Vísir - 09.03.1971, Blaðsíða 6
VlSIR . Þriðjudagur 9. marz 1971.
6
„Óskuðum ekki eftir
aðstoð BSRB“-
„Félag menntaskólakennara
er ekki í BSRB og hefur ekki
falið BSRB að semja um launa-
kjör sín. Skorar FM á ráða-
menn og einkum fjármálaráð-
herra að Láta af andstöðu sinni
við margítrekaðar kröfur Banda
lags háskólamanna um samn-
ingsrétt og leggja tafarlaust fyr-
ir Alþingi frumvarp um málið.
Munu launþegar innan BHM
hinir einu hérlendis, sem njóta
ekki ofannefndra mannrétt-
inda“, segir m. a. í samþykkt
frá Félagj menntaskólakennara,
í tilefni samnings BSRB og fjár-
málaráðuneytis.
Mótmæla menntaskólakenn-
arar ýmsum atriðum samnings-
ins og benda á ástandið í hús-
næðismálum menntaskólanna,
sem þeir kalla ískyggilegt.
Mathákarnir
j Vörnast eftir síld.
r Nokkrir útvaldir mathákar af
blöðunum voru boðaðir á dög-
unum til fundar við hótelstjóra
Esju og nokkra samstarfsmenn
hótelstjórans, Hlínar Baidvins-
dóttur. Blaðamönnum voru
þarna kynntir sérréttir úr eld-
húsi Esju, 15 glæsilegir sfldar-
réttir hver öðrum gómsætar;. Er
hötelið nú farið að selja siíka
rétti og vonast menn nú til
að næg síld veiðist og góð síld,
þannig að veitingalhúsið geti
áfram framreitt svo góðan mat.
1971.
Skákmóti framhaldsskólanna!
lauk f síðustu viku. Sex skólar;
tóku þátt í mótinu og sendi
hver skóli 8 aöalmenn og 4 til
vara. Menntaskólinn við Hamra-
hlið sigraöi með yfirburðum,
hlaut 32 >4 vinning af 40 mögu-;
legum. 2. Menntasfcólinn l
Reykjavík, 22 v. 3. Verzlunar-;
skóli íslands. 21% v. 4. Tækni-'
skóli íslands, 20 v. 5. Mennta-1
skólinn við Tjörnina, 13% v. 6;
Kennaraskóli íslands, 10%.
Veitt voru bókaverðlaun fyr-
ir bezta árangur á þrem efstu;
borðum og hlutu þau Júlíus!
Friðjónsson, M.H. og Ólafur,
Orrason, V.I. á 1. borði, Magnús
Ólafsson, V.í. á 1. borði og Torfi
Stefánsson, M.H. á 3. borði. 1;
hraðskákkeppni í lok mótsins'
sigraði Menntaskólinn við
Hamrahlíð einnig
Taflfélag Reykjavíkur sá um
undirbúning og framkvæmd
keppninnar. Rfkisútvarpið gaf
veglegan farandgrip til keppn-
innar, útvarpsbikarinn, sem nú
var keppt um f fyrsta skipti.
Birgitfe Grimstad
í NH í kvöld.
Dansk-norska vísnasöngkonan
Birgitte Grimstad heldur tón-]
leika í Norræna húsinu í kvöld
og annað kvöld. Sjálf leikur
hún undir á gítár með söng sín-
um. Grimstad er af kunnri ætt,
dóttir danska söngvarans Aksels
Stíhiötz. Hefur hún BA-gráðu í;
leikhúsfræðum frá Bandaríkjun-
um. er nú búsett í Noregi og
hefur haldið söngskemmtanir
vfða um Evrópu og hefur hlotið
góða dóma blaða víða um heim
Myndin er af Birgitte Grimstad
Hjálparbeiðni
vegna brunans.
Fólkið, sem bjó að Grettis-;
götu 5, missti svo til allt sitt f
brunanum, sem varð að morgni
föstudagsins. Þarf varla að geta
þess að fólkið hefur orðið mjög
illa úti, enda óvátryggt innbú.
Séra Jakob Jónsson hefur beð-
ið blaðið að borna á framfæri
ósk um að fólk bregðist til hjálp.
ar þessu fólki sem hefur 5 korn-
ung börn á framfærj sínu og
þarf nú nánast allt til að geta;
hafið búskapinn að nýju, en á'
ekkert. Dagblöðin taka við fram-!
lögum svo og verzlunin Hafnar-'
borg, Srandgötu 34 í Hafnar-1
firði.
Menntaskólinn við
Hamrahlíð sigrar í skák-
móti framhaldsskólanna
er í dag þylur kannskj nákvæm
lega sömu fréttirnar og voru í
gær. Þannig mátti til dæmis
einu sinni heyra um það þegar
risaþota nokkur lentj á Kefla-
víkurflugvelli í haust, eitthvaö
á þessa leiö, þrjá daga í röð:
Flugvélin lendir í dag, flugvél-
in lenti f gær, flugvélin lenti í
fyrradag. — Veðurfréttir eru
kannski ekki sagðar nema svo
sem hálfsmánaðarlega.
