Vísir


Vísir - 18.05.1971, Qupperneq 13

Vísir - 18.05.1971, Qupperneq 13
VÍSIR . Þriðjudagur 18. maí 1971. 13 Brosa, brosa, brosa, brosa... Rósa brosir af kurteisi, en ekkert gerist í dagheimilismálum ( stendur á einu veggspjaldinu, sem prýddi veggi á rauðsokkafundinum á laugardaginn. En þau voru notuð til að túlka enn betur sjónarmið rauðsokka. Konur hafa áhuga á starfi utan heimilis JJauðsokkar i Kópavogi lögðu fram á laugardag niður- stöður sínar af skoðanakönnun um barnaheimilismál, sem fram fór í Kópavogi á vegum eins starfshóps rauðsokka. Fengu uppástungur rauðsokka dregnar af niðurstöðunum mjög góðar undirtektir fundargesta og vii bæjarstjómin fá ailar niður- stöður, sem má teljast sigur fyr ir þennan starfshóp. Sýnir það einnig að brýn þörf er hér á skoðanakönnunum áður en haf- izt er handa um ýmsar fram- kvæmdir og sjáifsagt að leita álits þegnanna — í þessu til- felli kvenna, þegar skoða á niður í kjölinn hvar skórion kreppir helzt að. Hér er fyrri grein um þetta mál. Vikjum aö skoðanakönnun- inni, sem var mjö.g víðtæk. Rauð sokkar varpa fram umhugsunar- verðri spurningu: „I nýgerðu lagafrumvarpi um grunnskóla er taiað um, að 9 ára grunnskól- inn geti orðið til þess, aö nem- endur Ijúki menntaskóla og fag- skólanámi fyrr en nú er og er reiknað út, að ef 1000 nemendur komi ári fyrr til starfa f þjóð- lífinu þá mradi það mega reikn- ast sem verðmæti er svöruðu til 250—300 milljóna króna á ári. ekki reikna með, að 1000 konur sköpuðu þjóðarbúinu sömu verðmæti? Mætti ,ekki byggja dagheimili og leikskóla fyrir hluta þeirrar upphæðar? J könnuninni í Kópavogi voru sendir spurningalistar til 525 ltvenna, en af ýmsum á- stæðum heltust ýmsar úr lest- inni, og 430 fengu listann í hend ur. Af þeim fylltu út listann 344 konur. Á listanum voru 13 spurningar. Ein vék að starfi kvenna ut- an heimilis. Það kemur fram, „að ef konunum er skipt niður aldri niður f þrjá starfs- hópa þ. e. fu'Mt starf utan heim- ilis, hálft starf utan heimilis og heimilisstörf kemur i ljós, að stærsti hlutinn af þeim, sem hafa fulit starf utan heimilis eru í yngsta flokknum fæddar 1940 —1949, eða 25% én í þessum hóp eru flestar ógiftu og barn- lausu konumar, Þær, sem hafa hálft starf utan heimilis eru flestar úr aldursflokknum fædd- um 1920—29 eða 29%. En kon- ur, sem eru fæddar 1930—39 em með hæstu % af þeim, sem ekki vinna utan heimilis. Enda er eðlilegt að æt'la aö þær séu með flest börnin á aldrinum 0—12 ára. Af þessum skýrslum í heild kemur í ljós, að 36% kvenna vinna úti nú þegar, en ef við tökum % af öllum þeim, sem fá greidd laun í einhverri mynd og em þær þá með ta'ldar, sem taka vinnu heim eða vinna hluta úr ári þá hækka þessi % úr 36% upp í 55%. Þetta er stað- reynd, sem ekki er hægt að ganga framhjá. Þeim konum fjölgar stöðugt, sem koma út í atvinnulífið og þá framvindu er ekki hægl að stÖðva. Annars vegar vinna þær vegna þess, að þær vilja vera fjárhagslega sjálfstæðar og hafa áhuga og ánægju af starfi sínu eða þær vinna af brýnni fjárhagslegri þörf.