Vísir - 12.05.1971, Blaðsíða 16
Nýja fjofan
heim eftir
wma viku
Ný 119 farþega þota bætist
íslenzka flugflotanum líklega á
uppstigningardag 20. mai n.k.
Það er hin nýkeypta Boeing 727-
100C þota, sem Flugfélag Is-
lands hefur fest kaup á, sem þá
er væntanleg til Reykjavíkur.
Síðan samningar voru undirrit-
aðir hefur verið unnið sleituiaust
vestur í Dallas í Texas að því að
breyta þotunni, ljúka skoðun á
henni, og mála hana einkennislit-
um Flugfélags Islands.
Áhöfn fer utan nú seinni part
vikunnar og er meiningin að
reynslufljúga henno eftir helgina að
sögn Sveins Sæmundssonar, blaða-
fulitrúa F.í. Þaðan verður flogið til
Middletown á austurströnd Banda-
ríkjanna og stólamir teknir um
borð ásamt varahlutum.
Flugvélin verður með sérstakar
hurðir fyrir fragt eins og Gullfaxi.
Hún er 3ja ára- gömul og er minna
notuð en Gullfaxi, sem hefur verið
nýtt mjög vel, er með 9000 tíma,
en nýja vélin með aðeins 6000 tíma
og er 8 mánuðum yngri en Gull-
faxi.
Nýja þotan kemur í góðar þarfir
hjá F.I., —enda fer í hönd mesta
annasumar í sögu félagsins með
meira millilandaflugi en áður hefur
tíðkazt. Á aðalannatímanum verða
ferðir frá íslandi til útlanda fjöl-
margar. t.d. er flogið 9 sinnum í
viku til Kaupmannahafnar, tvisvar
'i viku til Osló. Að auki eru fjórar
ferðir til Lundúna í viku hverri og
5 ferðir til Glasgow. Þá verða tekn-
ar upp ferðir til Frankfurt þann 19.
júní, — þær verða vikulega á laug-
ardögum.
Nýju þotunni verður flogið heim
af Antoni Axelssyni, einum reynd-
asta flugstjóra F.Í., og áhöfn hans.
— JBP
Tíu ára telpur
fyrir bílum
Tíu ára telna varð fyrir bíl í
Smyrlahrauni í Hafnarfirði kl. 19
í gær. Hún var að leika fyrir framan
heimili sitt og hljóp út á götuna,
en ökumaður bílsins, sem bar að
rétt í bví, kom ekki auga á hana,
fyrr en um leið og hún skauzt
framundan vörubíl. sem stóð þarna
kyrr. — Telpan hlaut höfuðhögg
nokkuð þungt og var flutt á slysa-
varðstofuna til aðhlynningar, og
var síðan lögð inn á sjúkrahúsið.
Önnur 10 ára gömul telpa hafði
orðið fyrir bíl réttri klukkustundu
áður við gatnamót Kringlumýrar-
brautar og Sléttuvegar. En hún
slapp án alvarlegra meiðsla. — GP
Kjarvalssalurinn
opnaður
í
haust
— með sýningu á verkum Kjarvals
Stefnt er að því að
opna Myndlistarhúsið á
Miklatúni um miðjan
okt. n.k. með sýningu á
verkum Kjarvals, en
hann verður 86 ára 15.
okt., og á þá austurhluti
hússins, sem Kjalvalssal
urinn er í, að vera búinn.
1 þeim áfanga hússins sem
verður fullbúinn í haust verður
ennfremur aðstaöa fyrir garð-
yrkju Reykjavíkurborgar, þær
deildir sem annast rekstur
garðsins, en gengið verður frá
eldhúsi og veitingasal seinna.
Samkvæmt upplýsingum Páls
L'indals borgarlögmanns verður
Kjarvalssalurinn hafður undir
verk Kjarvals, en einnig sýnd
þar önnur listaverk í eigu borg-
arinnar, eftir því sem þurfa
þykir.
1 sumar verður unnið að því
að koma landslagi í kringum
húsið í rétt horf og þar verða
m. a. settar upp höggmyndir,
ein eftir Jóhann Eyfells, sem
veröur komið fyrir nálægt hús-
inu við sömu hliðargötu og
styttan af Einari Benediktssyni
stendur við.
Þótt Kjarvalssalurinn hafi ekki
verið opnaður formlega hafa
sýningar verið þar — islenzk
myndlistarsýning á Listahátíð-
inni I fyrra og næstu daga munu
nemendur Myndlista- og líand-
íðaskólans hafa þar nemenda-
sýningu s'ina.
Fyrir skömmu var skipuð hús-
stjóm og eiga í henni sæti Ól-
afur B. Thors og Jón Amþórs-
son skipaður af borgarráði og
Páll Líndal skipaður af borgar-
stjóra. Eftir er að ráða fram-
kvæmdastjóra hússins og sýn-
ingarráð, sem mun annast mynd
iistarsal, sem mun koma vest-
ur af húsinu og taka við af
gamla Listamannaskálanum.
Hefur verið leitað til Bandalags
íslenzkra listamanna um til-
nefningu manna í það ráð.
— SB
'/ d l
Hádegis-
umferð?
