Vísir - 27.07.1971, Síða 13

Vísir - 27.07.1971, Síða 13
VÍ3ÍR . Þriöjudagur 27. júlí 1971. 13 Fyrr eðu síðar ber hið óvænta íyrír augu — og það er jbað, sem gerir Ijósmyndafóku svo spennandi, segir blaðaljósmyndari einn i grein um betri sumarleyfismyndir ”Ef. þú ert meö einfalda mynda vél máttu ekki búast viö því, að þú fáir góða mynd af hreindýri í 100 metra fjarlægð. Haltu þér við nærmyndimar, þær eru oftast eins skemmtileg ar og leyfðu þeim, sem hafa tæki til þess, að festa fyrir- myndirnar, sem eru langt í burtu á filmuna. Gerðu þér ljóst að hversu fallegt sem útsýnis er, hversu mikilfenglegir fossar og fjöll eöa blátt Miðjarðarhafið, þá er það hvemig við og fjöl- skylda okkar komu fyrir sjónir í þessu umhveitfj sem maður seg ir frá og vill gjaman sýna mynd »r af heima". Tjetta segir ljósmyndari norska blaðsins Aftenposten í grein um það hvemig fólk eigi að fá betri sumarleyfismyndir. Hann gefur mörg fleiri góð ráð m.a. það að draga mjmdatökurnar ekki á langinn þannig að si6- asti dagur sumarleyfisins fari í æðisgengnar myndatökur og leit að myndaefni. „Það verður sjaldan góður árangur af slíku“, segir hann. — „Láttu myndavélina fremur vera með í ferðinni á eins eðlilegan máta og um væri að ræða einn úr fjölskyldunni. — En láttu ekki myndaefnið hræöa þig, „skjóttu á“ og ef þú hefur tækifæri og ert óömggur áttu aö taka fleiri myndir af sama myndaefninu og breyta ljósastillingunni á mis munandj vegu..i,r; Þrátt fyrir það, að meiri filma eýÉtet með þessu rnóti þá er sá kostnaður aðeins lítill hluti útgjaldanna viö sumarleyf ið — og þú ert jú ekki tilneydd- ur að láta framkalla allar mynd- irnaró Pantaðu heldur færri en stærri myndi, hvort heldur, sem þær em í lit eða svart-hvítu. Þá losnarðu við að sýna hrúgu af smámyndum rneð þessum orð- um: það eru nokkrar dökkar inn á milli. /~kg þegar friinu er lokiö geym irðu þá að taka síðustu myndirnar á rúllunni til jólanna eða páskanna? Þetta er fremur óviturlegt. Filman versnar ef hún er höfð í myndavélinni í lengri tíma, litfilma ekki sízt. Settu allar filmumar í framköll- un í einu, þá hefurðu líka tæki- færi til að vega og meta útkom una meðan minningin um ljós- myndatökuna er ennþá fersk og þú lærir aí reyslunni. Þar að auki...er alls ekki vis.tr að hæg- virka og fínkoma filman sem þú settir í myndavélina fyrir sumarfríiö við Miðjarðarhafiö eigi við myndatökur heima að vetrarlagi. ■Y7"ertu alls ekki hræddur við að ' skipta um filmutegundir eft ir aðstæðum og losaðu þig við hræðsluna við svokailaðar hrað filmur með grófum kornum. Þú munt að vísu ná mestum skýr- leika og sléttri áferð með hægri svart-hvítri filmu eða lit- filmu en hins vegar eru meiri möguleikar á að velja mynda- efni í mismunandi birtu með hraðari filmu. Með þess konar filmu er hægt aö ná þokkaleg- um litmyndum, þegar er skýj- að úti eða úði — og íyrir venju legan áhugaijósmyndara leikur skýrleiki filmunnar eða áferð ekki mikið hlutverk þegar um er að ræða myndir, sem eru - gerðar 1 miðlungsstærð eða sýnd ar I meðalgóðri sýningarvél. Lestu aðeins notkunarreglur um filmuna vel“. /~|g Ijósmyndarinn segir að ^ þegar áhugamaðurmn um ljósmyndun ætli að velja sér Ijósmyndavél eigi hann að vega og meta þörf sína á myndavél. Sjá svolítið inn f framtiðina og hugsa sér sem svo að senni lega muni áhuginn fyrir ljós- myndun aukast þannig. að það borgi sig að byrja með vél, sem gefi nokkra möguleika. — En lykillinn að góðu myndunum liggi samt í þessari spurningu: „Þekkirðu vélina þfna vel?“ Bam þarf ekki alitaf aö vera brosandi á mynd- nm til þess aö þær séu góSar. TTann ráðleggur IjásmyaKÍutum að astfa sig á vélirmi án þess að hafa í henni filmu áð- ur en þeir taki hana í notkun t.d. eigi þeir að læra utan að hvemig þeir eigi að fá mynda- efni f „fókus“ með því að srtóa skffunni og muna eftir því f hvaða ábt þeir eigi að snöa henni til að fá viðfangsefniðnær eða fjær, einnig aö kunna að skipta um filmu án þess að hálfur dagurinn farí í þaö, og kunna að stilla inn á mismun- andi myndaefni án þess að taka leiðarvfeinn fram — „Tilfinn- inguna fyrir myndavélintri fram í fingurgómana" segir hann og síðast en ekki sfzt að hafa vél- ina ailtaf tiltæka til að taka 6- vænt myndaefni, sem kann að ber fyrir augu — þess vegna verður að skrúfa filmuna fram á næstu myndatöku strax, þeg- ar búið er að taka mynd og auð vitað verður að setja nýja fitme í vélina um leið og btÍSð er að taka á þá, sem fyrir er. „Fyrr eða siðar ber írið ó- vænta fyrir augn flestra, Iriö einkennilega og sjaldgæfa og þá getur það allt eins verRS áhugaljósmyndarinn sem erhrrm heppni. Það er það, sem gerir Ijósmyndatöku svo spermandi". —9B (yyyy^yyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyy^yyyywyyyy^^^yyyyyyi^^yyyy^^^^^yyyyn^i^ AMBASSADOR SflFASETT Trésmiðjan Víðir auglýsir Glæsilegt úrval af vönduðum sófasettum Verð frá kr. 29.800,— Hagkvæmir greiðsluskilmálar Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt Ný sófasett koma í verzlunina daglega Verzlið í Víði Laugavegi 166 — Simar 22229 — 22222

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.