Vísir - 18.05.1971, Síða 6

Vísir - 18.05.1971, Síða 6
6 VlSIR . Þrlðjudagur 18. maí 1971. Skylt er að hafa það heldur er sannara reynist 1 dagblaöinu Vísi þ. 12. þ. m. gerir prófessor Bjami Guönason grein fyrir skoðanamun í Samtök- um frjálslyndra 1 Reykjavík varð- andi framboð til alþingiskosninga í vor en áður hefði hann birt svip- aðar hugleiðingar í blaði Samtak- anna, Nýju landi. Þar sem frásögn prófessorsins er líkleg til að valda misskilningi hjá þeim. sem lítt eru kunnugir málavöxtum, tel ég rétt að benda á nokkrar staðreyndir, sem prófessorinn sniðgengur. Á félagsfundi í Samtökum frjáls- lyndra, sem haldinn var að Hall- . veigarstöðum þ. 30. apríl s.l. var samþykktur fullskipaður framboðs- listi með Hannibal Valdimarsson í 1. sæti, Bjama Guðnason í 2. sæti, Steinunni Finnbogadóttur f 3. sæti, Guðmund Sæmundsson f 4. sæti og Einar Hannesson f 5. sæti. Eng- in vefenging kom fram um lög- • mæti þessarar samþykktar á fund- , inum. Sunnudaginn 2. maf hafði verið boðaður fundur í félagsstjóm Samtakanna. Á þeim fundi kom það í ljós að 7 af 11 stjómarmönn- ' um er fundinn sátu, vildu ekki ■ una afgreiðslu Hallveigarstaða- i fundarins á framboðsiistanum.Báru þeir því við, að sá fundur hefði eigi verið bær um að gera samþykkt um 5 efstu sæti listans vegna ó- ' fullnægjandi fundarboðs. en til var • eldri samþykkt um skipun þeirra. , 1 tilkynriingu um Hallveigarstaöa- fundinn í Nýju landi var þó sagt að rætt yrði um „kosningastarfið almennt og annað, er mönnum dettur f hug“. Tilefni þess að fjalla þurfti um efstu sæti á Hallveigar- staðafundi var það, að Haraldur Henrýsson var farinn í framboð f Vesturlandskjördæmi, og var 3. sætið þvf autt. Á stjómarfundinum kváðu sjö- menningarnir upp úr með það, að þeir vildu eigi aðeins breyta til um 3. sætið, heldur færðust þeir nú meira í fang og óskuðu þess að Hannibal Va'dimarsson viki úr 1. sæti listans. Hannibal kom á þenn- an fund að tilmælum félagsstjórn- ar. Lýsti hann þvl yfir að hann mundi fara af listanum, ef stjómin óskaði þess, og það mætti verða til þess að samkomulag næðist um framboðið. Var höfð skoðanakönn- un um þetta á stjórnarfundinum. og vildu 7 að Hannibal færi, en 4 voru á móti. Má af þessu sjá að ummæli prófessorsins um að eng- inn skoðanamunur hafi verið um það, að Hannibal Valdimarsson ætti að skipa efsta sæti listans. fá ekki staðizt Orslit þessarar skoð- anakönnunar réðu þvf að Hanmibal er ekki í kjöri f Reykjavfk. Aö svo vöxnu máli var leitað hófa um það, að framboðslistinn frá Hallveigarstaðafundi skyldi standa óbreyttur eftir því sem gerlegt reyndist, að undanskildu efsta sæt- inu sem skipa þurfti að nýju. Við slíkt var ekki komandj af hálfu sjömenninganna og var þá aug- ljóst að þeir hugðu á stórfelldar breytingar á listanum í heild. Skal saga þess nýja framboðslista, sem samþykktur var á félagsfundi þ. 8. þ. m. ekki rakin nánar. Aðeins ber að muna það, að samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar í vet- ur, sem birtar voru á s'inum tíma í Nýju landi, var röð þeirra 5, er flest atkvæöi fengu þessi: 1. Hannibal Valdimarsson, 2. Bjami Guðnason, 3. Haraldur Henrýsson, 4. Steinunn Finnbogadóttir, 5. Inga B. Jónsdóttir. Það var því ekki ver- ið að breyta þeirri röð Steinunni í vil með þvf að setja hana f 3. sæti listans að Haraldi frágengn- um. og þaðan af síður eftir að Hannibal var líka farinn. Fundar- menn á þeim félagsfundum, sem samþykkt hafa að rugla röðinni frá skoðanakönnun hafa að tölu til aðeins verið brot af tö!u þeirra, er tjáðu vilja sinn í skoðanakönn- un. Það er þVi hæpið að tala um slíkar fundarsamþykktir sem lýð- ræðislegan vilja meirihluta félags- manna. Það er í samræmi við stefnuskrá Samtakanna að dreifa störfum og valdi á sem flesta einstaklinga. Vera má að Bjarni Guðnason sé svo bjartsýnn að telja 3. sætið á framboðslista sínum jafngilda þing sæti og því sé ótilhlýðilegt að skipa það borgarfulltrúa. Aðrir munu telja, að listinn hefði haft nokkra þörf fyrir að njóta vinsælda Steinunnar Finnbogadóttur og þess almenna trausts, sem hún hefur aflað sér, m. a. fyrir afskipti sín af borgarmálefnum. Þeir hinir sömu munu og telja að Bjami Guðnason gæti fundið sér þarfara verkefní en að blása að kolum sundrungar í eigin flokki meö slík- um blaðaskrifum sem hér hefur verið vikið að. Mætti hann vel muna orð Ara fróða og þræða bet- ur veg sannleikans, en láta ekki