Vísir - 18.05.1971, Page 7

Vísir - 18.05.1971, Page 7
VÍ S'I R . Þridjudagwr 18. maí 1971. cyiíenningarmál Þráinn Berteisson skrifar um kvikmyndin Frankenstein, Madigan og Makalaus sambúð Eraitkensteín skal ðeyja @Erankenstein Must Be Desíroyed) Stjósrnandí: Terence Aftalbiutverk: Peter CHSbing, Veronica Carlson Ensk, íslenzkur texti, Austurbæjarbíó. TJ'ranfeenstem er uppáhald allra. Sennilega er hann í, meiri hávegum hafður en öll öntrur viðbjóösmenni hvíta tjaldsins. Á honum er engin ellimörk aö sjá, þótt nú sé langt um liðið síðan hann varð til í huga frú Maríu Shelley eitt kvöld á öldinni sem leiö suður i Sviss. Eflaust á Frankenstein vin- sældir sínar meðal annars því að þakka, aö hann er ekki ger- sneyddur öllum mannlegum eig- inleikum, þvi að hann segir sjálf ur, að sér gangi gott eitt til með ölium sínum illvirkjum. Takmark hans er að sjálf- sögðu að búa til mann, og í þetta skipti viröist hann vera undir sterkum áhrifum frá dr. Kristjání Barnard úr Suður- Afriku, því að liffæraflutningar hafa nú tekið hug Frankensteins allan. Hann lætur sér ekki nægja að flytja hjörtu milli manna, heWur stefnir hann að heila- flutningum, því að honum blæð- ir mjög í augum öll sú vizka, sem fer forgöröum, þegar gáf- aðir og menntaðir menn deyja, svo að hann vill leysa málið með því að flytja heila þeirra í nýjan búk. í þetta skipti gefur Frankenstein sér að vfsu þá forsendu, að heilinn eldist ekki né láti á sjá, en það er jú smá- atriði og hreinn sparöatíningur að minnast á slíkt. Söguþráðurinn í myndinni er hér um bil jafngeðbilaður og Frankenstein sjálfur, og það væri mestj bjarnargreiði við Frankenstein-aðdáendur að rekja hann í smáatriðum. í stuttu máli er efnið þaö, að Frankenstein klófestir heilann úr kunningja sYnum, frægum vísindamanni, sem orðinn er geðbilaður af of miklum vis- indaiðkunum, og græðir heiiann í hausinn á geðlækni, sem sagði að vísindamaðurinn væri ó- læknandi, svo aö segja má, að þar komi vel á vondan. Því næst læknar Frankenstein geð- veikina meö því að bora ofan í skallann á þessum nýskapaða geðlækni með vísindamannsheil- ann, og viti menn, geðveikin þurrkast burt. Nú kynnu þeir, sem ekki eru innvígðir i söguþráð Franken- steinsmynda að álykta, að næsta skrefið væri, að Frankenstéin boraði ofan í skallann á sjálf- um sér til að laga sina eigin geðveiki. En slíkt væri að barna söguna og eyðileggja á- nægjuna fyrir aðdáendum sín- um. Alit fer eins og fyrri daginn. Frankensteiri gengur prýðilega; áð'skapa manninn og koma hon- um til fulffar heilsu, en fær eins og fyrri daginn litlar þakk- ir fyrir þeg^r sá nýskapti rakn- ar úr rotiriu. Vanþakklætið brýzt fram í því, að sköpunar- verk Frankensteins tekur vel- geröarmann sinn á öxlina og arkar með hann inn í brennandi hús. í lok myndarinnar er ekki annað að sjá, en Frankenstein sé dauðans matur, en hann hef- ur fyrr komizt í krappan dans, svo að ekki ■ er loku fvrir það skotið, að viö fáum einhvern t’fmann aftur að sjá hann á hvíta tjaldinu á miklum spretti við að útvega sér mannsheiia eða dauða búka til að geta haldið ’ starfi sínu áfram. Þ. ÞORGRIMSSON & CO SUÐURLANDSBRAUT6 SÍMI 38640 7/7 sölu einbýlisliús og bilskúr í Hafnarfirði. sima 50507 eftir kl. 19. Upplýsingar I ★★ Madigan Stjómandi: Donald Siegel Aðalhlutverk: Richard Widmark, Henry Fonda, Harry Guardino, Inger Stevens, James Whitmore o. fl. Amerísk, íslenzkur texti, Kópavogsbíó. Jþað úrkynjast víst allar ættir fyrr eða síðar. Flestir kvik- myndaunnendur muna eftir myndinni „Eivira Madigan", sem sýnd var í Hafnarfirði á sínum tíma. Nú er nafni hennar farinn aö troða upp í Kópavogi, lögreglumaðurinn Madigan, leikinn af Richard Widmark. í myndinni er sagt frá tveim- ur lögreglumönnum, sem ætla að handtaka mann utan