Vísir


Vísir - 19.05.1971, Qupperneq 2

Vísir - 19.05.1971, Qupperneq 2
Hátíð í Cannes: 25. kvikmyndahátíðin í Cannes byrjaði með lát- um á fimmtudaginn var. Og um eitt var þessi kvik myndahátíð ólík fyrri há- tíðum höldnum á sama tíma og stað sl. 25 ár: Þar var mættur heiðursgest- ur, maður frægur meðal kvikmyndamanna — og reyndar allra annarra — maður sem aldrei hefur áður látið sjá sig á þvflíkri Aðalhlutverk CHAPLÍN kvikmyndamessu. Nefni- íega Charles Chaplin. Bros og orður Sá gamli lét sig hafa þaö á 83. aldursári aö rífa sig upp frá heim- ili sínu í Sviss og fljúga niður á Rivíeruna, og að sögn hlakkaði hann til eins og bam að komast loksins á kvikmyndahátíð. Þessi frægasti kvikmyndakappi sögunnar gekk svo teinréttur, kátur og hýr í s'alinn á opnunar- hátíðinni og kastaði kossum af hendi sér til viðstaddra, settist brosandi í konunglegu stúkuna í Cinema Palace með konu sína, hana Oonu sér við 'hliö. Seinna um kvöldið þrammaði hann upp á svið til þess að láta þá útnefna sig kommandör af heiðursfylk- ingunni, en þá athöfn framdi franski menntamálaráðherrann, Jarcques Duhamel. Duhamel hélt langa og gagn- merka ræðu yfir Chaplin þar á sviðinu, og varð ekki ráðið af svipbrigðum leikarans hvort hon um likaði betur eða verr, hins vegar setti hann I brúnir og þótt ist steinhissa, þegar ráðherrann vitnaði 1 verk meistarans og sló um sig með gömlum Chaplins bröndurum. Meist'arinn svaraði svo fyrir sig með fáeinum orðum á tungu feðra sinna, enskunni, fékk svo lánaðan göngustaf ráðherrans og sýndi nokkrar gamalkunnar ,Ohaplin-kúnstir“ með stafnum þar á sviðinu. Gekk síðan af svið inu fasmikill eins og sá sem sigr- að hefur heiminn. Snillingar heiöraðir Koma Chaplins á hátíðina var hápunktur setningarathafnarinn- ar, en auk h'ans voru þar heiðr- aðir yngri snillingar, svo sem Ro- bert Bresson og René Clément (frá Frakklandi), Antonioni og Fellini (frá Ítalíu), William Wyler (Bandaríkjunum), Luis Bunuel (Mexikó), Lindsay Ander- son (Bretl.), Votjech Jasny (Tékk- óslóvakiu og Masaki Kobayashi (Japan) — menn þessir hafa allir einhvern tima unnið ein eða fleiri verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Mikill fjöldi kvikmynda verður sýndur þar í Cannes þessa dag- ana, en fyrsta kvöldi hátíðarinnar lauk með því að sýnd var ný mynd, „Heilagur eldur“ en sú mynd mun ekki verða dæmd með öðrum myndum í ár. Charlie Chaplin eftir aö hann hafði tekið við heiðursfylkingar- orðunni úr hendi ráðherrans. / Wilson í heim- sókn hjá Johnson Þegar þeir sömu herrar hittust hér á árum áður, hefði fundur þeirra verið Ietraður' á spjöld sög unnar — eða a.m.k. á útsíður dagblaða. Núna vita hins vegar fáir af því þótt þeir heimsæki hvor ann'an, og blaðamenn láta þá að mestu í friði: Harold Wil- son, fyrrum forsætisráöherra Breta brá sér í heimsókn til John- sons, fyrrum forseta Bandaríkj- anna. Lyndon Johnson, sem er 62 ára, hélt útiveizlu fyrir Wilson (55 ára) og bauð til hennar einum 16 stúdentum úr The Lyndon Baines Johnson School of Public Affaires, en skóli þessi er deild úr Texas-háskóla. Ræddu þeir málin, gömlu mennimir, sem fátt hafa fyrir stafni þess’a dagana annað en þiggja heimsóknir, hirða eftirlaunin sín og „hugsa um að skrifa ævisöguna". För vel á með þeim félögum, þeir skruppu saman í smáferða lög, og héldu ræður. Fara raunar litlar sögur af þeim ræðuhöldum, enda er nú svo komið fyrir þeim báðum, aö mönnum er næsta sama hvað þeir segja um heims- viðburði, það er helzt að stúdent um í þjóðfélagsfræöum eða stjórnmálavísindum, þyki akkur ,í að hitta svo fræga menn. I/ STULKA agitarlítil stálka!" Tiny Tim læddist á tánum út úr „Doctors Hospital“ í New York.þann 10. maí sl. þá nýbak aður faðir rúmlega 3ja kílóa þungrar stúlku. „Dásamlegt“, tísti í honum, „ég er töfraður". Kona þess furðulega söngvara og sjónvarpshetju Tiny Tim hún Victoria May Khaury, er'sögð við góða heilsu og var það reyndar allan meögöngutímann, þrátt fyr ir að hún missti fóstur fyrir rúmu ári. Tiny Tim (iheitir raunverulega ■ Herbert Khaury) kom sjálfur ak- andi með konu sína á spítalann klukkan 3 að morgni þess 10. og aeið á biðstofunní eftir að frétta af erfingja sínum. Umboðsmaður Tiny Tim, Joe Cappy sagði að allan 10. maí hefði Tim tiplað um eins og hann svifi á skýi og tuldrað í barminn: ,,Lítil stúlka .... pínulítil stúlka“. Sagði umboðsmaðurinn að Tim hefði þráð að eignast stúlku „af því að strákar eru alltaf að lenda í slagsmálum, en ekki stúlkur". Þau Tim og Victoria giftust í desember 1969 í sjónvarpsþætti hjá Johnny Carson. Wilson lætur ljós sitt skína í Texas. Hann ræðir þama við stúdenta frá Texas University og Johnson hlustar á í andakt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.