Vísir - 22.06.1971, Blaðsíða 10

Vísir - 22.06.1971, Blaðsíða 10
w V 1 S 1 R . Þriðjudagur 22. júní l»/i. í KVÖLD | I DAG 1 IKVQLD 9 I DAG I IKVOLD MINNINGARSPJÖLD • Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá Guðrúnu Þor- steinsdóttur, Stangarholti 32, — sími 22501, Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitisbraut 47, sími 31339, Sigríði Benónýsdóttur, Stigahlíð 49, sími 82959, Bókabúðinni Hlíð ar, Miklubraut 68 og Minninga- búðinni, Laugavegi 56. SKEMMTISTAÐIR • Þórscafé. BJ. og Mjöll Hólm leika og syngja. Röðuli. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar leikur, söngvarar Þuríður Sigurðardóttir, Einar Hólm og Jón Ólafsson. Lindarbær. Félagsvist i kvöld kl. 9. t ANDLÁT Steinunn Ragnheiður Gísladótt- ir, Hrafnistu, lézt 17. júní, 85 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju kl. 3 á morgun. TILKYNNIKCAR • Prestkvennafé*ag íslands. Há- degisverðarfundur verður í Átt- hagasal Hótel Sögu föstudaginn 25. júní n.k., í tilefni af 15 ára afmæli félagsins. Skemmtiatriði og aðalfundarstörf. Þátttaka til- kynnist til Guðrúnar i síma 32195. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs. Sumar- ferð félagsins verður farin sunnu- daginn 27. júnf. Farið verður að Keldum á Rangárvöllum, i Fljóts- hlíð o. fl. Konur eru beðnar að tilkynna þátttöku fyrir föstudag, 25. júní, í síma 41326 (Agla), 40612 (Þuríður) og 40044 (Jó- hanna). jÁsprestakal1. Sumarferð verður farin sunnudaginn 4. júli n.k. Far- ið verður að Krossi í Landeyjum, og messað þar kl, 2. Síðan skoðað Byggðasafniö að Keldum, Berg- þórshvoll o. fl. Þátttaka tilkynn- ist til Guðrúnar í síma 32195 eða Jóns i síma 33051. KFUK. Sumarstarf. Leikjakvöld fyrir 12 ára stúlkur í kvöld kl. 8 í KFUM og K húsinu við Holta- veg. Mætum allar. Sveita&tjóm- imar. *g hvili með gleraugum frá Austurstræti 20. Simi 14566. Orðsending Jóhannes Geir biöur þá, sem boðskort hafa fengið á sýningu hans að athuga, að á kortinu á að standa: miðvikudaginn 23. júní. Njálsgata 49 Simi 15105 Fíladelfía. Almennur biblíulest- Uj. í kvöld kl. 8.30. Einar Gíslason talar. Daníel Jónasson og frú taka til máls á samkomunni. Það rignir i dag. Munió eftir regnkápu útsölunni í Thomsens- sundi. Örfá skref frá íslands- banka að austanverðu. Vísir 22. júni 1971. 8IFREIÐASK0ÐUN @ R-10351 — R-10500. Þessa mynd tók blm. Vísis á Saltvíkurhátíðinni: Svona lagað er þó ekki einstakt fyrirbrigði. Síðan Saltvíkurhátíðin var haldin hafa komið hátfðir þar sem það sama blasti við — eins og t.d. á þjóðhátíðinni .... SJÓNVARP KL. 21.20 „SaStvík aðeins sýningargiuggi" — fyrir vandamálið, sem við er að etja Skoðanir manna eru áreiðan- lega ekkj skiptar um þaö, livort áfengisneyzla unglinga og jafnvel barna hafi farið í vöxt á siðustu áruni. Um þaö eru of mörg tal- andi dæmi. Hitt er annað, að uppi eru skiptar skoðanir á því, hvem- ig vandamálið megi leysa. Saltvíkur-hátíöin var dýrkeypt reynsia, sem mikið má læra af. Hvert verður næsta skrefið, sem taka skal að fengnum þeim lær- dómi? Um það og annað þar fram eftir götunum veröur skipzt á skoðunum í sjónvarpsþætti Gylfa Baldurssónar í kvöld. Ti! þátttöku í þættinum hefur Gylfi fengiö fjóra málsmetandi menn, þá Hinrik Bjarnason, fram- kvæmdastjöra Saltvíkur-hátíðar- innar, séra Ragnar Fjalar Lárus- són, Gunnar Frímannsson, félags- træðing og loks ungan mann úr hópi ungs fólks, en er Vísir haföi tal af Gvlfa í gær. haföi Gylfi ekki fyllile'ta gert það upp við sig, hver sá ungi maður eóa kona ætti að vera. „Þátttakendunum er ekki stillt upp sem andstæðingum á neinn hátt,“ sagði Gylfi. „Enda er það Ijöst, að menn eru á einu máli um það, að áfengisneyzla ungl- inga er orðið stórt vandamál. Það sem mig langár til að fá umræð- urnar til að snúast um, er það, hvernig leysa rnegi vandamálið". „Þótt þátturinr: beri vfirskrift- ina Saltvfk 71 er ekki þar með sagt, að sú hátið ein verði til um- ræðu,“ sagði Gylfi loks. „Salt- víkur-hátiðina tel ég aðeins vera sýningarglugga fyrir það vanda- mál, sem við er aö etja.“ — ÞJM Áraað heilla Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni, ungfrú Ragna Sveinbjörnsdóttir og Sig- uröur Þórðarson. Heimili þeirra er að Hrísateigi 10 Reykjavík. (Studio Guðmuridar) Þann 24/4 voru gefin saman i hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Þórunnborg Jónsdóttir og Guðm. Ragnar Eiös- son bifvélavirki. Heimili þeirra er að Bragavöllum Geithellnahreppi, S. Múl. (Studio Guðmundar) Þann 27/5 voru gefin saman í \ hjónaband í Dómkirkjunni af séra Birni Jónssyni, ungfrú Rósa- munda Rúnarsdóttir skrifstofu- mær og Ragnar Marinósson skrif- stofumaður. Heimili þeirra er að Tjarnargötu 20, Keflavík. (Studio Guðmundar) unBqri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.