Vísir - 18.05.1971, Page 1
VISIR
ffiU árg. — Þriajudagar B8. maí 1971. — 110. tbl.
, «
Síðasti vorskólinn
„Neeei, við borðum ekki börn.
Bara dýr. Ekki hunda og ketti.
Bara hesta... og svo líka kind-
ur, en ekki Ijón“. Vangaveltur
af þessu taginu bárust blaða-
manni Vísis til eyma, er hann
leit við í vorskðla Kársnesskól-
ans í Kópavogi. Síðasta vor-
skólans, sem þar verður starf-
ræktur, en vorskólanámskeið 6
ára bama leggjast niður um leið
og 6 ára bekkimir hefja innreið
sína.
Næsta haust taka barnaskólarn-
ir í Kópavogi í fyrsta sinn til við
6 ára bekkina. Þær bekkjardeildir
tóku til starfa í fyrrahaust í bama
skólunum !i Reykjavík og í Garða-
hreppi, en Seltimingar voru fyrst
ir til. — I Hafnarfrrði hafa barna-
skólamir aldrei staðið fyrir vor-
skólum 6 ára barna, en fyrstu 6
ára bekkina fá þeir til náms næsta
haust
Það eru um fimmtíu börn, sem
vorskóla Kársnesskólans stundaog
er þeim skipt niður í tvo bekki.
í þeim bekknum, sem gullkornin
um mataræði manna komu frá var
kennslukonan að sýna nemendun-
um skuggamyndir úr sögunni um
Hans og Grétu.
í hinum bekkn.um voru nemend-
umir hins vegar önnum kafnir við
að raða saman misiöngum pinnum
og móta þannig stafi ellegar hús,
dýr eða tré.
„Vorskólabörnin dunda sér svona
við ýmislegt þá níu skóladaga, sem
þau ern hér og á þeim niu dögum
er kennurum þeirra ætlað það
hlutverk að kanna skólaþroska
hvers barns fyrir sig til aö auð-
veldara verði að skipa þeim í bekki
næsta vetur," sagði okkar sköla-
mundsIson!neSSk0lanS’ en» þríburar og heita Nanna, Óia og Agnes Nilsen. Þær eru hér við nám í vorskóla Kársnes-
/ skólans í Kópavogi, síðasta vorskólans á Stór-Reykjavíkursvæðhm.
Brunarústir, naglaspýtur,
bréfarusl og brotajárn
— ömurleg umgengni víðcr i hofuðborginni
— blaðamaður Visis heimsækir ýmsa
„ófriðustu" blefti borgarinnar
£ Brunarústir, nagia-
spýtur, brotajám,
sorp, bílflök — í stuttw
máli alls konar drasl
liggur víðs vegar um
Reykjavíkurborg og stór
spillir útliti bennar.
Sums staðar liggja himinháir
haugar af rusM á failegustu blett
um borgarinnar. Allmargar ný-
legar byggingar eru umkringdar
spýtnábraki, sem myndar vig-
girðingu timhverfis þær, og
ryðgaðir naglar standa út úr
þessum hrúgum, sem aö sjálf-
sögðu eru eftirsóttir leikstaðir
barna, sem eru fíkin í að pri'la
og leita eftir einhverju brúk-
legu í öbu draslinu.
Hreinsunardeild borgarverk-
fræðings gaf lóöaeigendum í
Reykjavík frest tij 15. mai til
að hreinsa tSI á lóðimi síaum.
Margir notfærðu sér þennan
frest, enda er umgengnin í
Reykjavík váða til fyrirmyndar,
en nokkrir hafa skellt skolla-
eyrum viö ölium beiðnum um
að þrífa til á stnum yfirráða-
svæðum, sem ekki einasta eru
til mikilla óprýöi heldur geta
einnig verið bæö óþrifaleg og
hættuleg.
Ef menn þverskallast við því
að hreinsa til á lóöum sínum
getur hreinsunardeild borgar-
verkfræðings sent menn á vett-
vang til að þrífa burt hið
hjartfólgna drasl á kostnað eig
andans. Þó er ekki gripið tii
þess úrræðis fyrr en fullreynt
þykir, að viðkomandi timi alls
ekki að sjá á bak skrani þvi',
sem venjulegu fóiki þætti bezt
niðurkomið einhvers staðar úti
í hafsauga.
