Vísir - 09.06.1971, Blaðsíða 1
I'
„Vinna úr öllu mögulegu
og ómögulegu efni"
— skráb á starfsv’óllinn i dag
Núna eftir hádegið hefst
skráning 8—10 ára krakka á
starfsvöllinn við Meistara-
velli. Starfsvöllurinn er nú að
byrja annað árið í röð, en
hann átti miklum vinsældum
að fagna í fyrra.
Þar mun fara fram' svipuð
starfsemi og þá samkvæmt því
sem Guðmundur Magnússon —
teiknikennari — skýrði Vísi frá,
en hann er forstöðumaður starfs
vallarins. en auk hans mun Öm
Þorsteinss. teiknikennari starfa
þar i sumar. Á starfsvellinum
verður aðstaða til smíða og til
að nota önnur efni í skapandi
starfi, auk þess verður efnt til
gönguferða og náttúruskoðana.
Þarna mun verða mikið bjástr.
að og baukað í sumar, ef að
líkum lætur og eins og eins og
Guðmundur sagði „verður börn
unum leyft að vinna úr öllu
mögulegu og ómögulegu efni í
skapandi starfi“. —SB
HJÓLRCIÐAMCNN NJSR
DACLCCA t SLYSUM
Ökumenn virða ekki umferðarrétt þeirra
— hjólreiðamenn „kærulausir og andvaralitlir'
Hjólreiðamönnum virð-
ist sérlega hætt í umferð
inni, því að vart líður sá
dagur, að ekki lendi hjól
reiðamaður í óhappi.
Fullorðinn maður á reiðhjóii
lenti í árekstri við bifreið á
Snorrabraut í morgun snemma.
Maðurinn hjólaði frá Mánagötu
yfir Snorrabraut, þvert á leið 2ja
bíla, sem óku samsíða norður
Snorrabraut. Ökumanno bifreið-
arinnar nær hjólreiðamanninum
tókst að stöðva bifreiö sína i
tíma, en hin rann áfram og
rakst hjólreiðamaðurinn á hlið
hennar og féll í götuna. Meiðsli
hans voru ekki ta4i alvarleg.
Lítill drengur varð í gær fyr
ir bifreið, þegar hann hjólaði út
af stæðinu hjá sundlaugunum og
inn á Reykjaveginn.
■ 7 ára drengur á Akureyri varð
fyrir bifreið í Skarðsfalíð í gær,
þegar hann var að hjöla í fylgd
með félaga sínum. Bifreiö, sem
ók í humátt á eftir drengjunum,
var ekið fram úr þeim, en um
leiö sveigði drengurinn inn á
götuna og f veg fyrir bílinn. —
Og í fyrradag varð tíu ára
stúlka á reiöhjóli fyrir bil í
Hrafnagilsstræti á Akureyri.
I engu þessara tilvika urðu
alvarleg meiðsli á fólkinu ,en
stutt er síðan hjólreiðamaöur
beið bana á Vesturlandsvegi. og
snemma í vor varð örlagaríkt
slys á hjólreiðamanni við Hring-
braut.
Reiðhjólaumferð er mest að
sumri til og með meira móti
í ár. Ökumenn bera hjólreiða-
fólki iila söguna úr umferðinni
og telja þaö andvaralítið og
kærulaust, en hjólreiðamenn
kvarta undan tillitsleysi öku-
þóra, sem brjóti oft á þeim rétt.
Flest slysin á hjólreiðamönn
um í umferðinni eiga ýmist ræt
ur sínar að rekja ti-1 þess, aö
ökumenn viröi ekki umferðar-
rétt hjólreiðafólks og sýni m.a.
ekki næga aögát við akstur
fram úr þeim, eða að fajólreiða-
menn gæti sín illa og t.d. sveigi
frá vegarbrún og inn á götu um
leið og bifreiðum er ekið hjá.
— GP
VIÐBROGÐ STEINGRIMS
KOMU EKKI Á
- segir Þorsteinn Sæmundsson — Steingrimur
biður saksóknata um rannsókn og undirbýr
meiðyrðamál
Finnum ekki enn fyrir
fargjaldastríöinu
— segir Sigurður Magnússon
Vorum
ekki nógu
vakandi
— segir arkitektafélagið
— vill stöðva fram-
kvæmdir við Lækjargötu
og efna til hugmynda-
samkeppni
Arkitektafélag íslands hefur
rætt við borgaryfirvöld um að
framkvæmdirnar, sem hafnar
eru við Lækjartorg vegna breikk
unar Lækjargötu verði stöðvað-
ar ef borgin sjái sér fært að
efna til samkeppni um framtíð
arútlit Lækiartorgs áður en gat-
an verði lögð.
