Vísir - 16.07.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 16.07.1971, Blaðsíða 8
8 V1SIR. Föstudagur 16. júlí 1971, VÍSIR l_' • ■Vv .• - Otgefandi: KejtkJaprenr nt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. GyjðHssOB Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson 1 Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jótaannessoa Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sfmi 11660 Ritstfóra: Laugavegi 178. Slml 11660 f5 Unnr) Áskriftargjald kr. 195.00 á mðnuöi innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Visis — Edda hí. Ekki stafur um fjáröflun ]Yp.lefnasarnningur nýju stjórnarflokkanna lofar lág- launafólki margs konar kjarabótum. — Kaup verði hækkað, vinnuvika stytt í 40 stundir, orlof lengt í fjórar vikur. Kauphækkun, er nemur um 3 vísitölu- stigum, komi strax til framkvæmda. Auk þess sé „mögulegt“ að auka í áföngum kaupmátt launa „verkafólks, bænda og annars láglaunafólks um 20% á næstu tveimur árum.“ — Á öllum sviðum er lof- að aukningu á ríkisframlögum og lækkun skatta. Ríkisstjórnin heitir því, eins og sagt er að „endur- skoða allt tryggingakerfið, meðal annars með það fyr- ir augum að greiðslur almannatrygginga til aldraðs fólks ogöryrkja verði hækkaðar að því marki, að þær nægi til framfæris þeim bótaþegum, sem ekki styðjast við aðrar tekjur“. Þeirri hækkun á elli- og örorkulíf- eyri, sem koma átti til framkvæmda um næstu ára- mót samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi, skuli flýtt með setjaingu bráðabirgðalaga. Þarna er um að ræða markmið, sem munu kosta rík- issjóð og atvinnuvegina mikið fé. í málefnasamningn- um finnst ekki stafur um það, hvaðan þessir peningar eigi að koma. Jafnframt telur ríkisstjómin sér kleift að framlengja verðstöðvun, „þar til nýjar ráðstafanir til að hamla gegn óæskilegri verðlagsþróun verði gerðar.“ Þá segist stjórnin ekki munu beita gengislækkun í haust. Sú setning í málefnasamningnum er áróðurs- bragð. Engum, sem til þekkir í efnahagsmálum, hef- /ur komið til hugar, að gengið yrði fellt. Gjaldeyrissjóð- ir hafa verið vaxandi og gjaldeyrisstaðan er traust. Framlenging verðstöðvunar er einnig í samræmi við stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Af þessu má ráða, að nýja stjórnin telur að bjart sé yfir í efnahagsmálum, þegar hún tekur við forsjá þjóðarbúsins úr hendi fyrri stjórnar. Ekki er annað að sjá en hún telji sig geta afgreitt með einu pennastriki tekjuhækkun til fjöl- margra þegna þjóðfélagsins án þess að hafa þurfi á- hyggjur af öflun þessa fjár. Því miður er þessu á sama veg farið og flestu öðm í þessum málefnasamningi. í heild sinni minnir samn- ingurinn meira á kosningastefnuskrá ábyrgðarlítilla aðila en raunhæfa áætlun um stefnu rikisstjómar. Mörg atriði í málefnasamningnum eru að vísu í meira lagi varhugaverð. Nægir þar að nefna boðaða stefnu í varnarliðsmálunum og ýmsum atvinnumálum auk þess sem margir óttast, að landhelgismálum sé nú teflt í tvísýnu. Stjórnin hefur hins vegar stór orð um kjarabæt- ur. Ánægjulegt er, að hún telur unnt að bæta hag þeirra, sem hafa minnstar tekjur. Hinu skyldi enginn gleyma, að nú hafa þessir flókk- ar völdin og um leið ábyrgðina. Að því mun koma, að stjómin verður að fara ofan í vasa borgaranna til að sækja þá fjármuni, sem hún eyðir. VARÐVEIIÍA ARF- LEIFÐARMNAR A llt springur