Vísir - 18.05.1971, Page 3
VlSIR . Þriðjudagur 18. maí 1971.
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND f MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Umsjón: Gunnar Gunnarsson
Engu er líkara en Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi
sáð sæði ósættis í Egyptalandi er hann var þar á ferð fyrir nokkr-
um dögum. Rétt fyrir komu hans rak Sadat burtu Sabry, vara-
forseta landsins, og varla var Rogers burtu floginn, en Sadat rak
eina 7 ráðherra úr stjórn landsins, barði niðúr upphlaup, tók að
sér yfirstjóm lögreglu og pólitísks flokks!
Sadat stórtækur:
Hefur rekið burtu
alla andstæðinga
Sadat egyptski lætur nú skammt
stórra högga á milli: Á mánudag
lýstt hann sjálfan sig yfirmann
allrar Iögreglu í landinu. Hafði
Sadat þá áður dundað sér við það
á 10 dögum að reka úr stjórninni
7 ráðherra vinstri sinnaðra.
í gær kom Sadat á nýrri yfir-
stjóm Hins sósíalíska arabíska
bandalags, þ. e. til bráðabirgða, en
Sósíalíska sambandið er eini leyfði
stjórnmálaflokkurinn í Egyptalandi,
flokkur Nassers og nú Sadats.
Bráðabyrgðastjórn flokksins er nú
ákaflega einföld í sniðum, enda hef
ur Sadat rekið aila fyrrverandi
stjórnarmenn flokksins út í hafs-
auga. Núna stjórna flokknum 9
menn og er varaforsætisráðherra
landsins, dr. Aziz Sidky aðalritari
en einnig eru 3 ráðherrar, sem Sad-
ad enn þolir nærri sér að hafa
í miðstjórninni.
28. S% launahœkkun
— sænskir sömdu um helgina
350.000 bæjarstarfsmenn í Sví-
þjóð eru nú aftur farnir að sækja
vinnu eftir langvarandi verkfall.
Var samið við þá um 28,5% Iauna-
hækkun, sem kemur til fram-
kvæmda á 3 árum, en að 3 árum
Látum
trén í friði
— borgaryfirvöld
létu undan
Þegar borgaryfirvöld í Stokk-
hóltni ákváðu að láta höggva niður
öll álmtrén í kóngsgarðinum
reis upp hörð mótmælaalda, en fyr-
ir henni stóöu aðailega unglingar.
Fjölmenntu ungmenni tii móts við
skógarhöggsmenn og lögreglu, þegar
höggva átti trén og létu dynja á
þeim grjóthríð. Sá lögreglan þá ekki
annaö ráð vænna en koma sér í
skjól og í morgun gaf borgarstjórn-
in út tilskipun um að engin álmtré
skýldu höggvin upp f bráð, allar
r. ðgerðir látnar bíða fram á haust.
Mótmælaaðgerðir gegn niður-
skurði trjánna voru sérlega rót-
tækar. Meðal annars tóku 3 piltar
sig til að sváfu í trjákrónum alla
s. 1. nótt, ætluðu ekki að láta
skógarhöggsmenn komast upp með
r.ð höggva trén í skjóli nætur.
liðnum er samningur þessi upp-
segjanlegur.
Fyrsta árið, þ. e. nú strax fá
starfsmennirnir 12% hækkun, 1972
fá þeir til viðbótar 10,5% og 6%
1973.
Þessar launahækkanir þýða geysi
iega útgjaldaaukningu fyrir bæjar-
og sveitarsjóði í Svíþjóð, en hvert
einasta prósent sem launin hækka^
um, merkja alls 90 miljónir króna
úr sjóðum samtals.Þessi launahækk
un merkir þvf, að bæjarfélögin
verða að bæta á sig útgjöidum sem
svara 1 milljarði sænskra króna.
Víetnamstríði ai Ijúka ':
7^
— bandariskir eygja nú þann dag er þeir
verða allir komnir heim úr striði
Einhver þau áhrifarík-
ustu mótmæli gegn stríð-
inu í Víetnam fóru fram
fyrir helgina í Washington
D. C., er meira en 200.000
manns þrömmuðu fyrir
hvíta húsið þar í borg með
mótmælaspjöld. Var það
markmið þeirra er að göng
unnu stóðu, að skapa einu
sinni ærlega umferðar-
hnúta í þeirri miklu borg,
Washington, þannig að
enginm kæmist hjá því að
taka eftir því að til er fólk
í heiminum sem ekki vill
stríð. Og í broddi nefndrar
200.000 manna göngu fóru
fyrrverandi Víetnamkapp-
ar með medalíur og orður
framan á sér, en gjarnan
akandi í hjólastólum, hand
leggja eða fótalausir.