„Við vorum ekki nógu vakandi
á verðinum“, sagði Guðrún Jóns-
dóttir formaður arkitektafélagsins
í viðtali við Vísi 1 morgun, „sam
kvæmt aðalskipulaginu, sem gert
var fyrir mörgum árum er gert
ráð fyrir þessari breytingu, en við
vöruðum okkur ekki á að það
væri svo stutt í þessar framkvæmd
ir“.
Gústaf E. Pálsson borgarverk-
fræðingur sagði í viðtali við Visi
í morgun að í athugun sé hvernig
hægt sé að ganga frá Lækjartorgi
á skemmtilegan hátt um leið og
gatnaframkvæmdir haldi áfram.
1 tilkynningu frá arkitektafélag
inu um framlengingu hugmyndasam
keppninnar um , Bernhöftstorfuna
vegna skólaslita og voranua, en
skiladegi verður frestað til 20. júlí,
segir að ti! samkeppninnar um Bern
höftstorfuna sé efnt til að fá fram
hugmyndir um hvernig gæða megl
þessi umdeildu hús nýju lífi og
hvernig megi tengja þau umhverfi
sínu, miðbænum gamla.
Þá segir: „Harmar stjórn Arki-
tektafélags íslands að hafnar skuli
framkvæmdir í tengslum við þetta
svæði án þess, að stjórnvöld hafi
séð sér fært að efna til hugmynda
samkeppni um svona þýðingarmik
ið svæði í heild, áður en umferðar-
æöar eru láfnar binda aliar frekari
framkvæmdir og möguleika nýrra
frjórra hpgmynda“. —SB
„Þetta kom mér ekki á óvart“,
sagði dr# Þorsteinn Sæmunds-
son í morgun, þegar honum var
skýrt frá ummælum Steingríms
Hermannssonar, sem hefur á-
kveðið að fara fram á opinbera
rannsókn á störfum sínum í
Rannsóknarráði ríkisins.
„Ég var í þann veginn að ganga
út úr dvrunum á leiðinni á sím-
stöðina með skeyti til saksóknara
ríkisins", sagði Steingrímur Her-
mannsson, þegar blaðamaður Vísis
náði tali af honum á Isafirði í morg
un. f skeytinu til saksóknara segir
Steingrímur:
„I grein í Mbl. 8. þ. m. er veitzt
að mér og látið að því liggja, að ég
hafi misfarið með fjármuni Rann-
sóknarráðs ríkisins. Ég leyfi mér
því, herra saksóknari, að fara þess
á ]eit, að þér hlutizt til um að fram
fari opinber rannsókn á starfi mínu
hjá Rannsóknarráði ríkisins, að því
leytj er grein dr. Þorsteins gefur til-
efni til.“
Steingrímur sagði ennfremur í
símtali við blaðamann Vísis í morg-
un:
ÓVART
„Ég hef einnig falið lögfræðingi
að kynna sér efni greina dr. Þor-
steins með það í huga aö höfða meið
yrðamál á hendur honum fyrir æru-
meiðandi ummæli og aðdróttanir
um óheiðarleik minn í starfi. — Éð
er ákveöinn að fylgja þessu 'máli
fast eftir, enda er mér kappsmál, að
málið verði hreinsað sem fvrst.“
— GP
Brotajárn með
stóriðjusnsði
Rætt við framkvæmda-
stjóra Stálfélagsins
á bls. 9
Við byrjuðum morguninn hér á
Loftleiðaskrifstofunum eins og
undanfarna morgna á því, aö bera
saman nýjustu flutningsskýsrlur
við skýrslur frá því á sama tíma í
fyrra. Enn getum við ekki sannfærzt
á grundvellj þeirra talna, að far-
gjaldastríðið hafi haft nein umtals-
verð áhrif. Þess er þó vert að geta,
að þaö sem nú er komið fram er
enginn mælikvarði á það, sem
seinna getur orðið.
Eitthvað á þessa leiö svaraði
Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi
LoftleiSa þeirri spurningu Visig,
hvort fargjaldastríðið hefði náð því
að hafa verulegar breytingar á far-
þegafjölda Loftleiða. Afléiðingar af
þessu fargjaldastríði, ef einhverjar
verða, hafa ekki enn náö að segja
til sín. Flugferðir eru í flestum til-
vikum aðeins hluti af stærri ferða-
áætlun og i tengslum við hótelpant-
anir, járnbrautarferöir eða aörar
áframhaldandi ferðir með öörum
farartækjum. Fólk á því óhægt um
vik að breyta þeim með stuttum
fyrirvara. — VJ
\