Vísir - 07.08.1971, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 7. ágúst 1971.
Engin sprengja er
örugg nema gerð
hafi verið óvirk
Vítisvélar striðsáranna eru
enn þann dag í dag á friðar-
tímum að koma fram í dagsljós
ið. Kannski er bað garðyrkju-
maðurinn sem finnur eina jarð
sprengjuna undir kartöflugras-
inu, sem hann er að taka upp.
Eða bað getur verið sjómaður-
inn sem fær flugskeyti á einn
línukrókinn í róðri undir Jökli.
Slíks eru dæmi.
Alger tilviljun getur ráðið því,
hvort slík vítisvéi springur viö
fundinn — jafnvel í höndum
finnandans — eða hvort tímans
tönn hefur náð aö vinna svo á
verkinu, að gripurinn sé mein-
laus orðinn.
Garðyrkjumaðurinn kraflar
jarðsprengjuna upp undan kart-
öflugrasinu með kvíslinni sinni,
fleygir henni í hjólbörumar og
ekur henni heim. Seinna þrífur
hann af henni moldina, skoðar
gripinn nánar og geymir han
svo til minja í stofunnj sinni,
gestum til sýnis. Mörgum mán-
uðum seinna snertir einhver gest
urinn þrýstirörið, sem setur
kveikjuna af stað og BÚMM!
Slíks em líka dæmi
„Sprengisérfræðingar danska
hersins, sem kenndu mér.þand
brögðin, höfðu ti'.einkað séVnþrð
tak frumbyggjanna í Villta vestr
inu, sem sögðu: Einu Indíánarnir
sem treystandi er, það eru dauð
ir Indíánar.
Einu sprengjumar, sem
treysta má örugglega, eru þær,
sem gerðar hafa verið óvirkar",
sagði Rúdolf Axelsson, flokks-
stjóri í lögregluliði Reykjav'ikur.
Við hittum Rúdolf fyrir
nokkru, þegar hann þurfti aö
gera óvirkan hieðsluodd framan
af eldflaug, sjálfan sprengju-
broddinn af eldflauginni Þessi
sprengjuhluti hafði fundizt í
brotajámshaug í porti brota-
járnssala og reyndist þegar til
Lögregluþjónarnir eru þama komnir á stað, þar sem þeir telja sig fullkomlega örugga við
iðju sína.
,,Það er óþarfi að slá neinum
hetjubaug utan um þetta. Fyr
ir þá, sem þekkja vel inn á
þessa hluti, er þetta ekki ýkja-
hættulegt ef þeir gæta fyllstu
varúðar".
Þessi þrjú ár sem liðin eru
frá skólun Rúdolfs hjá danska
hemum, r-rfur hann oft þurft
að koma til skjalanna, og gera
óvirkan eyðileggingarkraft vftis
véla, sem fundizt hafa hér. —
Ekki alls fyrir íöngu rak eina
á land á Akranesi. önnur kom
á línu hjá bát I róðri við Snæ-
fellsnes og fleiri dæmi gæti Rú-
dolf nefnt ef hann vildi. En
honum er meinilla við allt, sem
minnt gæti á frægðarsögur
manna af sjálfum honum.
Með semingj viðurkennir hann
þó, að viss hætta fylgi því að
dútla við að skrúfa í sundur
eyðileggingartól eins og 5000
punda sprengjur — nú og þótt
minn; væm.
„Það verður aldrei hjá þvi
komizt aö taka einhverja á-
hættu“, viðurkenndi Rúdolf.
„Eins og þeir sögðu hjá
danska hernum: Engar sprengj-
ur eru öruggar, nema þær, sem
gerðar hafa verið óvirkar“.
— GP
kom vera fullkomlega virkur.
Jafnhæfur til þess að gegna
sínu upphaflega hlutverki, —
sprengja í loft upp hús, skip eða
granda öðrum vítisvélum, eins
og þegar hann kom út úr vopna
verksmiðjunn; á stri'ðsárunum.
Rúdolf er eini íslendingurinn,
sem hlotið hefur þjálfun til þess
að gera óvirkar slíkar vítis-
vélar — þjálfun, sem danski
herinn annars veitir sprengju-
sérfræðingum sínum. Slíkir sér
fræöingar fara venjulega I
brodd; framvarðasveita um yfir
gefin svæði óvinanna og hreinsa
þau af dauðagildrum ýmsum,
sem oft og tíðum er korhið fyrir
af djöfullegrj slægð og upp-
finningasemi. — Kann að vera
að einhverjir fleiri íslendingar
hafi hlotið svipaða menntun, en
Rúdolf Axelsson, flokksstjóri, er
sá eini, sem er til taks, ef svo
ber undir, að finnist fallbyssu
kúla, flugskeyti eða sprengja
af einhverju tagi.
