Vísir - 30.03.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 30.03.1971, Blaðsíða 8
tí VÍSIR . Þriðjudagur 30. marz 1971. VISIR Otgefandi: Reykjaprent ttt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson Ritstjóri: Jónas ECristjðnsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf. Hefjur ríða húsum §vo virðist sem stjórnmálaflokkamir hafi almennt ákveðið að gera landhelgismálið að einu helzta kosn- ingamálinu í vor. Tillögur þær, sem á alþingi hafa verið lagðar fram í málinu, hljóta því að vera samd- ar með nokkm tilliti til áróðursins í kosningabarátt- unni. Þeir, sem telja kjósendur fremur einfaldar sálir, em að sjálfsögðu líklegir til að miða land'helgistil- lögur sínar við það. Þeir byggja ekki tillögur sínar á því mikla starfi, sem sérfræðingar eru nú að vinna í landhelgismálunum. Þeir hafa ekki áhuga á því, sem haf- og fiskifræðingar hafa að segja um fiski- stofnana. Þeir sinna ekki því, sem sérfræðingar okk- ar í alþjóðarétti telja hagkvæmast. Þeir vilja heldur stíga á stall sem hetjur, berja sér á brjóst og segja: Við erum sannir föðurlandsvinir og hirðum ekki um sjónarmið útlendinga. Það sæmir ekki sönnum hetjum annað en að færa landhelgina umsvifalaust út í 50 mílur og taka strax 100 mílna mengunarlögsögu. Þeir telja, að kjósendur muni kunna vel að meta slíkan hetjuskap. Þeir hirða ekki um þá staðreynd, að við höfum engan skipakost til að verja 50 mílna landhelgi og til að hindra mengun í 100 mílna lögsögunni. Þeir hafa ekki áhuga á leiðinlegum smáatriðum á borð við þá staðreynd, að við þurfum að koma upp vin- samlegu samstarfi við iðnaðarþjóðir heims um vamir gegn mengun hafsins. Samt eru slíkar varnir mikil- vægari en yfirlýsingar um mengunarlögsögu. Þeir yppta öxlum yfir þeirri skoðun sérfræðinga okkar í alþjóðarétti, að viðurkenning heimsins á rétti okkar til landgrunnsins muni einnig leiða til viður- kenningar á rétti okkar til hafsins yfir landgrunninu og þar með til viðurkenningar á fiskveiCilandhelgi, sem getur að meðaltali numið 60 mílum eða meira. Hetjurnar hirðr ekki um, að við getum aflað okkur meira en 50 mílna lenc.lielgi mcC gJ,Ju samkomulagi við aðrar þjóðir og án þess ao hefndaraðgerðum verði beitt gegn fiskútflutningi okkar. Það er eins og þeir viti ekki af því, að fískifræð- ingar okkar eru önnum kafnir við að kanna ástand fiskistofnanna og að stór svæði utan landhelginnar verða friðuð umsvifalaust, ef um ofveiði reynist vera að ræða. Samkvæmt tillögu ríkisstjómarinnar gæti slík friðun komið til framkvæmda á þessu ári, en hetjurnar, sem em forustumenn stjórnarandstöðunn- ar. minnast ekki á friðun í tillögu sinni. l tíllögu ríkisstjómarinnar felst almennt sú skoð- nn, að rétt sé að taka mark á sérfræðingum okkar, að rétt sé að halda enn nokkrum útfærsluaðferðum opnum, unz sú bezta er fundin, og að sú leið muni færa okkur stærstu landhelgina og beztu samskiptin víð útlönd. í tillögu sinni eru forustumenn stjómar- andstöðunnar hins vegar fyrst og fremst að auglýsa fyrir kjósendum hetjuskap sinn. j\ « /i Flokksþing hafið i Moskvu: „5 ára áætíunin mun sýna yfirburði sósíalismans" Ekki er búizt við mikl- um breytingum á æðstu stjóm Sovétríkjanna á flokksþingi kommúnista flokksins, sem nú er haf- ið. Bresnjev formaður flokksins er sagður traustari í sessi en nokkm sinni. Hann er 64ra ára og kallaður „fremstur meðal jafn- ingja“, en stjóm lands- ins er að mestu í hönd- um „þrenningarinnar“ Bresnjevs, Kosygins og Podgornys. Kosygin er þremur ámm eldri en Bresnjev og er forsætis- ráðherra. Podgomy er forseti. Kosygin þraukar Sögusagnir voru um þaö í fyrra, að Kosygin stæði höllum faeti, og var sagt, aö hann hefði viljað fara of mjúkum höndum um Duhcek, og aðra „uppreisn,-, armenn“. Þrátt fyrir þetta hefur Kosvgin, þraukað, og er ekki búizt við, að hann víki nú. Plokksþingið er hið 24. í röð- inni af þingum flokksins siðan byltingin 1917 kom kommúnist- um tiil valdanna. Af þessum þingum er frægast þing það, er Krustjev fletti ofan af Stalin fyrirrennara sínum, og oft hafa merk tíðindi gerzt &/ þessum þingum. Þama eru saman komnir full- trúar, sem kosnir hafa verið heima í héraði undanfamar sex vifcur. Eru þeir fulltrúar þeirra fjórtán miMjóna, sem eru