Vísir - 13.03.1971, Page 7

Vísir - 13.03.1971, Page 7
V í S IR . Laugardagur 13. marz 1971. 7 cTMenningarmál Gunnar Björnsson skrifar um tónlist: Að klappa Guði á öxlina Sínfóníuhijómsveit íslands, 12. tónleikar — 11. marz 1971. Stjómandi: Bohdan Wod. iczko. Einleikari: Ral'ael Orozco. Efnisskrá: Herbert H. Ágústsson: Concerto-Breve op. 19, Serge Prokofjeff: Píanókonsert nr. 2, L, v. Beethoven: Sinfónía nr. 2. rT'vö fáheyrð verk og ný af nálinni hafði verið ákveðið að flytja á þesáum tónleikum: Les offrandes oubliées eftir Messiaen og Les Fresques eftir Martinu. Næstum að segja á síðustu stundu urðu þau þó að víkja. Tónleikagestir fá enga skýringu. Að visu áskilur fram- kvæmdastjórn hljómsveitarinn- ar sér rétt til breytinga á efnis- skrá, en þessi frávik eru orðin mörg og snögg. Samt er þetta engan veginn með öllu illt: í>að er spennandi happdrætti að bíða og sjá hvaða verk við fáum í staðinn fyrir hið fyrirheitna. /'’oncerto-Breve (ihvers vegna bandstrik í nafninu?) Her- berts H. Ágústssonar kom gleði- lega á óvart Ég hygg, að ekki hafi ennþá heyrzt betra verk eftir Herbert. Á norrænu kirkju- tónlistarmót; í sumar var flutt tóniist við Davíðssálma eftir sama höfund, og minntist ég á það verk í annarri grein. Er mikill munur á, hversu hér er allt mikiu hnitmiðaðra og í einu orði sagt skemmtilegra. Sá drungi, sem oft er tryggur fylgi- nautur innlendrar tónlistar, var hér víðs fjarri. Kannski entist ekki andagiftin allt verkið í gegn og það má þess vegna segja. að það hafi verið nokkuð of langt, en í minningunni er verkið gott í heild. Herbert skrifar af góðri kunnáttu fyrir hin ýmsu hljóð- færi og kann að „registrera" þetta stóra organ, hljómsveitina. Spánverjinn Rafael Orozco, sem lék píanókonsert nr. 2 eftir Prokofjeff, er mikill kraftajöt- unn f píanóspili. Skortir þó ekk- ert á flngerða tækni heldur. Lágvaxinn og snaggaralegur (dálítið líkur Aszkenasí!) ber hann og lemur pfanóið af því- líkum fítonskrafti, að ég man ekki eftir að hafa séð annað eins. Pianókonsert Prokofjeffs er ekki heldur neitt lamb að leika sér við, Kadensan í fyrsta þætti er nóg til þess að brjóta hendurnar á hverjum meðal- manni. En verkið er ofhlaðið af tónum; litlum og stórum löng- um og stuttum, háum og lágum. Svona barningur mundi sjálfsagt lítið setja ofan, þótt tálgað væri utan af honum á allar hliðar. 27 mínútur af æðisgengnu píanó- spili upp og niður hljómborðið, meðan hljómsveitin gleymir öl!- um hömlum í hrikalegri viður- eign við strengi og pípur; og á eftir hafði maður á tilfinning- urtni, að pianóleikarinn gæti leikið konsertinn tíu sinnum i viðbót sama kvöldið. 'P'ftir hlé ruslaði Wodiczko af ^ einni Beethoven-sinfóníu. Ég segi „ruslaðj af“, þvf að flutningurinn var með ölhi heill- um horfinn. Ekkj eitt einasta augnablik var unnt að hrífast af þessu verki. Óhreinleiki tré- blásaranna i upphafinu Iíkt og markaði stefnuna allt til enda. Þótt enn hafj Beethoven ekki sprungið út til fulls í þessu verkj (sbr. Sinfonia Eroica, sem er nr. 3). þá er hér engu að síður um Beethoven að ræða. Beethoven er ekki nafn á manni, sem dó fyrir 150 árum, ekkj heldur eitthvert allragagn, sem hver og einn getur nálgazt í kjánalegum kumpánahætti. Beethoven er stofnun Beethov- en er konungur í ríki andans. Það sem slikur maður skrifar, ættu aðrir ekki að snerta í jafn tilfinningasömum gleypugangi og fiutningurinn á upphafi Larghetto-kaflans bar vitni um. Hvar er virðuleikinn? Hvar virð- ingin? Hið stórbrotna er aldrei nákomið. Við klöppum ekki Bohdan Wodiczko. Guði á öxlina. En ætli hann sé ekkj jafngóöur vinur okkar fyr- ir þvi? Laust embætti, er forseti Islands veitir í Héraðslæknisembættið í Patreksfjarðarhér- aði er laust til umsóknar, laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins og önnur kjör samkvæmt 6. gr. læknaskipunarlaga nr. 43/1965. Umsóknarfrestur er til 12. apríl n.k. Embættið veitist frá 1. maí n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 10. marz 1971. BORGAR- bvottahúsið biður yður að athuga eftirfarandi: 1. að það er ótrúlega hagkvæmt að senda i stykkjaþvott 2. að þar er útbreiddur mis- skilningur að við séum á mófi því að þvo smábarnaþvott — sendið fatnaö af smábarninu í blautþvott eða stykkjaþvott 3. að við tökum á móti þvotti og fötum til hreinsunar ofi press unar 4. að við sækjum o% sendum þvott frá kl. 6 til 10 á kvöldin alla virka daga 5. að við leggjum mikla áherzlu á snyrtilegan frágang og að gera viðskiptavinum okkar til hæfis 6. MUNIÐ AÐ VIÐ ÞVOUM, STRAUJUM, PRESSUM, STlF- UM OG HREINSUM — komið meö allan þvott og aílan fatnað til okkar. Shni 10135 BORGAR- bvottahúsið Borgartúni 3 TIL SOLU byggingarlóð í Arnarnesi Ein bezta lóðin við Móvanes er til sölu, upplýsingar í síma 18700 og 21394

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.