„Það fékkst styrkur fyrir einn
lögreglumann frá Reykjavík til
þess að sækja eitt af námskeið-
um danska hersins, og ég var
sendur. Það var 1968“, sagði
Rúdolf í spjall; við blaðamann
Wsis. Einu mennirnir, sem hann
vissi til, að fást við svipuð
verk eru þri'r sérfræðingar-hrjá
Landhelgisgæzlunni, sem jafn-
an eru kvaddir til þegar gera
þarf óvirk tundurtufl. Og svo sér
sérfræöingar varnarliðsins.
„1 þrjá mánuði var troöið í
okkur fróðleik um sprengjur.
Jarösprengjur af öllum gerðum,
— rússneskum, brezkum, banda
rískum dönskum, þýzkum —
sem notaðar höfðu verið í ýms-
um styrjöldum, eins og t.d. sex
daga stríðinu á Gaza-svæðinu.
Síðan sprengjur, sem varpað er
úr flugvélum, fallstykki, fall-
byssukúlur o.s. koll af kolli“,
sagði Rúdolf.
Rúdolf velur sprengjunni stað. Innan stundar verður mann-
drápsverkfærið skaðlaust orðið.
Það má varla á milii sjá,
hvort muni vera til fleiri tegund
ir'af jarðsprengjum, eða t. d.
>af -tannkreBiinjjív nfod' i.,.m
rf fin* .....
„Á öllu þurfti að kunna skil.
Hvaða kveikjuútbúnaöur fylgdi
hverri og hvernig allt virkaði.
Menn þurftu að vera við þvi
búnir, að sjá kannski ekkert
nema blábroddinn af sprengju
standa upp úr jöröunni, og vita
þó upp á hár, hvemig óhætt
væri að nálgast hana til þess
að fjarlægja á öruggan stað eða
gera óvirka á staðnum.
— Það eru fyrstu spurning-
arnar sem maður leitast við að
finna svör við, þegar sprengja
finnst. Er óhætt aö nálgast
hana, er óhætt að snerta hana,
er óhætt að flytja hana á örugg-
ari stað?“ segir Rúdolf.
Hann minnist þess að hafa
. einu sinpi héma á síðustu ár-
um þurft aö flytja viðsjárveirða
sprengju burt úr fbúðarhverfi.
Sú skyssa hafði verið gerð. að
finnandinn hafði tekið hana af
bersvæði. þar sem hann fann
sprengjuna, og haft hana með
sér inn 1' fbúðarhverfi — bless-
unarlega óvitandi um hvers kon
ar vítisvél hann var með í hönd
unum.
Er ekki óhugnanlegt að hafa
slíkan grip í sætinu við hliðina
á sér f jeppanum, og flytja lang
ar vegalengdir?
Rúdolf ókyrrðist, þegar tal-
inu var beint inn á þessa braut,
— hættuna, sem samfara er
starfinu.
____9
Mro
Hafið bér verið á bjóðhá
tíð í Eyjum?
Kristín Guðjónsdóttir, kennara-
skólanemi: — Nei, og hetf held
ur aldrei komið til Eyja. — Það
gæti vitanlega verið gaman, en
ég ætla mér að láta mér nægja
þetta árið að hafa verið í Atla-
vík um verzlunarmannahelgina.
Magnús Þorvaldsson, nemi: —
Nei, aldrei. Hins vegar hef ég
otft komið til Eyja á öðrum tím-
um og líkað stórvel. Sé enga
ástæðu til aö fara til Eyja endi
lega á þjóöhátíð þeirra
Magnús Friðgeirsson, skrifstofu
maður: — Nei, til Eyja hef ég
aldrei komið. Hins vegar hef
ég mikinn hug 4 þvf, en síðast
af öllu færi ég þangað á meðan
þjóðhátíðin stæðj þar yfir. Þá
hátíð tel ég vera illilega mis-
notaða. Maður heyrir sagt, að
eyjaskeggjar séu jafnvel fam-
ir að flýja til lartds þá daga...
Sigurbjöm Á. Friðriksson: —
Já, tvívegis. Svo er ég einmitt
að búa mig þessa stundina und
ir að fara á þá þriðju. Ég fer
þangað með útlendinga og á
með þeim aðeins tveggja stunda
viðdvöl í Eyjum Það þarf að
sýna þeim Vestmannaeyjar rétt
eins og Gullfoss og Geysi.
Sigfús Ólafsson kennari: — Nei,
aldrei á þjóðhátíð, en hins veg
ar öðrum stundum. Það er raun
ar orðiö nokkuð langt si'ðan ég
kom þangað síðast.
Kjartan Jónsson iðnverkamaður:
— Nei. en oft ætlað mér þang-
að. í fyrra var ég bara of blank
ur og núna varð ég fyrir vinnu-
slysi og verð að fara til læknis
annan hvern dag, svo að ég á
ekki hægt um vik...
rsjwas