Vísir - 27.07.1971, Side 1
Undirbúa kynningarherferð vegna
landhelgismálsins
• 1 undirbúningi er nú í utan-
ríkisráöuneytinu ailsherjar kynning
arherferð á erlendum vettvangi á
mðlstað íslendinga í Iandhel«ismál-
inu, að því er Einar Ágúst°snn utan
ríkisráðherra, sagði í viðtaii við Vísi
[ morgun.
«-----------------------------------
Stefnt verður að því að koma að
upplýsingum um nauðsyn íslend-
inga til þess að færa út land’helgi
sína í öllum helztu fjölmiölum f
þeim löndum þar sem við eigum
hagsmuna að gæta, svo að almenn-
ingur og að sjálfsögðu ráðamenn
geti betur gert sér grein fyriir því,
hvaða hagsmunamál er hér á ferð-
inni fy-rir íslenzkt þjóðarbú og
hvers vegna íslendingar muni
grípa til einMiða úbfærslu iandhelg-
innar í 50 mflur fyrir 1. september
1972 náist ekki samkomulía uns út-
færsluna við hlutaðeigandi þjóðir.
— VJ
„Framhald
af baráttu
Noregs gegn
Hitler"
Þjóðaratkvæðagreiðsla stend-
ur fyrir dyrum í Noregi um
hvort landið skuli ganga í EBE.
30% þjóðarinnar eru sögð óá-
kveðin. Andstæðingar aöildar
segja að nú eig; aö selja Noreg
í ánauð.
Sjá bls. 8
Engin vinstri
sameining
enn
Alþýðuflokkurinn skrifaði Al-
þýðubandalagi og Samtökum
frjálslyndra bréf í upphafi og
fór fram á viðræður. Bréfa-
hafa legið niðri.
bls. 7
egár 4000
manns fóru
í bindindi
Presturinn í bænum beitti sér
fyrir sígarettubindindi allra bæj
arbúa.
Sjá bls. 2
„Cassius
aldrei betri"
,,Ég hef aldrei verið betri,“
j sagði Cassíus Clay í nótt eftir
að hann hafði leikið sér að
Jimmy Ellis og sigrað hann á
j tæknilegu rothöggj í s'iðustu
i lotu.
Guðmundur Gíslason, Á, hef
ur nú sett 141 íslandsmet í
sundi og rætt er við hann um
nýju metin, sem hann setti á
sundmeistaramótin-u
Valur vann Breiðablik í 1.
dejld f gærkvöldi og var sá sig
ur sanngjern en varla sannfær
andi.
— sjá ibfóttir bls.
4 og 5
Rúðherranefnd EBE býður íslend-
ingum fríverzlun með iðnaðarvörur
— verndartollar verði úr sögunni 1. júli 1977 — ýmis svið utan við
• Ráðherranefnd Efnahags-
bandalags Evrópu samþykkti í
nótt að bjóða íslendingum, Sví-
um, Finnum, Svisslendingum,
Austurríkismönnum og Portúgöl
um að taka þátt í fríverzlun
með iðnaðarvörur. Hins vegar fá
þessar þjóðir ekki að hafa áhrif
á ákvarðanir á ráðherrafundum.
Niðurstöður ráðherrafundarins
eru sagðar jákvæðar, en í frétta-
skeytum segir, að Svíar hefðu
viljað ná samningum á víðara
sviði.
EBE-menn urðu sammála um, að
bezta lausnin mundi vera toll-
frjáls verzlun við framangreindar
þjóðir, þó yrði ýmsum sviðum hald
ið utan við fríverzlunina í fyrstu
!otu Meðaj þeirra vara, þar sem
toliar verða lækkaðir hægt, eru
pappír, járn og stál og úr, en sum
HASETAHLUTURINN 150
TIL 200 ÞÚSUND KRÓNUR
Vertíðin á Hornafirði hefur geng
ið sérlega vel Hásetahluturinn er
yfirleitt 150—200 þúsund krónur
frá 15. maí í vor.
Undanfarin ár hefur sá siður
verið uppj á Hornafirði, að öllum
flotanum er gefið frí V hálfan mán
tsð tan þessa helgi. og þykir sú
;awnn hafa gefizt mjög vel. Sjó
aiennirnir hafa þá unnið allar helg
ar í sumar og orðnir þurfandi fyr
ir almennilegt frí og geta notað
svo langt frí sem þetta að eigin
geðþótta. Mjög margir reyna að
fara úr bænum þennan tíma, og
þegar Vísir hringdi til Hafnar í
Hornafirði í morgun, var rólegt um
að íitast þar og varla nokkur sáila
ferli — margir farnir í fríið.
