Vísir - 13.03.1971, Page 9
•) I »1
V>SIR . Laugardagur 13. marz 1971.
• „Bjarta hliðin á öllu saman var stuðningur vinnufélag-
anna og fjölskyldan, sem maður gat hallað sér að“, segir
SveinbjÖrn Gíslason, og hampar sonarsyni sínum og nafna
9 mánaða gömlum. „Ég hef hvergi mætt neinum, sem hefur
sýnt mér annað en vingjamlegt viðmót“.
Alveg
sammála
ninni
\
Dómsniðurstöðu hæstaréttar í
máli ákæruvaldsins á hendur
Sveinbirni Gíslasyni hafði verið
beðiö með nokkurri eftirvænt-
ingu, en allan tímann meðan
rannsókn þess og rekstur fyrir
dómstólunum stóð yfir hafði
verið fylgzt með málinu með
mikilli athyglL
Meirihluti dómenda i hæsta-
rétti staðfesti niðurstöðu meiri-
hluta héraðsdóms og ályktaði
Sveinbjöm saklausan. Menn
hafa samt velt vöngum yfir því,
að dómarar voru ekki á eitt
sáttir við uppkvaðningu dóms-
ins, hvorki í sakadómi né í
hæstaréttj,
Vísir leitaði álits nokkurra
lögmanna á málalokunum og
voru svör þeirra mjög á einn
veg, eins og hér kemur fram.
Guðmundur Ingvi Sig-
urðsson, hrl.:
„Án þess að hafa kynnt mér
málið rækilega, þá finnst mér,
aö bæði sakadómur og hæstirétt'
ur hafi haldið í heiðri þeirrj
reglti, að ef fyrir hendj er hinn
minnsti vafi um sekt ákærös
manns, þá eigi að sýkna hann.
— Réttarsagan kennir okkur, að
saklausir menn hafa margsinnis
verið sakfelldir af of refsiglöö-
um dómurum, jafnvel dæmdir
til dauða og dómi síðan verið
fullnægt, en síðan hefur sakleysi
þeirra sannazt Við megum
aldrei gleyma þessum mögu-
leika, þegar við metum sekt eöa
sýknu' ákærðs manns.
Eftir því sem ég þekki til, þá
tel ég íslenzka dómstóla vera
vel á verði gagnvart þessum
möguleika, og er það þeim til
stórsóma.
— Nei, það er misskilningur,
að dömsniðurstaðan sé á neinn
hátt óljós eða loðin. Það er
skýrt skorið úr því, að á-
kærði sé sýkn!“
Steingrímur Gautur
Kristjánsson, fulltrúi:
„Þegar ég kynnti mér héraðs-
dóminn á sínum tíma, þá var ég
alveg sammála honum. —
Manni finnst svo viðurliluta-
mikið að dæma mann á óbeinni
sönnun. I þessu tilviki var sann-
að, að byssan haföi verið í fór-
um ákærða, en hvort hann hafði
hleypt banaskotinu af, varö
ekkj sannað. — Að vísu höfum
við enn nokkrar leifar þess, að
dæmt sé eftir líkum óbeinum
sönnunum, eins og þegar maður
finnst fyrir utan verzlun, sem
stolið hefur verið úr, og hann
er með þýfið i vöxum sínum. Af
því eru dregnar ályktanir, ef
hann getur ekki gert óyggjandi
grein fyrir því, hvernig þýfið er
komið í vasa hans. Eða ef mað-
ur finnst með ótollmerkta á-
fengisflösku í fórum sínum og
getur ekki gert grein fyrir til-
komu hennar. En þetta eru ná-
lega einu dæmin, sem mér koma
í hugann í fljótu bragðj um
sakfellingar á óbeinum sönnun-
um.
En þegar um er að ræða svo
alvarlega ákæru sem í þessu
tilviki þá verður að viðhafa
ströngustu sönnunarreglur, og
ég er dómnum sámmála.“
Björn Sveinbjömsson,
hrl.:
„Ég uni mjög vel vió niöur-
stöður dómsins. — Það var
alltaf við því að búast, ef matið
á verðmæti byssunnar færi upp
fyrjr kr. 3000, að hann hlyti
dóm fyrir töku hennar.
En það var skýrt skorið úr
um sýknu hans af alvarlegustu
ákærunni.
Því er ekki að neita, að hand-
höfn byssunnar fyrir og eftir
vígið skapaðj talsverðar llkur
gegn honum. Og hér áður fyrr
kynni slíkt að hafa þótt benda
fullnægjandj til sektar, en aftur
á móti eru svo nokkur atriði,
sem draga mikið úr þessum Ifk-
um, Eins og t.d. það, sem ég
tel hafa verið fullsannað, að
Sveinbjörn hafi verið heima hjá
sér þegar verknaðurinn var
framinn.“
Páll S. Pálsson, hrl.:
„Ég hafði fyrir löngu gert upp
við sjálfan mig að það mundi
ekkj þykja sannað. Það var
skrifað á vegginn, að dómurinn
hlytj að falla svona.
