Vísir - 07.08.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 07.08.1971, Blaðsíða 16
tr a/ITVUV f f iuiuÚHi ■ segir Fegnmarnefnd Reykjavikur, sem gengst fyrir fegrunarviku i tilefni 185 ára afmælis borgarinnar — Hreinsunardeildin imm aðstoða borgarbáa við oð fjarlægja Enginn á skrá á 49 stöðum — fcezfo atvinnuástand um árabil Atvinnuástandið er 'betra en verið hefur um nokkurt árabil. Aðeins 266 voru skráðir atvinnu lausir á öllu landinu um siðustu mánaðamót sem var fækkun um 88 frá fyrra mánuðj. Helzt er enn tiltölulegt atvinnuleysi á Siglufirði (73). Hólmavik (20) og Skagaströnd (26). 1 Reykjavík eru 66 á aitvinnu leysisskrá, og var það fækkun um 40 í mánuðinum. 30 voru at. vinnulausir á Sauðárkróki, 17 á Akureyri. 3 á Akranesi og ísa- firði og 2 í Kópavogi en í sjö baejum var- enginn á atvinnu- leysisskrá. Enginn var atvinnulaus í þeim 10 kauptúnum þar sem fbúar eru yfir þúsund. í smærrj kauptúnum voru at- vinnuleysingjar samtals 72, þar j af 14 á Drangsnesi, 20 á Hólma • vfk 26 á Skagaströnd, 8 á Hofs I 6si 3 á Blönduósi 1 í Árskógs hreppi, en enginn 'i hinum kaup túnunum þrjátíu og tveimur - HH rasf af lócktm „Kjarni helvítis er hinn þrotlausi frídagur“ er setning, sem höfö er eft- ir rithöfundinum Bem- hard Shaw. Og Fegrunar nefnd Reykjavíkur bætir við „notið frítímann og vinnið í garðinum“. Það er vegna fegrunarvikunn ar, sem stendur yfir 9.— 15. ágúst í tilefni 185 ára afmælis Reykjavíkur- borgar hinn 18. ágúst, sem fegrunarnefndin tín ir upp þessi hvatningar- orð úr pússi sínu. Hún hefur fleiri í handraðan- um eins og þessa tilvitnun eftir Konfúsius: „Það er ekki illgresið sem kæfir garðjurtirnar heldur hirðuleysi garöyrkjumannsins“ og eftirfarandi tilvitnun er eftir ónefndan „þurfj maðurinn að spil’.a náttúrunni til þess að kom ast áifram f heiminum er til Kt- ils ilifað", og mun mörgum finn- ast þörf orð á „mengunartím- um“. Fegrunarnefndin segir enn- fremur m.a að tilgangur fegr- unarvikunnar sé að hvetja alla Reykvfkinga, fyrirtæki, félög, stofrranir og einstaklinga til þess að sameinast um fegrun og snyrt ingu borgarinnar. Til þess að tilætlaður árang- ur náist í fegrunarvikunni, þurfa aillir Reykvíkingar að vinna sameiginlega að því að vekja athyg’i hver annars á öliu því, sem miðnr hefur farið 'i útliti 40 vélar lentu í Eyjum í gær — Sjaldan meiri fólksstraumur bongað — Flugfélagið flaug 16 ferðir til Eyja i gær Fólksstraumurinn á Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum var öllu meiri í gær en oftast áður. Reikna má með að um '2500 manns að minnsta kosti séu nú gestkomandi f Eyjum á hátíðinni. Flugfélag íslands mun alls flytja nær 1500 manns út f Eyjar á þremur dögum. Mest var umferðin í loftinu í gær. Þá flaug Flugfélagið þangað 16 ferðir og var fullskipað í þær allar og eru það um 700 manns. Félagið flutti 500 manns til Eyja á fimmtudag og nokkrar ferðir verða farnar í dag. Auk þessa flytur Herjólfur nokk- ur hundruð manns á Þjóðhátíðina, en hann hefur verið í stöðugum ferðum frá Þorlákshöfn. Rerknað var með að vél Flugleiða hf. í Vest- mannaeyjum. TF-BAR færi alls 25 ferðir mii’i Hellu og Eyja í gærdag með alls 100 farþega. Vélin flaug auk þess margar ferðir f fyrradag og sótti fólk til Fagurhólsmýrar, Mýrdalssands og