Vísir - 18.05.1971, Side 5
V'TSIR
•djudagur 18. maí 1971.
ísland og Noregur leika lands-
Ieik í knattspymu annan miðviku-
dag, hinn 26. maí og verður leik
urinn á velli knattspyrnufélagsins
Brann í Bergen. íslenzka landslið
ið heldur til Noregs 24. maí, en
kemur heim aftur hinn 27. maí.
í förinni veröa 20 menn. fimm-
tán leiktnenn- og fimm manna farar
stjóm. Aðalfararstjóri verður Al-
bert Guðmundsson, form. KSÍ, en
aðrir Hörður Felixsson, Jön Magn-
ússon, úr stjóm KSÍ, Hafsteinn
Guðmundsson. iandsliðseinvaldur
og Ríkharður Jónsson, landsliðs-
þjálfari.
Hafsteinn hefur valiö þá 15
leikmenn, sem fara til Noregs og
er veigamesta breyting á liðinu frá
landsleiknum v,ið Frakkland á dög
unum, að Hermann Gunnarsson,
Val, bætist í hópinn — en tveir
hverfa úr honum að sinni, Baldvin
Baldvinsson, KR, og Sigurbergur
Sigsteinsson, Fram. Þessir ieik-
menn voru valdir í Noregsförina.
Markverðir: Þorbergur Atlason,
Fram, og Magnús Guðmundsson,
KR.
Varnarmenn: Jóhannes Atlason,
Fram, Guðni Kjartansson, Keflavík,
Einar Gunnarsson, Keflav’ik, Þröst-
ur Stefánsson, Akranes og Róbert
Eyjólfsson, Val.
Framverðir: Eyleifur Hafsteins-
son, Akranes, Haraldur Sturlaugs-
son, Akranes, Jóhannes Eövalds-
Eins og kunnugt er var landsleikurinn við Frakkland liður í undankeppni Ólympíuleikanna í
Miinchen næsta ár. Á myndinni sjáum við Albert Guðmundsson, formann KSÍ, kynna leikmenn
fyrir Birgi Kjaran, formanni íslenzku Ólympíunefndarinnar. Birgir er að taka í höndina á Jó-
hannesi Atlasyni, fyrirliða íslenzka landsliðsins. Aðrir á myndinni eru nýliðarnir Jóhannes Eð-
valdsson og Ingi Björn Albertsson, en þessir þrír ieikmenn taka þátt í Noregsferðinni. Lengst til
vinstri er norska dómaratríóið — dómarinn i miðjunni, kom í veg fyrir sigur Islands í leikn-
um við Frakka, þegar hann dæmdi gott mark Eyleifs af.
Stíllir Noregur upp utvinnu
• •
monnunt stnum gegn
— landsleikur i Bergen miðvikudaginn 26. mai |son- Val Ins> Bi°rn Aibertsson,
Val og Asgeir Eliasson, Fram.
son, Val og Guðgeir Leifsson, Vík-1 Framherjar: Matthías Hallgríms Landsliðið veröur endanlega val-
ing. son, Akranes, Hermann Gunnars-1 ið, þegar til Noregs kemur. Island
- I * » r *r->
Spjallað og spáb um getraunir:
Leikir úr Islandsmótinu
næsta seðli!
Á næsta getraunaseðli hinum
næst síðasta í vor, verða fjórir
Ieikir úr íslandsmótinu, sex leikir
úr 1. deild í Danmörku, og tveir
landsleikir úr brezku képpninni.
Þessir leikir verða háðir 22. og 23.
maí.
Danska keppnin skipar þarna þvi
veigamikinn sess og staðan þar
eftir leikina á sunnudag er þannig:
Hvidovre 7 4 2 1 18—10 10
Vejle 7 4 2 1 21—15 10
Randers 7 4 2 1 14—9 10
Frem 7 4 12 14—12 9
K.B. 7 4 12 16—17 9
B 1901 6 2 3 1 16—11 7
B 1909 7 2 3 2 13—10 7
Brönshöj 7 3 0 4 11—15 6
Köge 7 3 0 4 11—16 6
B 1903 6 1 2 3 9—11 4
A. B. 7 115 10—15 3
Álaborg 7 0 1 6 7—19 1
Og þú skulum viö líta nánar á
einstaka leiki:
írland—Wales x
Leikiö verður í Belfast og þar hafa
þessi landslið yfirleitt gert jafn-
tefli. Þetta er þó erfiður leikur, því
bæði liðin sýndu ágæta leiki í
brezku keppninni sl. laugardag.