Blaðamaöur og ljösmynd&ri
frá Vísi fóra í gær í skoðunar
ferð um Reykjavík. Ekki þó í
skoðunarferð á þá staði, sem
gestum er til borgarinnar koma
eru sýndir með mestn stoíti,
heldur á þá staði, sem borgar-
búar hafa helzt ástæðn tfl að
skammast sín fyrir. Um þessa
ferð ta'a myndimar, hvað skýr-
ustu máli. 1 dag birtist að visia
aðeins ein, en það er af nógn
að taka — þvi' miður. —ÖB
Næstu daga bregðwn
við upp myndum frá
ýmsum sföðum fxrr
sem umhvertismengnn
a ser
sktð
.Állt var glatað — og ég beið
bara þess, sem verða vildiu
— segir pUturinn, sem bjargað var frá drukknun
Strákarnir á myndinni eru prílandi á spýtnabraki fyrir utan
Menntaskólann í Hamrahlíð. Ryðgaðir naglar standa út úr spýt-
unum, svo að stórhættulegt er að vera þarna á stjákli. Slíkur
frágangur er því miður ekki mjög óalgengur á lóðum við ný-
byggingar, en ólíklegt er að þetta umhverfi hafi mjög þroskandi
áhrif á feguröarskyn nemenda Menntaskólans við Ilamrahlíð.
„Ég hélt, að allt væri búið —
beit bara á jaxlinn og beið þess
óumflýjanlega. Vonleysið breytt
ist í kæruleysi og mér var næst-
um farið að líða bara vel...
En þá heyrði ég mannsraddir og
vonin vaknaði á ný“, sagði Bald-
ur Ómar Friðriksson, 17 ára
gamli ökumaðurinn, sem lokað-
ist inni í bílnum er hvolfdi í
Kópavogslækinn í fyrrakvöld.
„Hve feginn ég varð, þegar ég
heyrði raddirnar segja: „Allir sam
taka nú.“ — Það er ekkert vafa-
mál, að þessir menn björguðu lífi
mínu. Snarræði þeirra á ég fjör
mitt að iaúna,“ sagöi Baldur, sem
slapp ómeiddur frá óhappinu að
öðru leyti en því, að hann hlaut
skurð á hanlegg, sem sauma þurfti
nokkur spor í.
„Ég er eiginlega hálf hissa á
því, hversu vel ég hef sloppið frá
þessu á allan hátt. Nú kem-
ur mér bara í hug, hvað það var
sóðalegt niðri í iæknum, og mig
langar lítið til þess að baöa mig
í þeim drullupolli aftur!“
— Jú, ég man hvert smáatriði.
Hvernig bíllinn fylltist strax af
sjó eða vatni, vegna þess að fram
rúðan brotnaði, þegar bíllinn rakst
á stein á leiðinni út af. Hvemig
ég hamaðist á rúðunum til að
reyna að komast — árangurs-
laust! Hve þröngt var i bíinum,
eftir að þakið dældaðist niður Og
hvernig skíöi, sem í bílnum voru,
bvældust fyrir mér.
Og loks, þegar ég neyddist til
að viðurkenna fyrir sjálfum mér
algera uppgjör. Allt var glatað.
„Mannstu hvernig það vildi til,
að b'illinn fór út af?“
„Þegar ég var í beygjunni, var
blliinn nokkuð innarlega á braut-
inni og ég þurfti að víkja fyrir
strætisvagni. Þá lenti afturhjöl bíls
ins út í lausamöl og líklega hef
ég sveigt bílnum of snöggt inn á
veginn aftur. — Nema, þegar ég
fann að ég stefndi beint á brúar-
stólpann, og bíllinn leitaði út af,
þá valdi ég heldur þann kostinn
að beygia út 'i lækinn,“ sagði Bald-
ur. —GP
Vertíð sem
aldrei hættir
Sjá bls. 9 og 16