Vísir - 09.06.1971, Blaðsíða 5
VlSIR. Miðvikudagur 9. júní 1971,
5
Krappur dans á Melavellinum. Þorsteinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, slær knöttinn frá af tám Erlends Magnússonar. Aðrir
á myndinni eru Guðni Kjartansson og Gísli Torfason, ÍBK og Kristinn Jörundsson Fram. Fjærst Jón Pétursson Fram. Ljósm_ BB
Fram hlaut bæði stig á
sjálfsmarki Keflvíkinga
— Sigraði með 2-7 i 1. deildarkeppninni i
gærkv'óldi
Tvö heppnismörk — ann
að sjálfsmark — færðu
Reykjavíkurmeisturum
Fram sigurinn í viðureign-
inni við Keflavík í 1. deild
í gærkvöldi, en þrátt fyrir
það var sigur Fram alls
ekki óverðskuldaður í
leiknum, sem var harður
eins og Melavöllurinn, því
yfirleitt var Fram betra lið
ið í þessum oft grófa leik.
Og þetta þýðir, að Fram
hefur þegar hlotið tveggja
Þorlákur Þórðarson — þrjátíu ár
sem knattspyrnudómari.
stiga forustiu 1- deild eft-
ir aðeins tvær umferðir —
en nú er eftir að vita hvað
liðið gerir, þegar það
kemur á grasvellina
en fleiri leiki leikur það
ekki á malarvelli í íslands-
mótinu að þessu sinni.
Margt áhorfenda lagði leið sína
á Melavöllinn 'i gærkvöldi, þrátt
fyrir sjónvarpsumræður stjórn-
málaforingjanna, og fengu að sjá
spennandi, en ekkj að sama skapi
vei leikinn leik — harðan og hrað-
an — og aðeins eitt fallegt mark,
sem Keflvíkingar skoruðu.
Fram fékk óskabyrjun i leiknum
og það voru ekkí nema sjö min.
af leik. Þegar liðið skoraði sitt
fyrra mark, Knötturinn barst inn
í vítateig og nú virtist markheppn-
in aftur með Kristni Jörundssyni,
þegar knötturinn barst af koiii
hans í mark Keflvíkinga og vissu-
lega áttu varnarleikmennirnir að
geta komið í veg fyrir þetta ódýra
mark. En Fram hafði náð forustu
og það eru mörkin, sem gilda.
Framan af hafði Fram undirtök-
in í leiknum og það var ekki fyr
en á 18. min., sem Keflvikingar
náðu fyrst hættulegri sóknarlotu,
en þá komst líka Magnús Torfason
allt í einu í opið færi, en spyrnti
framhjá. Rétt á eftir var hættan við
hitt markið — hinn ungi kantmað-
ur Kjartan Kjartansson (áður i
Þrótti) gaf þá vel fyrir mark Kefl-
víkinga og Erlendur Magnússon
stóð með knöttinn t'yrir opnu
markj — en tókst að koma honum
framhjá, og virtist þaö þó mun
erfiðara en að senda hann í mark-
ið.
Á 35. m’in, tókst Keflvíkingum
að jafna og það var fallegt mark.
Eftir homspyrnu varð mikill darr-
aðardans á marklínu Fram Þor-
bergi Atlasyni tókst að slá frá, en
aðeins rétt út fyrir markteiginn, þar
sem Friðrik Ragnarsson var einn
og tókst honum að senda knöttinn
með þrumuskoti efst í markhornið
—- framhiá öllum varnarmönnun-
um. Og síðast i hálfleiknum fékk
Friðrik gott tækifærj til að ná for-
ustu fyrir Keflvíkinga, þegar hann
komst einn inn fyrir vörn Fram, en
spyrnti knettinum yfir, þegar Þor-
bergur kom á móti honum.
í síðarj hálfleik skapaðist miklu
meiri hætta viö mark Keflvikinga,
en eina markið var þó sjálfsmark
bakvarðarins Ástráðs Gunnarssonar
þegar á fjórðu mín. Ástráði tókst
þá á síðustu stundu að verða á
undan Kristni að knettinum inn i
markteigj og spyrnti frá, en beint í
samherja og frá honum sniglaðist
knötturinn yfir marklínu Kefla-
víkurmarksins. Þetta var mikil ó-
heppni hjá Ástráði, en rétt á eftir
oætti harrn mistökin að nokkru
upp, þegar hann bjargaði á mark-
Jínu.
í þessum harða og stórkarlalega
leik, sem sást til beggja liða eftir
markið, var Fram mun hættulegra
og stórfaliegir skallaknettir Sig-
urbergs Sigsteinssonar — eftir
hornspymur — hefðu verðskuldað
að hafna i netinu og Frain að vinna
leikinn á eigin verðleikum, en ekki
mistökum mótherjanna. En þetta
varð samt niðurstaöan og Fram
hefur því fjögur stig í pokahorninu.
