Vísir


Vísir - 27.07.1971, Qupperneq 2

Vísir - 27.07.1971, Qupperneq 2
Bæjarfélag í bindindi Imyndaðu þér núna, að þú •igir heima i litlum bæ, kaupstað úti á land; og að sá kaupstaður sé í niðurníðslu. Hér áður fyrr, þegar allt var i betra gengi, var kaupstaður þinn auðugur bær, og þar var gott og gaman að búa. Nú er öldin önnur. Þeir tóku sig til og lögðu niður flugvöllinn rétt hiá (ekki átt við Keflavík í framtíðinni — og heldur ekki Siglufjörð eftir sild arárin) og með því að flugvöllur inn var lagður af, missti bærinn verulegan hluta allra sinna tekna. Með hverjum mánuðinum sem líður flytja æ fleiri burtu, og ef bærinn á ekki að þurrkast alveg út af landakortum, þá er greini legt, að eitthvað róttækt veröur að gera. Það verður að hrinda nýjum fyrirtækjum af stokkum, skapa fólki atvinnu og framleiða eitthvað til að selja. Setja þennan bæ í eins konar andlitslyftingu. Og þetta mun, auðvitað kosta peninga JÞegar bæjarstjórnin situr svo á rökstólum og ræðir þete* alvar lega mál, gerist það að nsastórt töbaksfyrirtæki auglýsir í blöðum og segist vera tilbúið að gefa hverju því bæjarfélagi, sem vilji hætta að reykja í heilan mánuð 2.200.000.000. ísl. krónur. Eina skilyrðið er að allir bæjarbúar skrifi undir yfirlýsingu um að þeir muni ekki reykja í 30 daga — og að eftirlit sé með þv*t haft að svo verði. Vitanlega á þetta að vera auglýsingabrelia hjá tó- baksfyrirtækinu! Stjórnendur þess þykjast vissir um að slíkt tóbaksbindindi sé ekki framkvæm anlegt nokkurs staðar á byggðu bóli. Allir nema róninn Jæja? Hvað myndir þú gera í svona aðstöðu? Myndir þú — í þeim tilgangi að bjarga bæjar- félagj þínu frá hruni — leggja slíkt bindindi á þig? Samþykkja að gangast undir bannið og gefa drengskaparloforð þitt fyrir því, að reykur skuli ekk,- um vit þín svífa næstu 30 daga? Kannski sjáum við þér á ís- landi einhvern tíma hvernig íbú arnir í bandaríska smábænum „Eagie Rock“ brugðust við slíku tóbaksbindindi. Nú er nýlega far ið að sýna kvikmynd sem um þetta fjallar og heitir sú „Cold Turkey". Séra Crayton Brooks (sem Dick van Dyke leikur) er reykingamað ur sjálfur en hann er sannfærð ur um að söfnuður hans' hafi til að bera það viljaþrek, sem dugi til að fórna tóbakinu í 30 daga fyrir aMt það fé sefn boðið er. Vitaniega er honum ijóst hve erfitt þetta mun; verða, einkum þegar þess er gætt, að af 4000 fullorðnum íbúum bæjarins. eru þeir aðeins 29 sem ekki reykja. Eftir að presturinn hefur svo að segja þvingað söfnuð sinn út £ bindindið — alla nema fylii- byttu bæjarins, sem reykir 3 pakka á dag og lofar í staðinn að fUytjast burt úr bænum þenn an mánuð — þá færir sérann tóbaksfyrirtækinu skjal, undirrit að af öllutn bæjarbúum, þar sem þeir lofa að reykja ekk; næstu 30 daga. Öllum sígarettum er komið burtu. Sjálfsalar eru tæmdir og komið er á fót lögreglusveit bind indismanna, sem fara um ailt og leita, 'fylgjast vandlega með því alls staðar, að hverg; sé maður að kveikja sér í rettu — jafn- vel ekki í bílum sem gegnum bæ inn aka. Snemma kemur spennan í ljós. Ýmsir menn finna fyrir iliyrmis- legri streitu Rakarinn í bænum fer ailt í einu að klippa hár viðskiptavinanna á hinn undarleg asta hátt. Kennslukona ein get- ur ekki á sér setið í kennslustund um, að bera krítarmolann upp að vörum sér og láta sem hún reyki. í örvæntingu og geðvonzku spark ar karlmaður einn hundi sínum sex fet upp í loftið á meðan ann ar maður stendur og ber höfði sínu við tré í örvæntingu og