Vísir - 19.05.1971, Side 9
V í SIR . Miðvikudagur 19. maí 1971,
sín rúmgóðu húsakynni. Við
getum meira að segja tekið
lagið hérna, sagði Kristján. —
Inni I einu herberginu var for-
láta flygill. Má ætla að þeir
framsóknarmenn ætli sér að
syngja þar baráttusöngva.
— Aðalskrifstofa okkar verð
ur hérna í Skúiatúninu, sagði
Kristján. Við munum hafa skrif
stofur opnar á einum 5 eða 6
stöðum öðrum f borginni. Við
ráðum lítið af föstu starfsfólki.
Flokksmenn skiptast á um að
vinna héma. Mikið af starfinu
fer fram á kvöldin og seinni
part dags. — Á kjördegi munu
að minnsta kosti starfa hér um
700 manns, getur orðið meira.
Og þar er að sjálfsögðu um
áhugastarf að ræða.
— Er ekki dýrt að reka kosn
ingaskrifstofu?
— Stærsti kostnaðarliðurinn
hjá okkur er síminn. Bílakostn
aður er hverfandi lítiM. Þörfin
fyrir bíla hefur minnkað til
mikil'Ja muna. Kjörstaðir eru nú
orðið f öl'lum hverfum og vega
lengdir því ekki svo miklar á
kjörstað. Við tökum til dæmis
mjög lítið af stöðvarbflum á kjör
degi. En við sinnum aö sjálf-
sögðu þeim beiðnum, sem okkur
berast.
Kristján var fremur fáliðaöur
enn. Spjaldskráin var niöri í
kössum, en handagangurinn í
iðnaöarmönnunum benti til þess
aö þarna væru miklir atburðir í
aðsigi.
Bjartsýni um land allt —
kannski of mikil, segir Stefán
Pálsson hjá Sjálfstæðisflokkn-
um.
fyrir efnalítið skölafólk aö
kosta sig langar leiðir á kjör
stað. Og flokkarnir hafa auð-
vitað ekki nokkur einustu tök
á að kosta fólk langar leiðir og
kannski landa á milli.
Stefán er með kort af ver-
öldinni uppi á vegg hjá sér, þar
sem eru merktir inn kjörstaö-
ir, en kjörstaðir eru einungis f
sendiráðum og hjá þeim konsúl
um landsins, sem tala fslenzku.
\fið yfirgefum kosningamusteri
’ sjálfstæðismanna og bregð-
óg frá Skúlatúni' héldum vib ^’ÚHí'okkUr niöur Laugaveginn,
feMi við Laufásveg, þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ann-
að höfuðvígi sitt í þessum kosn-
ingum. — Glæsilegur húsakost
ur vitnar um ríkidæmi og íhalds
semi. Þetta hvítmálaða steinhús
er raun'ar næsta undarlega inn-
réttað, rétt eins og völundar-
hús stjórnmálanna, Viðhafn-
arstofur á efri hæð hafa verið
eftirlátnar kvenþjóðinni, sem
vinnur að því að heimta inn upp
gjör fyrir happdrætti flokksins
og annað í þeim dúr. Niðri í
kjallar situr hins vegar Stefán
Pálsson með sitt lið. Stefán sit
ur við sólríkan glugga, sem veit
út á. græna flöt og trjágróður.
— Þetta er búið að standa yf-
ir hjá okkur í þrjár vikur, segir
þessi þaulreyndi kosningamaöur.
Okkar starf hér er fyrst og
fremst að undirbúa utankjör-
staðaatkvæðagreiösluna. Þetta
eru eins konar höfuðstöðvar fvr-
ir landið allt hjá okkur. Full-
trúaráð sjálfstæðisféla-gann'a ber
hins vegar hita og þunga dags-
ins hér í Reykjavík og þeir hafa
bækistöðvar sínar vestur í Val-
höl'l.
— Spáir þú nokkru um úr-
slitin?
— Ég spái fyrir sjálifan mig,
já, en það læt ég ekki uppi.
Þetta verða mjög tvísýnar kosn-
ingar heid ég. Persónulega held
ég að sjónvarpið verði sterkasti
áróðursm;ðillinn í þessum kosn
ingum. Annars virðist mér sem
sjálfstæðismenn séu bjartsýnir
um allt land. — Ég held að
menn séu of bjartsýnir.
— Hafið þið mikið samband
við fólk erlendis?
