Vísir - 05.06.1971, Page 1

Vísir - 05.06.1971, Page 1
\ GÓÐ FJÁRFESTING „Ástandið er mjög alvarlegt, á því er ekki minnsti vafi", sögöu þessar hýrlegu og glæsi- legu stúlkur í gær Þær ræddu um gróðureyðinguna, sem enn á sér stað í landinu, — verkefni sem æskan landsins þarf að snúa sér aö í framt’iðinni, Og þær ættu líklega að vita hvnð þær syngja, þvi báðar starla hjá Landmælmgum fslands, en þar eru m. a. gerð gróðurkortin, sem sýna og sanna hversu snautt !and okkar er af gróðri, sem á enn eftir að fara minnk- andi ef ekkert veröur aö gert. Föturnar, sem stúlkurnar halda á, hafa að geyma grasfræ og áburð, — ekki slæm hug- mynd að taka eina með, þegar bensíntankurinn er fylltur, — reikningurinn hækkar ekkj svo ýkja mikið við það, — og gras- ið, sem skýtur upp kollinum á þeim óræktarbletti úti í nátt- úrinni, þar sem sáö verður, verður áreiðanlega hin bezta fjárfesting. — Og stúlkurnar? Jú þær heita Ellen Ingvadóttir, þekkt sund- kona og ólympíufari, og Sjöfn Axelsdóttir. — JB'P „ÞETTA VAR LlKAST ENCISPRCTTUFARALDRI" GóBar horfur á markaði fyrir handfæravinduna — segir Stefán Bjarnason, verkfræðingur eftir alþjóðlegu fiskveibasýninguna i Frederikshavn „Nýjustu niðurstöður af bréfa viðskiptum okkar við ýmsa, sem skoðuðu handfæravinduna ís- lenzlcu á fiskveiðasýningunni í Frederikshavn í Danmörku, benda til að stór markaður sé opinn fyrir vinduna“, sagði Stef- án Bjarnason, verkfræðingur í gær í samtali við Vísi um sýn- inguna á handfæravindunni, sem Elliði Nordahl Guðjónsson fann upp. Sagöi Stefán að sjáanlegt væri að selja mætti þúsund vindur til S.-Afríku, annað eins til Noregs, góðar horfur væri með markað 'i Mexíkó, Ameríku og Afríku, jafn- vel enn betrj þar en í S.-Afríku og Noregi. Mikill bréfafjöldi hefur borizst eftir sýninguna, safgði Stef- án. Á sýningunni í síöasta mánuöi var vindan meðal þess, sem Island sýndi, og sá Stefán um sýningu hennar Höfðu skipstjórar og fiski- menn gaman af því að láta draga sig upp eins og „heimska þorska“, eins og Stefán orðaöi það við þá, en það var gert til að sýna þeim styrk vindunnar og hæfni, en jafn- fram gátu fiskimenn líklega sett sig i spor fórnardýranna. Þetta var 7. alþjóðlega fiskveiði- sýning Dananna, en Stefán kvaðst hafa saknað allmargra innkaupa- stjóra m.a. frá Bretlandi og Þýzka- landi. Á sýningunni var einnig sildar- | flatningsvél / héðan, sem og mikla athygli vakti, svo og fram- ;leiðsla Kassagerðar Reykjavíkur á , fiskumbúðum, sem vinsælar hafa reynzt erlendis, m.a. í Noregi. — JBP Garbur i Keflavik lagöist i aubn af völdum grasmaðks, — ibúar til varnar Grasmaðkur hefur hingað til verið álitinn allra skorkvikinda ó- merkilegastur og eng- inn hefur óttazt það kvik indi. / nágrenninu bregðast vágestinum Sú er ekki lengur skoð un Jónasar Guðmunds- sonar, framkvæmda- stjóra í Keflavík. Jpnas býr við Skólaveg, og kringum hús hans eT stór garð ur, alls um 1600 fermetrar. — Fyrir hálfum mánuði fannst Jónasi grunsamlegt oröið, að á 600 fermetra svæði, sunnan við húsið, grænkaöi gras ekki, held ur kom þar upp mosi. Hann Reyndi öll ráð til að koma gras inu til. Bar á skarna, tilbúinn á- burð óg kalk, en allt kom fyrir ekki. Fór hann þá að veita eftir tekt grasmaðki í garðinum, og fannst honum skepna sú tor- kennileg ,þar sem hann hafði ekki áður séð slíka. Maðkinum fjölgar mjög ört, þar sem hann stingur sér niöur, og í gærkvöldi, þegar Vísir hafði samband viö Jónas, sagði hann að maökurinn lægi í hrúg um á flötinni, og 600 fermetrar af lóð hans væru eins og eftir engisprettufaraldur: „Ég hefði aldrei trúað þessu. Það er ekk ert gras eftir, þar sem þessar milljónir af möðkum hafa farið yfir. Það stendur ekki stingandi strá eftir, ekkert annað en grár mosi. Ég verö að sá í þetta aftur þegar tekizt hefur að útrýma kvikindinu. Ég hef fengið garð yrkjumann bæjarins til að lita á þetta, og hann ætlar að koma í fyrramálið og eitra allan garð- inn og reyndar eina 7—8 garða í nágrenninu, sem eru í hættu út af þessu. Garðyrkjumaðurinn talaöi við Geir Gígja grasafræðing, og Geir sagði að það væri Irægt að drekkja þessum maðki. Ég ætla að reyna þaö, og stend núna með garðslönguna í hendinni og úða vatni yfir ófétin. Fólk í næstu húsum er mjög hrætt um grasflatir sínar, og það úðar einnig vatni, vonandi tekst að útrýma maðkinum á morgun". Grasmaðkur er lirfa ákvéðinn aT flugutegundar, og þegar fluga sú fær ofurást á ákveðnum stað til að verpa, er voðinn vís, að sögn sérfræðinga. Að þessu sinnj varð garður Jónasar Guð- mundssona,- fyrir valinu. —GG Skáldib og leikkonan Hver er hún þessi óþekkta leikkona, sem kom svo skemmti lega á óvart f hlutverkum tveggja 14 ára stúlkna í sjón- varpinu um síðustu helgi? — Ómenntuð sem leikkona, 16 ára Rsvkjavíkursnót, sem við ræð- um viö f blaðinu í dag, ásamt höfundi POSTULÍNS — SJÁ BLS. 9. VISIR 61. árg — Laugardagur 5. júníl971.—124. tbl. Bráðabirgðalög heimila gæzlunni að kaupa byrlu Forseti íslands hefur að tilhlutan fjármálaráðherra, gefið út bráða- birgðalög sem heimila Landhelgis- gæzlunni að taka lán að upphæð 26 milljónir króna til kaupa á þyrlu. Pétur Sigurðsson forstjóri Land helgisgæzlunnar er nú í Band'aríkj unum aö skoða þyrlu, sem stendur til að kaupa. Er sú af Sikorsky gerð, allmiklu stæiri en þyrlan sem Landhelgisgæzlan hefur nú, mun geta borið 6—8 menn. Kaupverð þyrlurnar er 44 milljón, og er þaö bandaríska strandgæzlan sem þyrl an verður keypt af. — GG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.