vfgamóðinn hlaupa svo með sig i gönur að heimfæra megi á hann. vísupartirin: „Ekki' Sér hann sína menny,svQ hann. ber þá líka“. ^ Björn Jónsson Njálsgötu 12 a. Halla hringdi: Ég á ekki orð til að lýsa því, hvað ég hafði gaman af því að sjá ftölsku bömin syngja í sjón- varpinu sl. sunnudagskvöld. Maður varð blátt áfram hug- fanginn af að sjá og heyra hve sjálfstæð börnin voru og einlæg, að ekki sé nú minnzt á, hve skemmtilegur söngur þeirra var. Fleiri en ég era áreiðanlega með á því. að betra sjónvarps- efni hefur ekki verið boðið upp á um langt skeið. Þvf er það ósk mín, að sjónvarpið annað hvort endurtaki þennan þátt eða sýni myndina frá undanúr- slitum söngvakeppni barnanna, sem manni skildist á kynnin- um að hefði verið sjónvarpað l’ika. 0 Hverjir eru þessir núll-listamenn? Kjósandi skrifan „Það er áreiðanlega ekki ég einn, sem fengið hef áhuga á Framboösflokknum Þessir núll- listamenn hafa vakið athygli allra. og nú hefur vaknað al- menn forvitni um, hverjir þessir náungar eru, hverra manna o.s.frv. Satt að segja var maður al- veg orðinn úrkula vonar um, að við ættum til slíka ágætis- menn í okkar hópi. Menn sem koma og bjarga lundinni frá AÐEIHS 112 KRÓNUR Á 100 KÍLÓMETRA Hver hdur eldci þðrf fyrir flest heimilistæld þó að hann eigi bifreiÖV SKODÁ bifreiðar gera yður klcift fremur öðram að eignast hvorttveggja. Miðað við aðra algenga 5 manna bifreið, sparið þér 16.000.00 krónur árlega í benzfni ( miðað .við 20.000 km árlegan akstur). sem þér getið varið til kaupa á heimilistækjum eða öðru þvf, sem hugurinn giraist, t.d. sumarleyfisdvöl á Kanaríeyjum. SKODA 100 Cfatilegt dnm um bagkvcmni og cnxkk. Innréitingar og frígutgar f sérflokfa. Dijkalmnhr — Tvðfalt breimukerfi — 4ra braða þunfcur — Bamaltesingar — Radial hjðlbarðir OG EYÐIR ADEINS 7 LtTRUM X 100 XM. VIÐCERÐAWÓNUSTA — VARAHLUTAWÓNUSTA — S ARA RYÐKASXÖ. SKODA 100 CA KR. 2fl .000,00 SKODA 100L — KR. 221.000.00 SKODA 110L — KR. 228.000.00 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ A ISLANDI H.F. AUÐBREKKU 44 - 46 KÓPAVOGI SlMI 42600 SENDUM __ BfLINN TF 37346 <----------- SlMAR: 11660 OG 15610 drepleiðindunum, sem framund- an era. Þegar við blasti fúl al- vara og yfirþyrmandi virðu- leiki ræðu- og fundarhalda frambjóðenda stjórnmálaflokk- anna — nefni'ega eintóm leið- indi — þá koma bessir og hressa upp á tilverum.. En svona er það Þegar neyð- in er stærst, er hjálpin næst. Oft hafa blöð dregið einstak]- inga fram f sviðtliósið, kynnt þá sjálfa. ævi þeirra og afrek o.s.frv. af minna tilefni en þessu. Dag eftir dag flettj ég blöð- unum f von um, að eitthvert þeirra hafi framtak til þess að svala þessari forvitni okkar kjósenda. En nei, það virðist ekki verá.“ 0 Hvor er rétthærri — maður eða fugl? Magnús skrifar: „Mér liggur nú við að segja, eins og krakkarnir minir. þegar ég vanda um við þá: Ekkert má nú!! Það verður ekki þverfótað hér f þessari borg fyrir boðum og bönnum. Maður má ekki leggja bflnum sínum. þar sem hægast er fyrir mann, heldur verður maður að ferðast iangar leiðir eftir „leyfilegum stæð- um“. Maður má ekki ganga yfir götu, bótt hvergi sjáist til b’ils — bara ef það skín eitthvert rautt ljós á mótj manni — al- veg sama þótt um hánðtt sé og engrar umferðar von. Maður má ekki á grasi ganga, og ekkj he'dur teyga úr flðsku til að svala þorsta sínum — ekki á almannafæri. Jú, annars — það má vfst úr gosflöskum, en ekki hinsegin flöskum. — Alit á þetta víst að vera vegna tillitssemi við aðra eða vegna ðryggis. Og sjáí maöur hólma úti í tjörn, sem mann langar til að skoða ögn betur heldur en úr fjarska, þá má maður það ekki heldur. Ekki einu sinni þótt hólminn sé almenningseign. — Og vegna hvers ekki? Vegna fuglanna. Eins og hólminn sé einhver þinglesin eign fuglanna. Það er svo sem hægt að um- bera og þola hina vitleysuna, ef það heyrir til kærleika gagnvart náunganum. En þegar þrem mönnum er stungið bak við lás og slá fyrir það eitt að raska morgunsvefni fuglanna, þá hlýtur eitthvað að vera bogið við systemið. — Þegar maður ékki lengur kemst fetið, vegna þess að það era einhverjir fugl- ar þar fyrir mannl, þá er ég hættur. Farinn. Eða hvor er rétthærri, maður eða fugl?“ Ó, já, Magnús. Það er spurn- ingin. — Kannskl elnhver eigi f fórum sínum rétta svarið handa þér. Þeim, sem þennan plstil annast, er eiginlega svara- vant. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.