Vísir - 18.05.1971, Side 8

Vísir - 18.05.1971, Side 8
8 VfSIR . Þriðjudagur 18. nud 1971. VISIR OtgefandS: KeyKjaprem nt. Framkvæmdastjóri: Sveino R Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Krístjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoo Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra • Laugavegi 178. Simi 11660 f5 tínur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands r iausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda ht. Fjölbreytnin hefur sigrað J>ótt aflinn á vetrarvertíðinni hafi glæðzt undir lok- in, þegar komið var fram í maí, hefur vertíðin sem heild brugðizt. Heildartölur um afla við Suðvestur- land eru mun lægri en þær voru í fyrra. Nú virðist, hins vegar vera mikið af fiski í sjónum á þessum slóðum, svo að menn vona, að enn sé tími til að bæta þetta upp. Sjómenn eru sammála um, að veiðamar hafi verið erfiðar á þessari vertíð. Sóknin var mikil, en árangur- inn lét á sér standa. Áætlað er, að kostnaður við olíu og net hafi ekki verið minni en í fyrra, en aflatekjurn- ar hins vegar rýrari. Margur útgerðarmaðurinn er því í miklum kröggum og margur sjómaðurinn hefur létta pyngju um þessar mundir. Það hefur alltaf gerzt við og við, að vertíðir hafa brugðizt, og það mun vafalaust halda áfram að gerast. Hið óvenjulega við þessa vertíð er, hve litlum vand- ræðum aflaleysið hefur valdið á öðrum sviðum efna- hagslífsins. Undir venjulegum kringumstæðum hefði sveifla af þessu tagi átt að enduróma um allt þjóð- félagið. En það gerðist ekki í þetta sinn. í verstöðvunum sunnan- og suðvestanlands var ekki einu sinni atvinnuleysi. í öllum kauptúnum og kaupstöðum á þessu svæði var nóg að gera, þótt ó- venjulítill vertíðarafli bærist á land. Tölur um atvinnu leysisskráningu sýna þessa athyglisverðu staðreynd. Sumpart stafar þetta af því, að minna en áður hefur streymt af vertíðarfólki úr öðrum landshlutum til vertíðarstaðanna. í vetur hefur það nefnilega gerzt, að atvinna er mun meiri og betri á þeim stöðum norð- anlands, þar sem atvinnuleysi hefur lengi verið land- lægt. Hvort tveggja hefur gerzt, að afli er mjög góður á þeim stöðum og að aukin fjölbreytni hefur færzt í atvinnulífið. Heimafólkið sér því ekki ástæðu til að fara á vertíð til fjarlægra landshluta. Sumpart stafar þetta líka af því, að atvinna hefur verið óvenju fjölbreytt í sjávarplássunum suðvestan- lands. Þótt hin eiginlega netavertíð hafi brugðizt, er ekki hægt að segja hið sama um aðrar veiðar. Loðnu- veiðin var mikil. Og aukin áherzla hefur verið lögð á nýjar greinar fiskveiða, svo sem veiðar á hörpudiski. Þessi aukna fjölbreytni í veiðum stuðlar auðvitað að því að halda atvinnulífinu í jafnvægi. Þar að auki er vinna vaxandi við aðrar greinar en fiskveiðar og fiskvinnslu. Iðnaður og þjónustugreinar kalla sífellt á fleira fólk til starfa. Það er alls staðar verið að byggja upp ný iðnfyrirtæki og stækka hin eldri. Um leið eykst og margfaldast þörfin fyrir þjón- ustu af ýmsu tagi. Þessi iðnþróun á að sjálfsögðu verulegan þátt í að draga úr sveiflunum, sem venju- Iega hafa fylgt aflabresti. Lykilorðið er fjölbreytni. Hún hefur aukizt bæði í sjávarútvegi og í atvinnulífinu í heild. Þetta er sú fjölbreytni, sem framsýnir menn hafa stefnt að á undanfömum áratug. Veri hún velkomin. Leiðtogaskipti í Austur-Þýzkalandi: Ulbrichts-tímabilinu lokið Ulbricht ekki verstur Einkennilegt er, að í Vestur- Þýzkalandi, þar sem aðdáenda hópur Ulbricihts er vasgast sagt ákaflega fámennur, hefur hvarfs Ulbrichts af atjórnmálasviðinu verið minnzt £ hálfgerðum sakn aðartón. í svissneska blaðinu „Neue Zuroher Zeitung** segir, aö margir Vestur-Þjóðverjar hafí orðið þess varir, að „hinn hataði Ulbricht er ekki sá versti í hópnum £ Austur-Beri£n“. Að sumu leyti er þessi „sökn uður" sprottinn af þvi, að á- sjóna Ulbrichts hefur með ánm um orðið þægilega kunnugleg, geitarskeggið hans samkvæmt LcnVn-tízkunni, vel saumuðu föt in bans, en Ulbricht er skradd arasonur frá Leipzig, o. fl. Eftirmaður Uibrichts, Erich