út á hinu dejliga danska handrita,vori. Gagn kvæm ást íslendinga og Dana blossar upp á nýjan leik. ÖM- um skuldaskiptum er lokið og viö megum byrja aö rifja upp dásamlegar samverustundir gegnum aldimar. Ó, hvað við vorum gæfusamir að mega hanga í piilsinu á dönsku mömmu. Hugsið ykkur, ef viö hefðum lent undir miskunnar- lausri nýlendustjórn Breta eða Frakka. Sjáið hörmuleg örlög Hjaltlendinga. Þakka þér fyrir elsku Sören, að þú gafet okkur líf. Aldaflöng vinátta og tengsl íslendinga við Dani verður okk ur til ævarandj blessunar. Rifjum bara lauslega upp byrjun íslenzkrar borgarmenn- ingar. Meðan okkar vesaela og fákæna íslenzka þjóð hírðist fyr irhyggjulaus í moldarkofum forn aldarinnar þá höfðu okkar elskulegu dönsku leiðtogar vit og framsýni fyrir oss og reistu hér fyrstu kaupstaðina. í þjóð ernislegrj ofstækisvillu höfum við kallað Skúla fógeta föður Reykjavíkur og reist honum styttu í fögrum garðræktar- brautryðjanda-trjágarði hins danska Sohierbecks landlæknis, sem er ein þeirra dönsku arf leifða sem við varöveitum hvað myndarlegast, — en hver er sannleikurinn, allt hans inn- réttingabrambolt var vanhugs- að og fór á hausinn. Nær væri að reisa hinum eiginlegu feðr- um Reykjavlkur myndastyttur, hinum dönsku framtaksmönn- um, eins og Sunckenherg kaup- manni, sem er öHu nær hinn raunverulegi faðir Reykjavfkur o.g sVðan röð danskra kaup- manna eins og Knudsen og Knudtson Petræusi, Biering, Hiomsen og Tærgesen. Þessir héldu uppi reisn staðarins fyrstu öldina. Fyrir það megum við vera okkar dásamlegu dönsku herraþjóö ævarandi þakklátirog viðurkenna að bæði Reykjavík og Akureyri voru danskir kaup staðir, útbreiðslustaðir göfugr- ar danskrar menningar. ITér á íslandi, uppi í hinu háa norðri höfum við varö veitt mjög merkilega danska menningararfleifð. Við vorum í aldaraðir framverðir danskrar menningar á yztu skerjum móti bafísum og hvalrósum. Fyrir dönsk áhriif upplyftumst viðog hættum að ganga á sauðskinns- skóm og ullartreyju en fengum okkur kravatt og slifsi. Þeir kenndu okkur á kaiflfi, sjókolade og brændevin og þeir sýndu okkur hvemig átti að rækta róslr 1 juFtapöttum og setja upp gardiner. Nú skulum við fara að hugsa hllýlega ti'I þessara lærimeist- ara okkar, meðan Flateyjarbók liggur vestur á Melum. Við skul um bara viðurkenna að með okk ur rfkir enn hin blómlegasta danska menning. Það er meira að segja mjög merkilegt rann- sóknarefni, hvernig dönskmenn ing hefur varðveitzt hér óspillt á hjara veraldar. Á sama t£ma hefur menning Dana sjálfra mengazt svo mjög af engilsaxn eskum áhrifum að hún er ó- þekkjanleg og það rennurmanni til rifja. Það er hryggilegt aö kom til Kaupmannahafnar og sjá hvernig hinum hreinu dönsku menningarverðmætum hefur verið kastað á glæ, hvern ig allt er orðið amerfkamserað og hvernig blikkbeljan. bulivarð ar og bilastæði hafa gersamlega þurrkað út gamla sögustaði og minjar. Við uppi á íslandi sem Iærum frá bamæsku f skólun- um hina hreinu og blæfögru dönsku Jóns Ófeigssonar og Ágústs Sigurðssonar með ná- kvæmri málfræði Rasmusar Ras'ks fáum hreinlega fyrirhjart að. þegar við heyrum og lesum það hryllilega hrognamál af ens'ku og amertsku slangi, sem nú er talað í Danmörku Viö skulum snúa heim staðráðin í að skilja það mikilvæga menn- ingarblutverk, sem okkur hefur verið falið, að varðveita síðustu leifar ómengaðrar