“ Tjá vikja rauðsokkar að barna- heimilisþörfinni i Kópavogi. Það kemur fram, að eitt dag- heimili er þar, sem tekur 40 böm, tveir leikskó'Iar, sem taka samtals 104 börn. Af þeim hópi, sem könnunin náði til höfðu 8 konur börn sín á dagheimiíum 12 bö.rn og 7 konur höfðu 11 börn á leikskölum. Það kemur fram, að opnunartími þessara stofnana er ekki nógu hentugur fyrir konurnar. Af þeim, sem hafa börn sín á leikskóla með- an þær eru í vinnu sögðu 6 af hinum 7, að starfstími þeirra samrýmdist ekki vinnutíma þeirra. Rauðsokkar stinga upp á vaktafyrirkomulagi á þessum heimilum og, að þau opni fyrr á morgnana og loki seinna á kvöldin. Það kom einnig fram, að 38 konur voru með 50 böm á aldrinum 0—6 ára, sem höfðu ekki pláss á leikskóla eða dag- heimili, meðan mæður þeirra em í vinnunni. Börnin dvæljast ýmist hjá ömmu sinni, skyld- menni eða vandalausum á með- an móðir þeirra er í vinnu. Rauðsokkar reikna það út, að f Kópavogi vanti e. t. v. 250 pláss fvrir börn þeirra mæðra, sem þegar vinna úti, a. m. k. 4—5 dagheimili, ef miðað er við fu'll- an vinnudag. Ein spurningin, sem lögð var fyrir konumar var hvort þær hefðu áhuga á starfi utan heim- ilis, ef þær hefðu ömgga gæzlu fyrir börnin. 78 konur, sem áttu börn undir 6 ára aldri svör- uðu þessari spurningu játandi. I könnuninni vom konumar spurðar að því hvort þær teldu að dagvöggustofur vantaði í Kópavogi og svömðu 96% þvi játandi. JJauðsokkar telja að heppílegra ■=é að harnaboímili séu dfeifð um ibúðahverfin, en ekki staðsett eingöngu við vinnu- staði. Börn foreldra af mismun- andi atvinnustéttum komi þá saman og ferðir til óg frá dag- heifnilunr verði bá stýjttrl. Kon- umar voru spurðar að því hveri- ir ættu að standa undir kostnaði við rekstur dagvistunarstofnana. í hópi þeirra, sem eiga börn á dagvistunaraldri vom flestar á þvf, að reka ætti slíkar stofnan- ir á sama hátt o-g barnaskóla, þ. e. af rfki og bæ sameiginlega. Af þeim, sem eiga böm á þess- um a'ldri og vinna ekki úti höll- uðust fleiri að þvf að bæjar- félagið ætti að taka þátt í kostn- aði eins og nú er. Ein spuminganna var um það hvort böm á aldrinum 7—12 ára hafi sótt starfsvelli en beir eru tveir f Kópavogi, sinn i hvor um bæjarhluta. 72 kvennanna eða 33% svöruðu spurningunni játandi en 133 neitandi eða 61%, en 14 gáfu ekkert svar. Þá voru konur í fyrsta hópnum spurðar að því hvort æskilegt væri að hafa starfsvellina opna allt árið. í því sambandi gerðu margar þá athugasemd, að bömin sæktu ekki starfsvel'lina vegna þess, að þeir væm of langt í burtu. Þá var spurt um aðsókn á fjóra gæzluvelli, sem em f Kópavogi og hvort börnin færu þangað að staðaldri. Þessari spurningu svöruðu fáar og gera rauðsokkar þá athugasemd, að á gæzluvöllum sé ekkert hús fyrir börnin og þvi engin að- staða ti'I þess að taka bömin inn. Þar af leiöi, að notkun gæzluvalla sé alltaf háð veðri en ekki hægt að treysta á þá að staðaldri. — SB FALLEGT >f — gjafaúrval >f- Handskorinn og mótaður >f- Bæheimskristall Vasar á öllum verðum frá kr. 300.— Konfektskálar m/loki frá kr. 420.— Kökudiskar 3 munstur frá kr. 539— Glös, ávaxtadiskar og margt fleira. VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI Opið laugardaga til kl. 4. KRISTALL Skólavörðustíg 16. — Sími 14275. ÁRBÆR - BREIÐH0LT FÉLAGSHEIMILI RAFVEITUNNAR V/ELLIÐAÁR: ÞRIÐJUDAG 18. MA'l KL 20,30 Ræðumenn: Jóhann Hafstein, Geirþruður Hildur Bernhöft, Gunnar J. Friðriksson. Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson, verzlunarmaður. AUSTURBÆR - NORÐUR- MÝRI - HLÍÐA - HOLTA TEMPLARAHÖLL: MIÐVIKUDAG 19. MAI KL. 20,30 Ræðumenn: Jóhann Hafstein, Ragnhildur Helgadótt- ir, Birgir Kjaran. Fundarstjóri: Guðlaugur Þorvaldsson, prófessor. Smurbrauðstofcin |

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.