Vísir


Vísir - 27.07.1971, Qupperneq 9

Vísir - 27.07.1971, Qupperneq 9
VJf SIR . Þriöjudagur 27. júlí 1971 9 Kannski fer þessi mynd að öðlast sagsfræðilegt gildi. Hún sýnir nefnilega gamlan síldar- bát lása sfld inni á Pollinum við Akureyri. húlfan hlut. En þótt menn hafi uppundir 200 þúsund £ hlut eins og Hornfirðingamir, þá er ekki þar með sagt að sá hlutur nái tímakaupi yfir þann tíma sem mennirnir hafa unnið. Það dug- ir nú ekki að vinna 8 eða 10 tíma á dag ef menn ætla sér að hafa sæmilegt upp“, sagði heimildarmaður Vísis. „Þeir segja að humarvertiðin nú sé einhver hin bezta sem komið hafi. Þeir eru alltaf að finna ný og ný svæði ‘hér f Hrauntung- unni og moka honum upp — annars mun humarinn hérna ekki vera eins góður og Homa- fjarðarhumarinn, sú skepna er stærri en sá sem hérna veiðist og það er hann sem hleypir verðinu upp. HUMRINUM MOKAD UPP — sumarvertiðin með afbrigðum góð 0 Það er strax kominn helgarhugur í sjóara. Kannski skrítið að fiðr- ingur skuli fara meiri um sjómenn en aðrar stéttir, þótt frídagur verzlunar- manna sé framundan. Hvað um það ■— þeir eru eflaust flestir vel að frí- inu komnir. Þegar á heildina er litið hefur vertíðin verið með ágæt- um, á sumum bátum hef ur varla verið gefið frí síðan 15. maí, er vetrar- vertíð lauk og margir ætla sér eflaust að skvetta úr klauhmutn um næstu helgi, þenja fjölskyldubílinn út um sveitir og kannski stoppa nálægt danspalli. • Homfirðir.gar hafa undan- farin ár iðkað það, að vinna allar helgar á sumarvertíð- inni og fara svo í hálfsmán- aðar frí um þetta leyti. Fer þá hver sem vettlingi getur valdið burt úr bænum og reynir að skola af sér slorið og koma taugakerfinu f Iag við niöandi lækiarsprænu í laut eða með því að aka um fagrar sveitir. Fríið er vel þegið og allir reyna að nota það sem bezt. Hásetahlutur- inn þeirra Homfirðinga leyf- ir líka gott frí. Meðalhlutur hefur legið einhvers staðar á milli 150 og 200 þúsunda frá 15. mai og til 25. ágúst. Franian af vertíöinni var mikil örtröð stærri báta austur meö suðurströndinni. Þar voru líka humarbátar, og hafa enda verið alveg fram til þessa. Afli humarbátanna var sæmilegur lengj framan af, en nokkuð fór að draga úr honum þegar kom fram i júli. Homfirðingar hafa haft nóg að starfa, þar hafa margir bátar lagt upp i sumar, þótt bátar af Vesturlandi iðki það að landa í Þorlákshöfn og er aflarium síðan ekið þaðan tii heimabæjanna Frábær humarvertíð Frá Grindavík fréttum viö, að humarvertíðin hefði verið með afbrigðum góð 'i ár Enn eru þeir að moka upp humrin- um og mikið berst líka á land af fiski. Togbátar hafa gert það gott, þótt kannski hafi hand- færabátar komið einna bezt út úr vertiðinni. Áberandi afla- hæsti handfærabáturinn er Far- sæll G.K. frá Hafnarfirði. Far- sæll er 10 tonna bátur og byrj- aði veiðar frá Grindavík þegar vika var af júní. Hann er nú kominn með 100 tonn, og eru ýmist 2 eða 3 menn á. Góðir hlutir — mikill þrældómur I Grindavík hefur frystihús- unum verið lokað aðra hverja helgi, og þá gefið frí, og um næstu helgi munu margir gefa starfsfólki sínu 10 daga frí. Og mnu ekki oröin vanþörf á að fara nú að lina sprettinn eitt- hvað, því að þótt