síns lögsagnarumdæmis en hann sleppur frá þeim. Þá kemur á daginn, að þessi maður er eftir- lýstur morðingi, svo að lög- reglumennirnir fá 72 stunda frest til að hafa hendur í hári hans og bæta þannig fyrir af- glöp sYn. Síóan er fylgzt með þvi hvernig þeim tekst að komast á sporið unz þeir hafa loksins uppi á honum. Ekki er myndin þó svo góð, að maöur geti í friði fylgzt með lögreglumönnunum tveimur, Richard Widmark og Harry Guardino, heldur er einnig fléttað inn í myndina frá sögn af iögreglustjóranum, sem er óskemmtilegur maður sagt frá vandamálum hans, ástamál- um og innri baráttu. Þessi leiðinlegi maður er leik- inn af Henry Fonda, sem er tilvalinn í hlutverkið. Endalok myndarinnar eru þau, að lögreglumennirnir ryðjast inn í greni glæpamannsins í miklu kúlnaregni, og Madigan, sem er aöalmaðurinn, er skot- inn til bana. Myndin er sæmilega gerð og einkarve] leikin, en tvennt er það, sem spillir. í fyrsta lagi eru innskotin um vandamál lög- reglustjórans ákaflega 6- skemmtileg og langdregin, að maður segi ekki væmin. Og Y öðru lagi er mórallinn í mynd- inni fyrir neöan allar hellur, jafnvel þött hann hafi virzt falla bíógestum vei í geð, eftir þeim ánægjuklið aö dæma, sem fór um salinn, þegar lögreglu- mennirnir voru að pína einhvern til sagna. Það er nefnilega ekki skemmtilegt að veröa var við, að þaö skuli falla vel í kramið hjá fólki að sjá lögregluna ganga í skrokk á fólki með bar- smíð og hótunum o.s.frv., þvf að manni er það mjög til efs, aö sama fólk mundi taka þvY með hlátrasköllum, ef lögreglan í Köpavogi eða Reykjavik tæki að þjarma að því, án þess að láta það njóta þeirra réttinda, sem fólki i siðuðum löndum eiga að vera tryggð. En hvað um það, ,,Madigan'‘ er amerisk glæpamynd, og þaö vita víst flestir, hvað þaö þýðir. Sem slík er hún ekki sú versta, en það er ekki þar meö sagt, að hún sé góð. ★★ Makalaus sarnbúð (Tlie Odd Couple) Stjórnandi: Gene Saks Aðalhlutverk: Walther Matthau og Jack . ,i„ , Lemmon Amerísk, íslenzkur texti, Háskólabió. Tack Lemmon og Walther " Matthau eru einna beztir af amerískum kvikmyndaleik- urum nú til dags og Neil Simon einn fyndnasti leikritahöfundur Bandarikjanna. Maður á því von á góðri skeinmtun, þegar auglýst er mynd, sem allir þess- ir heiðursmenn standa að. Raunar er leikritið „Makalaus sambúð“ vel þekkt hér á landi, því að það mun hafa verið sýnt í Þjóðleikhúsinu. Þá uppfærsiu sá undirritaður því miður ekki, svo að hér veröur ekki farið út í samanburð á Þjóðleikhúsi Is- lendinga og Hollywood. Myndin fjallar um tvo frá- skilda menn, sem búa saman og sambúðarvandamál þeirra. Ann- ar er einkar geðsleg persóna, þótt hann sé dálítið hirðulaus í daglegum háttum og ekki mjög hreiniátur. Hinn er aftur á móti ákaflega ógeðfelld persóna, taugaveiklaður. ímyndunarveik- ur og með hrejnlætisæði. Það kemur fljótt á daginn. að þessir tveir menn eiga ekki ve! saman en raunar var það fyrir- sjáanlegt þegar í upphafi. Nið- urstaðan er sú, að þeir „skilja", eins og alltaf lá Y augum uppi, svo að kjarni málsins er eng- inn það er að segja, engan lærdóm er hægt að draga af mvndinni En þótt myndin sé ekki ýkja- lærdómsrík er hún bærilega skemmtileg á köflum. Sumir brandararnir eru býsna hnyttnir, 9g söm.uleiðis eru aðalleikararn- "ir t’firieiu ágætir, einkum - Waltþer Matthau, sgm fellur prýðilega inn í, hlutverk sitt. Jack Lemmon er ekki eins góð- ur, því að honum hættir sífeílt tii að ofleika, sem er þó óþarfi, því að það manngerpi, sem hann á að túlka er svo afkára- legt, aö ekki ætftb að vera þörf á að mála með grófum drátt- um. 'Ut "'k í. i Vísir vísar á viðskiptin Walther Matthau og Jack Lemmon í hlutverkuin sínum í myndinni „Makalaus sanibúð“. BKtíJD

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.