Vísir - 18.05.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 18.05.1971, Blaðsíða 16
estfas HMhCÉHÉÍ Þríðjufiagur 18. maí Mí?l. Taflið kostar hálfa milljón! Dýrasta tafl, sem komið hef- ! ! ur til íslands er postulínstaflið, ; ; sem Aron Ritz, sölustjóri Bing ■ og Gröndal kom með til lands- ; ins, — verksmiðjan á tvö slík, . og eru það einu töflin sinnar!; tegundar í heiminum. — Hefur ! verksmiðjunni verið boðið mikið ! fé fyrir töflin, — 50 þús. dansk • ar krónur, en vill ekki selja. —1!' Töflin eiga að varðveitast í safni ’ B & G. ! „Það hefur mörgum verið ; freisting að setjast að þessu ■ tafli“, sagði Ritz, „sjálfur hef ! ég gert það. en það er hætt við!; að í hita leiksins gæti einhver . ,,drepið“ nokkuð hrottalega, — ; þannig að einhver mannanna ■ Ibrotnaði“. Það var listamaðurinn Kai Nil!; sen, sem gerði þessa taflmenn á • sínum tíma. ; Ritz mun sýna taflið ásamt ■ ýmsum munum frá fyrirtækinu ! á Sögu i kvöld kl. 21, en á Alkur ; eyri á fimmtudagskvöld. — JBP ! BSRB-fjölskyldur mynda sumarborg í Borgarfírði Um helgina verða 26 nýir sumar- bústaðir opnaðir / Munaðarnesi Heilt þorp er risið að Mun- aðamesi, Stafholtstungna- hreppi í Borgarfirði. Þorpið, sem er enn mannlaust saman stendur af 26 húsum og eitt af þeim er veitingahús, þar er rafmagn í húsum, skolp- veita og búið að gera götur. Þetta er orlofsheimilahverfi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og hafa 18 aðildar- félög bandalagsins hús til um ráða. Húsin verða formlega afhent bandalagsfélögunum á laugardaginn með athöfn. — Þann dag og á sunnudag verð ur orlofsheimilahverfið sýnt almenningi og þeim, er heim sækja staðinn er boðið upp á kaffi í nýja veitingahúsinu, sem tekur 80 manns í sæti. Vísir talaði við Kristján Thorlacius formann bandalags- ins í morgun. Sagði hann aö megintiigangur meö orlofsheijn ilahverfinu fyrir utan orlofsdvol, væri að það verði miðstöð fyrir fræðslustarfsemi bandalagsins. „Við teljum að sá þáttur, sem lýtur að félagslegri fræðslustarf semj hafi verið mjög vanrækt- ur hjá launþegasamtökunum. Það hefur verið reynt að bæta úr því með númskeiðum og nú á að auka þann þátt með þvi að hafa þarna fræöslunámskeið fyrir félaga samtakanna, að vori og hausti utan orlofstímans. Fyrsta sporið í þá átt verður norrænt fræðslunámskeið, sem verður haldið þarna dagana 4.—5. júníí.“ Kristján sagði, að bygginga- framkvæmdir á staðnum hefðu hafizt um miðjan ágúst 1969. 1 hverfinu er gert ráð fyrir mik- illi þjónustu þar sem er veit- ingaskálinn, en jafnframt eru fullokmin eldhús í hverju húsi þannig, að fólk getur válið um hvort það eldar eða sléppir því þann vikutíma, sem hver fær til dvalar í 'hverfinu. Þá er gert rúð fyrir tjaldstæöi og snytri- aðstöðu fyrir félaga bandalags- ins. Húsin verða leigð til or- lofsdvalar frá 5. júní og taldi Kristján að búið væri að veru legu leyti að skipa í húsin í sumar, mánuðina júní til sept- ember. „Hins vegar höfum við i hyggju að hafa húsin starf- rækt aö vetrinum og til dvalar, en þar sem húsin eru upphituð eru þau það vei útbúin að þau eru fullnothæf að vetri til.