Vísir - 30.03.1971, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriðjudagur 30. marz 1971.
burðarliðnum
Fyrirtækja-
lýðræði í
Margir aðilar hérlendis stefna nú að aukinni
hlutdeild starfsfólks i stjórn fyrirtækja
og stofnana
tíSRSPW
Jón Sigurðsson, skrifstofumað-
ur. Mér finnst aö eigendur og
framkvæmdastjórar fyrirtækj-
anna eigi að ráða. En í opin-
berum fyrirtækjum á starfsfólk
ið að ráða.
Kristinn Halldórsson, hagræð-
ingarráðunautur. Tvímælalaust.
Við erum langt á eftir frændum
okkar á Norðurlöndunum í þess
um efnum. Þeir hafa samstarfs-
nefndir í fyrirtækjunum. Ég
hef kynnzt þessu sjálfur og
veit að þetta hefur gefizt mjög
vel.
Þorgerður Baldursdóttir bókari
FeröaskrifstO'fu ríkisins. Sjálf
sagt að starfsfólkið fái að
ráða.
Aukin áhrif hins óbreytta starfsmanns á stjóm
fyrirtækisins, sem hann starfar hjá, eru ofarlega
á baugi þessa dagana. Forsætisráðherra hefur gert
ráðstafanir til þess, að samstarfsnefndum starfs-
fólks og stjómar verði komið á fót í einu stærsta
fyrirtæki ríkisins, Sementsverksmiðjunni. Sendi-
nefnd íslands á Evrópuráðstefnu um fyrirtækjalýð-
ræði álítur, að tímabært sé orðið fyrir íslenzka
vinnuveitendur og launþega að færa sér í nyt í
ríkara mæli en verið hefur reynslu annarra Norður-
landaþjóða af fyrirtækjalýðræði. í sendinefnd ís-
lands voru fulltrúar bæði frá vinnuveitendum og
launþegum og Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri
Iðnaðarmálastofnunarinnar.
Með því að fyrirtækin hafa orðið stærri, hefur sambandið
milli starfsmanna og stjómenda orðiö sífellt ópersónulegra.
Tillögur um svokallað at-
vinnulýðræði eða fyrirtækja-
lýðræði hafa komið fram hér á
landi fyrir alllöngu. Einstakir
þingmenn hafa flutt þingsálykt-
unartillögur, sem hafa stefnt að
því að atvinnulýðræði yrði auk-
ið. Þessar tillögur hafa ekki náð
fram að ganga, en nú hefur
komist skriður á málið. Margt
bendir til þess, að samstarfs-
nefndir munu settar á stofn inn-
an tíðar í ýmsum opinberum
fvrirtækium og stofnunum.
Eins konar samstarfsnefndir
eða starfsmannaráð hafa starfað
áður í áðeins örfáum íslenzkum
fyrirtækjum. í samningum Sjó-
mannafélags Reykjavíkur og út-
geröarfélaga kaupskipa frá i
fyrra voru samþ. sérstakar
reglur fyrir ''samstarfsnefndir
þessara aðila.
Þetta mál er þó mjög skammt
á veg komiö, samanborið við
þaö, sem gerzt hefur á öðrum
Norðurlöndum. Þeir, sem til
þekkia. virðast á einu máli um,
að við getum ekki bvrjað á því
stigi, sem önnur Norðurlönd
hafa komizt á eftir áratuga
reynslu, íslenzka sendinefndin á
Evrópuráöstefnunni er einróma
þeirrar skoðunar, að með engu
móti verðj unnt að hlaupa yfir
aðdraganda og þróun, sem þar
hefur átt sér stað“. Virðist
nefndarmönnum vænlegast til
árangurs, að starfið hér verði
hafið með samstarfsnefndum í
stærri fyrirtækjunum, og fái
nefndimar tiltölulega takmark-
að verksvið í fyrst.u. sem síðar
mætti útvíkka á grundvelli
fenginnar reynslu. Eðlilegast
væri. að aðilar vinnumarkaðsins
ættu hér sjálfir frumkvæðiö.