Örn Ingimundarson
□ Bragðlaus harðfiskur
í plasti
Gamall sjðari símaði nýlega:
Mig langaði að vekja máls á
etfni, sem að vísu á ekkert skylt
við geirfugl, trimm eöa annað,
sem nú virðist etfst á baugi. Ég
hef nú verið hér búsettur í
Reykjavik á annan áratug og
held varla að ég hafi bragðað
almennilegan harðfisk allaa
þennan tíma. Haröfisk er víst
ekki hægt aö fá nema í sjoppu
götum, pakkaðan inn í plast-
poka. Þegar maður rífur utan
af honum er þetta Mtið annað
en mylsnan, bragðlaust með
öllu. Sumir harðfiskframleiðend-
ur hafa fiskinn að vísu í roð-
inu, sem er auðvitað miklu
betra, en hann er þá svo illa
barinn að roðið kemur í gegnum
fiskinn sums staðar. Harðfisk
ætti aö selja óbarinn. Þannig
geymist hann.
Þessi orð sjómannsins ættu
Neytendasamtökin kannski aö
taka til sin og athuga harðfisk-
söluna í bænum.
D Loksins kom
hann aftur
Óg enn var hringt út af geir-
fuglinum:
Loksins. loksins, loksins. Já,
loksins gátu íslendingar þó sam
einazt um eitthvað — geirfugl.
Ég er nú í þeim hóp, sem gerði
talsvert grín að þessu geir-
fuglsbasli söfnuninni og þvi
öllu. Mér fannst og finnst enn
að þar hafj löndum okkar, sem
glöptust til að fara til Ástra-
líu (haldandi að þar væri um
eilífa Mallorkaferð að ræða) ver
ið gefið högg undir belti. Nú
en etftir á finnst mér það samt
stórbostlegt að geta sagt að
íslendingar (svona nokkum veg
inn) hafi sameinazt í að bjarga
þessum blessaða fuglj úr klóm
Dana svo og Ameríkumanna,
sem ágimtust hann svo mjög.
Kannski er þetta upphafið aö
því að þessi sundraða þjðð, sem
við hljótum að teljast, samein-
ist um ýmis önnur mál. og þá
væntanlega stærrj i sniöum, t.
d. að launþegar og atvinnurek-
endur þrasi ekki eins og smá-
böm um nokkrar krónur og
haldi öllu í verkfallj á meðan,
svo ég nefni bara eitt nærtækt
dæmi. —HG
D Fréttaskeyti
til skipa
Fróðlegt væri að fá vitneskju
um það, hver semur fréttaskeyti
til skipa, en þess; skeyti eru
samin á fréttastofu Rfkisútvarps
ins og send af Landsímanum
til skipa þrisvar á sólanhring:
Klukkan 9.30, 14.30 og 2.30.
Sama fréttaskeytið er sent þrisv
ar á áðurnefndum tlmum. Oft
vill svo við brenna að lítið sam
hengj er á milli þessara útsend-
inga, þannig að skeytið sem sent
# Trimm — Viðhald
1 flestu eigum við íslending-
ar met. Nýlega var stofnað
embætti trimmstjóra. Trimm,
trimm, trimm sést alls staðar og
siðan er spurt. Veit nokkur
betra orð? Því ekki viðhald. Því
hér er ekki um annað að ræða
en eölilegt og nauðsynlegt við-
hald líkamans. En góðir Islend
ingar, við eigum ekki aðeins
líkama, heldur einnig sál, sem
nauðsynlegt er að viöhalda. Því
ekki að stofna annað embætti,
sem berst við alls kyns óheiðar-
leik og alls kyns andlega óáran
sem þrlfst i obkar þjóðfélagi.
Kona
£ Jóhannes á Borg átti
,imiteraðan‘ geirfugl
Kunnur athafnamaöur hringdi til
Visis:
Gaman væri að vita hvar sá
imiteraöi geirfugl sem Jóhannes
á Borg átti í sínu giæsilega fugla
safni. er niður kominn. Jóhann-
es geymdi þetta safn sitt i veiði-
húsinu Lundi við Hítará, og
þar sá ég það hjá honum. Meðal
annars var þar þessi fugl sem
hann hafði látið imitera, og
voru til þess notaðir hlutar úr
30—40 fuglategundum. I tilefni
geirfuglskomunnar nú, væri
gaman að draga þennan fugl
fram í dagsljósiö.
Þakkir fyrir æskulýðs-
messu.
H. E. hringdi og sagði:
„Hvílíkur munur var á æsku-
lýðsmessunum nú á sunnudag-
inn eða guðsþjónustunum með
gamla laginu. Ég kveikti á út-
varpinu kl. 11 á sunnudags-
morgun og h’.ustaði á mess-
una. — Og ég segi bara: „Guð:.
þakkir fyrir tiltækið!"
HRINGID í
SÍMA1-16-60
KL13-15