— Jú, það getur verið mjög
erfitt fyrir til dæmis skólafólk
að kjósa. Kjörstaðir eru svo fá
ir. Til dæmis mun ekki vera
nema einn kjörstaður í hverju
Norðurlandanna og enginn í
Finnlandi. Það er ekki svo gott
upp
hæö á númer ellefu. Stiginn er
brattur. Þegar upp er komið
blasa við dyr að skrifst. Alþýðu-
bandalagsins. Þeir hafa ekki
ýkja stórt húsnæði undir starf
semi sVna bandalagsmenn. Þeim
þykir henta að vera þarna í
hjarta borgarinnar og finna um
ferðarghýinn og fótatak vegfar
enda utan af götunni.
— Við munum hafa opnar
skrifstofur í öllum hverfunum í
Reykjavík, segir Kjartan Ólafs-
son, sem ræður rlkjum þama.
Tvær skrifstofur verða opnar
héma í miðborginni. Sumar
hverfaskrifstofurnar verða ekki
opnar nema rétt á kjördegi.
— Viö hefjum kosningabar-
áttuna með fundinum í Háskóla
bíói.
— Er það stríðsyfirlýsing?
Já, það má orða það svo. Ég
held, segir Kjartan, að kosninga
baráttan verði nokkuð lík og
verið hefur í undanförnum kosn
ingum. Sé farið lengra aftur í
tímann minnist maður þess að
kosningabaráttan stóð lengur en
nú er. Flokkarnir fara kannski
ögn mildilegar f hlutma en áð-
ur var. Það er ekki alltaf hvggi
legt gagnvart háttvirtum kjós-
endum að vera að fara miöp
geyst f sakirnar. — Bílavesenið
er að mestu leyti horfið. Viö
veitum að vísu bílaþiónustu
þeim sem þess óska, en það
er mjög lítifl hluti kiósenda, sem
lætur aka sér á kiörstað.
— Eigið þið ekki erfitt með
að ná til kiósenda ykkar, sem
eru erlendis, til dæmis náms-
fólks?
— Jú, kosningalögin eru að
þessu leyti gölluð, Það getur ver
iö erfitt fyrir þetta fólk að kom
ast á kjörstað. Sendiráðin
mættu veita meiri þjónustu, með
þvf ti'l dæmis, að senda lög-
mæta fulltrúa sína á þá staöi,
sem margir fslendingar búa, en
enginn íslenzkumælandi konsúll
er fyrir. — Þetta á ekki sízt
við, þar sem fjöldi námsmanna
er fjarri kjörstað.
Jjhiá bækistöðvum Alþýðubanda
lagsins er skammt í her-
Ekki alltaf heppilegt að fara
með miklum Iátum að háttvirt-
um kjósendum, segir Kjartan
Ólafsson hjá Alþýðubandalag-
inu.
Heyjum kosningabaráttuna á allt
annan hátt en hinir flokkamir,
segir Gúðmundur Sæmundsson
hjá Frjálslyndum.
búðir Frjálslyndra og vinstri
manna, sem hafa fengið inni
uppi á lofti í Breiðfiröingabúð.
Þeir hafa þar yfir aö ráöa ein-
um allstórum sal og oðrum litl-
um.
— Viö heyjum þessa kosninga
baráttu ekki á sama grundvelli
og gömlu flokkarnir, segir Guð-
mundur Sæmundsson, sem
stjórnar kosningaundirbúningi
F-listans í Reykjavík. Við höf-
um enga spjaldskrá, eða merkta
kjörskrá við að stvðjast eins
og h:nir flokkamir og verðum
að vinna okkar starf öðruvísi.
Auk þess höfum við lítiö af
fólki, sem vant er þeim vinnu-
brögðum sem tíðkast á kosr,
ingaskrifstofum gömlu flokk-
anna. Þetta byggist mest á sjálf
boðavinnu. Við lítum á þennan
stað sem samkomustað, þar
sem stuðningsmenn listans geta
komiö saman og örvaðhverann
an upp f baráttunni. Auk þess
býst ég við að þetta verði að
einhverju leyti líkt og flokks-
skrifstofa fyrir allt landið.
Við höfum hér nóg að starfa
sagði Guðmundur, við útgáfu
bæklinga og aukablaöa og dreif
ingarstarfsemi ýmiss konar.
