Vísir - 08.07.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 08.07.1971, Blaðsíða 5
I Vf S I R . Fimmtudagttr 8. júlí 197L KEFIA VlK MÆTIR MIILJÓN STÍRLmSPUNDA UDINU! — leikur gegn Tottenham i UEFA-bikarnum — Akranes og Fram leika við lið frá Möltu Tottenham kemur... Fréttin flaug eins og eld ur í sinu um Reykjavík í gær. Hvar, sem knatt- spymumenn eða áhuga menn hittust, var um- ræðuefnið hið sama. Þeir eru lukkunnar pamfílar Keflvíkingarnir, að drag ast gegn einu frægasta knattspyrnuliði heims, Tottenham Hotspurs frá Lundúnum, í EM UEFA- bikarkeppni knattspyrnu sambands Evrópu. Það er ekki á hverjum degi, sem litlu félagi gefst slíkt tækifæri til að f jölga krónujtium í litlum sjóðum. Og varla hefur nokkurt annað lið í þess Pat Jennings vörður frábær mark- ari keppni jafnmikið að- dráttarafl og Tottenham — jafnvel ekki Leeds eða Real Madrid. Martin Peters og Alan Mull- ery, tveir af frægustu-leikmönn um enska landsliðsins, Martin Chivers, sem markahæstur var f landsliðinu í vor og nýi enski landsliðsmaðurinn frá Burnley, Ralph Coates, koma til með að leika á Laugardaisvellinum í haust — ásamt fimm öðrum landsliðsmönnum Tottenham. Mike England, Wales, sem tal inn er bezti miðvörður í enskri knattspyrnu, Pat J.nnings, Norð ur-írlandi, markvörðurinn, með stóru hendurnar, sem ekki gef ur 'sjálfum Gordon Banks eft- ir, Joe Kinnear, I’rJandi, Cyril Knowles, Englandi, bakverðir, og svo sjálfuf Aiáh Gilzean, Skotlandj, sem einn leikmanna Tottenham hefur leikið áðui' á Laugardalsvellinum, þegar hann kom hingað með Dundee 1961. Fá knattspyrnulið í heimi geta boðið upp á sh'ka afreksmenn. ( Undirritaður hefur séð Totten ham ieika nokkra leiki undan- farin ár — síðast í vetur, þeg- ar Tottenham vann Chelsea 2 —0 á leikvelli síðarnefnda liðs ins, Stamford Bridge, og það er ekki ofsögum sagt að fá lið sýna skemmti'legri knattspyrnu. Hjá Tottenham hefur sóknar- leikurinn alltaf verið í fyrsta sæti — hinn mikli varnarleikur, sem svo mjög hefur einkennt knattspyrnuna s'iðustu árin, hef ur aldrei átt upp á pallhoröið hjá Tottenham. Báðir bakverð- irnir, Kinnear og Knowles, eru stórhættulegir sóknarmenn — og Mike England hefur skorr að mörg mörkin með skalla. Og lið, sem hefur leikmenn f fram- línu eins og Peters, Coates, Gilzean og stóra Martin Chiv- ers, verður ávallt mjög hættu- legt. Að öðrum enskum liðum ólöstuðum er aðeins Manch. Utd. — og kannski Ohelsea — sem leikur jafnskemmtilega knattspymu fyrir áhorfendur og Tottenham. Það verður þvf eitthvað að sjá, þegar Totten-. ham kemur hingað til lands og leikur við Keflavík. Fyrri leikur liðanna verður hér heima og á að fara fram 15. september — nema KeflvVkingar nái samn- ingum um að leika fyrr — en síðari leikurinn verður á White Hart Lane 29. septem- ber. Tottenham er dýrasta lið Englands — hefur leikmenn. sem það hefur greitt um tæpa eina milljón sterlingspunda fyr- ir. Martin Peters og Ralph Coat es eru dýrustu leikmenn Eng- lands. Coates var keyptur í vor fyrir 190 þúsund sterlingspund frá Burnley — oe West Ham Alan Mullery — fyrirliði Tott- enham Martin Chivers — markakóngur liðsins fékk 120 þúsund sterlingspund fyrir Peters og Jimmy Greaves að auki. Það var talið jafngilda 200 þúsund sterlingspundum. Tottenham keypti Roger Morg- an, útherja