Humaraflinn hefur verið góður S
sumar en nokkuð farið að draga
úr undir lokin. Bátar af Suður-
og Vesturlandi hafa mikið verið á
humarveiðum þar austur frá, en
nú hafa ný mið fundizt rétt við
Vestmannaeyjar og þar er nú afli
ágætur. —GG
Huinaraflanum mokað upp
sjá bls. 9.
Hélt varla
vatni
Regnhlífin hélt varla þessum ó-
sköpum af vatni, sem dundi allt
í einu niður úr himninum —
rgningarmyndir hafa verið sjald
séðar á síðum blaðanna í sumar
eins og rigningin i Reykjvík. —
Þess vegna urðu margir steini-
lostnir þegar haglél dundi yfir
|>á f gærmorgun fylgt af snarpri
rigningarskúr — í fjarska höfðu
verið þrumur og eldingar.
ríkjanna biðja um frekari undan-
þágur. Fyrir aðrar iðnaðarvörur er
reiknað með. að allir vemdartollar
hafi verið afnumdir f viðsldptum
milli ríkjanna hinn 1. júlí 1977, að
því er segir í frétt norsku frétta-
stofunnar NTB.
BBE-rfkin vilja hafa vamagla í
viðskiptasamningum vrð framan-
greind riki, svo að unnt verði að
breyta skilmálum, ef fríverzlunin
veldur erfiðleikum að þeirra dómi.
Fundur ráðherranefndarinnar
varð „maraþonfundur". Á fundin-
um var einnig tekin ákvörðun um
tilhögun viðskipta við Bretland,
Noreg, Danmörku og írland, sem
sækja um aðild að bandalaginu, frá
þeim tíma, sem samningar eru ttnd
irritaðir, unz þeir taka gildi.
Sem kunnugt er, óska Islending-
ar, Svíar, Svisslendingar, Austurrík
ismenn og Portúgalar ekki eftir að-
ild að Efnahagsbandalaginu, heldur
viðskiptasamningum við það.
Evrópunefndinni var falið að
fjaMa um framkvæmdaatriði við
rfkin, sem sækja um aðild, svo sem
verðlag á búvöru.
Formaðurinn í ráðherranefnd
EBE, ftalski utanríkisráðherrann
Aldo Moro ,sagði á fundi með blaða
mönnum klukkan fjögur f nótt, að
samkomulag Efnahagsbandalagsins
við hlutlausu rikin í Evrópu mundi
draga úr viðsjám f Evrópu. Moro
áleit, að ráðherranefndin mundi 1
baust veita Evrópunefndinni umboð
til að semja við þessi ríki. Hann
taldi, að Bretland, Noregur, Dan-
mörk og írland mundu tengjast
bandalaginu strax í haust í öllum
aðalatriðum, en f lögfrasðilegum
skilningi mundu þau ekki verða
aðildarríki fyrr en frá janúar 1973.
-HH
Olíumöl fyrir Austfiröi
,,Það verður eflaust nóg að gera
hjá Olíumöl hf, með stóru vélina,
sem við höfum nýlega fengið. —
Hún hefur undanfarið verið að mala
og þurrka ohumöl fyrir Þórisós sf.
austur í ölfusi og á sennilega eftir
að vera þar í um hálfan mánuð“,
sagði Ólafur Einarsson, stjómarfor
maður Olíumalar hf. Vísi f gær,
,,að því loknu er enn ekki ákveðið,
hvaða verkefnj vélin fær. Við höf
um sent tilboð í verk fýrir Istak hf.
á Suðurlandsvegi, en eftir er að
sjá hvort við fáum það verkefni.
Gömlu vélarnar okkar munu hafa
nóg að snúast fyrir bæjarfélögin
hér sem að Olíumöl hf. standa, —
Keflvikingar bíða eftir að fá olíu-
möl á götur og Kópavogur, einnig
við hér f Garðahreppi".
Sagði Ólafur að í bígerð væri að
nokkur bæjarfélög á Austurlandi
tækju sig saman um að fá ol'íumal-
arvél frá Olíumöl hf. austur á firði
til að bæta þar ástand gatnamála,
en ekki er enn fullákveðið hvort
af verður „ef af því verður“, sagöi
Ólafur, „þá verður olíumðiin ef-
laust flutt á tunnum um borð i akini
austur á firði. Það er allt í lagj að
flytja olíumölina þannig". — GG