vertíðin hafi verið með albezta móti þá hlýtur að reka að þv*i að mann- skapurinn getur ekki lengur unnið myrkranna á milli um hásumarið „Hásetahluturinn verður ef- laust nokkuð hár — einkum á humrinum enn þar sem allir um borð eru yfirm. og hafa einn og Mokveiði við Surtsey Verkstjóri í Hraðfrystihúsi Grindavíkur sagði Wsi, að Grindavikurbátar mokuðu upp humrinum ennþá, „hann var að visu stærri þegar þeir voru austur í Bugtinni, en það er svo mikið af honum hér á heima- miðunum í Hrauntungunni. 2 bátar voru að koma inn rétt i þessu og þeir voru við Surtsey og fengu um 15 tunnur eftir 2 sólarhringa. Það er mjög gott, og humarinn sá er helviti fall- egur. Einkum er þessi afli góð- ur þegar tekið er með í reikning inn að þeir komu með ein 8 tonn hvor af fiski með“. — Þið farið þá ekki í fri' meðan gengur svona vel? „Nei. ekki við. Ég reikna reyndar með að sjómenn fái sér fri yfir verzlunarmanna- helgina, en vafalaust fara þejr flestir út aftur á mánudag, og þá verðúm við ekki' f frfi'1. — Margt um aðkomufólk í Grindavík? „Það held ég ekki. Hér í Hraðfrysti'húsinu vinna eitthvað kringum 40 manns, og af þeim eru ekki nema 2 eða 3 aðkomn- ir". Dauð mið undir Jökli Þeir voru daufari f dálkinn á Akranesi. Að visu hefur verið talsvert mikið að gera 1' vinnslu- stöðvum, en þeim fiski er ekki landað á Akranesi. heldur 1 Þor- lákshöfn, enda veiddur fyrir sunnan. Skagamenn hafa keyrt humar og fisk á bílum til Skipa- skaga f allt sumar. Reyndar eru þeir mikið á handfærum út af Eldey og gera það gott, en Skagamönnum finnst nú alltaf vænna um þann þorsk sem þeir draga í nágrenninu. Enginn bátur hefur dregið bein úr sjó undir Jökli Þau fomfrægu mið virðast steindauð núna. Mikið líf við Langanes Fréttaritari Vísis á Seyðisfirði sagði mikið vera að gera eystra f fiski. Unnið er öll kvöld og alla daga í báöum frystihúsunum. Togbátamir em ýmist suöur af landi eða þá norður undir Langanesi. Þar eru líka hand- færabátar. og hafði fréttaritar- inn nýlega haft tal af formanni á einum færabátanna og sagöi sá, að sjórinn væri mjög kvikur af H'fi. Fiskurinn veiddist þrút- inn af loðnuáti og jafnvel með loðnuna lafandi út úr kjaft- inum Hvalur vær; eftir loðn- unnj og mikil læti i fugli. Afli hefur enda verið mjög góður við nesið hafa færabátar kom- ið með mokgfla dag eftir dag. - GG Humarinn er að gera þá æra suður með sjó, Grindvfkingar þræla myrkranna milli, en austur í Höfn eru þeir farnir að slappa af, enda orðnir nógu ríkir að sinni. visiRsm: — Borðið þér humar? Verónika Jóhannsdóttir, sjúkrailiöi: Ég geri það ekki. Hann er svo dýr. En mér finnst hann góður á bragðið. Gunnar Ólafsson, skrifstofu- maður: Ég borða hann ekki að staðaldri. Ég hef þó smakkað hann, og finnst hann góður. Þórarinn Indriðason, juke-box maður: Það kemur fyrir, en ekki mjög oft. Hann-er alveg afbragð á bragðið. Benedikt Halldórsson, sölu- maður: Hann er alveg dásam- legur. Ég borða hann annað slag ið qfan á brauöi. Alice Boucher, bókari: Já, ég geri mikiö að því, þegar ég fæ tækifæri til þess. Ég þarf aldrei að kaupa hann, því að frændi minn á bát og hann veiðir hum- ar, Sfií) íi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.