danskrar gull aldarmenningar í heiminum. Við skulum hjálpa Dönum upp úr feninu. Viö getum verið stoltir þegar við gerum þeim ljóst hvílíka fjársjóði viö varð veitum fyrir þá. Við skulum bjóða hingað til lands alveg sér stakri danskri menningarsendi nefnd til að kynna sér hið merk; leþa framlag okkar. Svo stfga þeir út úr flugvél- innl frá Kaupmannahöfn, kúltúr kommissionin, heita eitíhvaö Pedersen og Rasmussen og saa- ledes. Við undirbúum komu þeirra vel. Forðum var venjan að meyra slíka herra með reið- túr suður fyrir Hafnarfjörð, en við höfum það betra, bjóðum þeim bara í Tingvallahring og til sikkerheita höggvum viö fyr irfram alla stuðdemparana und- an rútunni, svo gestirnir fái að njóta verulegrar bylgjóttr- ar sjóferöar og kynnist hinni dönsku arfleifð 'i „brautryðj- enda“-starfi danskra ingeniöra á íslandi. Þær eru svo dæma laust prúðar holurnar á vegin- um alveg í takt við Det var an lördagsaften, svo við meg um til méð að láta þá heyra hvemig söngvaraþjóðin sem svo lengi drottnaði á Konunglega varðveitir arfleifðina í bílsöngv unum. meðan stúturinn gengur á milíi. Og at tænke sig, sjálfur vegurinn til TingvaHa var lagð ur sérstaklega fyrir danska kónginn. Þetta er Kongevejen, faann ætti alveg sérstaklega að varðveitast og má aMs ekM hróifla við honum. Cvo er sjálfsagt að koma við á einhverjum vegbrúnar- restaurantinum til að kynna gestunum hina dásamlegu arf leifð danskrar gastrónómíu og kogekúnstar, sem en varðveita ist á íslandi. Ætli það verðj þá ekki þessi sfgildi vörubílstjóra snitsill, det er extra prima fint trippe og trunteköd. ohsaadej! lig. Ogsaa kommer salaten, des- værre har vi ikke store forraad af gröntsager paa Island í Somm eren, saa vi bruger bare til salaten hundesurer og haarblad ker og saa kommer her den dejlige njolestappe. eneste grönt sager vi har. Ög saa kommer kartoffleme, desværre har vi ikke særlfg gode kartoffler f denne aarstid, egentlig bartkar toffler ment for svin, men vi hugsede at det var netop fint' for vore elskede danske gester, som er saa flinke at dyrke svin. Og við getum konrið við á Reykjum í Mbsfellssveit, þar sem dánskir lærimeistarar, Boe skov og Tybjerg kenndu okkur að rækta svo dásamlegt græn meti. levkoj og chrysantemum og tómata í drivhúsum Það er svo margt að skoða á leið- inni. Hér era hitaveitufram- kvæmdimar sem Höjgaard og Schultz gáfu okkur og nafn þeirra er einnig skrifað gullnu letri á Sogsvirkjunina. Við komum á hinn mikla sögustað Tingvalla, sem er frægastur fyrir þær miklu há- tíðastundir í Ifi þjóðarinnar. þegar hátignirnar konungar Danmerkur sóttu okkur heim. Við minnumst með klökkva, þeg ar Danakonungur færði okkur frelsisskrá á þúsund ára afmæl inu. Svona vora Danir aMtaf indælir og blíðir við okkur. Við kynnumst dönsku braut ryðjendastarfi Rydens og Prytz í skógrækt í furulundunum við Öxarárfoss og Rauðavatn. Hvar sem við ökum um víðar sveitir minnumst við þess, hvernig danskir agrónómar rannsökuðu fræðilega myndun fslenzkra þúfna og kenndu okkur áveit- ur og túnasléttun. Við getum farið austur f Bræðratungu, þar sem danskt auðfélag hóf kennslu á dönskum stórbúskap, Viðkom um til Örebakke, vöggu danskr- ar músíkmenntar á fslandi og blessum minningu Jörgensens mjólkurbústióra í Flóabúinu, sem kenndi okkur gerlagaldr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.