Hellu á Þjóð- hátíðina. Al’s mun hún flytja um 200 manns út í Eyjar. Að sögn starfsmanna Flugturns- ins í Eyjum lentu 34 vélar þar á fluigvellinum á fimmtudaginn og reiknað var með að 40 vélar að minnsta kosti ientu þar í gær. Marg ir Þjóðhátíðargestir koma í einka- vélum, einkum leiguvéium. en tak- markað p’áss er á veilinum í Eyjum til þess að geyma þar vélar, þótt alltaf sé eitthvað um það að menn komi á sínum eigin farkosti. Veður var mjög gott í gær í Herjólfsdal, sólskin og heiðríkja og hægur andvari Búizt var við að eitthvað þykknaði upp með kvöld- inu. Þjóðhátíðin hófst seinnipartinn í gær og stendur fram á sunnudags kvöld. Að vanda er skemmtidag- skrá mjög fjöibreytt og Herjólfs- da'ur skrautlegur vel. — JH GROFURNAR MESTU ÓVINIR RAFKERFISINS Ýmis tjón, sem unnin voru á kerfi Rafmagnsveitu Reykja- *?0£ur á síðasta ári, kostuðu rafveituna 1.342.00 krónur. — Ýmiskonar gröfuverkfæri eru stærstu tjónvaidarnir og virð ist gröfumönnum og stjórn- endum opinberra verka erfitt að komast hjá að skemma jarðstrengi, jafnvel þótt þeir viti af þeim áður en fram- kvæmdir hefjast. Alls urðu 139 tjón á jarð- strengjum og kostaði þetta alls 1.147.000 krónur en 60 loft- línutjón 195 þús. krónur. Þessi 199 tjón eru aðeins þau, sem koma til innheimtu, ótal- inn er kostnaður vegna tjóna, þar sem ekki hefur náðst í tjón- valdinn, t.d. skemmdir á jarð- strengjum. er síðar koma fram, ákeyrslur á götuljósastólpa, brot á Ijósabúnaði, skemmdir á hurðum dreifistöðva og annað slíkt, — JBP Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, í garði sínum í Laugamesi. borgarinnar, og benda á leiöir til úrbóta. Einnig hvetur fegrun- arnefndin alia Reykvíkinga til þess að veita þessu mikilvæga máli lið. og hafa samband viö skrifstofu fegrunarnefndar að Skúlatúni 2, hafi þeir fram að færa tillögur, ábendingar eöa eitthvaö bað. sem kvnni að stuöáa aö velheppnaöri fegrunar- viku og varanlegri fegrun borg arinnar. Einnig mun Hreinsunar deild gatnamálastjóra aðstoða borgarbúa í fegrunarvikunnj við að fjarlægja rusl af lóðum. — Umsijón með fegrunarvikunni hefnr Árnj Árnason. —SB Þjóðhátíðargestir kunna að blotna á sunnudag — en yfirleitt er spáð góðu helgarveðri Þjóðhátiðarfóik f Vestmannaeyj um verður að vona að hann hangi þurr yfir helgina, en hætt er við rigningu við suöurströndina á sunnudaginn samkv. spá Veðurstof- unnar í gær. Að öðru leyt; er veð urspáin ekki svo afleit fyrir þessa helgi og norðaniánds má búast við ágætu veðri og sólskini. Spáin fyrir daginn í dag er hæg- viðri og úrkomulausit á landinu en norðaustan við Nýfundnaland er lægð, sem stefnir í norðaustur og það er þessi lægð, sem kann að valda rigningunni við suðurströnd innj á sunnudaginn. Jónas Jakobs son sagði í viðtali við Visi i gær, að enn væri lægðin ekki stór í snið um. Svo má geta þess, að vindur verður hægur og á morgun viða sól á landinu. — SB Fjórir voru fluttir á slysavarðstofu eftir harðan árekstur sem varð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar klukkan 8 í gær- kvöldi, bílstjóri annarrar bifreiðarinnar, sem var einn í bíl sínum hentist út úr honum við áreksturinn, en í hinum bílnum var þrennt og munu meiðsli þeirra ekki hafa orðið alvarleg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.