Vísir - 22.06.1971, Page 2

Vísir - 22.06.1971, Page 2
Kristur kemur! — æpa nú ungir uppreisnarmenn i Banda- rikjunum og hafa snúib sér að heilagri ritningu Andóf gegn stríði í Washing- ton. Eftirlýstur Jesús Kristur ööru nafni: Messías, sonur Guös, konungur konunganna, lá- varöur lávarðanna, friðarprins, o. s. frv. — Leiðtogi neðanjaröar frelsis- hreyfingar. — Eftirlýstur fyrir eftirfarandi ákærun Iðkar Iækningar, víngerö og dreifir matvæium án leyfis. — Truflar verzlunarmenn i hofum þeirra. — Er samvistum við þekkta glæpamenn, rðttæka menn, skemmdarverkamenn, hórur og götulýð. — Þykist hafa það á valdi sínu að gera fólk að bömum Guðs. — Einkenni: Dæmigert hippi. Er síðhæröur, hefur skegg, gengur f kufli og ilskóm. — Heldur sig gjaman í slömm um borga og á fáa auðuga vini. Laumast oft út í eyöimörkina. — Gætiö að: Þessi maður er hættulegur. Hinn viðsjárverði boð skapur hanis er einkum hættuleg- ur fyrir unglinga, sem enn hafa ekki lært að láta þennan mann lönd og leið. Hann breytir fólki og þykist geta frelsað það. Aðvörun: Hann hefur enn mikil áhrif! Og það er öruggt að hann hefur enn mikil áhrif. Textinn hér á undan er af plaggati, sem prentað var í kristnu neðanjarðar blaði og heldur blað þetta því fram að „Jesús sé enn á lífi og lifi meðal róttækra", en ungir Bandaríkjamenn sem em I bylt- ingarham, snúa sér í æ ríkari mæli að kristinni trú og taka að líta á Jesús sem leiðtoga sinn. Boðskapur þessara nýkristnu manna er eftirfarandi: Biblían segir satt, kraftaverk gerast og Guð elskaði raunvemlega svo heiminn að hann gaf son sinn eingetinn. 1966 sagði John Lennon að The Beatles væru vinsælli en Jesús Kristur. Nú em Beatles búnir að vera og sundraðir og George Harrison syngur „My sweet Xxird“. Hinir nýju, ungu fylgis- menn Jesú Krists hlusta á Harri- son, en þeir breyta eftir orðum meistara síns: „Þar sem 2 eða 3 eru samankomnir, þar er ég mitt á meðal þeirra. Stelið þessari bók Abbie Hoffman er kaldur. Hann varð að taka að láni 2500Ó doil- ara til þess að geta komið út bók eftir sjálfan sig, og heitir bókin því góða nafni: „Steliö þessari bók“. Enginn vildi gefa bókina út Þ% sem útgefendur voru smeykir um, að fólk myndi taka titil bók- arinnar alvarlega, A'bbie Hoffman er svo jippa- leiðtogi og í stökustu vandræðum með ’bók þessa, þar sem dagblöð hafa neitað honum að auglýsa bókina og enginn bóksaii vill selja hana — með þessum ágæta titli. Þess vegna var ekki annað fyrir Hoffman að gera en að s'etja upp borð við fjölfarna götu í New York og selja bókina sjálfur í eigin persónu. Vissulega var fleiri bókum stol- ið en hann gat selt, enda fjallar „Stelið þessari bók“ um hvernig rækta eigi maríjóhönnu, hvernig hægt sé að svindla á sjónvarps- stöövum og horfa ókeypis, hvern- ig á að búa til mólótovkokk- teila og fleira gott. Kynslóð sem áður var þekkt að iðkun frjálsra ásta, eiturlyfja- notkun og ofbeldisverkum, hefur allt í einu gert Krist að leiðar- Ijósi og predikar sannleiksgildi biblíunnar. • •••••••••••••••••••••••••• e • ts o »•• • o • «• a ••••••• • Brigitte Bardot fjúkandi reið „Kvikmyndir frá Norðurl'óndunum hafa eyðilagt feril minn" Brigitte Bardot nær ekki upp í nefið á sér fyrir bræði. Hún er svona reið út f Dani og Svía. „Þeir eru búnir að eyðileggja alia ,,erótík“,“ segir hún, „eink- um Svíarnir. Aliur spenningur í sambandi við • ást og ástalíf er löngu fyrir b'i. Ástalífið í kvik- myndum frá þessum löndum er gróft og ósmekkiegt. Menn hafa gengið alltof langt.“ í fimmtán ðr hefur Bardt iifað á þvi að sýna á sér kroppinn á hvíta tjaldinu. Hún leikur ennþá í kvikmyndum, en nýtur ekki sömu vinsæida og forðum tíð. Að- sóknin fer stöðugt minnkandi. Það eru kvikmyndir frá Dan- mör!:u og Svíþjóð, sem eyðileggja aðsóknina að myndunum, sem Bardot gamla leikur í. Þetta hef- ur sín áhrif á fjárhag hennar. Nú vinnur hún sér ekki inn nema helming á viö það, sem hún gerði, þegar bezt lét. Sem kyntákn á hún ekki fram- tíð fyrir sér, enda hefur hún nú verið í kvikmyndabransanum i rúm fimmtán ár, síðan Roger Vadim kom henni á framfæri í kvikmyndinni „Guð skapaði kon- un'a. En er þessi vinsældarýrnun norrænum kvikmyndum að kenna? Kannski er Bardot orðin of gömul. Helzt vill hún gleyma, að hún verður 37 ára á næsta afmælisdegi sínum en hvað sem því líður getur sú gamla ennþá gengið um í bikiní’ötum, og ekki skortir hgna karlkyns aðdáendur. Sá nýjasti í þcim hópi er raunar yngri en hún. þrftugw, og heítir Christian Kait. Brigitte hefur kynnt hann fyrir föður sfnum, og Bardot-sérfræðingar segja, að slíkt viti á hjónaband.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.