I
England—Skotland I
Sagt er, að Skotar sjái rautt, þegar
WJt mm/4 AlSL’löfrt
er þó, að enska liðiö fari að tapa
nú á Wembley í Lundúnum. Ensk
ir hafa yfirleitt unnið skozka und-
anfarin ár þar og ættu að gera
slíkt hiö sama nú.
l.B.V.—Valur 2
Vestmannaeyingar komast yfirleitt
seint í gang t. d. léku þeir fyrsta
leikinn á íslandsmótinu í fyrravor
við Val á heimavelli og töpuðu. Og
sennilega er Valsliðið sterkara nú
en þá enda Hermann Gunnarsson
byrjaður að leika aftur með liðinu.
KR—Í.B.A. x
Hið unga lið KR leikur þarna við
Akureyringa, sem lítið hafa sést
í keppnj í vor, Jafnteflislegur leik
ur — en þarna getur þó allt skeð
og bezt væri að heiltryggja leik-
inn með þremur seðlum.
Fram Breiðablik 1
Sigurganga Fram hefur veriö óslit
in í vor, og sennilegt, að nýliðarnir
i 1. dei'd, Breiðablik, fái eins og
önnur lið í vor að kenna á hörku
Framara.
Í.B.K.—f.A. 1
Keflvíkingar sigruðu Akurnesinga
tvívegis i vor á meistarakenpni
KSÍ og virðast sigurstranglegri I
hessum leik.
Frem—Brönshöj 1
Þá er það danska keppnin og fyrst
innbyrðis leikur tveggja Kaup-
mannahafnarliða. Frem ætti að
sigra í þeirri viðureign.
B 1909—Vejle x
Tvö góð lið þótt Óóinsvéa-liðinu
B 1909 hafi gengið heldur illa að
undanförnu, eftir nær óslitna sig-
urgöngu. Jafnteflislegur leikur.
Köge—Hvidovre 2
Tvö sjálenzk lið og Hvidovre í
efsta sæti. Köge tapaði illa fyrir
AB heima sl. sunnudag og allar
líkur, að Hvidovre hljóti þarna
bæði stigin.
Álaborg—B 1903 x
Þessum liðum hefur gengið illa 1
vor, og hefur það komið talsvert
á óvart, einkum hvað B 1903 snert
ir en liðið sigraði i keppninni í
fyrra. Þetta er erfiður leikur —
jafntef'.i kannski líklegast.
B 1901—A.B. 1
B 1901- er gott Iið á heimavelli og
ætti þarna að ná sigri — þrátt
fyrir hinn góða sigur AB á sunnu
dag.
K. B.—Randers 1
Randers eru nýliöar í 1. deild og
hafa komið skemmtilega á óvart.
En allar líkur eru þó á því, að KB
sigri i þessum leik, sem háður verð
ur á Idretsparken í Kaupmanna-
i höfn. —rhs'im.
OIUfHHJId MJ H'á'iVi
og Noregur léku landsleik í fyrra-
sumar á Laugardalsvellinum og
sigraði íslenzka liðið með 2—0.
Margir þeirra leikmanna, sem þá
kepptu, eru nú í landsliðshópnum.
Norðmenn buðu til þessa leiks eft-
ir tapið hér heima og hefur frétzt,
að þeir muni jafnvel nota eitthvað
af leikmönnum, sem eru atvinnu-
menn í knattspyrnu, en Norðmenn
munu eiga fjóra til fimm sli'ka.
Sést af því, að þeir leggja mikla
áherzlu á að hefna ófaranna í
fyrra — en ólíklegt, að íslenzku
leikmennirnir verði á þeim buxun-
um að tapa fyrir frændum okkar.