Honecker virðist vera lithi lit- rikari persónuleiki en fyrirrenn ari hans, og um hann er ekki ýkjamikið vitað, þótt hann hafi tekið þátt í austur-þýzkum stjómmálum í meira en tuttugu ár. Hann hefur lengi verið ein- lægur stuðningsmaður Ul- briohts, og raunar aðrir fjöl- skyldumeðlimir hans, því að Margot kona Honeckers er menntamálaráðherra £ austur- þýzku stjóminni. Vestur-þýzkir stjómmálafræð ingar lfta á Honecker sem ann an Ulbricht, það er að segja sem hugmyndasnauðan en Msiðinn skriffiim. Atkvæðamesti kommún isti síðan Karl Marx Þrátt fjrrir nlít er ekki hægt að segja, að Utbricht sé alger- lega úr leik £ stjómmálunum, því að enda þótt hann segði af sér sem aðalritari flokksins hélt hann eftir öðm starfi sem formaður ríkisráðsins, þjóðhöfð- ingi Austur-Þýzkalands. Enn- fremur var búið til handa hon um sérstakt embætti, þegar liann var skipaður heiðursfor- maður austur-þýzka kommún istaflokksins. En stjómmálasérfræðingar í Bonn eru engu að síður þeirrar skoðunar, að Ulbricht-tímabil- inu í stjórnmálum sé endan- lega lokið. Einn sérfræðingurinn komst þannig að orði: „Hinum megin við vegginn er að hefjast nýr kapituli þýzkrar sögu. Atkvæða mesti kommúnisti Þýzkalands, síðan Karl Marx leið, hefur lagt árar í bát. Og nú bíðum við þess, að teningunum verði kast að. Leynd merking Og allt gekk þetta fyrir sig á svo sléttan og felldan hátt, að útlendir menn, sem fylgdust með málum, tóku að stinga sam an nefjum um, hvort ekki væri hægt að lesa einhverja leynda merkingu út úr öllu saman. — Þeir minntust þess, að hin snöggu umskipti f Póllandi (Gomúlka-Gierek) komu Sovét- mönnum svo á óvart, að Kreml í kommúnistaríkjum er slíkt næsta fáheyrður atburður, þegar valda- mesti leiðtogi kommún- istaflokksins fer frá völd um af fúsum vilja og hvergi er að finna minnsta vott um póli- tíska ónáð. En þá er þess að gæta, að Walter UI- bricht hefur alla tíð ver- ið mjög nákvæmur og samvizkusamur í störf- um. ín var eins og mállaus um hríð. En aftur á móti bar svo viö í þetta skipti, að Ulbricht hafði ekki fyrr sagt af sér en Brésnev sendi honum hinar vinsamleg- ustu kveðjur. Úr því að þessi atburður kom Sovétmönnum ekki meira á óvart — áttu þeir þá ekki einihvem þátt í að und irbúa hann? Var Ulbricht með alla sína fastheldni á hug- myndafræðilegar kennisetning- ar orðinn þrándur í götu fyrir þeirri ósk Sovétmanna að kom- ast að einhverju samkomulagi við Vestur-Þýzkaland? Var það Kremlín, sem ýtti Ulbricht (mjúklega þó) yfir á eftirlauna listann? Ekki var hægt að ganga alger lega fram hjá slíkum vangavelt- um. Og samt benti allt til þess, Walter Ulbricht, atkvæðamestur þýzkra kommúnista síðan Karl Marx leið. Við hlið hans situr Erich Honecker eftir|- maður hans. Eftir aö hafa veriö æðsti mað- ur Austur-Þýzkalands i meira en tvo áratugi viðurkenndi Ul- bricht í síðustu viku, en hann er nú 77 ára, að ekki hefði ver- ið auðvelt að taka þessa ákvörð un. „Þvi er nú verr“, sagði hann, ,,að við ellinni finnst engin lækning. Þannig tilkynnti Ul- brioht kommúnistaflokki Aust- ur-Þýzkalands, að hann mundi vikja úr sæti sem aðalritari flokksins og fela allsherjar- valdið í hendur hinum 58 ára gamla Erich Honecker.sem lengi hefur verið hans hægri hönd og útvalinn pólitískur erfingi. Þessi umskipti eru fyrsta meiri háttar breytingin, sem hefur orö ið á valdastöðu stjórnmálaleið- toga Austur-Þýzkalands síðan þýzka alþýðulýðveldið var stofn að eftir heimsstyrjöldina síðari. að Ulbricht hefði sagt af sér einmitt vegna þeirra ástæðna, sem hann tilgreindi — vegna ellihrumleika. — Nýlega eyddi hann vetrarleyfi sínu í Moskvu, þar sem hann leitaði sér lækn- inga við einhverjum ótiigreind- mn krankleika. Vel má vera, að Ulbrioht hafi valið einmitt þennan tíma til að segja af sér, vegna þess að flokksþingið verður haldið í næsta mánuði, og hann hafi viljað gefa eftirmanni sínum nægan tíma til undirbúnings. „Þú ert orðinn fljótari en ég að múra, félagi Howecker.'

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.