Vísir - 22.06.1971, Blaðsíða 6
6
VÍSIR. Þriðjudagur 22. júní 1971
Vinnuvélar í
umferðinni
A. skrifar:
„Mörgum ökumanninum mun
hafa runnið í skap af akstri
vinnuvéla á fjölförnum götum
og það kannski á háannatíma
umferðarinnar, eins og í hádeg
inu.
Auðvitað ættu stjómendur
þessara tækja að forðast síikar
fjölfamar leiðir og alls ekki
fara þær á þeim tíma, sem
vænta má mikiMar umferðar. —
Það er segin saga, að hvar sem
þessi tæki eru á ferö, þá safn
ast á eftir þeim mikil þvaga og
einhvers staðar við gatnamót
endar þetta í einum hnút.
En þegar svo ber við, að ekki
verður hjá því komizt að aka
verður vinnuvélum um götur, þá
ættu stiómendur þeirra að sýna
þá tillitssemi, að víkja vel út
i vegarbrúnina annað veifið, til
þess að hlevoa fram úr sér þeim,
sem á eftir koma.
Einstakir þeirra gera þetta —
hef ég séð. En margir þeirra
virðast hins vegar ekkert vita af
umferðinni í kringum sig, eða
ekki finna hiá sér neina kö’lun
til þess að draga úr óþægindun-
um. sem aðrir verða fyrir af
ferðum þeirra.“’
Tillaga um
stjórnarmyndun
H.J. skrifar:
„Nú undanfarna daga, eða síð
an á kosningadag, hafa menn
verið að hugleiða. og geta í,
hverjir eða hvaða flokkar muni
nú mynda stjóm, þegar faM nú
verandi stjómar er nú orðið
staðrevnd.
Vísir hefur spurt, og raddir
lesenda hafa sett fram hug-
mvndir. Nú vildi ég koma á
framfæri hugmynd, sem ég tel
eðlilegasta.
Núverandi stjórnarflokkar
taka Hannibalistaflokkinn, stóra
sigurvegarann úr kosningunum,
inn f ríkisstiómina, enda hef
ur Hannibal þegar gefið það f
skyn að slfkt væri honum að
skaoi.
Gengi sitt í öllu sínu brölti
á undanfömum árum, og þá ekki
sfzt nú, á Hannibal fyrst og
fremst SiáH'+^ð’s- og Albýðu-
flokknum að þakka. Þeir hafa
hlaðið undir og hann er og hef
ur verið forset? ASf fvn'r beirra
tilstilli, einnig hefur mér sýnzt
Morgunblaðið oftileea reka bein-
línis áróður fyrir Hanniball og
hans flokk.
Alþýðuflokkurinn, sem beið
algert skipbrot f þessum kosn-
ingum, á ekki annarra kosta völ
en ganga nú til Hannibals og
biðia um same’ningu.
Núverandi ráðherrar flokksins
hætta auðvitað allir, en nýir
taka við. Sumir þeirra verða
sennilega að hætta fyrir fu'l'lt og
allt.
Siálfstæðisflokkurinn og Vinstri
jafnaðarmannaflokkurinn (eins
og Hannibal vill ka'la það) eiga
að mynda riæstu rikisstjórn."
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15
BÍLAVÖR
15-17-5 2
Höfum opnað að Höfðatúni 10 (Gamla Cemia-
húsið). — Látið skrá bílinn strax í dag.
Opið til kl. 22.00 alla virka daga.
Bílavör
Höfðatúni 10, símar 15175
15236.
Tilkynning
frá lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar
Skrifstofa lífeyrissjóðsins er flutt að Lauga-
vegi 77, sími 14477, þeir atvinnurekendur sem
ekki hafa gert skil á iðgjöldum til sjóðsins eru
beðnir um að gera það nú þegar. Iðgjöldin
greiðist í útibú eða aðalbanka Landsbanka
íslands sparisjóðsbók nr. 129980.
Stjórn lífeyrissjóðs
Dagsbrúnar og Framsóknar.
Nýir og stórir svifnökkvar
frá BeSls-verksmiðjunum
— reynast mjög vel í Bandaríkjunum, jafnvel v/ð erfiðustu aðstæðu,
Tjess era mörg dæmi hér á
landi að menn verða gripnir
skyndilegum áhuga á vissum
hlutum eða framkvæmdum, en
glata áhuganum svo jafnskjótt,
ef þaö kemur á daginn að ein-
hverjir annmarkar eru á —
jafnvel þótt um sé að ræða ann-
marka sem hefði mátt ráða bót
á með betri undirbúningi, eða
þegar reynslan fór að segja til
s£n. Síðan svo ekki söguna meir.
Eitt af gleggstu dæmunum um
þetta, er áhuginn, sem vaknaði
hér fyrir nokkrum áram á svif-
nökkvum og notagildi þeirra við
íslenzkar aðstæður. Svifnökkvi
var fenginn hingað að láni til
skammrar reynslu, hann reynd-
ist ekki eins og vonir stóðu til
um — og síðan verður þess ekki
vart að neinir aðilar hafi hug á
að taka það mál tii nýrrar at-
hugunar.