Sigurmöguleikar íslands ættu að
vera nákvæmlega hinir sömu og í
fyrra.
Heimsmet
í kringlu-
kasti
Bandaríski kringlukastarinn
Jay Silvester vann það afrek i
gær á móti f Los Angeles 1
Kaliforníu, að kasta kringlu yfif
70 metra — eða nákvæmlega
70.38 metra og er fyrsti mað-
urinn, sem það afrek vinnur.
Hann átti sjálfur fyrra heims-
meti í greininni — 68.71
metra. Á öðru móti í Banda-
ríkjunum í gær var geysileg
keppni í m'iluhlaupi milli Liqu-
erj og heimsmethafans í hlaup-
inu, Jim Ryan Báðir fengu
sama tíma 3:54.6 mín., en Ryan
var sjónarmun á eftir í mark.
Þetta er rúmum þremur sek. lak .
ari tími en heimsmet hans, en |
hins vegar beztj tími, sem Liqu i
erj hefur náð á vegalengdinni.
Real Madrid
— Chelsea
á morgun
Á morgun fer fram úrslitaleik
urinn í Evrópukeppni bikarhafa
milli hins fræga liðs Real Mad-
rid, sem tekur nú þátt V þessari
keppnj í fyrsta skipti og er kom
ið í úrslit, og ensku bikarmeist-
aranna frá í fyrrá^ thelSea. Leik
'úfi'nn tférður hðátúi í Aþenu og
er mikill áhugi á honum meðal
almennings þar. Lið Real Mad-
rid hefur enn ekki verið gefið
upp, en hins vegar hefur Chel-
sea tilkynnt liðsskipan sína og
má segja, að allir beztu leik-
menn félagsins séu með, að
McCredie undanskildum, en
hann nefbrotnaði á æfingu fyr
ir nokkrum dögum. Liðið verður
þannig: Bonetti. Boyle, Harris,
Hoiliris, Dempsey, Webb, Well-
er, Hudson, Osgood, Cooke og
Houseman. Þeir Osgood og
Hollings eru nýbyrjaðir að leika
aftur eftir meiðsli. Real Madrid
hefur sex sinnum sigrað í Evr-
ópuképpni meistaraliða — en
Chelsea hefur aldrei sigrað í
Evrópukeppni.
ÁRMANN VANN
KR 4-2!
Þau óvæptu úrslit urðu á Reykja
víkurmótinu í knattspyrnu, að
Ármann sigraði KR með 4—2 í
allskemmtiiégum leik, þar sem allt
var á hápunkti undir lokin og
nokkrir KR-ingar ætluðu aö yfir-
gefa leikvöllinn, þegar dæmt var
vítaspvrna á íiðiðl* En hinum gætn-
ari leikmönnum félagsins tókst þó
að koma í veg fyrir það.
Ármann skoraði fyrsta markið í
leiknum og.yar Guðmundur Sigur-
björnsson ' þar að ' verki. Atli Þór
Héöinsso.n. iafnaði fvjjr KR og um
miðjan hálfleikinn náði KR for-
ustu með marki Jóns Sigurðsson-
ar eftir mistök markvarðar Ár-
nianns. Þannig stóð þar til nokkru
fyrir hlé, að Smári Jönsson jafn-
aði fyrir Ánnann.
KR-ingar sóttu mjög niest allan
siðari hálfleikinn. en tókst illa að
opna ,vörn Ármanns, sem varðist
af hörku og leyfðist flest. En svo
þremur mín. fvrir leiks’ok náði
Ármann snöggu upphlaupi og'
brotið var á einum leikmanni rétt
við vítateig. Björgvin Bjarnason
tók aukaspvrnuna og þrumuskot
hans hafnaði beint í marki KR.
Leikurinn hófst aö nýju — Ár-
menningar sóttu og Smári og Magn
ús Guömundsson, markvörður KR,
lentu saman innan vitateigs og
var dæmd vitaspyrna 'á markvörð
inn. sem Smári skoraði úr og
hinn óvænti sigur var i höfn —
en erfitt áttu margir i liði KR að
sætta sig við vitaspyrnudóminn.