“ —SB Þarna eru nokkur húsanna, sem opinberir starfsmenn og fjöl skyldur þeirra fá til afnota nú um helgina. NÝR FARKOSTUR í FLOTANN. Þaö er alltaf stór stund, þegar nýr farkostur bætist í flotann, hvort heldur það er fiskiskip eóa fragtskip. 1 gærkvöldi sigldi eitt þessara nýju skipa inn á Reykjavíkurhöfn. Forráðamenn Eimskipafélagsins voru mættir á hafnarbakkanum tll að fagna hinum nýja Mánafossi, sem kom þá heim úr sinni fyrstu siglingu. Nú munar aðeins einu tonni — Enn barátta milli aflakónga / Grindavik — Flestir netabátar að taka upp Lokin eru grenriilega komin á æssari vetrarvertíð. Síðustu neta bátamir á Suðurnesjum voru í gær og í dag að taka upp síðustu tross urnar. Fiestir Grindavíkurbáta, sem haldið hafa út til þess voru að taka upp í morgun. Bátamir lönduðu tveggja nátta fiski í gær. Afla- hassti bátúrinn var þá Arnfirðingur með 22 lestir, en Albert var með tæpar 17 lestir. Þessi skip eru nú langaflahæst yfir landið, og hefur aðeins munað örfáum tonnum, hvort yrði hærra á lokadag, þann 15. Albert hafði þá vinninginn meö 1370 tonn, en Arnfirðingur var með 1363. Nú hefur Arnfirðingur sem sagt fengið 1385 tonn en Al- bert 1386, eða svo og munar að- eins einu tonni. Skipstjóri á Ai- berti er Þórarinn Ólafsson en á Arnfiröingi Ölafur Finnbogason. - Jl l Tveir drengir stálu 40 þús. kr. Tveir drengir 12 og 10 ára urðu uppvísir að því að hafa stoiið um 40 þúsund krónum úr íbúð að Reykjalundi, en þeir höfðu byrjað að hnupla úr íbúð- inni rétt fyrir páska, og síðan farið þangað fleiri feröir, en stálu mest kr. 25.000 í einu. Þegar þeir gerðust svo stór- tækir, saknaði eigandinn pening- anna, sem voru mánaðarkaup henn ar, en hún geymdi þá i kommóðu. Gerði hún þá lögreglunni viðvart. Þegar upp um drengina komst, gájtu þeir skilað kr. 23 þús. aftur af þýfinu, en hinu, sem þeir höfðu stolið fyrr, voru þeir búnir að eyða. — GP „Eins og rýmingarsala — segja reiðhjólakaupmenn // „Þetta er eins og á rýming- arsölu. Hér áður fyrr kom það varla fyrir, að fullorðið fólk keypti sér reiðhjól. Nú önnum við ekki eftirspurn“. Þessi svör fékk blaðamaður Vísis, þegar hann spurði eftir því í reiðhjólaverzluninni „Örninn“, hvort ekki færðist i vöxt, að fullorðið fólk keypti sér reiðhjól til að rækta heilsuna og komast leiðar sinnar. 1 „Fálkanum" var sömu sögu að segja:: „Við erum því sem næst lens með reiðhiól handa fullorðnum. Þetta hefur varla komið fyrir áður en nú er fólk sífellt að spyrja um reiöhjól. Meira að segja er algengt að hjón komi inn í verzlunina og fari síðan hjólandi burt.“ í reiðhjólaverzlunum voru menn á einu máli, að þessi þró un væri aideilis nýtt fyrirbrigöi, því að til þessa hefur verið næsta fátítt að sjá fullorðið fólk á reiðhjólum á götum borg arinnar. Um verð á reiðhjólum er það að segja, að hjól kosta frá því um sex og upp í t’iu þúsund. Þau dýrari eru með gírum og nýtízkulegum útbúnaði. Gömul reiðhjól er erfitt að fá núorðið, að sögn þeirra í „Fálkanum" en þar eru gerð upp nokkur gömul reiöhjól fyrir veturinn, en þau seldust upp á skammri stundu núna snemma vors. Ekki vpr hájgt að fá upplýs- ingar um, hversu mörg reiðhjól hefðu selzt í vor, en þau skipta örugglega hundruðum. —ÞB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.