Lögreglan sá ekkert ráð betra
að beita gegn mótmælendum en
að þoka mest allri hersingunni inn
á íþróttavöll og þar var fólkið látið
dúsa í 18 klukkustundir upp á vatn
og brauð.
Ekki skal það fullyrt hér, hvort
það var vegna þessara mótmæla
aðgerða að !i gær sagði James Res-
or, ritari í vamarmálaráðuneytinu
bandaríska, að 70% allra hermanna
í Víetnam kæmu ekkert nálægt
bardögum í Víetnam-stríðinu og
myndi ekki koma nærri „loka-
bardögum“.
Resor þessi er nýlega kominn
heim frá skoöunarferð um S-Víet-
nam, en hann gat ekki nefnt mönn-
um þann dag, er allir bandariskir
hermenn verða í brottu frá Indó-
kína, en hann sagði að herinn í
S-Víetnam, þ. e. her sá er inn-
lendir menn kosta, myndi í sumgr
taka allt frumkvæði í stríðsmálurh
eystra í sínar hendur.
„Stærsta fangelsi í heimi“ sögðu sumir — og létu það gott heita
þótt lögreglan héldi þeim innilokuðum á fótboltavelli í 18
klukkustundir. Menn sveipuðu sig teppum og reyndu að sofna.
Ræningja leitað í Tyrklandi
— rikisstjórnin hótar að drepa alla
mannræningja i framtiðinni
í Istanbul gengur nú lög-
regla og her berserksgang
við að leita að mönnunum
5, sem rændu hinum sex-
tuga konsúl, Ephram Elr-
om úr herbergi hans í Ist-
anbul.
Lögreglan hefur sett upp
hindranir á alla helztu vegi
út úr borginni, og fær eng-
inn maður að hreyfa sig að
marki um borgina, nema
hann sé tilbúinn að sýna
lögreglumönnum vegabréf.
Fimm klukkustundum eftir að
Elrom hafði veriö rænt, var send
út tilkynning gegnum tyrknesku
sfmastöðina og var sú tilkynning
um að ísraelski konsúllinn yrði
skotinn til bana, væru ekki allir
þeir tvrkneskir skæruliðar sem
fangelsaðir hafa verið, látnir lausir
fyrir klukkan 17 á fimmtudaginn
kemur (fsl. tfmi).
Tilkynning þessi var undirrituð
af „miðstjórn Frelsishers tyrknesku
þjóðarinnar" Þessi Frelsisher er
vinstrisinnað baráttuafl og hefur
áður tekið að sér að koma úfclend-
ing-um í hann krappann þar í Tyrk-
landi meðal annars fimm banda-
rískum flóttamönnum í Tyrklandi.
Þessir flóttamenn voru seinna meir
látnir lausir án þess að þeim væri
nokkuð gert.
Tyrkneska stjórnin sat í fimm
klukkustundir og ræddi hvað gera
skyldi í máli þessu í gærkvöldi.
Var síðan ákveðið að herða mjög á
löigregluaðgerðum og lög'leiða síðan
dauöarefsingu sem beifet skyldi
gegn öllum þeim, sem nema óvið-
komandi persónur f brottu.
V-ÞYZKIR HEIM-
SÆKJARÚMENÍU
Heinemann.
Gustav Heinemann, forseti Vest-
ur-Þýzkalands er nú kominn til
Rúmeníu í opinbera heimsókn. Þvk-
ir það til tíðinda teljast að vestur-
þýzkur ráðamaður fari þangað aust
ur fyrir járntjald, hefur ekki einn
einasti v-þýzkur ráðamaður farið
f heimsókn þangað síðan það merki-
lega jámtjald var reist.
Voru móttökurnar á flugvellin-
um í Búkarest mjög svo hjartan-
legar þúsundirmannakomu til móts
við þýzka forsetann og fögnuðu
honum með lúðraþyt, ópurn og söng.
Á mánudaginn spjallaði Heine-
mann við Ceausescu um pólitík, en
talsmaður vestur-þýzku stjórnar-
innar, Conrad Ah'ler vildi ekkert
segja fréttamönnum um hvað þeir
hefðu rætt, enda er ekki enn að
því komið að þeir Heinemann og
Ceausescu ræði saman formlega,
en það ætla þeir að gera seinni
partinn í dag.
Vestur-þýzki utanrfkisráðherr-
ann, Walter Scheel, kom svo til
Búkarest í gær með konu sinni, en
hann náði því ekki að verða sam-
ferða Heinemann í flugvélinni aust-
ur, þar sem hann lenti f umferðar-
slysi í Bonn rétt í því hann ók af
stað á flugvöllinn. aÞu utanríkis-
ráðherrahjón sluppu úr þeim á-
rekstri með skrámur. en bílstjóri
bifreiðar þeirra sem'þau óku á, lét
lífið. Þeir Heinemann og Scheel
verða í Rúmcníu fram á fimmtudag.
Ceausescu.