Nei! Þetta er ekki hádegis-
umferðin í Bankastræti og þetta
er ekki heldur frá útisýningu
myndlistarmanna á Skólavörðu-
holti. Þessir bílar hvíla í friði
og spekt í bílakirkjugarði Vöku
við Elliðaárvog.
Hjalti Stefánsson, forstjóri
Vöku, tjáði blaðinu, að í
kirkjugarðinum vær i um 50
bVlhræ, en nú ætti senn hvaö
líður að taka góða rispu við aö
hreinsa til og henda því, sem
ónýtt er.
„Og það er reyndar allt
handónýtt," sagði Hjalti, „bless-
aður láttu það koma fram. Það
er stundum ekki vinnufriður
fyrir þessum fuglum, sem eru
að snuðra þarna í von um að
finna eitthvað, sem þá vantar.“
Hjalti sagði. að ekki borgaði
sig aö flytja hræin út I brota-
járnsbræðslu. „Brotajárnsprís-
arnir eru láair núna og þá er
ekki að tala um, að það borgi
sig.“
Aftur á mót: Hia'ti hlynnt
ur því, að hér -rði komið upp
innlendr; málmbræðslu hið
bráðasta. ,,En það. má þá ekki
verða einhver helv ... einokun,
bannig að bannnö verð! að flytja
út brota'árn." sagöi Hjalti.
„Enda vnrður það ekki svoleiðis.
Maður á alltaf að vera bjart-
sýnn." — ÞB
„Vildum ekki
borgarfulltrúann
í briðja sætið"
— „viljum dreifa valdinu" segir Bjarni Gubnason
um skoðanamuninn i Samtökum frjálslyndra
„Skoðanamunurinn í Samtök-
um frjálslyndra var ekki um það
hvort Hannibal Valdimarsson
ætti að skipa fyrsta sætið, enda
hafði hann fengið flest atkvæði
í skoðanakönnun í félaginu og
verið samþykktur einróma á fé-
lagsfundi.
Skoðanamunur kom upp, þegar
Haraldur Henrýsson, sem verið
hafði samþykktur í 3. sætið, varð
við þeirri beiðni að skipa 1. sæti
á lista flokksins í Vesturlandskjör-
dæmi. Listinn hafði áður verið
'þannig: 1. Hannibal Valdimarsson,
2. Bjami Guðnason, 3. Haraldur
Henrýsson, 4. Inga Birna Jónsdótt
ir, 5. Steinunn Finnbogadóttir. —
Sumir lögðu þá mikla áherzlu á,
að Steinunn Finnbogadóttir skyldi
flytjast upp í 3. sætið, upp fyrir
Ingu Birnu. Þessi skoðun naut ekki
meirihluta fylgis, þar sem
stefnuskráratriöi Samtaka frjáls-
lyndra er að dreifa ábyrgðinni á
sem flesta einstaklinga. Við töld-
um ekki rétt. að Steinunn, sem er
borgarfulltrúi, tæki einnig sæti svo
ofarlega í þingkosningum. En ég vil
taka skýrt fram að samtökin telja,
að hún hafj staðið sig með mikl-
um ágætum í borgarstjóm.
Þetta sagöi Bjarnj Guðnason pró
fessor, þegar Vísir bað hann skýra
frá því, sem raunverulega hafði
gerzt í Samtökum frjálslyndra. —
„Nú bættist við“, segir Bjami,
,,að Hannibal hafði alltaf haftmikla
löngun til að fara í framboð á Vest
fjörðum og fengið áskor-
anir þaðan um þaö. Hann átti sjálf
ur frumkvæðið að því að fara vest
ur.
Engu að síður leiddj þetta til ó-
ánægju ýmissa aðila, og sumir,
sem áður höfðu verið á listanum,
kusu að vikja af honum af per-
sónulegum ástæðum. „Bjami segir
að nokkrir hafi farið af listanum aí
þessum sökum, en lýst því yfir,
að þeir muni styðja flokkinn i kosn
ingunum. Magnús Torfj Ólafsson
hafi síðan tekið 1. sætið og verið
samþykktur einróma á um 100
manna fundi.
bls. 10.
Flðabit á
Reykvíkingum
Undanfarið hefur nokkuð borið
á því, að fólk hafi leitað til húð-
læknis út af óeðHlegum kláða, og
þá hefur stundum komið á daginn,
að það séu flær, sem kláðanum
valda.
Að sögn Braga Ólafssonar að-
stoðarborgarlæknis er vitað um
töluverð mörg dænii þess, að flær
hafi komizt inn í híl ' fölks, þar
sem starrar hafa gert sér hreiður
i loftrásum eða hitarásum húsa eða
bá i veggjagöngum. Starrinn ber
á sér óværuna, sem síðan leitar
inn í húsakynni fólks og getur
verið erfið við að eiga.
Bragj Ólafsson, aðstoðarborgar-
iæknir sagði að helzt væri gríp-
andi til þess ráðs, að hreinsa burtu
starrahreiður, þar sem þau sjást á
fyrrnefndum stöðum eða undir
þakskeggi húsa, og koma síðan
fyrir þéttriönu vírneti til að fyrir-
byggja að fuglinn getj leitað aftur
á sama stað, og sömuleiðis er nauð-
synlegt að úða með eitri bæði
hreiðurstaöinn og húsakynnin, þar
sem óværunnar hefur orðið vart.
— ÞB