Vörn Fram var yfirleitt sterk
i þessum leik, en þó komu þar fyrir
atvik, sem ekki hafa sézt áður í
vorleikjunum. Hún opnaóist við og
við illa — þó það kæmi ekki að sök
nema einu sinni. Framverðirnir,
Ásgeir El'íasson og Jón Pétursson,
voru beztu menn liðsins og einkum
áttj Ásgeir þó skinandi leik — sinn
bezta í vor og er þá nokkuð sagt.
En framlínan er ekki nógu beiti
og bættulegustu aðgerðirnar við
mark mótherjanna komu oftast fyr
ir tilverknað varnarleikmannanna.
Þó er Arnar Guðlaugsson stöðugt
að verða betri 'eikmaður.
Keflvikingar eiga nokkrum góð-
uni leikmönnum á að skipa, en
heildarsvipurinn á leik liðsins er
ekki nógu sannfærandi. Gísli Torfa-
son bar af í liðinu að þessu sinni
og Magnús bróðir ,hans áttj einnig
þokkalegan leik. En hinir kunnu
leikmenn liðsins, Guðni Kjartans-
:son og Einar Gunnarsson, voru ekki
í essinu sínu að þessu sinni, og
léku meira af kröftum en getu —
nokkuð, sem líka má ef til vill
jsegja um sunia leikmenn Fram.
jÞorsteinn Ólafsson var óöruggur ’i
markinu á höröum Melavellinum
og skapaði það mesta glundroðann
jí vörninni. Framlinumennirnir eru
jleiknir flestir og fljótir, og Friðrik
I Karlsson þeirra beztur.
\ Dórnari í þessum leik var Þor-
'lákur Þóröarson, Víking, sem átti
þarna 30 ára afmæli sem knatt-
spyrnudómari. Hann var ákveðinn
í leiknum og dæmdi allvel, en þetta
var einn hans siðasti leikur sem
dómari, því Þorlákur verður fimmt-
ugur í þessari viku. — hsím.
□
Norðurlanda-
\ met i hástökki
i
Norska stúlkan Kari Karlsen
jafnaði Norþurlandametið í há-
stökki kvenna, þegar hún stökk
1.76 m. á móti í Groningen í Hol-
landi í gær.
Landsliðið
valið í dag
íslenzka landsliðið í knatt-
spyrnu, sem leikur síðari leik-
inn við Frakkland í undan-
keppni Ólympíuleikanna
París hinn 16. júni, verður val-
ið í dag og mun Hafsteinn
Guðmundsson, landsliðseinvald-
ur, þá tilkynna hv^rja hann
hefur valið í liðið. Sennilegt er,
að mjög litlar breytingar verð
gerðar á liðinu frá þv'i það lék
gegn Noregi á dögunum. Þó
kemur nýr maður í stað Her-
manns Gunnarssonar, Val, sem
ekki má taka þátt i leiknum
þar sem hann var um skeið at-
vinnumaður.
íslenzka landsliðið heldur til
Parísar næstkomandi þriðjudag
14. jún't. Fararstjórar verða Al-
bert Guðmundsson, formaður
KSÍ, Helgj Daníelsson og Haf-
steinn Guðmundsson, og einnig
verður landsliðsþjálfarinn Rík-
harður Jónsson með í förinni
Fyrri leik liðanna í Laugarda
10. maí lauk með jafntefli án
þess mark væri skorað. fslanc
kemst áfram i keppninni verði
jafntefli í París og mörk skor-
uð — en hlutkesti ræður ef
markalaust jafnteflj veröur.
Staðan í
1. deild
Tveimur umferðum er nú lok-
i, í 1. cíeildar-keppninni og hefur
Fram þegar náð tveggja stiga
forustu, en öll liðin hafa hlotið
stig. Staðan er nú þannig:
Fram
Akranes
Akureyri
Breiöablik
Keflavik
KR
Vestm.eyjar 2 0 111-21
Valur 2 0 111-31
Þjálfarar
til Dana
Józka handknattleikssambandið
í Danmörku hefur gefið Handknatt-
leikssambandi fslands kost á að
lýsa eftir þátttöku tveggja manna
í þjálfaranámskeiði 'i Árósum 2.—
7. júlí n.k. Námskeiðið er ætlað
byrjendum. Þeir, sem hafa hug á
,þessu verða að senda skriflega til-
kynningu til HSÍ fyrir 20. júní.
SIL VESTER
RUCH
Heimsmethafinn í kringlukasti
Jay Silvester sigraði Rickv Bruch
með miklum yfirburöum á móti,
sem háð var í Gautaborg i gær-
kvöldi en báóar voru keoipui'nar
langt frá sínum bezta árangri
Silvesler kastaði 65.30 m., en
Bruch aöeins 62.22 m Þriðji i
"greininni var danski kriiigiuKascu:-
inn Kai Ajndersen með 57 metra.
Sigurvegarar i öðrum greinum á
mótinu urðu Hans Lagerquist 'i
stangarstökki, stökk fimm metra.
Ove Berg i 1500 m. á 3:44.6 mín.
Sören Viggo Pederse,, i 200 m. á
21.5 sek. og Jcan Marveaux í 400
m. á 48.5