkun.
Umsjón: Haukur Helgason:
Alsír þjóðnýfir
frönsku olíu
fyrirtækin
□ Stjóm Alsírs þjóðnýtti I gær
miklar eignir tveggja franskra
olíufélaga í landinu. Ríkisfyrirtæki
í Alsír hefur þá yfirtekið stjóm
allrar gas- og alíuframleiðslu þar.
Pompidou Frakklandsforset; at-
hugar nú tilkynningu Alsírstjórnar.
Alsírska ríkið þjóðnýtti 51 af
hundraði hluta í oliíufyrirtækjun-
um, en franskir menn eiga enn
49%. Olíufélögin kalla þetta „þjóð
nýtingu á ódýrasta hátt“ og segja,
að Alsír hafi ekki haft efni á að
þjóðnýta allar eignirnar vegna
<j.skaöabótanna.
Boumedienne forseti Alsír hefur lagt undir sig öil erlendu olíúfyr-
irtækin, áður brezk, hollenzk og amerísk og nú síðast hin frönsku.
Herferð gegn banda-
rískum eiturlyfjahringum
Hætt við ofveiði
á Eystrasalti
^ — vegna 70 daga veiðibanns á Norðursjó
— eiturlyf fyrir milljarð gerð upptæk
og Skagerak
„Ef sænskir fiskimenn, sem
veiða á Norðursjó, fara í staðinn
að veiða á Eystrasalti vegna
takmarkana við veiði á Norður-
sjó Skagerak, mun það leiða til
þess éins, að fiskimiðin á Eystra
salti verði uppurin á einu ári
eða tveimur." Þetta segja sam-
tök fiskimanna í bréfi t.:I
sænsku stjórnarinnar.
Bréfið er til orðið vegna 70
daga veiðibanns, sem ákveðið
hefur verið á Noröursjó og Skag
erak i ár. Sænskir sjómenn
segja, að þetta tímabundna bann
muni valda miklum erfiðleikum
og megi búast við því, að sjó
menn fari í staðinn til veiða i
Eystrasalti. meðan bannið er i
gildi.
Biðja sjómenn um fjárhagsleg
an stuðning, svo að þeir þurfi
ekki að fara til veiða í Eystra-
salti. Sænska stjórnin hefur
heitið skaðabótum vegna banns-
ins.
Bandaríska rikislögreglan handtók
í fyrrinótt, 54 eiturlyfjaneytendur
í fjórum borgum. Handtökur þess-
ar og húslelt víða um landið voru
hámark aðgerða, sem John Mitchell
dómsmálaráðherra kallaði f gær
mestu aðgerðir gegn eiturlyfjasölu
glæpahringa i sögu Bandaríkjanna.
MitcheM ráðherra sagði, að áð-
ur hefðu 89 verið teknir höndum
og 32ja væri leitað. Húsleit var
gerð hjá heildsölum, sem eru í
tengslum við glæpafélög, en smærri
seljendur látnir eiga sig.
Húsleit var gerð f fyrrinótt í
New York, Chicago, Hartford í
Connecticut og New Orleans. Mit-
chell telur, að rofin hafi verið sölu-
keðja eiturlyfjanna í þessum borg-
um og einnig í Ffladelfíu og De-
troit.
Sagt er, að starfsmaður lögregl
unnar hafi „smyglað sér inn“ í eit-
urlvfjaflokk i New York og aflað
upplýsinga um söluna. Mitchefl seg-
ir, að nú megi lögreglan hlusta á
íni, 24 kfló af koffeini og 120 kíló
af marihuana, samtals að verðmæti
símtöl i þvi skyni aö stööva eit-1 um einn milljarður íslenzkra króna.
urlyfjasölu. 35 bifreiðar voru teknar og 78
Gerð voru upptæk 35 kfló af heró > vopn.
Geta
Bandaríkja-
talið ísraels-
mönnum hughvarf?
menn
EGYPTAR hafa beðið Bandarikja-
stjórn að svara þvi, hvort hún
treysti sér til að fá ísraelsmenn til
að kalla allan her sinn heim frá
herteknu svæðunum. Segjr T'-vpt-
ar, að stefna þeirra muni fan. eftir
svari Bandaríkjamanna við þessari
spurningu.
Mahmoud Riad utanríkisráðherra
Egypta hefur sent William P. Rog-
ers utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna bréf, þar sem gerð er grein
fvrir stefnu egypzku stjónarinnar.
Egyptar hafa tekið vei tillögum,
sem Gunnar Jarring sáttasemjari
Sameinuðu þjóðanna hafði gert. —
Var þar gert ráð fyrir heimköllun
alls hers Israels frá hernumdu svæð
unum og vopnuðu gæzluliði Sam-
einuðu þjóðanna á hemaðarlega
mjkilvæpnm stöðum á landamær-
unum. fr' -Ismenn svöruðu þvf til.
að þeir væru tilbúnir til
að hefja friðarsamninga, en þeir
vildu ekki fyrirfram skuldbinda sig
til að yfirgefa herteknu svæðin.