—JH
— Litið inn á kosningaskrifstofur flokkanna
LIÐSMENN FLOKKANNA eru nú sem óðast að
hervæðast fyrir kosningaslaginn. Kosningaskrif-
stofur skjóta upp kollinum hvarvetna, sem hús-
næði er á lausu. Fjöldi manna er á mála hjá flokk-
unum við spjaldskrár og önnur gögn. Fjallkóng-
arnir í hinum pólitísku smalamennskum geyma
ýms hernaðarleyndarmál, sem þeir ekki flíka, sízt
þar sem blaðamenn eiga í hlut. Eigi að síður fóru
blaðamaður og ljósmyndari Vísis hringferð um
bæinn nú fyrir helgina á skrifstofur flokkanna og
heilsuðu upp á þá mætu menn.
— A 'Þýöuflokkurinn hefur
hreiðrað um sig í
gamalli eign sinni við Hverfis-
götu, Alþýöuhúsinu. Þetta hús
hefur þjónað flokknum f mörgu
tilliti, þar er Alþýðublaðið.
flokksskrifstofan og niðri í
kjallara er gamalkunnugt kát-
ínuhús, þar sem líka eru haldn-
ir fundir flokksfélaga. Þykkir
steinveggir hafa bergmálað raust
margra mestu forystumanna
flokksins. Og stigaþrepin eru
máð eftir hlaup margra dyggra
kosningasmala.
Alþýðuflokkurinn er þama í
nábýli við skattstofuna. Skrif-
stofan er hvorki íburðarmikil né
ríkmannleg á neinn hátt, nokk-
ur Itil herbergi, þar sem fólk
situr önnum kafið við störf.
— Við munum bafa aðal-
stöðvar okkar inni á Grensás-
vegi, segir Baldur Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri flokks-
ins. Þar hefur Alþýðúflokkurinn
fengið inni í þvV húsi, hvar einu
sinni hét Las Vegas. Við munum
verða með fjórar skrifstofur á
kjördegi, sagði Baldur. Starfs-
fólk verður fátt hjá okkur á
launum, en sjálfboöaliðar verða
auðvitað margir, hversu margir
er ógjörningur að segja á þessu
stigi málsins.
— Finnst þér kosningabarátt-
an ekki fara mun hægar af
stað að þessu sinni en oft áður?
— Jú, einhvern veginn hefur
þetta þróazt þannig. Sjálfstæð-
isf'okkurinn og Framsókn hafa
oft byrjað miklu fyrr. Ég hygg
að það hafi dregið dálítiö niður
f þeim vegna þess að þeir voru
komnir svo mikið í gang í sum-
ar sem leið, þegar þeir voru að
Sjðnvarpið mun gegna miklu
híutverki ... segir Baldur Guð-
mundsson skrifstofustjóri Al-
þýðuflokksins.
Jf'ramsóknarmenn hafa búið
vel um sig hér á mölinni
eins og hagsýnn bóndi, sem
flytur í bæinn. Húsakynni
þeirra eru ólíkt vistlegri en and-
stæðinga þeirra i Álþýöuhús-
inu. Höfuðbækistöðvar Fram-
sóknar í þessum kosninaum eru
í nýlegu húsi við Skúlatún.
Þetta er raunar flokkseign.
Húsnæðið hefur beöið ónotað
í vetur eftir því að útverðir
flokksins tækju sér þar stöðu
fyrir baráttuna, sem nú er
hafin.
Smiðir og aðrir iðnaðarmenn
voru í óða önn að koma fyrir
hillum og nauðsynlegum bún-
aði. Þarna voru greinilega stór-
tíðindi f nánd.
— Hér á a'It eftir að fvllast
af fólki, sagðj Kristián Bene-
diktsson, sem stýra mun skrif-
stofu þeirra framsóknarmanna,
um leið og hann sýndi okkur
hugsa um haustkosningamar.
Maður heyrir ekki mikið um
kosningar talað á vinnustöð-
um Ég held að fólk sé ekki
farið að hugsa svo mikið um
þær ennþá. — Sjálfsagt verður
Styttri kosningabarátta en áö-
ur — segir Kristján Benedikts-
son sem stjómar aðalskrifstofu
Framsóknarflokksins.
breyting þar á næstu dagana.
Ég held að útvarp og sjónvarp
komi til með að hafa mjög
mikið að segja í þessum kosn-
ingum.
— Og eruð þið bjartsýnir Al-
þýðuflokksmenn?
— Ég held að það sé ákaflega
erfitt að spá neinu um úrslit
þessara kosninga, sagði Baldur.
Hins vegar þarf ekki að efa,
að hann ætlar sér að hafa nokk-
ur áhrif á gang mála.