Vísir - 18.05.1971, Síða 2

Vísir - 18.05.1971, Síða 2
r með sérstæðan lúður Robert Scott yngri, sem er 12 ára gamall, er ungur maöur með fágsetan grip í eigu sinni. Ro- bert, sem Hefur haft áhuga á lúðrabláestri slðán hann var níu ára gamall, hefur hingað til spil að á hljóðfæri, sem hann hefur fengið að láni hjá Lingelbach- barnaskólanum í Fíladelfíu, en nú er hann svo lahgt kominn í námi að það háir honum að hafa ekki hUóðfaprið hjá sér allan daginn til að geta æft sig á það, því að nemendur f Lingelbachskólanum þurfa að skiptast á um hljóð- færin. Foreldrar hans eru svo fátæk- ir, að þeir hafa ekki efni á að kaupa almennilegt hljóðfæri handa Robert, svo að þeir höfðu samband við dagblað eitt í heima borg sinni og tjáðu því vandræði sin með þeim óvæntu og gleði- legu afleiðingum, að Louis Arm strong, sem líka spilar á lúður, ákvað að gefa þesspm áhugasarna, starfsbróður sínum hljóðfæri, sem hann gæti æft sig á og notað á hljómleikum. Satchmo mundi nefnilega eftir atviki úr æsku sinni, þegar hann var sendur með kornet til King Olivers, og hljóðfærið var áritað nafni þessa jasskóngs þeirra tím'a. Auðvitað varð Robert Scott litli ákaflega glaður, þegar hann fékk þessa gjöf í hendurnar, og hann var ekk; seinn á sér að byrja að blása uppáhaldslagið „Fandango". „Jú, það er sæmilegt hljóö í því,“ segir hann um homið. Þetta er Cleo. Hún er ekki nema 9 mánaða, en hefur samt tileinkað sér sitthvaö af góðum siðum sannr ar prinsessu. Hún á heima í Lon- don, og eigandi hennar er Jack nokkur Hutchinson. Segir Huchin- son, að enn hafi Cleo ekki tamið sér aö tala, þánnig að allir skilji, en hann sjálfur skilur hana mæta- vel: Þetta er uppáhalds stelling hennar, þegar henni mislíkar, seg ir Hutchinson, þá situr hún svona og starir á mig, þangað til ég færi henni kampavín í víðu glasi. m / Hans Tolstrup í hraðbáti, hliðstæðum þeim, er hann ætlar á umhverfis jörðina í sumar. Fyrsti áfanginn á leiðinni verður Island. i I hraðbát um- hverfis jörðu Hann ætlar að sigla umhverfis jörðina á 20 feta löngum hrað- báti. Hann heitir Hans Tolstrup, 26 ára gamal] og er sonur dansks kvikmyndahússeiganda. Hann er ekki með öllu óreyndur í sjómennsku, því að í fyrra- sumar sigldi hann fyrstur manna hraðbát kringum Ástralíu. Hans Tolstrup ætlar að leggja upp í hringferð um heiminn á miðju sumri, Mun hann sigla frá Danmörku til íslands, þaðan til Grænlands. Síðan fer hann til Kanada, suður með Ameríku, gegnum Panamaskurðinn, norður til Alaska og til Rússlands. Frá Rússlandi til Japans og heim gegnum Súezskurðinn sem eklci er lokaður smábátum. Toistrup segir að hann sé vissulega búinn að mæta erfið- leikum. Hann hafi oft siglt mót og inn í 17—20 m háar úthafs- öldur og þær fyllt bát sinn, en ævinlega hafj hann hrist löörið af sér og skriðið í gegn: „Versti hluti leiðarinnar og lengstir á- fangar verða frá íslandi til Græn lands og frá Grænlandi til Kana da,“ segir Tolstrup, þar er nefnilega rekís á siglingaleið- inni og þar hvessir oft illa. Ef ég verð hepninn, verð ég ekki nema í 40 tima að sigla hvorn áfanga, en ef illa fer, getur hvor áfangi tekið mig margar vikur. Jafnvel smávægilegur blastur miðað við það sem getur orðið þarna, getur orsal<aö eldsneytis- þurrð hiá mér. Þá verð ég aö láta mig reka fyrir straumum.“ /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.