Á þeim árum, sem liðin eru
síðan þessi tilraun var gerð,
hafa mikar framfarir orðið f
smiði svifnökkva erlendis, ekki
einungis á Bretlandi og f Banda-
ríkjunum, heldur og Frabklandi
og Sovétríkjunum — og svo að
sjálfsögðu f Japan, þar sem ebk-
ert tækifæri er látið ónotað til
að framleiða varning og tæki,
sem stendur vestrænni fram-
leiðslu jafnfætis eða framar.
Svifnökkvarnir eru nú yfirleitt
smíðaðir stærri og burðarmeiri
en áður, og að sjálfsögðu hafa
verið um leið gerðar á þeim
margháttaðar endurbætur, þann
ig að þeir geta nú talizt örugg
flutningatæki, bæði fyrir fólk
og farm.
Vestan járntjaldsins eru það
einkum tvö fyrirtæki, sem fást
við srníði og framleiðslu á svif-
nökkvum — flugvélaverksmiðj-
urnar British Hovercraft og Sidd
eley á Bretlandi, og hið mikla
þyrluframleiðslufyrirtæki, Bells,
í Bandarfkjunum — auk frönsku
verksmiðjanna, sem framleiða
svifnökkva þó f mun smærri stíl,
og að sumu leyti úr hlutum frá
brezka Hovercraft.
í Bandaríkjunum hagar þann-
ig til, að flestar af borgum þar,
að minnsta kosti frá eldri tímum,
standa á bökkum skipgengra
fljóta eða við ár, sem áður voru
famar smærri skipum, en þá
vora fljótin og árnar aðalsam-
gönguleiöir þar í landi. Nú era
það bflvegimir og járnbrautim-
ar, auk flugvélanna, en vegna
staðsetningar borganna, era og
flestir flugvellir gerðir á fljðts-
eða árbökkum. Fyrir bragðið
liggja þessar borgir mjög vel við
samgöngum, sem svifnökkvam-
Stór svifnökkvi frá Beils skríður 70 hnúta yfir lygnu vatni,
50 hnúta yfir landi og öldurótL
it irinriougö?-.í(w ■
ir geta annazt, bg þar að auki er
sigling þeirra eftir fljótunum —
eða réttara sagt yfir fljótunum
— hraðari en flestar samgöngur
geta orðið á landi. Framámenn
Bells-fyrirtækisins hafa f und-
irbúningi að færa sér þessar að-
stæður sem besd f nyt, með því
að byggja stóra og örugga svif-
nökkva til flutninga, bæði á
milli borga og til borga úr ná-
grenni þeirra, og þá um leið að
flugvöllunum, til dasmis af 70 til
80 mflna svæði. Með þessu móti
er, segja þeir, ekki einungis
unnt að sjá fólki fyrir hröðurn
og þægilegum flutningum, hekl-
ur og að létta að mun af veg-
unum, en þar er umferð viðast
hvar orðin svo mikil að til vand'-
ræða horfir. Þá er og lögð b-
herzla á það við smVði svifnökkv a
þeirra, að þeir geti flutt bíla á
milli staða, eftir þvf sem þörf
gerist, og þá einkum yfir veg-
leysur á milli vega og stafla,
þannig að bílstjórinn geti spanaö
sér langan krók, sem hann þyr fti
annars að taka, og flýtt þaianig
för sinni. Fvrir brasðið eru 'tv if-
nökkvamir sem BellsverksmiOj-
urnar framleiða miöaðir vi.<5 að
beir geta jafnt farið yfir vatn
og land.
Þegar er talsverð reynsla/ kom
in á þessa stóra svifnökkvjv frá
Bells verkcjmiðiunum er talið
að þeir hafi reynzt mjög vel
Ganghraði þeirra yfir tiltölulega
lygni vatni eða sléttlendi, er
allt að 70 hnútar á klst., en
þar sem torfærara er um 50
hnútar og burðaTmagnið um 40
smálestir. Þá hefur fyrirtækið
og framleitt smærri gerðir — og
reyndar stærri líka — hvort
tveggja handa hernum, og eru
þeir svifnökkvar sérstaklega viö
það miðaðir að koma öragglega
að notum við erfiðar aðstæður.
Má geta þess að svifnökkvar
af þeirri gerð hafa að undan-
fömu verið notaðir til flutninga
til olíuborturnanna úti fyrir
ströndum Norður-AIaska og við
Grænland — ásamt þyrlum frá
sama fyrirtæki, sem eru heims-
kunn flutningatæki.
Og nú þegar svo er komið,
væri kannski ástæða til að taka
upp þráðinn aftur þar sem frá
var horfið hér á landi, f þvi
skyni að athuga hvort svif-
nökkvaþróunin vestur þar væri
ekki komin á það stig, að leysa
mætti ýmis samgönguvandamál
hér á landi með atbeina þeirra.
Hvemig væri að senda þar til
hæfa menn á fund framámanna
Bells-fyrirtækisins til að athuga
málin? Nú, færa þeir erindis-
leysu — sem ólíklegt má teljast
— þá yrðu þeir ekki eina sendi-
nefndin sem það hefur hent, án
þess nokkur teldi það eftir.