Vísir - 09.06.1971, Blaðsíða 2
I
Kynþáttamisrétti í Danmörku
„Ég skammast mín fyr-
ir að vera Dani.“ Erik
Alexander heitir danskur
blaðamaður, sem tók sig
tii í vor og vann sem
tyrkneskur verkamaður í
Kaupmannahöfn í 14
daga. Hann bjó á meðal
Tyrkja og heldur því stíft
fram eftir þá reynsiu sem
hann aflaði sér, að kyn-
þáttamisrétti sé ríkjandi í
Danmörku.
„Það var óhugnanleg lifsreynsl'a
að vera meðhöndlaður eins og
þriðja flokks mannvera“, segir
Erik Alexander, ,,og við hér í
Danmörku getum sko vel hald-
ið áfram að kalla Tyrkina, Júgó-
slavana, Pakistanana eða Afríku
mennina gestaverkamenn, þvf aö
þeim finnast þeir sannarlega vera
ókunnir menn f ókunnu landi —
Óvelkomnir gestir. Ég skil þá vel.
Danskur iðnaöur hefur þörf fyr
ir erlenda verkamenn, og að
meira eða minna leyti, þá þolum
við þess'a útlendinga, svo lengi
sem þeir standa eins og véimenni
við vinnuvélar, en þegar kemur
út f daglega lífið — þegar vinnu-
degi er lokið, þá höfum' við ekk-
ert að bjóða þeim. Enn getum
við ekki fengiö af okkur aö með
höndfa þá sem jafningja.
Sem betur fer, þá eru undan-
tekningar frá þessari reglu, en
þær eru mjög fáar. Og þeir Dan-
ir, sem leggja sig fram um að
skiija útlendingana , og hjálp’a
þeim áleiðis, þeir bjóða heim
þeirri hættu, að þeir sjálfir verði
jitnir 'homauga rétt eins og verka
mennirnir útlendu — Kynþátta-
vandamál eru komin til sögunnar
í Danmörku, og við getum ekki
lengur snúið baki við staðreynd
inni og bent ásakandi á aðrar
þjóðir.
Leyfðu mér að búa sem
einn af þeim
1 þá 14 daga, sem ég lifði sem
eriendur verkamaður, varð ég
vitni að svo mikilli mismunun
sem þessir menn verða fyrir, að
ég þóttist úr helju heimtur þegar
tfminn var liðinn. Vinir mínir frá
Tyrklandi geta ekki hlaupið burt
frá þessu ástandi eins og ég gerði.
Þeir verða að halda áfram — svo
lengi sem þeir halda út.
36000 útlendingar hafa fengið
atvinnuleyfj í Danmörku Flestir
Erik Alexander, danski blaðamaðurinn lét leggja hár sitt og lita
svo útllt hans lfkist sem mest útliti Suðurlandabúa.
MEÐ MÆJORKA-
SKJÁLFTA
í LÆRUM
Nú fer að færast mæjorka-
skjálfti í margan kappann hér á
norðurslóðum Drekk'hlaðnar
leiguflugvélar ferðaskrifstofanna
leggja nú hver af annarri leiö
sína á suðurslóðir, og innanborðs
sitja skvapholda kaupsýslumenn
og fölleitir ríkisstarfsmenn —
æstir í aö rifja upp mæjorkaævin
týrin frá því árið áður.
Þessi kvensa ar 23ja ára og heit
ir Aase Hennebeng. Hún er stað
ráðin í að krækja sér í nokkrar
af þeim krónum sem ferðaskrif-
stofuhöldum falla í skaut, og ætl
ar í samkeppni við Tjöruborgar®
prestinn og Símon Spies, Hún hef*
ur leigt sér farþegaflugvéi af flugj
félaginu „Air Spain“ og ætlar*
að senda einu sinni til tvisvar í«
viku 132 farþega til Mæjorku. •
Fyrsta flugvélin er farin, og«
Aase er kampakát. M'aðurinn J
hennar er flugkennari og seinna*
í sumar, þegar Aase verður út-«
skrifuð frá honum, ætlar hún J
sjálf aö gripa í að fljúga mæjorkao
förum suöur. Sem stendur hefurJ
hún aðeins réttindi til að fljúgaj
einkavélum eða sportvéium. o
eru Þjóðverjar, en síðan koma
Tyrkir, Júgóslavar og Englending
ar. Orðrómur er á kreiki um að
10.000 útlendingar til viðbótar
vinni hér ólöglega — og því er
hvorki hægt að neita né játa. Þeir
atvinnurekendur eru til, sem
spyrja ekkj svo grannt eftir því
hvort væntanlegur starfsmaður
hafi alla nauðsynlega pappíra
á sér. Ég kynnt.ist einum verka-
manni, sem starfaði hér án leyfis.