tó- baksþrá. Og svo að segja hver einasti maður borðar sér tii óbóta, nema presturinn. sem fær útrás í að hoppa upp f rúm með konu sjnni mörgum sinnum á dag og segir þá fþrótt sem þau iðka þar vera hina fullkomnu andstæðu reyk- inga. Fégræðgi „Eagle Rock“ (Arnarklettur) verður iandsfrægur í einu vet- fangi. Eins konar þjóðhátíðarand rúmsloft myndast. Bærinn er full ur af gestum, blaðamenn eru á hverju strái og hvarvetna glampar á iinsur sjónvarpsvéla, Aíiir eru komnir ti; að festa á eða filmu, viðbrögð bæjarbúa vi» tö- baksþorstanum eftir því sem nð- ur á sérhvern reyklausan dag og annar byrjar. Peningar fara að hellast yfir bæjarbúa með þessum fjölda. Og þeim mun meiri peninga sem bæj arbúar fá, þeim mun fégnáðugri verða þeir. Svo gráðugir. að þegar aðeins ein klukkustund er eftir af dögunum 30, þá ákveða þeir að verðlaunafénu skuli skipt jafnt milli bæjarbúa, þannig að hver fái um fimmtíu og íimm þúsund krónur f hlut. f stað þess að láta alda peningana ganga beint til bæjarsjóðsins. Handrit þessarar kvikmyndar skrifaöi Norman nokkur Lear, og kemur hann víða við, allt frá tvi' kvæni til mengunar umhverfis, en hvort hann hefur ætlað sér að gera kvikmynd um skaðsemi tó- baks er vafasamt, enda segja sumir þeir gagnrýnendur er um myndina hafa skrifað, að þeir hafi að aflokinni sýningu verið fegnir að sjá „venjulega mann- eskju" með líkkistunagla milili varanna — heill bær í bindindi sé geöveikrahæli Mkastur. —GG e•••<••••••••••••••••••••••••••••••••e•••••••••••••••••••••••••••••■••••••«axii o>••••• • söngvara Ethel Kennedy og söngvarinn Andy Williams ætla bráðum að ganga í hjónahand — eftir því sem blöð út um Evrópu boða nú. Þau eru saman nú öllum stundum, enda hefur Andy Williams skilið vlð konu þá er hann hefur nokk uð Iengi verið kvæntur, Claudine Longet — og því ekki lengur neitt því til fyrirstöðu að þau Ethei demb; sér f bandið. Ethel er 43 ára orðin, og Williams er 40. í vor hafa þau sézt saman við opinber tækifæri, t.d. eins og þegar Joe Frazier barði Múhammeð Ali í rot og varð heimsmeistari í hnefaleik- um áfram og einnig voru þau saman þegar Kennedy-listasafnið var opnað þann 27. maí sl. — Þá birtu 2 blöð í Evrópu nákvæm lega samhljóða fyrirsagnir af mál inu: „Ethel Kennedy elskar Andy Wiiliams" — voru það blöðin „Ici Paris“ og „Neue Post“ í Þýzka landi. Andy Williams er sagður hafa staðið sig afskaplega vel í þessu tilhugalífi sínu og Kennedy-ekkj- unnar. Hann flýgur stundum oft í viku frá Los Angeles, þar sem hann er f skemmtiiðnaðinum og til “New York tii þess að geta fylgt Ethel f kvöldverðartíoð. Hann rífur sig á fætur á morgn- ana og hjálpar henni að koma krökkunum 11 í skólann, ekur þeim þangað og stundum er hann mættur við skólahliðið síðdegis og bíður eftir að fylgja þeim heim. Andy Williams hefur sagt biaða mönnum, að hann og Ethel hafi í hyggju að skríða saman í eina sæng fljótlega. Upphaflega hafi hann aðeins verið henni innan handar sem vinur, en svo fór að lokum, að hin unga kona hans, Claúdine Longet þoldi ekki hvé lengi Williams var fjarvistum af heimilinu og hve oft hann gleymdi að verma bó’ hennar. Bað hún hann þá velja roilli sín og Kenn edy-ekkjunnar. Andy valdi Ethel, 11 bama móður á fimmtugsaldri. Ethel og Andy Williams, pop-söngvarinn. Þarna eru þau viö opnun Kennedy- Williams og fyrri kona hans, Claudine Longet. Með þeim á myndinni eru börn listasafnsins í Washington. þeirra.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.