Þekkir alla með nafni“
Vegna smæðar íslands eru að
sjálfsögðu færri stórfyrirtæki
hér en gerist á öðrum Norður
löndum. Öll samskiptj vinnu-
veitanda og starfsmanna i ís-
lenzkum fyrirtækjum hljót.a að
vera persónulegri en á sér stað
erlendis. Nefndarriienn benda á,
aö í miklum meirihluta íslenzkra
fyrirtækja þekki forstöðumaður-
inn alla starfsmenn með nafni,
og O'ft á tíðum hafi stjórnendur
og starfsmenn daglegt sam-
neyti um hin margvíslegustu
málefni.
Hins vegar séu þessi nánu
persónulegu samskipti milli
æðstu stjórnenda og starfsfólks
að hverfa meira eða minna í
stórum fyrirtækjum hérlendis
og einkum þeim stærstu. Sú
þróun muni halda áfram. Nefnd-
armenn eru fullvissir, að gott
hafi leitt af samstarfsnefndum í
fyrirtækjum á Norðurlöndum
Það formlega samband eða vett-
vangur, sem samstarfsnefndirn-
ar hafi verið til að ræða vel-
gerðarmál starfsmanna og hags-
muni fyrirtækjanna, hafi stuðlað
að margvislegum framförum í
atvinnulífinu.
Hvað er
fyrirtækjalýðræði?
Rétt er að hafa 'i huga, að
menn eiga ekki alltaf við það
sama, þegar rætt er um fyrir-
tækja- eða atvinnulýðræði. Fer
það mjög eftir persónulegri,
hagsmunalegri og stjórnmála-
legri afstöðu einstaklinga, hvem
ið þeir túlka eðli og tilgang
fyrirtækjalýðræðis. Stundum er
hér aðeins átt við meðáhrif,
það er að segja eflingu mann-
lega þáttarins í samstarfi
stjórnnefnda og starfsmanna í
fyrirtækjunum. í öðm lagi er
átt við vaxandi þátttöku starfs-
manr.a í töku ákvarðaná um
rekstur fyrirtækisins, og felst í
því pólitísk túlkun á lýðræði í
atvinnulífinu Loks geta sumir
átt við, að ,,valdið verði smám
saman flutt yfir til fólksins",
og er þar að vissu marki átt við
byltingarkennda þróun.
Samningar um samstarfs-
nefndir til að gefa ráðleggingar
og veita upplýsingar við stjórn
fyrirtækja voru gerðir í Noregi
árið 1945, í Svíþjóð 1946 og í
Danmörku 1947. Alls staðar
urðu þessir samningar til við
frjálst samkomulag milli heild-
arsamtaka vinnuveitenda og
launþega I þessum löndum.
Veita sömu upplýsingar
og hluthöfum
Aðalefni samninganna var, að
meö ráðfærslu og upplýsinga-
skiptum milli stjórnenda og
launþega skyldi leitazt við að
skapa hagstæð starfsskilyröi
Verkefnin í Danmörku
Til þess að skýra nánar verk-
svið samstarfsnefndanna má
nefna, að samkvæmt dönskum
málefnasamningi heildarsam-
takanna á vinnumarkaðinum,
skulu verkefnin vera þessi:
1. Aö örva framleiðni og
bæta gæði framleiðslunnar.
2. Að ræða hagræðingarað-
gerðir um endurbætur í rekstri.
3. Að fjalla um þjálfun og
eftirmenntun starfsmanna.
4. Að fjalla um velferðarmál
starfsmanna, öryggi þeirra,
ss, - ... -v .............heilbjdgði og atvinnuöryggi.
bæði fyrir- fýrirtæki^g' Stárfs—5 örva áhuga starfsmanna
ifetri"*fýrirtækjanna með
fyrirtækísitw'0#-áð rtforWeWdúr ' upplýsingamiðlun um þróun
geti með nánara sambandj við
fulltrúa starfsmanna fengið
betri grundv til að taka ákvarð
anir. í samningunum var sú
skylda lögð á herðar stjórnend-
um, að þeim bæri að veita sam-
starfsnefndunum sömu upplýs-
ingar um afkomu fyrirtækja og
efnahag og hluthöfunum eru
veittar. á hluthafafundum.