Hann er 46 ára verkamaöur,
Tyrki, og fékk vinnu á Austur-
Sjálandi. Þegar hann hafði unnið
í 2 mánuði, án þess aö sjá krónu
fyrir, fór hann til atvinnurekand
ans og bað um kaupið sitt. Hann
fékk greiddar 156 krónur (dansk
ar). Það sem á vantaði sagði at-
vinnurekandinn, að hann tæki upp
í fæði og húsnæði. Tyrkinn kom
sér sem skjótast burtu, en enn
hefur hann ekki kært atvinnurek
andann. Otlendu verkamennimir
fara nefnilega varlega í sakimar
þegar slík vandamál koma upp,
þeir vilja ekki valda öðrum verka
mönnum erfiðleikum.
Komist upp um einn leyfis-
lausan verlöamann á ákveðnum
stað, skapast sú hætta, að hann
missi jafnvel réttincR tii að vinna
fyrir mat sinum — og þar fyrir
utan kemst þá upp um aöra verka
menn sem einnig eru leyfislausir.
Undanfarin ár hafa útlendingar
svo oft upplifað harmleiki af slíku
tagi, að þeir kjósa fremur aö
koma fram sem þögull hópur sem
lætur traðka á sjálfsögðum mann-
réttindum. Þeir kæra ekki opinber
lega. Þeir eru í ókunnu landi. —r
Geti þeir ekki aðlagað sig að-
stæðum. geta þeir farið.
Ókunnir — ekki einu
sinni gestir.
Blaðamaður danska blaðsins B.
T. kaus að dulbúast sem Tyrki,
Hann valdi þá þjóð, vegna þess
að hann bjóst við að þeir ættu
í meiri erfiðleikum en aðrir, sök-
um þess að þeir eru múhameðs-
trúar, verða að borða vissar fæðu
tegundir, þeir búa mjög þröngt,
og einnig vegna þess, að þá er
hægt að þekkja úr, þeir e-u ólíkir
öðrum útlendum verkamönnum 1
Danmörku, að negrum undan- '
skildum.
„Tyrki getur ekki ímyndað sér,
að Dani geti nokkru sinni verið
líkur Tyrkja“, sagði blaðamaður-
inn. „Ég lét lita skegg mitt og
hár kolsvart. Ég setti liði í hár-
iö, og æfði mig í að tala vonda
þýzku og ensku. Þegar ég var
meðal Tyrkja talaði ég hins veg
ar dönsku, því að margir þeirra
hafa verið hér í fáein ár, og eru
farnir að skilja dönskuna lítils
háttar.
Vinir minir þeir sem ég um-
gekkst mest þessa 14 daga, voru
flestir Kúrdar. Kúrdar eiga sér-
lega erfitt i Danmörku, þar sem
Kúrdar eru kúguð þjóð og í minni
hluta heima fyrir, og þeir sem
hingað hafa komið, eru ekki sér-
menntaðir á neinu sviöi. Þeir hafa
ekkert gert heima hjá sér annað
en að vinna að landbúnaðarstörf-
um með fjölskyldu sinni. — Þeir
hafa lifað af þessum landbúnaði
eins og Kúrdar hafa gert gegnum
aldirnar og þess vegna eru aðlög-
unarerfiðleikar þeirra hér meiri
vandkvæðum bundnir en annarra
þjóða, sem koma frá iðnvæddum
löndum.
ÁðuT en ég fór að búa með
Kúrdum hafði ég veitt eftirtekt
skeggvexti Tyrkja. Margir þeirra
eru með yfirskegg, og það yfir-
skegg hafa þeir beðið Múhameð
um levfi til að fá. Hafi þeir feng
Það var 3ja tíma verk að um-
breyta danska blaðamanninum,
svo hann gæti verið Tyrki í
hálfan mánuð.
ið leyfið, þá me>ga þeir aldrei
framar raka af sé^ skeggið
Ég hélt mínu. Það sem mestu
máli skipti var nefnilega ekki það
að fá Tyrkina til að trúa þvi að
ég væri Tyrki, heldur hitt, að Dan
irnir væru vissir um að ég væri
ekki Dani, Það heppnaðist í næst
um öllum tilvikum. Þegar ég gekk
um borgina með Kúrdunum, lét
ég þá um að tala. Væri ég spurð
ur að nafni átti ég aö svara: Must
apha — eða segja bara: Skil ekki.
Þessa 14 daga skildi ég það bet-
ur en áður, hvers vegna hinir svo
kölluðu gestaverkamenn eru þeirr
ar skoðunar aö litiö sé á þá sem
aðskotadýr hér. Og það va>r óhugn
anleg reynsla.