fé- lagar £ kommún i s taflokknum í Sovétrikjunum, en fbúar í land- inu eru meira en 240 milljónir. Ný fimm ára áætllun verður lögð fram, og fer hér á eftir greinargerð hennar með ó- breyttu orðalagi forvigismanna: Segir í uppkastinu að aðalverk efni níundu 5 ára áætlunarinn- ar sé að skapa bætt lífskjör aimennings, en það reynist unnt á grundvelli hinnar öru sósial- ísku efnahagsþróunar, vegna aukinnar framleiðni og framfara á sviði tækni og vísinda. Eitt af aðalverkefnum 5 ára áætlun- arinnar er fyrirhuguð 37—40 prósent aukning á þjóðartekjum. Mikil áherzla er lögð á auknar framfarir á sviði tækni og vís- inda. Gert er ráð fyrir áfram- haldandi þróun þjóöfélagsvís- inda og að látnar verði fara fram víðtækar rannsóknir á nútíma- þjóðfélagsþróun í þágu vísinda- legrar stjórnunar á sósíaiísku þjóðfélagi og til að leysa vanda mál sem tengd eru uppbyggingu kommúnismans. Þá er áætluð aukning á iðnaðarframleiðslu um 42—16 þrósent, þar með talin aukning á framleiðslu'fram leiðslutækja um 41—45 prósent. aukning á framleiðslu neyzlu- vamings um 44—48 prósent, allt að 90 prósent aukningar- innar fæst vegna meiri fram- leiðni í iðnaöinum. Áriö 1975 er gert ráð fyrir, að árleg raforkuframleiðsla verði 1030—1070 milljarðar kflóvatt- stunda, framleiðsla á olíu 480— 500 milljón tonn, gasi 300—320 milljaröar rúmm., stáli 142—150 milljón tonn, kolum 685—695 milljón tonn. í áætluninni er gert ráð fvrir að framileiðsla á vélum og málm vinnsla aukist 1,7 sinnum. Aukin tækni og vélvæðing í uiiBmini M) MM Umsjón: Haukur Helgason Bresnjev er sagður traustari í sessi en nokkru sinni. þágu landbúnaðarins gerir 'kleift aö auka meðalársframleiðslu hans um 20—22 prósent. Áætl- að er, að meðalkornuppskera á ári í næstu 5 ára áæt'lun muni ekki verða undir 195 milljón tonnum. Fjárfesting ríkisins f landbúnaðinum mun nema 82,2 milljörðum rúbdna. Ríkis- og samyrkjubú fá 1.700.000 dráttar- vélar, 1.100.000 vörubíla, 541.- 000 kornupptökuvélar og hundr uð þúsunda annarra landbúnað- arvéla. Árið 1975 mun landbún- aðurinn fá 72 milljón tonn áburðar. Stefnt að 20—22% launa hækkun verkafólks Sérstök grein í uppkastinu að næstu 5 ára áætlun fjallar um lífskiarabætur almenningi til handa. Framkvæmd 5 ára áætl- unarinnar gerir kleift að auka raunverulegar tekjur um 30 af hundraði. Sett hefur verið það Kosygin stendur af sér hríðina. mark að hækka laun verka- manna og annarra starfsmanna um 20—22 af hundraði, en laun samyrkjubænda um 30—35 af hundraði. Á næsta áætlunartímabili mun verða reist íbúðarhúsnæði 565—575 miljón ferm að flatar- máli. Sjúkrarúm verða 3 milljón ir talsins árið 1975. Reist verða heilsuhæli og hvfldarheimili. Á- ætlað er að reisa rfkissköla fyrir um 6 milljónir nemenda og tóm stundaheimili og aðrar stofnan- ir tengdar uppeldi bama. 9 milljónir sérfræðinga með æðri menntun og miðskóla- menntim og tækniskólar mimu útskrifa ekki færri en 7,5 millj- ónir iðnilærðra verkamanna. Mikil áherzla veröur lögð á staðsetningu framleiðslu-eining- anna í landinu, þróun þjóðar- búskaps lýðveldanna og aukin áherzla lögð á þróun og iðnvæð- ingu landsins. Sýnir „yfirburði“ Þá eru og áætfuö aukin tengsl mili Sovétríkjanna og hinna sósía'lisku rikjanna á sviði efnahagsmálla, tækni o^g vísinda og að aukin veröi samvinna á sviði iðnaðar, varðandi tækni, vfsindi og utanríkisverzhm. Gert er ráð fyrir, „að auka hagkvæm utanríkisverzlunarviðskipti og sambönd á sviði vísinda og tækni við iðniþróuð kapítalisk ríki, sem reiðubúin eru til slíkra samskipta á þessum sviðum“. 1 Viðskiptavelta Sovétríkjanna við útlönd mun aukast um 33— 35 af hundraði. Þá er og fjailað um að full- komna stjórnun og áætiunar- gerð um þjóðarbúskap Sovét- ríkjanna. I lokaorðum greinargerðar- innar er talað um, „að fram- kvæmd níundu 5 ára áætlunar- innar muni hafa mikið alþjóö- legt gildi. Efnahagsvöxtur Sovét ríkjanna muni stuðla að eflingu friðsamlegrar sósíaliskrar sam- vinnu og muni enn á ný sýna fram á yfirburði áætlunarbú- skapar sósíaliska kerfisins. Með því að framkvæma 5 ára áætlun ina muni sovézka þjóðin leggja mikið af mörkum til einingar allra afla, sem berjast fyrir friði, lýðræði og sósfálisma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.