Þetta fyrirkomulag um sam-
starfsnefndir miðast við fyrir-
tæki, sem náð hafa ákveðinni
stærð. Til dæmis voru sam-
starfsnefndirnar í fyrstu miðað-
ar við, að fjöldi starfsmanna
fyrirtækisins væri ekki færri en
25, ef um var að ræða dönsk
eða sænsk fyrirtæki, og 50 í
norskum fyrirtækjum. Síðar he'
ur þessu verið brejrtt, svo aö nú
er miðað við 50 eða fleiri starfs-
menn í Danmörku og Svíþjóð og
100 starfsmenn í Noregi.
F.kki auí’Svelt að byrja
I upphafi var ekki auövelt
fyrir þessa aðila, sem áður
höfðu nær eingöngu átt form-
leg samskipti i sambandi við
launa- og kjarasamninca að
hefja fyrirvaralaust náið sam-
starf. Heildarsamtökin urðu því
að stuðla að þróun þessa sam-
starfs með upplýsingastarfsemi,
leiðbeiningum og beinni þjón-
ustu við einstakar nefndir.
Svo sem kunnugt er hefur
samkomulagið á vinnumarkað-
inum yfirleitt verið tiltölulega
gott á öðrum Noröurlöndum.
meðan sagt er, að íslendingar
eigi heimsmet í verkföllum. Frið
ur á vinnumarkaðinum heftir
auðveldað þróun fyrirtækja lýð-
ræðis á Norðurlöndum.
Samstarfsnefndir voru árið
1947 500 talsins í Svfbióð. en
árið eftír vom hær orðnar 3000
ov árið 1953 voru þær orðnar
3350.
þeirra og afkomu, framleiðslu-
vandamál, fjárfestingaráfoitn,
starfsmannaþarfir og slíkt.
Undanfarin 5—6 ár hafa stað-
ið yfir i Noregi skipulagðar til-
raunir, sem upphaflega beind-
ust að því, að fulltrúar starfs-
fólks tækju beinlínis sætj í
stjómum fyrirtækja. Þessi aðild
starfsmanna að stjórn virðist
því aðeins gefa góðan árangur,
að stjórnunartækni sé f mjög
góðu lagi. í þessu tilviki eru
gerðar miklar kröfur til starfs-
manna að þeir séu skilnings-
ríkir á hagsmuni fyrirtækisins
og beri gott skynbragð á vanda-
málin. Meiri áherzla hefur verið
lögð á aðra hlið fyrirtækjalýð-
ræðisins, þá að bæta aðstöðuna
innan fyrirtækjanna fyrir þátt-
töku einstakra starfsmanna ’i
því sem fram fer innan veggja
þeirra. Þetta hefur verið aðal-
vettvangur samstarfsnefnd-
anna.
Nægir ekki áð taka
við skipunum
Reynslan er að verða sú hér
á landi eins og á hinum Norður-
löndunum, að með stöðugt
bættri menntun og frjálsræði
einstaklinganna í samfélaginu,
nægir þeim ekki lengur sem
vitsmunaverum að vera stjórnað
í einu og öllu ofan frá. Þeir krefj
ast þess að verða virkari þátt-
takendur í öllu því, er tekur til
umihverfis þeirra og daglegs
lífs á vinnustað.
Margir aðilar hvetja til aukins
fyrirtækjalýðræðis hér á landi.
Menn eru yfirleitt sammála um,
að fara hægt af stað og láta
reynsluna dæma. Allra fyrst er
nauðsynleg almenn kynning á
þessu máli, sem er efst á baugi
ekk; aðeins á Norðurlöndum
heldur víðast hvar f Vestur-
Evrópu og annars staðar, - HH
— Teljið þér að starfs-
fólk eigi að hafa tneiri
áhrif á stjórnu:. fyrir-
tækja en tíðkast?
Torfi Torfason, kaupmaður. Ég
tel að stjórnendur fyrirtækja
eigi aö leita ráða hjá starfs-
fólki í vissum tilvikum. En ég
tel að framkvæmdastjórinn eigi
Hinrik Thorarensen, verzlunar-
maður. Ég hugsa að það myndi
koma betur út efnahagslega, ef
starfsfólkið hjá fyrirtækjum
fengi að ráða að eihhverju
leyti.
COOO««« I*