Vísir - 08.07.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 08.07.1971, Blaðsíða 7
¥!|íí R. Fimmtudagur 8. jon rari 7 cTMenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um lelklist: Handa ferðafólki Feröaleikhúsið: KVÖLDVAKA 1971 An Icelandic entertainment by Molly Kennedy Directed by John Femald Tjað er £ sjálfu sér smellin hug tnynd sem framfleytt er i Glaumbæ í sumar eins og i fyrra: þjóðleg fsienzk skemmti- dagskrá, á ensku, handa erlend- um ferðamönnum í Reykjavík. Má ætla að þetta fyrirtaeki Ferða leikhússins hafi hlotið bæri- legar undirtektir í fyrrasumar úr því að þráðurinn er nú tekinn upp að nýju. Og það má ætla að margur útlendur gestur geti haft að minnsta kosti stundar- gaman af feomu í Glaumbæ ef ekki neinn nytsaman fróðleife né annað gagn. Hvað er þá ,,1'slenzk kvöldvaka" að hætti Ferðaleikhússins? Kvöldvaka er að sögn leikskrár- innar hefðbundin íslenzk skemmtun, iökuð allt frá vík- ingaöld og fram á þennan dag — „a hearth-side evening of songs and stories and readings from tíhe Icelandic sagas“. Samkvæmt þessari ífiormúlu er uppistaða dagskrárinnar í Glaumbæ þjóð- sagnaefnis, upplestrar og frá- sagnir í samtalsformi og svo- nefndur þjóðlagasöngur, aukið meðal annars glefsum úr ferða- bókum Dufiferins og Hendersons frá öldinni sem leið. Molly Kennedy hefur tekið saman og þýtt efni kvöldvökunnar og virð ist þaö mjög lipurlega unnið verk. en endanlegur mælikvarði á efnisval er vitaskuld hversu það notast hinum erlendu áhorf endum. í ár er efni kvöldvök- unnar lítillega breytt og aukið frá því sem var í fyrra, og orka a. m.k. sumar viðbætur tvímælis, langur kafli úr Sögum Rann- veigar eftir Einar Kvaran, sem á víst að vera tii marks um sveitalVf á öldinnj sem leið, og atriði úr Lénharði fógeta. ÞaÖ er sjálfsagt vandasamt að velja efni úr seinni tíma bófemenntum, kannski ráölegast að einstoorða fevöldvöfeuna við hið foma og þjóðlega, en reyndar er af nógu áheyriiegu efini að taka ef menn viíja. En mergurinn V dag- skránni er annars vegar Hreið- ars þáttur heimska hins vegar sagan af djátonanum á Myrká, og auðvitað enginn svikinn í þvi. ■pMytjendur dagskrárinnar eru þau Kristin Magnús Guð- bjartsdóttir og Ævar Kvaran í ár eins og í fyrra, en Ieikstjóri er enskur, John Femald. Virð- ist allt kapp við að gera flutn- inginn sem léttastan í vöfum og ' ekki nema gott um það að segja — hversu sem mönnum falla á- kefðarlegir tilburðir og fram- sögn fllytjenda og ýmiskonar fyndnisviðleitni þeirra sín í miffi, mikið túristatai um „vik- inga“þó þeir hafi akirei verið til á íslandi. Þjóðlagasöngur þriggja ungra manna í milliatriði er hins vegar raunalega lélegur, sem er skrýtið þar sem nóg mun vera um ungt fóik sem iðkar slíkan söngflutning. En sannleik urinn er auðvitað sá að til að slik skemmtun sem þessi takist til hlítar þyrfti meiri liðsafla til sýningar, meira úrval efnis, meiri tilbreytni í flutningi — í stytztu máli sagt meiri tilkostn að og fyrirhöfn en vera mun á valdi Ferðaleikhússins. En þá væri líka vegur að bjóða erlend- um gestum upp á markverða kynningu íslenzkrar leiklistar og bókmennta á kvöldvökum sem þessum. Þar fyrir er engin ástæða til að vanþakka frumkvæði og fram tak Perðaleitohússins sem allténd eykur þætti í fábreytt skemmt- analíf Reykjavíkur um ferða- mannatímann. Hin nýja stjórn Vinnuveitendasambands íslands, talið frá vinstri: Gunnar J. Friðriksson, Kristján Ragnarsson, Ingvar Vilhjálmsson, Jón Bergs, Óttarr Möller, Sveinn Guðmundsson og Barði Frið- riksson, framkvæmdastjóri sambandsins. NÝTT FRÁ Húsgaqnaverzlun Reykjavíkur Hjónarúm á sökkli m/ lausum náttborðum. Auk þess 12 aðrar gerðir í mismunandi viðartegundum HÚS GAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Braiuarholti 2 — Sími 11940 Jón Bergs kjörinn form. Vinnuveit- endasambandsins Jón Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands var á mánudaginn var kjörinn formaður Vinnuveitenda- sambands ísilands. Baðst Benedikt Gröndal undan endurkjöri á fyrsta stjórnarfundi sambandsins. Einn- ig baðst Ingvar Vi'lhjálmsson, áður varaformaður, undan endurkjöri. — Benedikt hefur setið í 37 ár í fram kvæmdastjóm sambandsins. Stjórn Vinnuveitendasambandsins ér skip- uð 40 mönnum, sem síðan kjósa fnamkvæmdastjóm, sem er þannig skipuð: Jön H. Bergs, formaður, Óttarr Möller, forstjöri Eimskipafé ■lags íslands, varaformaður, Gunnar J. Friðriksson, forstjóri Frigg, Gunn ar Guðjónsson, forstjóri og stjórn arformaður SH, Ingvar Vilhjálms- son útgerðarmaður, Kristján Ragn arsson formaðuir LÍO og Sveinn Guðmundsson, forstjóri Héðins. ALLIR í LÍF- EYRISSJÓÐUM í marz sl. skipaði Magnús Jónsson fjármálaráðherra nefnd sem kanna skyldi hverjir starfshópar eru enn utan iífeyrissjóðakerfisins og gera tiMögur um það, með hvaða hætti hagkvæmast væri að tryggja þeim aðild að lífeyrissjóðum. Niðurstaða nefndarinnar varð sú, að raunhæf- asta leiðin mundi að setja lög um iífeyrissjóð með skylduaðild fyrir þá, sem ekki eru í öðmm sjóðum, er fullnægja ákveðnum lágmarks- skilvrðum. Þá telur nefndin að rétt sé að heimiit verði framvegis sem hingað til að stofnsetja nýja lífeyr issjóði. VEL HEPPNUÐU LEIKÁRI ER LOKIÐ Hvort sem það er þrátt fyrir sjónvarpssamkeppnina, — eða vegna hennar, þá er það stað- reynd að leikhúslíf hefur sjald- an eða aldrei verið í öðrum eins blóma með okkar þjóð og ein- mitt nú. Leikári Þjóðieikhúss- ins Iauk um mánaðamótin, — vel heppnuðu leikárj meira að segja. Leikárinu luku þeir Þjóð leikhússmenn með leikför, — sýndu Sólness byggingameistara 15 sinnum á Norður- og Austur- landi. Leiksýningar urðu alls 230 í vetur hjá leikhúsinu og að sókn með eindæmum góð. — I æfingu í vor voru tvö leikrit, Höfuösmaðurinn frá Köpernick, þar sem Árni Tryggvason fær aldeilis að njóta sín í ósviknu gamanlilutverki, og Alit i garö inum eftir Albee.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.