frá QPR fyrir 100 þús. pund ,69,, en Roger lék lítið með Tottenham síðasta keppnis tímabil vegna meiðsla — borg- aði Blackburn 95 þúsund pund fyrir Mike England 1966. Fyrir liði liðsins, Alan Mullery, sem einnig var fyrirliði enska lands liðsins sl. vetur, kom frá Ful- ham á 72.500 pund 1964 V apríl — og í desember sama ár snar aði félagið sömu upphæð út fyrir Gilzean til Dundee. Sum- arið 1964 keypti Tottenham Cyr il Knowles frá Middlesbro fyrir 45 þúsund pund — og greiddi Watford 30 þúsund pund fyrir Jennings, sem þá var metupp- hæð fyrir markvörð. Og ekki má gleyma Martin Chivers. Hann kom ti[ félagsins 1968 frá Southampton, sem fékk Frank Saul í staðinn og 80 þúsund sterlingspund. SEn Tottenham á einnig fleiri aoS^?cM^nJ1,v?eRÍJ,?!af.a ,eikiö . 4 með liðinu Tra þvi þeir voru 4 strákar. Þar er fremstur f flokki ;f Pouj Beal( sem leikið hefur lengst allra núyetandi Jeikmanna Tóttenham með liðinu eða frá 1961. Beal kom mér mjög ,á ovárt f vetur gegn Chelsea — : frábær varnarleikmaður og með al fremstu miðvarða á Englandi nú. f fyrri leikjum, sem ég hef séð hann leika, var hann rétt- ur og sléttur miðlungsmaður. Þá er hinn kornungi útherji, Jimmy Pearce, hreint snillingur með knöttinn — og sama má segja um tvo aðra unga leik- menn, sem eru fastir menn i aðalliðinu, Steve Perryman og Jimmy Neighbour. Tottenham hefur tekið þátt í öllum Evróþumótunum og sigr aði í Evrópúkeppni bikarliða 1963. Það bar mjög af ensk- um liðum fyrir áratug, sigraði bæði í deild og bikar 1961 — í bikarkeppninnj einnig árið eft ir — og 1967 vann það bikar- keppnina enn einu sinni. Lið það, sem Tottenham er nú að koma upp — það er með kaup unum á Peters í fyrra og Coat es nú 'i vor — ætti að geta orð ið eitt hið bezta — jafnvel bezt — í enskri knattspyrnu á næsta leiktímábili, sem hefst um miðj an ágúst. enda er bví soáð mikl um frama. íslenzkir áhorfendur geta þvi vænzt mikils. þegar liðið kemur hingað. - í'slandsmeistararnir frá Akra- nesi og bikarmeistarar Fram voru ekki eins heppnir í drætt inum í gær, þegar sá skilningur ér lagður í orðið „heppni" að mæta einu bezta félagsliði heims — en voru þó heppnir að því leyti, að 'iðin hafa mikla möguleika til að komast áfrapi Akranes leikur gegn Sliema Wanderers frá Möltu i keppni meistaráliðanna og verður fyrri leikurinn hér á landi Fram m’^t ,ir einnig hð’ frá Möltu i bikar keppni bikarhafa. Það er Hibern ian frá Valetta. sem nokkrum sinnum hefur verið með I Evrópukeppni. Ég sá það lið í leik i meistarakeppninni 1967 gegn Manch. Utd. í Manchest- er — og þá sýndi liðið mjög slakan leik — var spilað sundur og saman af Oharlton, Best og Co. og tapaði 4—0, en mörkin hefðu eins getað oröið tuttugu. Hins vegar skgði svo hið furðu lega, að liðið náði jafntefli í síðari íeiknum við United í Val- etta 0—0. En þess má geta, að leikmenn allra liða, sem leika á Möltu, kvarta mjög undan hin Martin Peters — 200 þúsund sterlingspund um hroðalegu völlum, sem þar eru — glerharðir sólþurrkaðir grasvellir. Fram á einnig — eins og Keflavík og Akranes I — fyrri leikinn á heimavelli. Þessi leikur Fram er í undan •keppni mótsins — og það lið. sem sigrar í leikiunum báðum, mætir Síeua frá Búkarest í Rúm eníu í 1. umferð keppninnar. —hsím.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.