Við búum við það kerfi, að
lagt er á herðar einum dómara
eða fleirj að vega og meta ná-
kvæmlega lið fyrir lið, orð fyrir
orð hvort telja verði sannað. að
maður hafi framið þennan og
þennan saknæma verknað.
Af kviðdómi sem sumar þjóð-
jr búa við er ekki ótrúlegt að
maðurinn hefðj verið dæmdur
á li’rum — bara til þess að full-
nægja réttlætisvitund almenn-
ings.“ — GP
„Fæ ekki frið
rr en sa
seki finnsí“
segir hinn sýknaði, Sveinbjörn Gíslason
„Það verður eins og að byrja alveg upp á nýtt — með tvær hendur tómar“,
sagði Sveinbjöm Gíslason, maðurinn, sem nýlega var úrskurðaður saklaus af
alvarlegustu ákæru, sem menn geta sætt.
Á heimili sonar hans og
tengdadóttur vestur á Seltjarn-
arnesi hitti blaðamaður Vísis
Sveinbjörn að máli í gær, daginn
eftir aö úrskurður hæstaréttar
var kveðinn upp i máli ákæru-
valdsins á hendur honum.
Eftir tveggja ára rannsókn og
málavafstur eru nú komin mála-
lok. — Sveinbjörn var úrskurð-
aður saklatis.
En er hann þar með laus allra
mála? Getur hann haldiö áfram
sínu lífi, eins og ekkert hafj í
skorizt? Gleymt atburðum síð-
ustu tveggja ára, rétt eins og
menn gleyma lélegri kvikmynd,
sem þeir sáu fyrir tveim vikum?
„Nej, þetta er ekki þannig
reynsla, sem maður gleymir svo
auðveldlega," sagði Sveinbjörn.
„Vistin í fangaklefanum, þar
sem maður lá eins og i móki
næstum allan sólarhringinn.
þessj hræðilega ákæra vofandi
yfir manni o. fl. o. fl. ... allt
er þetta brennt inn í mann. Það
verður aldrei hægt að gleyma
þvi“
„Og það er ekki eins og ekk-
ert í högum manns hafi breytzt
við þetta! — Ég kem frá þessu
slyppur og snauður, og bókstaf-
lega sagt á ég ekkert nema föt-
in mín. Fyrrum áttj ég hús, ein-
býlishús með lóð og leyfj til að
byggja á henni tvö hús. Árið
áður en þetta henti var mér
gert tilboð i húsið og lóðina,
sem hljóðaði upp á kr. 1,3
mill'jónir en það var tekið og
seit á millj kr. 600 og 700 þús.,
sem er rétt lóðarveröið undir
húsin tvö sem ég sé aö búið er
að byggja þar núna.
Og bílinn misstj ég Hka.
— Svo geng ég ekki lengur
heill til skógar, því að ég veikt-
ist í varðhaldinu. Læknismeð-
ferðin, sem ég hlaut þar var
sú, að mælt var svo fyrir að ég
fengi tvær pencilín-töflur á dag.
En það kom svo í ljós, þegar
ég var farinn að vinna í sumar,
að ég var kominn með magasár.
— Ég hafði komizt að við að
ieysa af bilstjórana hjá strætó.
Læknirinn heimtaðiað ég legöist
inn á sjúkrahús, en ég hafði
ekki efni á þvi að hætta vinnu.
Undanfarið heifur hann þó •
bannað mér að vinna. •
En allt hefur þetta lagzt þungt •
á fjölskyldu mína, konu börn •
og aldraða móður, 97 ára gamla, *
og það er þungbærast." •
„En hvað er nú framundan?" *
„Ég veit það ekki, elskan mín. J
— Næstu daga á ég að ganga •
undir nákvæma læknisrannsókn, J
og ég bið eftir því, hvort lækn- •
irinn leyfir mér að byrja að •
vinna aftur. Sennilega verður •
það þá ekkj leigubílaakstur, eins •
og fyrrum, þvi það yröu líklega J
of langir vinnudagar. Vonandi •
býðst manni eitthvert starf." •
„En er ekki léttir aö því,' aö J
dómstólarnir hafa hreinsað þig •
af ákærunni?“ J
„Það er bara ekki komið á •
hreint. — Það verður aldrei •
komið á hreint fyrr en búið er J
að hafa uppj á manninum, sem •
framdi verknaðinn. Ég fæ ekki J
frið innra með mér, fyrr en •
hann- er fundinn, og mér mtm •
aldrei finnast ég aimenniiega J
hreinsaður af öllum grun fyrr. •
Aldrej,“ sagði Sveinbjöm. — ©P J
m
x»